Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/64

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

60

16. Hektor var hinn þridji þá; þessir fram á skóginn gánga, hríngju festa uppi á, eikar topp med festi lánga.

17. Festin jørdu fellur á, firna þúng af járni gráu; nú skal reyna, mest hvur má, meidar svegja krónu háu.

18. Hektor fær á festi hønd, fellur í, sem mest hann gétur; eikin hrærir hríslu vønd, honum tekst nú ecki betur.

19. Líger kémur og leitast vid, leggjadigur og herda-þrekinn, sígur hann á handfángid, hyggur síst ad verda rekinn.

20. Ofan bognar eikin þá, einga krapta hetjan spardi; en þar ecki meira má, madur slepti festi hardi.

21. Alor kémur út á vøll, ofur hár og firna digur; þángad mæna augu øll, ætla víst hann fái sigur.

22. Fer hann undir fastan stein, festi yfir um bakid tekur, hart vid spyrna hraustleg bein, háan vidar toppinn skékur.

23. Sígur hann á festi fast; forkurinn mikli dregst í boga, en afreks madurinn ørmagnast, eikar stofninn vid ad toga.

24. Eikin fær sinn edlis mátt, upp á lopt hún manninn þrífur; í festinni hann hángir hátt, en hvatast nidur á foldu svífur.