—64—
52. Hrønnum dóu halir þar, um heljar vega blóds í ginum; svartar hlóu systurnar, ad svadaligum járna hrinum.
53. Hins má géta, hardlyndur, harla fimur sverda verinn, rís úr fleti Rómulur, rødd hans þrymur gégnum herinn.
54. Stillir dregur vígs á vøll, voda reidir ættartánga;: hrillileg því feingu føll, frídir meidar gullinspánga.
55. Allra hrædir hugar ró, holar blæda undir taka, kóngurinn æda øslar sjó, elda glædur þar sem vaka.
56. Hvar sem fer hann, fellur her; fáir géra móti standa. Leó sjer hann ad hann er, ódur og ber med kylfu fjanda.
57. Þángad brauzt med þúnga raust, þeingill hraustur til hans kémur, høggid traust var hlífdar lauft, í hluti flaustur Ullar lemur.
58. Brandurinn stóri brjósti nær, bilar megingjørdin ríta, en ljóns þar vóru læstar klær, sem laufinn egi mátti bíta.
59. Leó módi magna í, móti honum rédi gánga, vedur blódug víga dý, vørn Hákonar reidir lánga.
60. Ræsir æri Róma lands, reidir glika Brandinn stránga, kylfu slær úr hendi hans, hún svo fýkur vegu lánga.