Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/69

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

65

61. Lofdúng vedur óvin ad, og hann kaus ad selja grandi; hinn ei tredur hót úr stad, hlífarlaus fyrir nøktum brandi.

62. Fángbrøgd ramur festi á, fylkir strída vígs um elfur, gánga saman og glíma þá, grundin qvídir vid og skelfur.

63. Niflúng fleygja nadi má; nú skal hreysti reyna leggja, svo af megin-þrótti þá, í þrimla kreistist holdid beggja.

64. Vífid bifast Valgautar, verda rifin hennar klædi, af til - þrifa ógnum hvar, øklar hrifu nakid svædi.

65. Frábært manna ædid er, eldur brann af hvarma tinnum, milli tanna froda fer, flói rann af sveittum kinnum.

66. Leó stífur verka var, vígs ad gífurlegu ædi, brynju rífur Rómular, svo ræsir svífur á kné sín bædi.

67. Stein í hendur hrífur þá, hinn, sem stendur eigi smáan, hilmirs sendir herdar á, hann, svo enda-fallinn lá hann.

68. Blódid svart af vitum vall, vísis hjarta aungvit þrífur, eptir hart svo fengid fall, filkir snart vid náinn blífur.

69. Mildíng daudan metur þjód, med hann þá til búdar fara, þvo hid rauda af búknum blód, og budlúng sjá á lífi hjara.