Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/73

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

69

13. Med sér skridu djúpa dregur, dynur í sløgum þýngsla megnum, høggur nidur og holund vegur, hlídar føgur brjóstin gégnum;

14. Ur hans brotum eldur støckur, aungvu notast kyrdar stadur; smalinn rotast, hjørdin hrøckur, hrædist lotinn ferdamadur.

15. Jørdin grætur, hristist heimur, hrynur um stræti bjargid þétta, uns þad mætir eikum tveimur, sem allar rætur saman flétta;

16. Þessir stansa steininn firna, stydur adra hvur sem gétur, fótum hans vid falli spyrna, ferdir þadra bjargid letur.

17. Leó þannig stødvar stinnur, stáls í dýum ferda ædi, þegar hann í hernum finnur, Hersilíu og Núma bædi.

18. Skjaldmey móti kappa kémur, qvedur hann ljótum ordum þanninn; oss þú hóta ei skalt fremur, allra þrjóta verstur glanninn.

19. Þú skalt, færdur fyrir skjóma, falla brátt med stædstu qvølum; ad hafa særdann Næsir Róma, raupa máttu í heljar sølum.

20. Nú tvíhendir hrottann beitta, hjarna strendur mærin yfir; brosti ad qvendi kémpan sveitta, kyr hann stendur þó og lifir:

21. Bítur eigi á bardann harda, brand af meyu kappinn tekur, sama dregin sára qvarda, svo ad freyu bauga skékur.