Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/74

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

70

22. Eins og snjáljós ódast glædir, eldíng hráa; hinn máttar gildi, Númi þá fyrir oddinn ædir, og vid brá þeim góda skildi.

23. Høggid kémur á skjøldinn skæra, skada fremur unnid gétur, bríngu nemur Núma ad særa, nadurinn sem hinn sterki hvetur.

24. Besta hrundi blódid nidur, um brjóst er sprundi hlífdi sínu, en hjørfa lund’ er lánid stydur, lítil und ei veldur pínu.

25. Sprundi fær hann skjøldinn skæra, skal sig mærin honum verjast; enn fleininn hrærir, fólk ad færa, og fer nú ærilega ad berjast.

26. Eptir leitar Leó fremur, lítt má heita brædin vinnast, mikil sveit á milli kémur, meidar skeyta ei ná ad finnast.

27. Númi hardan Hektor lítur, høggi vard ei gott ad forda, fjallid svardar fleinninn bítur, féll til jardar reynir korda.

28. Þetta Líger lítur brádur, lángan vígabrandinn hristi, en vard ad hníga hjørvi fládur, á heljar stíga’, og øndu misti.

29. Hetjan trú sem hrífur rendur, harla freka braut sér rydur, brytjar nú á bádar hendur, blódid lekur af ørmum nidur.

30. Hersilía hans vid sídu, hélt sér nær og vo ad seggjum, Marsar flýa máttar strídu, manns og kæru fyrir eggjum.