Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/78

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

74

58. Dagsins vidur komu klára, kúgadur og máttar linur, raknar vid í rúmi sára, Rómúlur og þúngann stynur.

59. Lætur kalla kóngur híngad, kífs frá bylgjum dóttur ríka, hér med alla hersforíngja, hvørjum fylgir Númi lika.

60. Kóngur þjádi þannig tjáir: því eg vildi ydur finna, géfid rád, sem gódu spáir, gráann hildar leik ad vinna.

61. Leó vefur lidid grandi, líkari trølli er, enn mønnum; mátt hann hefur meir en fjandi, meidsla føllum veldur hrønnum.

62. Eingin særa sverd á skrocki, segg, er gæru ljóna klædist; hvør veit, nær med nýjum flocki, nætur ær hann híngad lædist.

63. Eg án fridar minna meina, megnid sára fæ ad bera; nú er ydar rád ad reyna, rømmu fári úr ad skéra.

64. Heldur stansa høfdingjarnir; helst þeir kalla rádin slíngu, ad byggja skans, sem veiti varnir, vøllinn allann þar í kríngum,

65. Hersilía hóf þar greinum: hildar gnýinn reynum snjalla, best ad nýu beitum fleinum, bansett þýin skulu falla.

66. Kóngur segir: ecki er eg, elid skjóma fær ad heya, en aungvanveginn flýa fer eg, fyrr skulu Rómar allir deya.