—75—
67. Númi grundar málid manna, metur sida úngur frædi; því næst lundur lófa fanna, lofdúng vidur þetta rædir:
68. Ef þú leyfir, ødlíng svinni! úngur madur og reyndur sídur, vil eg hreifa meiníng minni, um málid þad oss vanda býdur.
69. Sjóli talar þjádur þúnga: þína met eg hreysti dáda, hlýda skal eg, hetjan únga, hvad þú gétur freistad ráda.
70. Allskamt hédan (úngur spjallar) eg hefi séda dali þraungva, hníga nedar hyrnum fjalla, vid háa qveda storma saungva.
71. Þar einstígur er af klettum, inn sem má í dalinn lalla; því næst víga vøllnr sléttur, vafinn háu brúnum fjalla.
72. Þridjúng vil eg þjódar ráda, þessir fái gaungu hrada, þángad til vid brúnir bádar, bjarga háu nemum stada.
73. Vér skulum grjót í dýngjur draga, og dyljast hér; en kóngur Róma, vildi móti Mørsum slaga, med sinn her og beita skjóma.
74. Þegar hildi herdir nýa, og hrottar stinnir lífi sóa, lofdúng skyldi látast flýa, og leita inn í dalinn mjóa.
75. Þángad milli þraungra fjalla, þeir áfjádir munu snúa; herinn illi varast valla, véla rád er þeim skal búa.