Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/89

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

85

stunda ei eptir stefja bókum, stúlkurnar í selskinnsbrókum.

3. Kallmennirnir kunna ecki qvæda málid, ætl’ þad sé ecki galid, ad eg leingi qvæda skjalid?

4. Hér á milli hárra fjalla eg háttu tóna, heyri því í huldum steina, hundrad raddir fyrir eina.

5. Laglega í logni fjøllin ljód fram bera; mig ef fá til forsaungvara, fús eru þau til endursvara.

6. Vidskiptin mér vid þau falla vel í þocka, medan eg heyri buldra becki, bragar streingir þagna ecki.

7. Ef eg þagna — elfur máské ísum klædist; fjøllonum mínum líka leidist, ljóda þegar saungur eydist.

8. Kjæmist loksins qvædid heim ad Klakalandi, svo aukid gæti glaum og yndi, Gullhrings týr og Sørfa lindi.

9. Veit eg, Stúlkur! ydur enn ad ódi dragid, og þá lágt med yckur segid: „enn þá lifir hann Breidfjørd greyid!

10. Þecktir þú hann? adspyr ein, en ønnur segir: ójá, grant ad øllu tægi, opt var hann í ferdalagi.

11. Sannast var ad sopinn þókti Sigga gódur! kalladur var hann qvennamadur, sem kannské hefur verid sladur.

12. Kænlega mátti komast hjá hans qvenna-