Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/9

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

5

øld ótilhlýdilegt hér til ad velja lognar Trøllasøgur svo afskræmilegar, ad eíngin heilbrigd skynsemi fáí þar af trúad einu ordi; svo sem þær, í hverjum menn daudir fyrir hundrudum ára mæla og jafnvel yrkja í haugi sínum og fljúgast á til þrautar víd adkomumenn; þegar tøframenn verda, þegar er vilja, ad ormum, hvølum, drekum og ødrum þvílíkum býsnum; þegar Dvergar og Alfar gera allskonar teikn og stórmerki, bera vindana í skjódum sínum og slá þeim lausum, nær ed vilja, koma strax þángad sem nefndir verda, og sjá í speiglum sínum allt hvad skédur heimsendanna á milli.

Ad slíkar frásøgur séu nú ecki leingur frambærilegar upplýstri og skynsamri þjód vorri, vona eg flestir vilji med mér sanna, sem bera skyn á rétt ad meta; og þar þvílíkar bædi opt spilla gódum sidum, hindra adra betri frædi og trylla tídum skapferdi ófródra únglínga, ættu þær ad gjørast útlægar úr bygdarløgum Íslendínga.

Þeir svo kølludu hortittir og vanmæli, eins og leidinlegar og ofbrúkadar Eddukénníngar, fædast liklega opt med þeim hætti: ad Skáldid velur sér klidadri bragarhátt, en kraptar hans í ørdugri frásøgu leyfa honum þrautalaust ad framklekja; þó vil eg ecki hér med telja ræka Rímna bragi ockar, sem eru innfæddra Skálda vorra frumsmídi, og meíga oss því vel sóma þegar Skáldid snídur sér þar af stackinn eptir vexti. Ad Skáldid þrælbindi ljód sín vid bókstafi søgunnar, þykir eingin naudsyn til reka, því þá er einsætt ad lesa sjálfa hana, og hefur hann ílla varid ómaki sínu ef eckért nema samhendur hans skilja søguna frá sundurlausu máli; hitt mætti kannské nægja ad framsetja høfud innihald søgunnar og prýda svo eptir efnum og mætti Rímurnar med sjálfsmídudum samlíkíngum, snillilegum Eddu greinum og snotrum þaunkum yfir tilburdi søgunnar.