Brennu-Njáls saga/18

Úr Wikiheimild
Brennu-Njáls saga
18. kafli

Nú er þar til máls að taka að Mörður gígja tók sótt og andaðist og þótti það skaði mikill. Unnur dóttir hans tók fé allt eftir hann. Hún var þá ógefin í annað sinn. Hún var örlynd mjög og óforsjál um fjárhagi og tók að eyðast fyrir henni lausaféið svo að hún átti ekki nema lönd og gripi.