Fara í innihald

Brennu-Njáls saga/96

Úr Wikiheimild
Brennu-Njáls saga
96. kafli


Hallur hét maður er kallaður var Síðu-Hallur. Hann var Þorsteinsson Böðvarssonar. Móðir Halls hét Þórdís og var Össurardóttir, Hróðlaugssonar, Rögnvaldssonar jarls af Mæri, Eysteinssonar glumru. Hallur átti Jóreiði Þiðrandadóttur hins spaka, Ketilssonar þryms, Þórissonar þiðranda úr Veradal. Bróðir Jóreiðar var Ketill þrymur í Njarðvík og Þorvaldur faðir Helga Droplaugarsonar. Hallkatla var systir Jóreiðar, móðir Þorkels Geitissonar og þeirra Þiðranda. Þorsteinn hét bróðir Halls og var kallaður breiðmagi. Son hans var Kolur er Kári vegur í Bretlandi. Synir Halls af Síðu voru þeir Þorsteinn og Egill, Þorvarður og Ljótur og Þiðrandi sá er drápu dísir.

Þórir hét maður og var kallaður Holta-Þórir. Hans synir voru þeir Þorgeir skorargeir og Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn mikli.