Egill Skalla-Grímsson/Lausavísur og brot
Útlit
eftir Egil Skalla-Grímsson
Vísur og kvæðabrot koma hér í þeirri röð, sem í sögunni.
- 1.-2. Bágt er að trúa, að Egill hafi ort fyrstu tvær vísurnar þrevetur, en vel mætti hann hafa ort þær síðar, er hann sagði frá afrekum sínum. Hann náði því, þrátt fyrir allt, að komast á raupaldurinn.
- 1. Kominn emk enn til arna
- Yngvars, þess's beð lyngva,
- hann vask fúss at finna,
- fránþvengjar gefr drengjum ;
- mun eigi þú, þægir,
- þrévetran mér betra,
- ljósundinna landa
- linns, óðar smið finna.
- 2. Síþǫgla gaf sǫglum
- sárgagls þría Agli
- herðimeiðr við hróðri
- hagr brimrótar gagra,
- ok bekkþiðurs blakka
- borðvallar gaf fjorða
- kennimeiðr, sás kunni,
- kørbeð, Egil gleðja.
- 3. Fyrsta morðið framdi Egill á sjöunda vetri. Móðir hans kvað hann víkingsefni. Egill orti þá, og eftir viðvaningsbrag vísunnar að dæma, er þetta líklega fyrsta varðveitta vísa Egils.
- 3. Þat mælti mín móðir,
- at mér skyldi kaupa
- fley ok fagrar árar,
- fara á brott með víkingum,
- standa upp í stafni,
- stýra dýrum knerri,
- halda svá til hafnar
- hǫggva mann ok annan.
- 4.-6. Egill sat veizlu að Atleyjar-Bárði og bjó flærð undir. Egill drap Bárð og flúði síðan.
- 4. Sǫgðuð sverri flagða
- sumbleklu ér, kumbla,
- því telk, brjótr, þars blétuð,
- bragðvísan þik, dísir;
- leynduð alls til illa
- ókunna þér runna,
- illt hafið bragð of brugðit,
- Bárøðr, hugar fári.
- 5. Rístum rún á horni,
- rjóðum spjǫll í dreyra,
- þau velk orð til eyrna
- óðs dýrs viðar róta;
- drekkum veig sem viljum,
- vel glýjaðra þýja;
- vitum, hvé oss of eiri
- ǫl þats Bárøðr signði.
- 6. Ǫlvar mik, þvít Ǫlvi
- ǫl gerir nú fǫlvan,
- atgeira lætk ýrar
- ýring of grǫn skýra;
- ǫllungis kannt illa,
- oddskýs, fyr þér nýsa,
- rigna getr at regni,
- regnbjóðr, Hávars þegna.
- 7. Þórólfur, bróðir Egils, spurði tíðinda úr förinni til Bárðar. Egill kvað þá:
- 7. Svá hefk leystsk ór Lista
- láðvarðaðar garði,
- né fágak dul drjúgan,
- dáðmildr ok Gunnhildar,
- at þrifreynis þjónar
- þrír nakkvarir Hlakkar
- til hásalar Heljar
- helgengnir fǫr dvelja.
- 8. Egill herjaði í Lundi.
- 8. Upp skulum órum sverðum,
- ulfs tannlituðr, glitra,
- eigum dǫ́ð at drýgja
- í dalmiskunn fiska;
- leiti upp til Lundar
- lýða hverr sem bráðast,
- gerum þar fyr setr sólar
- seið ófagran vigra.
- 9. Svar Egils til dóttur Arnfinns jarls af Hallandi.
- 9. Farit hefk blóðgum brandi,
- svát mér benþiðurr fylgði,
- ok gjallanda geiri;
- gangr vas harðr af víkingum;
- gerðum reiðir róstu,
- rann eldr of sjǫt manna,
- létum blóðga búka
- í borghliði sœfask.
- 10. Egill barðist við Eyvind skreyju og færði bróður sínum þessar fréttir.
- 10. Gerðum helzti harða
- hríð fyr Jótlands síðu,
- barðisk vel, sás varði,
- víkingr, Dana ríki,
- áðr á sund fyr sandi
- snarfengr með lið drengja
- austr af unnar hesti
- Eyvindr of hljóp skreyja.
- 11. Egill er í Englandi í liði Aðalsteins konungs. Ólafi Skotakonungi þótti enska kórónan betur sett á sínu höfði og gerði innrás. Að höldnu herráði, sagði Egill félögum sínum þessi tíðindi:
- 11. Áleifr of kom jǫfri,
- ótt vas víg, á bak flótta
- þingharðan frák þengil
- þann, en felldi annan;
- glapstígu lét gnóga
- Goðrekr á mó troðna;
- jǫrð spenr Engla skerðir
- Alfgeirs und sik halfa.
- 12.-13. Aðalsteinn hlaut sigur, en Þórólfur Egilsbróðir féll.
- 12. Gekk, sás óðisk ekki,
- jarlmanns bani snarla,
- þreklundaðr fell, Þundar,
- Þórólfr, í gný stórum;
- jǫrð grœr, en vér verðum,
- Vínu nær of mínum,
- helnauð es þat, hylja
- harm, ágætum barma.
- 13. Valkǫstum hlóðk vestan
- vang fyr merkistangir,
- ótt vas él þats sóttak
- Aðgils blǫ́um Naðri;
- háði ungr við Engla
- Áleifr þrimu stála;
- helt, né hrafnar sultu,
- Hringr á vápna þingi.
- 14. Sigri var fagnað í höllu Aðalsteins, en Egill bar sig aumlega, unz Aðalsteinn gaf honum gullhring góðan. Sefaðist Egill þá nokkuð.
- 14. Hrammtangar lætr hanga
- hrynvirgil mér brynju
- Hǫðr á hauki troðnum
- heiðis vingameiði;
- rítmœðis knák reiða,
- ræðr gunnvala bræðir,
- gelgju seil á galga
- geirveðrs, lofi at meira.
- 15. Enn frekari gjafir gaf Aðalsteinn Agli, silfurkistur þær hinar tvær, sem Egill rogaðist síðan með alla ævi. Þá kvað hann:
- 15. Knǫ́ttu hvarms af harmi
- hnúpgnípur mér drúpa,
- nú fann ek þanns ennis
- ósléttur þær rétti;
- gramr hefr gerðihǫmrum
- grundar upp of hrundit,
- sá's til ýgr, af augum,
- armsíma, mér grímu.
- 16.-17. Drápu orti Egill um Aðalstein, og er þetta varðveitt úr, ein vísa og stefið.
- 16. Nú hefr foldgnárr fellda,
- fellr jǫrð und nið Ellu,
- hjaldrsnerrandi, harra
- hǫfuðbaðmr, þría jǫfra;
- Aðalsteinn of vann annat,
- allt's lægra kynfrægjum,
- hér sverjum þess, hyrjar
- hrannbrjótr, konungmanni.
- 17. Nú liggr hæst und hraustum
- hreinbraut Aðalsteini.
- 18.-19. Jafnvel Egill gat orðið ástfanginn. Arinbjörn, vildarvinur hans, spurði um hvað ógleði Egils ylli. Orti þá Egill þessar torráðnu vísur, sem munu fela í sér nafn Ásgerðar, ekkju Þórólfs.
- 18. Ókynni vensk, ennis
- ungr þorðak vel forðum,
- haukaklifs, at hefja,
- Hlín, þvergnípur mínar;
- verðk í feld, þás foldar,
- faldr kømr í hug skaldi
- berg-Óneris, brúna
- brátt miðstalli hváta.
- 19. Sef-Skuldar felk sjaldan,
- sorg Hlés vita borgar,
- í niðjerfi Narfa
- nafn aurmýils, drafnar,
- þvít geir-Rótu gǫtva
- gnýþings bragar fingrum
- rógs at ræsis veigum
- reifendr sumir þreifa.
- 20. Eftir alllangan friðartíma dó tengdafaðir Egils. Fégírugur var hann jafnan og hélt til Noregs til að reka réttar síns, þótt hann væri óvíða síður velkominn en þar.
- 20. Þýborna kveðr þorna
- þorn reið áar horna,
- sýslir hann of sína
- síngirnð Ǫnundr, mína;
- naddhristir, ák nesta
- norn til arfs of borna;
- þigg, Auða konr, eiða,
- eiðsœrt es þat, greiða.
- 21. Agli gekk ekki í haginn í erfðamálum þessum, og orti að skilnaði — í bili.
- 21. Erfingi réð arfi
- arfljúgr fyr mér svarfa,
- mœtik hans ok heitum
- hótun, Þyrnifótar,
- nærgis simla sorgar
- slík rǫ́n ek get hǫ́num,
- vér deildum fjǫl foldar
- foldværingja, goldin.
- 22. Þetta kostaði Egil nokkur mannslát, en silfurkistum sínum barg hann.
- 22. Nú hefr þrym-Rǫgnir þegna
- þróttharðr, en mik varðak
- víti, várrar sveitar
- vígelds tíu fellda,
- þvít sárlaxa Sýrar,
- sendr ór minni hendi,
- digr fló beint meðal bjúgra
- bifþorn Ketils rifja.
- 23. Sá nú loksins Egill, að ekki væri lengur verandi í Noregi, en orti þá.
- 23. Svá skyldi goð gjalda,
- gram reki bǫnd af lǫndum,
- reið sé rǫgn ok Óðinn,
- rǫ́n míns féar hǫ́num;
- folkmýgi lát flýja,
- Freyr ok Njǫrðr, af jǫrðum,
- leiðisk lofða stríði,
- landǫ́ss, þanns vé grandar.
- 24. Ekki fór hann þó strax. Eftir að hann heyrði, að Eiríkur blóðöx hefði gert hann útlægan, kvað hann:
- 24. Lǫgbrigðir hefr lagða,
- landalfr, fyr mér sjǫlfum,
- blekkir brœðra søkkva
- brúðfang, vega langa;
- Gunnhildi ák gjalda,
- greypt's hennar skap, þenna,
- ungr gatk ok læ launat,
- landrekstr, bili grandat.
- 25. Þessi töf gaf honum færi á að drepa Berg-Önund. Frá því sagði hann svo:
- 25. Sǫ́tum lyngs til lengi
- ljósheims bǫrvi þeima,
- meir varðak fé forðum,
- fjarðǫlna hlut skarðan,
- áðr Berg-Ǫnund benjum
- bensœfðan létk venjask,
- Bors niðjar feltk beðju
- blóði, Hadd ok Fróða.
- 26. Einnig komst Egill í færi við Rögnvald, son Eiríks Blóðöxar, og drap hann ásamt öllu föruneyti. (Saga þessi má heita ótrúverðugri en margt annað í ljósi síðari atburða Egils sögu). Svo sagðist Agli frá:
- 26. Bǫrðumk vér, né virðak,
- vígleiptr sonar, heiptir,
- Blóðøxar rauðk blóði
- bǫðmildr ok Gunnhildar;
- þar fellu þó þollar
- þrettán lagar mána,
- stendr af styrjar skyndi
- starf, á einum karfa.
- 27. Eftir að hafa afrekað allt þetta og að lokum reist níðstöngina frægu, hélt Egill loksins til Íslands. Orti hann þá þessa siglingavísu:
- 27. Þél høggr stórt fyr stáli
- stafnkvígs á veg jafnan
- út með éla meitli
- andærr jǫtunn vandar,
- en svalbúinn selju
- sverfr eirar vanr þeiri
- Gestils ǫlpt með gustum
- gandr of stáli fyr brandi.
- 28. Leiðir þeirra Eiríks blóðöxar lágu þó saman enn einu sinni, og þá í Jórvík, þótt varla hafi verið með þeim hætti, er sagan getur. Kvað Egill þetta þá:
- 28. Kominn emk á jó Íva
- angrbeittan veg langan
- ǫldu enskrar foldar
- atsitjanda at vitja;
- nú hefr sískelfir sjalfan
- snarþǫ́tt Haralds áttar
- viðr ofrhuga yfrinn
- undar bliks of fundinn.
- 29. Egill leysti höfuð sitt, sem frægt er (Höfuðlausn) og orti að skilnaði:
- 29. Erumka leitt,
- þótt ljótr séi,
- hjalma klett,
- af hilmi þiggja;
- hvar's sás gat
- af gǫfuglyndum
- œðri gjǫf
- allvalds syni.
- 30. Því næst hélt Egill til Aðalsteins konungs og sagði honum í fréttum:
- 30. Svartbrúnum lét sjónum
- sannsparr Hugins varra,
- hugr tjóðum mjǫk mága,
- mǫgnuðr Egil fagna;
- arfstóli knák Ála
- áttgǫfguðum hattar
- fyr regnaðar regni
- ráða nú sem áðan.
- 31. Egill hélt því næst til Noregs og gisti að Höð, þar er bjuggu Gyða, systir Arinbjarnar hersis, og Friðgeir sonur hennar. Egill hafði þetta af Jórvíkurför sinni að segja:
- 31. Urðumk leið en ljóta
- landbeiðaðar reiði;
- sígrat gaukr, ef glamma
- gamm veit of sik þramma;
- þar nautk enn sem optar
- arnstalls sjǫtul-bjarnar;
- hnígrat allr, sás holla
- hjalpendr of fǫr gjalpar.
- 32.-36. Hér segir frá skiptum Egils við Ljót hinn bleika, en Egill gekk í stað Friðgeirs í hólmgöngu við Ljót. Ljótur féll, og Egill hafði gert upp í skuldir sínar við Arinbjörn.
- 32. Esa Friðgeiri fœri,
- fǫrum holms á vit, sǫrvar,
- skulum banna mjǫk manni
- mey, ørlygi at heyja;
- við þanns bítr ok blótar
- bǫnd élhvǫtuð Gǫndlar,
- alfeigum skýtr œgir
- augum, skjǫld at baugi.
- 33. Esat lítillar Ljóti,
- leik ek við hal bleikan
- við bifteini, bœnar,
- brynju, rétt at synja;
- búumk til vígs, en vægðar
- vǫ́n lætka ek hǫ́num,
- skapa verðum vit skaldi
- skœru, drengr, á Mœri.
- 34. Hǫggum hjaltvǫnd skyggðan,
- hœfum rǫnd með brandi,
- reynum randar mána,
- rjóðum sverð í blóði;
- stýfum Ljót af lífi,
- leikum sárt við bleikan,
- kyrrum kappa errinn,
- komi ǫrn á hræ, jǫrnum.
- 35. Fyrir þykki mér fúra
- fleins støkkvandi nøkkvat,
- hræðisk hodda beiðir
- happlauss, fara kappi;
- stendrat fast, sás frestar
- fleindǫggvar stafr, hǫggum;
- vábeiða ferr víðan
- vǫll fyr rotnum skalla.
- 36. Fell sás flest et illa,
- fót hjó skald af Ljóti,
- ulfgrennir hefr unnit,
- eir veittak Friðgeiri;
- séka lóns til launa
- logbrjótanda í móti;
- jafn vas mér í gný geira
- gamanleikr við hal bleikan.
- 37. Enn átti Egill í erjum vegna erfða. Gekk hann á hólm við Atla hinn skamma, bróður Berg-Önundar, og urðu þau lokin, að Egill beit Atla á barkann. Hann kvað:
- 37. Beitat nú, sás brugðum,
- blár Dragvandill randir,
- af þvít eggjar deyfði
- Atli framm enn skammi;
- neyttak afls við ýti
- ǫrmálgastan hjǫrva;
- jaxlbróður létk eyða,
- ek bar af sauði, nauðum.
- 38. Egill tók sér nú hvíld á mannvígum um sinn og hélt til Íslands, en þar staddur var hann yfirleitt til friðs. En þá spurði hann fall Eiríks blóðöxar og enn dró konuarfur hans hann til Noregs. Hann fann Arinbjörn hið fyrsta og var vel tekið. Orti Egill um jólagjafir Arinbjarnar:
- 38. Sjalfráði lét slœður
- silki drengr of fengit
- gollknappaðar greppi,
- getk aldri vin betra;
- Arinbjǫrn hefr árnat
- eirarlaust eða meira,
- síð man seggr of fœðask
- slíkr, oddvita ríki.
- 39.-40. Að ýmsum ævintýrum loknum hélt Arinbjörn til liðs við Eiríkssyni, en Egill fór til Noregs. Þeir sáust ekki framar. Egill dvaldi um hríð hjá systursyni Arinbjarnar, Þorsteini Þórusyni. Hákoni Aðalsteinsfóstra var af skiljanlegum ástæðum lítið um ætt Arinbjarnar gefið, og skipaði Þorsteini austur á Vermaland að heimta skatt, en vera útlagi ella. Þetta var augljós feigðarför og Egill fór í staðinn. Lætur nú af vísum, unz Egill situr boð hjá Ármóði nokkrum skeggi, er sat á svikráðum við þá. Í þessari fremur sóðalegu veizlu kvað Egill:
- 39. Títt erum verð at vátta,
- vætti berk at hættak
- þung til þessar gǫngu,
- þinn kinnalǫ́ minni;
- margr velr gestr, þars gistir,
- gjǫld, finnumsk vér sjaldan,
- Ármóði liggr, œðri,
- ǫlðra dregg í skeggi.
- 40. Drekkum ór, þótt Ekkils
- eykríðr beri tíðum
- horna sund at hendi,
- hvert full, bragar Ulli;
- leifik vætr, þótt Laufa
- leikstœrir mér fœri,
- hrosta tjarnar horni,
- horn til dags at morni.
- 41. Er morgnaði vildi Egill drepa Ármóð, en lét hann lifa fyrir bænir konu hans og dóttur. Þó sneið hann skeggið af Ármóði og stakk úr annað augað:
- 41. Nýtr illsǫgull ýtir
- armlinns konu sinnar,
- oss's við ógnar hvessi
- óttalaust, ok dóttur;
- þeygi munt við þenna
- þykkjask verðr fyr drykkju
- grepp, skulum á veg vappa
- vítt, svágǫru hlíta.
- 42. Á öðrum bæ fékk Egill góðar viðtökur, en þar lá stúlka sjúk. Egill læknaði hana:
- 42. Skalat maðr rúnar rísta,
- nema ráða vel kunni,
- þat verðr mǫrgum manni,
- es of myrkan staf villisk;
- sák á telgðu talkni
- tíu launstafi ristna,
- þat hefr lauka lindi
- langs ofrtrega fengit.
- 43. Egill svaraði boði um liðveizlu svo:
- 43. Veizt, ef ferk með fjóra,
- færat sex, þás víxli
- hlífa hneitiknífum
- hjaldrgoðs við mik roðnum;
- en ef ek em með átta,
- esat þeir tolf, es skelfi
- at samtogi sverða
- svartbrúnum mér hjarta.
Fór nú Egill loks til Íslands og sat þar að búum sínum. Missti hann sonu tvo og orti um Sonatorrek. Konungaskipti urðu í Noregi, Hákon Aðalsteinsfóstri féll á Fitjum og til konungs hófst Haraldur gráfeldur með bræðrum sínum. Arinbjörn hersir komst þá til metorða á ný. Egill spurði þetta og orti hið einlæga vinarkvæði Arinbjarnarkviðu, og hafa fáir verið betur að kvæði komnir.
- 44. Einar skálaglamm tók upp vinskap við Egil. Einar spurði Egil einu sinni, hvar Egill hefði mest reynt sig. Egill kvað:
- 44. Bǫrðumk einn við átta,
- en við ellifu tysvar,
- svá fingum val vargi,
- varðk einn bani þeira;
- skiptumsk hart af heiptum
- hlífar skelfiknífum;
- létk af Emblu aski
- eld valbasta kastat.
- 45. Frétt barst um fall Haralds konungs gráfeldar, og Arinbjarnar hersis með honum:
- 45. Þverra nú, þeirs þverrðu,
- þingbirtingar Ingva,
- hvar skalk manna mildra,
- mjaðveitar dag, leita,
- þeira's hauks fyr handan
- háfjǫll digulsnjávi
- jarðar gjǫrð við orðum
- eyneglða mér heglðu.
- 46. Einar skálaglamm gaf Agli skjöld góðan. Að endingu orti Egill Skjaldardrápu „ok er þetta upphaf at“:
- 46. Mál es lofs at lýsa
- ljósgarð, es þák, barða,
- mér kom heim at hendi
- hoddsendis boð, enda;
- skalat at grundar Gylfa
- glaums misfengnir taumar,
- hlýðið ér til orða,
- erðgróins mér verða.
- 47. Ásgerður, kona Egils, stalst til að lána Þorsteini, syni þeirra, silkislæður, er Egill hafði fengið að gjöf frá Arinbirni, en Þorsteinn hafði ekki vöxt við hæfi og óhreinkuðust slæðurnar og fann Egill þær þannig löngu síðar. Hann kvað:
- 47. Áttkak erfinytja
- arfa mér til þarfan,
- mik hefr sonr of svikvinn,
- svik telk í því, kvikvan;
- vel mátti þess vatna
- viggríðandi bíða,
- es hafskíða hlœði
- hljótendr of mik grjóti.
- 48. Þorsteinn Þóruson, sá er Egill hafði leyst undan Vermalandsför, sendi honum skjöld að gjöf. Þar um orti Egill Berudrápu „ok er þetta upphaf at“:
- 48. Heyri fúrs á forsa
- fallhadds vinar stalla,
- hyggi, þegn, til þagnar
- þinn lýðr, konungs, mína;
- opt skal arnar kjapta
- ǫrð góð of trǫð Hǫrða,
- hrafnstýrandi hrœra
- hregna, mín of fregnask.
- 49. Að loknum hinztu erjum Egils, átti Þorsteinn sonur hans í vandræðum með nágranna sinn, Þorgeir blund. Þeir feðgar ræddu eitt sinn málin. Kvað þá Egill, og fleira er ekki eftir honum haft um afskipti af málum þessa heims, enda beið hans nú aðeins ellin:
- 49. Spanðak jǫrð með orðum
- endr Steinari ór hendi;
- ek þóttumk þá orka
- arfa Geirs til þarfar;
- mér brásk minnar systur
- mǫgr; hétumk þá fǫgru;
- máttit bǫls of bindask
- Blundr; ek slíkt of undrumk.
- 50. Egill varð gamall og var loks að Mosfelli með Þórdísi, stjúpdóttur sinni, og Grími, manni hennar. Hann gerðist fótafúinn, hrasaði einn dag og datt, og hlógu konur að. (Ef bergis fótar borr þýðir það, sem menn grunar, gæti þessi helmingur verið fyrsta íslenzka klámvísan.):
- 50. Vals hefk vǫ́fur helsis;
- váfallr em ek skalla;
- blautr erum bergis fótar
- borr, en hlust es þorrin.
- 51. Egil varð og blindur og þvældist eitt sinn fyrir matseljunni:
- 51. Hvarfak blindr of branda,
- biðk eirar Syn geira,
- þann berk harm á hvarma
- hnitvǫllum mér, sitja,
- es jarðgǫfugr orðum
- orð mín konungr forðum
- hafði gramr at gamni,
- Geirhamðis mik framði.
- 52. Þessi vísa er hið síðasta, sem haft er eftir Agli, ort í hárri elli, og má vel á fara:
- 52. Langt þykki mér,
- ligg einn saman,
- karl afgamall,
- á konungs vǫrnum;[1]
- eigum ekkjur
- allkaldar tvær,
- en þær konur
- þurfa blossa.
- 53. Þessar tvær línur eru hið eina eftir Egil, sem ekki er að finna í sögu hans, en heimildarmaður er Ólafur Þórðarson hvítaskáld. Annars er ekkert um þær vitað.
- 53. Vrungu varrar Gungnis
- varrar lungs of stunginn.
Neðanmálsgreinar
[breyta]- ↑ Þessi lína er dæmi um, að enn finnast nýjar skýringar. Konungs varnir höfðu kostað mikil heilbrot og ekki var ljóst, hvort hér ætti að vera á eða án — leshátturinn mun vera óviss. Án er í mótsögn við söguna og á virtist ekkert merkja. En svo datt einhverjum í hug, að varnir konungs eru meðal annars menn hans, en heitið dúnn er flokkur manna — 10 talsins.