Guðmundar saga Arasonar/3

Úr Wikiheimild

Nú til þess, at eigi sýnist vér með öllu um líða hans blessaða bernsku ok einkanligan uppruna, munum vér þat setja með stuttum málshætti, því at vér skundum til þess efnis, sem honum er enn meiri sæmd í, þat er at greina hans mæður ok þolinmæðiskrúnu með þeim málagjöfum er guð alls veldis veitir honum í starfalaun, bæði lífs ok liðnum, at svo sem harmrinn má hryggja hjartnæmra manna hugi, svo skulu táknin hugga með andligri gleði. Það hugsuðum vér ok heyriligt svo dýrum manni, at án öllu lögmáli leiðist til hans lífssögu nokkur tiltekin dæmi hans bræðra byskupanna, þar sem samhljóða frumtignir þeirra. En þeim, sem þetta líkar betr aðra leið, sendum vér til íslenzkra bóka.