Heimskringla/Ólafs saga kyrra/4

Úr Wikiheimild

Ólafur konungur hafði hundrað hirðmanna og sex tigu gesta og sex tigu húskarla, þeirra er flytja skyldu til garðsins það er þurfti eða starfa aðra hluti þá sem konungur vildi. En er bændur spurðu konung þess fyrir hví hann hefði meira lið en lög voru til eða fyrri konungar höfðu haft þá er hann fór á veislur þar sem bændur gerðu fyrir honum.

Konungur svarar svo: „Eigi fæ eg betur stýrt ríkinu og eigi er meiri ógn af mér en af föður mínum þótt eg hafi hálfu fleira lið en hann hafði en engi pynding gengur mér til þess við yður eða það að eg vilji þyngja kostum yðrum.“