Heimskringla/Ólafs saga kyrra/3

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur konungur hafði þá hirðsiðu að hann lét standa fyrir borði sínu skutilsveina og skenkja sér með borðkerum og svo öllum tignum mönnum þeim er að hans borði sátu. Hann hafði og kertisveina þá er kertum héldu fyrir borði hans og jafnmörgum sem tignir menn sátu upp. Þar var og stallarastóll utar frá trapisu er stallarar sátu á og aðrir gæðingar og horfðu innar í mót hásæti. Haraldur konungur og aðrir konungar fyrir honum voru vanir að drekka af dýrahornum og bera öl úr öndugi um eld og drekka minni á þann er honum sýndist.

Svo segir Stúfur skáld:

Vissi eg hildar hvessi,
hann var nýstr að kanna,
af góðum byr Gríðar
gagnsælan mér fagna,
þá er blóðstara bræðir,
baugum grimmr, að Haugi
gjarn með gylltu horni
gekk sjálfr á mig drekka.