Fara í innihald

Heimskringla/Ólafs saga kyrra/7

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Ólafs saga kyrra
Höfundur: Snorri Sturluson
7. Dauði Ólafs konungs


Ólafur konungur sat oftlega í héraði að stórbúum er hann átti. En er hann var austur í Ranríki á Haukbæ að búi sínu þá tók hann sótt þá er hann leiddi til bana. Þá hafði hann verið konungur að Noregi sex vetur og tuttugu en hann var til konungs tekinn einum vetri eftir fall Haralds konungs. Lík Ólafs konungs var flutt norður til Niðaróss og jarðað að Kristskirkju þeirri er hann lét gera.

Hann var hinn vinsælsti konungur og hafði Noregur mikið auðgast og prýðst undir hans ríki.