Fara í innihald

Heimskringla/Hákonar saga Aðalsteinsfóstra/27

Úr Wikiheimild

Hákon konungur tók þar skip þau er uppi hafði fjarað er átt höfðu Eiríkssynir og lét draga á land upp. Þar lét Hákon konungur leggja Egil ullserk í skip og með honum alla þá menn er af þeirra liði höfðu fallið, lét bera þar að jörð og grjót. Hákon konungur lét og fleiri skip upp setja og bera á valinn og sér þá hauga enn fyrir sunnan Fræðarberg.

Eyvindur skáldaspillir orti vísu þessa þá er Glúmur Geirason hældist í sinni vísu um fall Hákonar konungs:

Fyrr rauð Fenris varra
flugvarr konungr sparra,
málmhríðar svall meiðum
móðr, í Gamla blóði,
þá er óstirfinn arfa
Eiríks of rak, geira
nú tregr gæti-Gauta
grams fall, á sjá alla.

Hávir bautasteinar standa hjá haugi Egils ullserks.