Heimskringla/Hákonar saga herðibreiðs/1

Úr Wikiheimild

Hákon sonur Sigurðar konungs var tekinn til höfðingja yfir flokk þann er áður hafði fylgt Eysteini konungi og gáfu flokksmenn honum konungsnafn. Þá var hann tíu vetra. Þar voru þá með honum Sigurður, sonur Hávarðs hölds af Reyri, og þeir Andrés og Önundur, fóstbræður Hákonar, Símonarsynir og mart annarra höfðingja og vina Eysteins konungs og Sigurðar konungs. Þeir fóru fyrst upp á Gautland.

Ingi konungur kastaði sinni eigu á það allt er þeir áttu í Noregi og gerði þá útlaga. Ingi konungur fór norður í Víkina og var þar en stundum norður í landi. Gregoríus var í Konungahellu við háskann og varði þar landið.