Heimskringla/Haraldar saga hárfagra/17
Útlit
Um vorið er ísa leysti stikuðu Gautar Gautelfi, að Haraldur konungur skyldi eigi mega leggja skipum sínum upp í landið. Haraldur konungur hélt skipum sínum upp í elfina og lagðist við stikin, herjaði þá á bæði lönd og brenndi byggðina.
Svo segir Hornklofi:
- Grennir þröng að gunni
- gunnmárs fyr haf sunnan,
- sá var gramr, og gumnum,
- goðvarðr, und sig jörðu,
- og hjálmtamiðr hilmir
- hólmreyðar lét ólman
- lindihjört fyr landi
- lundprúðr við stik bundinn.
Síðan riðu Gautar með her mikinn og héldu orustu við Harald konung og varð þar allmikið mannfall og hafði Haraldur konungur sigur.
Svo segir Hornklofi:
- Ríks, þreifst reiddra öxa
- rymr, knáttu spjör glymja,
- svartskyggð bitu seggi
- sverð þjóðkonungs ferðar,
- þá er, hugfylldra hölda,
- hlaut andskoti Gauta,
- hár var söngr of svírum,
- sigr, flugbeiddra vigra.