Fara í innihald

Heimskringla/Haraldar saga hárfagra/29

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Haraldar saga hárfagra
Höfundur: Snorri Sturluson
29. Andlát Eiríks konungs Emundarsonar

Guttormur hertogi sat oftast í Túnsbergi og hafði yfirsókn allt um Víkina þá er konungur var eigi nær og hafði þar landvörn. Var þar mjög herskátt af víkingum en ófriður var upp á Gautland meðan Eiríkur konungur lifði Emundarson. Hann andaðist þá er Haraldur konungur hinn hárfagri hafði verið tíu vetur konungur í Noregi.