Fara í innihald

Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/19

Úr Wikiheimild


Síðan réðu þeir sér til skipa, Haraldur og Sveinn, og dróst þeim brátt her mikill. Og er lið það var búið þá sigla þeir austan til Danmerkur.

Svo segir Valgarður:

Eik slöng und þér, yngvi
ógnblíðr, í haf síðan,
rétt var yðr um ætlað
óðal, frá Svíþjóðu.
Hýnd bar rif, þar er rennduð,
rétt á stag, fyr slétta,
skeið, en skelktu brúðir,
Skáney, Dönum nánar.

Þeir lögðu fyrst herinum til Sjálands og herjuðu þar og brenndu víða þar. Síðan héldu þeir til Fjóns, gengu þar upp og herjuðu.

Svo segir Valgarður:

Haraldr, gerva léstu herjað,
hnyggr þú andskotum, tyggi,
hvatt rann vargr að vitja
valfalls, Selund alla.
Gekk á Fjón, en fékkat,
fjölmennr konungr, sjálfum,
brast ríkula ristin
rít, erfiði lítið.
Brann í bý fyr sunnan
bjartr eldr Hróiskeldu.
Rönn lét ræsir nenninn
reykvell ofan fella.
Lágu landsmenn gnógir.
Ló hel sumum frelsi.
Drósk harmvesalt hyski
hljótt í skóg á flótta.
Dvaldi daprt um skilda,
drifu þeir er eftir lifðu,
ferð, en fengin urðu
fögr sprund, Danir undan.
Lás hélt líki drósar.
Leið fyr yðr til skeiða,
bitu fíkula fjötrar,
fljóð mart, hörund bjartir.