Fara í innihald

Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/26

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Haralds saga Sigurðarsonar
Höfundur: Snorri Sturluson
26. Frá Sveini Úlfssyni konungi


Sveinn Úlfsson lá eftir í svefni þá er Haraldur hafði brott farið. Síðan leiddi Sveinn að spurningum um farar Haralds.

En er hann spurði að Haraldur og Magnús höfðu sæst og þeir höfðu þá einn her báðir þá hélt hann liði sínu austur fyrir Skáneyjarsíðu og dvaldist þar til þess er hann spurði um veturinn að Magnús og Haraldur höfðu norður haldið liði sínu til Noregs. Síðan hélt Sveinn sínu liði suður til Danmerkur og tók hann þar allar konungstekjur þann vetur.