Heimskringla/Haralds saga Sigurðarsonar/88

Úr Wikiheimild

Haraldur konungur Sigurðarson mælti þá: „Tökum nú nokkuð gott ráð og viturlegt því að ekki er að dyljast að ófriður er og mun vera konungur sjálfur.“

Þá svarar jarl: „Það er hið fyrsta að snúa aftur sem hvatast til skipa eftir liði voru og vopnum, veitum þá viðurtöku eftir efnum en að öðrum kosti látum skipin gæta vor og eiga þá riddarar ekki vald yfir oss.“

Þá svarar Haraldur konungur: „Annað ráð vil eg hafa, að setja hina skjótustu hesta undir þrjá vaska drengi og ríði þeir sem hvatlegast og segi liði voru, mun þá skjótt koma oss liðveisla, fyrir þá sök að Englismenn skulu eiga hinnar snörpustu hríðar von heldur en vér berum hinn lægra hlut.“

Þá segir jarl, bað konung ráða þessu sem öðru, lést og vera eigi gjarn að flýja. Þá lét Haraldur konungur setja upp merki sitt Landeyðuna. Frírekur hét sá er merkið bar.