Heimskringla/Haralds saga gráfeldar/10
Útlit
Haraldur konungur sigldi mjög útleið. Hann stefndi inn í Víkina og kom um nótt til Túnsbergs. Þá spurði hann að Guðröður konungur var á veislu þar skammt upp á land. Fóru þeir Haraldur konungur upp þannug, komu þar um nóttina og taka hús á þeim. Þeir Guðröður konungur ganga út. Varð þar skömm viðurtaka áður Guðröður konungur féll og mart manna með honum. Fer þá Haraldur konungur heim og til fundar við Guðröð konung bróður sinn. Leggja þeir þá undir sig Víkina alla.