Heimskringla/Magnúss saga Erlingssonar/38

Úr Wikiheimild

Nikulás sonur Sigurðar Hranasonar, hann var sonur Skjaldvarar dóttur Brynjólfs úlfalda systur Halldórs Brynjólfssonar en sammæðra við Magnús konung berfætt. Nikulás var hinn mesti höfðingi. Hann átti bú á Hálogalandi í Öngli þar sem heitir á Steig. Nikulás átti garð í Niðarósi ofan frá Jónskirkju þar sem átti Þorgeir kapalín. Nikulás var oft í Kaupangi og hafði hann ráð öll fyrir býjarmönnum.

Skjaldvöru dóttur Nikuláss átti Eiríkur Árnason. Hann var og lendur maður.