Heimskringla/Magnúss saga berfætts/19

Úr Wikiheimild

Þá fór Ögmundur Skoftason á fund konungs. En er hann kom fyrir konunginn bar hann upp erindi sín og bað konung gera þeim rétt feðgum. Konungur sagði að það var rétt er hann mælti og þeir væru firna djarfir.

Þá mælti Ögmundur: „Koma muntu konungur þessu áleiðis, að gera oss rangt, fyrir sakir ríkis þíns. Mun það hér sannast sem mælt er að flestir launa illu eða engu er lífið er gefið. Það skal og fylgja mínu máli að aldrei síðan skal eg koma í þína þjónustu og engi vor feðga ef eg ræð.“

Fór Ögmundur síðan heim og sáust þeir aldregi og Magnús konungur síðan.