Heimskringla/Magnúss saga berfætts/18
Útlit
Síðan fór Finnur á konungs fund og talaði við hann og bað konung þess að hann skyldi láta þá feðga ná réttindum af þessu máli. Konungur svaraði styggt og stutt.
Þá mælti Finnur: „Til annars hugði eg af yður konungur en þér munduð gera mig lögræning þá er eg settist í Kvaldinsey er fáir vildu aðrir vinir yðrir og sögðu sem satt var að þeir voru fram seldir er þar sátu og til dauða dæmdir ef Ingi konungur hefði eigi lýst við oss meira höfðingskap en þú hafðir fyrir oss séð og mun þó mörgum sýnast sem vér bærum þaðan svívirðing ef það væri nokkurs vert.“
Konungur skipaðist ekki við slíkar ræður og fór Finnur heim.