Heimskringla/Magnúss saga berfætts/22

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Sá atburður varð enn í Kaupangi að kona ein var færð þangað til staðarins þar sem Ólafur konungur hvílir. Hún var svo armsköpuð að hún var kroppnuð öll saman svo að báðir fætur lágu bjúgir við þjóin uppi. Og er hún var iðulega á bænum og hafði heitið á hann grátandi þá bætti hann henni þá miklu vanheilsu að fætur og leggir og aðrir limir réttust úr hlykkjum og þjónaði síðan hver liður og limur réttri skepnu. Mátti hún áður eigi krjúpa þangað en þaðan gekk hún heil og fegin til sinna heimkynna.