Heimskringla/Magnúss saga góða/10

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Magnús konungur lét gera skrín og búa gulli og silfri og setja steinum. En skrín það var svo gert bæði að mikilleik og að öðrum vexti sem líkkista en svalir undir niðri en yfir uppi vétt vaxið sem ræfur og þar af upp höfuð og burst. Eru á véttinu lamar á bak en hespur fyrir og þar læst með lukli. Síðan lét Magnús konungur leggja í skrín það helgan dóm Ólafs konungs. Urðu þar margar jartegnir að helgum dómi Ólafs konungs.

Þess getur Sighvatur skáld:

Gert er, þeim er gott bar hjarta,
gullið skrín að mínum,
hrósa eg helgi ræsis,
hann sótti guð, dróttni.
Ár gengr margr frá mæru
meiðr þess konungs leiði
hreins með heilar sjónir
hrings, er blindr kom þingað.

Þá var það í lög tekið um allan Noreg að halda heilagt hátíð Ólafs konungs. Var þá sá dagur þegar þar svo haldinn sem hinar æðstu hátíðir.

Þess getur Sighvatur skáld:

Oss dugir Ólafs messu,
jöfur magnar guð, fagna
meinalaust í mínu,
Magnúss föður, húsi.
Skyldr em eg skilfings halda
skolllaust, þess er bjó golli,
helgi, handar tjálgur,
harmdauða, mér rauðu.