Heimskringla/Magnúss saga góða/11

Úr Wikiheimild

Þórir hundur fór af landi í brott litlu eftir fall Ólafs konungs. Þórir fór út til Jórsala og er það margra manna sögn að hann hafi eigi aftur komið.

Sigurður hét sonur Þóris hunds, faðir Rannveigar er átti Jón sonur Árna Árnasonar. Þeirra börn voru þau Víðkunnur í Bjarkey og Sigurður hundur, Erlingur og Jarðþrúður.