Fara í innihald

Heimskringla/Magnúss saga góða/3

Úr Wikiheimild
Heimskringla - Magnúss saga góða
Höfundur: Snorri Sturluson
3. Magnús Ólafsson til konungs tekinn


Magnús Ólafsson fór með liði sínu út til Kaupangs. Var honum þar vel fagnað. Síðan lét hann stefna Eyraþing. En er bóndafólkið kom til þings þá var þar Magnús til konungs tekinn yfir land allt, svo vítt sem haft hafði Ólafur konungur faðir hans. Síðan tók Magnús konungur sér hirð og gerði lenda menn. Hann skipaði allt í héruðum mönnum í ármenningar og í sýslur.

Magnús konungur bauð út leiðangri þegar um haustið um allan Þrándheim. Varð honum gott til liðs, hélt síðan herinum suður með landi.