Heimskringla/Magnússona saga/33

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


Þremur vetrum síðar en Krosskirkja var vígð fékk Sigurður konungur sótt. Þá var hann staddur í Ósló. Hann andaðist þar einni nótt eftir Maríumessu í föstu. Hann var jarðaður að Hallvarðskirkju, lagður í steinvegginn utar frá kórinum hinum syðra megin.

Magnús sonur Sigurðar konungs var þar þá í býnum. Tók hann þar þegar allar konungs féhirslur er Sigurður konungur andaðist.

Sigurður var konungur yfir Noregi sjö vetur og tuttugu. Hann var að aldri fertugur. Og var hans öld góð landsfólkinu. Var þá bæði ár og friður.