Heimskringla/Ynglinga saga/3

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Óðinn átti tvo bræður. Hét annar Vé en annar Vílir. Þeir bræður hans stýrðu ríkinu þá er hann var í brottu.

Það var eitt sinn, þá er Óðinn var farinn langt í brott og hafði lengi dvalist, að Ásum þótti örvænt hans heim. Þá tóku bræður hans að skipta arfi hans en konu hans Frigg gengu þeir báðir að eiga. En litlu síðar kom Óðinn heim. Tók hann þá við konu sinni.