Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Hinn fyrri s. Páls pistill til Þessalonikenses
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Hinn fyrri S. Páls pistill til Tessalonia)
Fyrsti kapítuli
[breyta]Páll og Silvanus og Tímóteus. Þeim safnaði til Tessalonia í Guði föður og Drottni Jesú Kristo. Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo. Vér þökkum Guði alla tíma fyrir yður alla og þenkjum yðar óaflátanlega í vorum bænum, hugleiðandi yðar verk í trúnni og yðvart erfiði í kærleikanum og yðra þolinmæði í voninni, hver að er vor Drottinn Jesús Kristur fyrir Guði vorum föður. Því, kærir bræður af Guði elskaðir, vér vitum það þér eruð útvaldir. Því að vort evangelium er hjá yður verið, eigi alleinasta í orðinu, heldur hvorutveggja í krafti og helgum anda og í næsta miklum algjörvileik svo sem að þér vitið hvílíkir vér vorum meðal yðar fyrir yðar skuld.
Og þér eruð vorir eftirfylgjarar vorðnir og Drottins og hafið orðið meðtekið í miklum mótgangi meður fögnuði í helgum anda svo að þér eruð fyrirmynd vorðnir allra trúaðra í Makedónía og Akkaia. Því að af yður er orð Drottins víðfrægt vorðið, eigi alleinasta í Makedónía og Akkaia, heldur í allar álfur er yðar trú til Guðs útdreifð svo að eigi er þörf yður nokkuð að segja. Því að þeir sjálfir kunngjöra af yður hvað vér höfum fyrir inngang haft til yðar og hverninn þér eruð umsnúnir til Guðs í frá skurguðum til að þjóna lifanda og sannarlegum Guði og eftir að bíða hans sonar af himnum, hvern hann uppvakti af dauða, Jesúm, sá oss hefir frelsað af tilkomandi reiði.
Annar kapítuli
[breyta]Af því þér vitið, kærir bræður, vorn inngang til yðar það hann er eigi ónýtur verið, heldur svo sem vér höfðum áður til forna margt liðið og háðung þolað til Filippenses (sem að þér vitið), þó vorum vér samt og áður alldjarfir í vorum Guði hjá yður að tala evangelion Guðs í stórri baráttu að vor áminning hefir eigi verið til villudóms né til óhreinleiks né með vél, heldur eftir því vér erum af Guði reyndir það oss er tiltrúað að predika evangelion, svo tölu vér, eigi sem vildu vér mönnum þókknast, heldur Guði sem vor hjörtu reynir.
Því að vér höfum aldri neitt sinn með smjaðrunarorðum umgengið sem að þér vitið og eigi með nokkru ágirndartilefni (Guð er þess vottur) og eigi heldur leitað neinnrar sæmdar af mönnum, hvorki af yður né af öðrum hefðu vér eigi mátt gjöra yður þyngsl sem aðrir apostular, heldur vorum vér ástúðlegir hjá yður. Líka sem önnur fóstra þá elur börn sín, svo höfðu vér góðvild af hjarta til yðar og vorum fúsir til að hlutskipta við yður, eigi alleinasta Guðs evangelion, heldur jafnvel voru lífi fyrir því að vér höfum yður ástfólgna.
Þér minnist vel, kærir bræður, vors erfiðis og vorrar mæðu. Því að dag og nótt erfiðuðum vér svo að vér veittum öngum nein þyngsl meðal yðar og predikuðum hjá yður evangelium Guðs. Þess eru þér vottar og Guð (þér sem trúaðir eru) hversu heilaglega, réttferðuglega og óstraffanlega vér vorum hjá yður svo sem að þér vitið hverninn að vér höfum hvern sem einn af yður svo sem faðirinn sín börn áminnt og huggað og það vottað að þér skylduð verðuglega ganga fyrir Guði, þeim yður hefir kallað til síns ríkis og sinnar dýrðar.
Fyrir það þökkum vér einninn Guði óaflátanlega það þér, þann tíð þér meðtókuð af oss það orð guðlegrar predikunar, meðtóku þér það eigi svo sem mannanna orð, heldur (eftir því það sannarlega er) sem Guðs orð það einninn verkar í yður, þér sem trúið. Því að þér eruð eftirfylgjarar vorðnir, kærir bræður, Guðs söfnuðum í Júdea í Kristo Jesú svo það þér hafið það sama liðið af yðrum náfrændum sem hinir af Gyðingum, hverjir einninn Drottin Jesúm hafa líflátið og þeirra eigin spámenn og hafa oss ofsókt og þókknast ekki Guði og eru öllum mönnum gagnstaðlegir, tálma oss að segja heiðingjum þar þeir megi af hjálpast svo að þeir uppfylli sínar syndir alls staðar. Því að reiði er óendaleg yfir þá komin.
En vér, kærir bræður, með því að oss er stíað verið í frá yður um stundarsakir eftir yfirliti og þó eigi eftir hjartanu, þá höfum vér þess framar flýtt oss yðart auglit að sjá af stórri þreyjan. Fyrir það höfum vér viljað til yðar koma, eg, Páll, tvysar sinnum, og Satanas hefir hindrað oss. Því hver er vor von eða fögnuður eður kóróna hrósunarinnar? Eru þér það eigi fyrir vorum Drottni Jesú Kristo í hans tilkomu? Þér eruð vor vegsemd og fögnuður.
Þriðji kapítuli
[breyta]Fyrir því höfum vér ekki lengur það viljað umlíða og létum oss þókknast það vér værum einir saman látnir til Aþenis og höfum útsent Tímóteum, vorn bróður og Guðs þénara og vorn hjálparmann í evangelio Kristi, til að styrkja og á að minna yður í yðvarri trú svo að enginn yðar skelfdist í þessum hörmungum. Því að þér vitið að vér erum þar tilsettir. Og þá er vér vorum hjá yður, sögðu vér yður það fyrir það vér hlytum mótgang að hafa svo sem að skeð er og þér vitið. Þar fyrir að eg gat það eigi lengur liðið, þá útsenda eg svo að eg mætti reyna yðra trú upp á það að eigi mætti ske það freistarinn freistaði yðar og yrði vort erfiði svo til ónýts. En nú það Tímóteus er í frá yður til vor kominn og hefir kunngjört oss yðra trú og kærleika og það þér hugsið til vor alltíð til hins besta og það yður forlengir eftir að sjá oss svo sem oss einninn líka eftir yður, þá urðu vér, kærir bræður, huggaðir á yður í allri vorri hörmung og nauð fyrir yðra trú. Því að nú eru vér lifandi meðan þér standið í Drottni. Því hverja þakkargjörð getu vér Guði endurgoldið fyrir yður, fyrir allan þann fögnuð sem vér höfum yðar vegna fyrir vorum Guði? Vér biðjum dag og nótt allharðlega það vér mættum sjá yðart auglit og uppfylla svo það hvað á brestur yðra trú.
En Guð vor faðir og Drottinn Jesús Kristus greiði vorn veg til yðar. En Drottinn margfaldi yður og láti kærleikinn yfirgnæfa innbyrðis hjá yður og við hvern mann (svo sem að vér erum einninn við yður) svo að yðart hjarta sé styrkt og óstraffanlegt í heilagleik fyrir Guði vorum föður í tilkomu vors Drottins Jesú Kristi með öllum hans heilögum.
Fjórði kapítuli
[breyta]Framar, kærir bræður, biðjum vér yður og áminnum í Drottni Jesú að því þér hafið af oss meðtekið hverninn þér skuluð ganga og Guði þókknast svo að þér æ meir og meir fullkomnari verðið í trúnni. Því að þér vitið hvað fyrir boðorð vér höfum gefið yður fyrir Drottin Jesúm. Því að það er vilji Guðs yðvarrar helgunar að þér haldið yður í frá frillulífi og hver yðar sem einn kunni að eignast sitt ker í helgan og heiðri og ekki í girndarbruna sem heiðingjar, þeir af Guði ekkert vita, og það enginn niðurþrykki né svíki sinn bróður í nokkri höndlan. Því að Drottinn er hann sem hefnir alls þessa sem að vér höfum áður fyrri sagt og yður vottað. Því að Guð hefir ekki kallað oss til óhreinleiks, heldur til helgunar.* Því hver hann forsmár nú, hann forsmár öngvan mann, heldur Guð, sá sinn heilaga anda hefir í yður gefið.
En af bróðurlegum kærleika er ekki þörf yður að skrifa því að þér eruð sjálfir af Guði lærðir yður innbyrðis að elska. Og það gjöri þér einninn við alla bræður sem í öllu Makedónía eru. En vér beiðum yður, kærir bræður, það þér verðið enn algjörðari og kostgæfið spakferðugir að vera og yðvart eigið að stunda og erfiðið með yðar eigin höndum svo sem að vér höfum boðið yður upp á það þér mættuð ærlega ganga hjá þeim sem þar fyrir utan eru og einskis þeirra við þurfandi.
En vér viljum (kærir bræður) eigi dylja fyrir yður af þeim sem sofa upp á það þér séuð eigi hryggvir sem þeir aðrir er öngva von hafa. Því fyrst vér vitum það Jesús er dáinn og upp aftur risinn, svo mun Guð og einninn þá sem sofnaðir eru fyrir Jesúm með honum fram leiða. Því segjum vér yður svo sem orð Drottins það vér, hverjir vér lifum og yfirblífum í tilkomu Drottins, það vér munum eigi fyrir þeim koma sem sofa. Því að Drottinn sjálfur mun með herópi og höfuðengilsins raust og Guðs lúðri ofan koma af himnum, og hinir dauðu í Kristo munu fyrst upp aftur rísa. Eftir á vér, þeir vér lifum og yfirblífum, verðum til líka uppnumnir með þeim sömum í skýin til móts við Drottin í loftið og munum svo hjá Drottni vera alla tíma. Svo huggið nú hver annan innbyrðis með þessum orðum.
Fimmti kapítuli
[breyta]En af tímanum og stundunni, kærir bræður, er ekki þörf yður að skrifa. Því að þér vitið sjálfir glögglega það dagur Drottins mun koma sem þjófur um nótt af því nær þeir munu segja: Það er friður og allt er utan hættu, - þá mun fordjörfunin snögg yfir þá koma líka svo sem kveinan jóðsjúkrar konu. Og eigi skulu þeir umflúið geta. En þér, kærir bræður, verið ekki í myrkrinu svo að sá dagur grípi yður ekki sem þjóf. Þér eruð allir saman ljóssins börn og dagsins börn. Vér erum eigi af nóttinni né myrkrunum.
Fyrir því látum oss eigi sofa svo sem hina aðra. Því að þeir sem sofa, þeir sofa á nóttinni, og þeir sem drukknir eru, þeir drekka á nóttinni. En vér, þeir vér erum dagsins, skulum sparlífir vera, íklæddir brynju trúarinnar og kærleiksins og með hjálmi vonarinnar til hjálpræðisins. Því að Guð hefir eigi sett oss til reiði, heldur það vér skyldum hjálpræðið öðlast fyrir vorn Drottin Jesúm Kristum, sá fyrir oss hefir dáið, svo hvort að vér vökum eður sofum, skulum til samans með honum lifa. Fyrir því áminni hver yðar annan innbyrðis og leiðréttið hver annan svo sem að þér og gjörið.
En vér biðjum yður, kærir bræður, það þér þekkið þá sem erfiða meðal yðar og forstöðu veita í Drottni og áminna yður að hafa þá þess kærari fyrir þeirra verks sakir. Og verið friðsamir við þá. * En vér biðjum yður, kærir bræður, að þér áminnið óráðvanda, huggið vesala, umlíðið breyskva, verið þolinmóðir við alla. Sjáið til að þar enginn gjaldi nokkrum illt fyrir illt, heldur eftirfylgið alla tíma hinu góða, bæði innbyrðis og við alla. Verið jafnan glaðir. Biðjið óaflátanlega. Verið þakklátir í öllum hlutum því að það er Guðs vilji í Kristo Jesú til yðar.
Andann þá kefjið ekki. Spádómana forsmáið ekki. Reynið alla hluti og bíhaldið því hvað gott er. Forðist alla vonda prýði. En sjálfur Guð friðarins helgi yður allt í gegnum, og yðar andi samt sálunni og líkamanum megi algjörlega varðveittur vera óstraffanlegur í tilkomu vors Drottins Jesú Kristi.* Trúr er hann sem yður kallaði, hann mun það og einninn gjöra. Kærir bræður, biðjið fyrir oss. Heilsið öllum bræðrum með heilögum kossi. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yður. Amen.
Til þeirra Tessalonikenses, hinn fyrsti skrifaður frá Aþene.