Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.)
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar
höfundur Oddur Gottskálksson
Titilblað
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu var prentuð í Hróarskeldu árið 1540. Þetta mun vera fyrsta prentaða bók á íslensku. Oddur Gottskálksson var sonur Gottskálks „grimma“ Nikulássonar Hólabiskups, og hafði kynnst Lútherstrú á ferðum sínum í Noregi, Danmörku og Þýskalandi eftir lát föður síns 1521. 1534 eða 1535 sneri hann aftur til Íslands og réðist í þjónustu Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups sem skrifari.

Hugsanlega hefur Oddur þegar hafist handa við þýðingu Nýja testamentisins byggða á þýskri þýðingu Marteins Lúthers og Vúlgötunni, hinni opinberu latnesku útgáfu árið 1534 eða 1535. Hann mun hafa búið um sig í fjósinu á Skálholti, bæði til að dylja iðju sína fyrir Ögmundi og eins vegna hitans. Hann sagði við Gísla Jónsson, annan úr hópi siðaskiptamanna í Skálholti: „Jesús, lausnari vor, var lagður í einn asnastall en nú tek ég að útleggja og í móðurmál mitt að snúa orði hans í einu fjósi.“ Nokkrum árum síðar hefur hann flutt sig að Reykjum í Ölfusi og lokið við þýðinguna þar.

Vorið 1539 hélt Oddur til Danmerkur, hugsanlega samskipa Gissuri Einarssyni sem var á leið þangað til að fá biskupsvígslu. Hann lagði þýðinguna fyrir Kristján 3. Danakonung sem ritar 9. nóvember 1539 að hann hafi látið lærða menn bera þýðinguna saman við latneska textann og hafi þeir álitið hana rétta. Eftir þetta gat Oddur látið prenta þýðinguna í Hróarskeldu sem hann gerði fyrir eigin reikning. Prentuninni var lokið 12. apríl 1540.

Þýðingin er stórmerkilegt frumkvöðulsverk þar sem Oddur smíðaði t.d. mörg nýyrði sem enn eru í notkun. Sem dæmi má nefna orð eins og „að formæla“ (var til áður en merkti allt annað), „ofurseldur“, „súrdeig“ og „brjóstmylkingur“. Áhrif þýðingarinnar á íslenskt mál urðu því mikil. Þýðing Odds var tekin upp með örlitlum breytingum í Guðbrandsbiblíu 1584 og töluvert af henni stendur enn í nútímaútgáfum. Við hvern kafla Nýja testamentisins er formáli „hvar með það hinn einfaldi mann mætti undirvísan fá og frá leiðast sínum fornum óvana á réttan stig og hvað hann skal halda af þessari bók, svo að hann leitaði þar öngra boðorða né lögmáls er hann skyldi leita evangelia og Guðs fyrirheita“. Þessir formálar eru þýddir úr Nýja testamentisþýðingu Lúthers frá 1522.

Textinn hér er fenginn frá textasafni orðabókar Háskólans [1].

HID NYA TESTAMENT

ODDUR GOTTSKÁLKSSON

útlagði á norrænu

Þetta er hið nýja Testament Jesu Christi eiginleg orð og Evangelia hver hann sjálfur predikaði og kenndi hér i heimi sem hans postular og Guðspjallamenn síðan skrifuðu. Þau eru nú hér útlögð á Norrænu, Guði til lofs og dýrðar en almúganum til sæmdar og sáluhjálpar.

Formáli
S. Matteus guðsspjöll
S. Markús guðsspjöll
S. Lúkas guðsspjöll
S. Jóhannis guðsspjöll
Postulagjörningar skrifaðir af s. Lúkas
Formáli yfir S. Páls pistil til Rómverja
S. Páls pistill til Rómverja
Formáli hins fyrra pistils til Korintios
Hinn fyrri s. Páls pistill til Korintios
Formáli yfir annan S. Páls pistil til þeirra í Korintíu
Annar s. Páls pistill til Korintios
Formáli yfir pistlinum til Galatas
S. Páls pistill til Galatas
Formáli yfir S. Páls pistil til Efesios
S. Páls pistill til Efesios
Formáli yfir S. Páls pistil til Filippenses
S. Páls pistill til Filippensis
Formáli yfir S. Páls pistil til Kolossia
S. Páls pistill til Kolossenses
Formáli yfir S. Páls pistil til Tessalonia
Hinn fyrri s. Páls pistill til Þessalonikenses
Formáli yfir annan S. Páls pistil til Tessalonia
Annar pistill s. Páls til Þessalonia
Formáli yfir fyrra S. Páls pistil til Tímóteo
Hinn fyrri s. Páls pistill til Tímóteo
Formáli yfir annan S. Páls pistil til Tímóteo
Annar s. Páls pistill til Tímóteo
Formáli yfir S. Páls pistil til Títo
S. Páls pistill til Títum
Formáli yfir S. Páls pistil til Fílemonem
S. Páls pistill til Fílemonem
Formáli yfir pistilinn til Ebreos
Pistillinn til Ebreos
Formáli yfir S. Jakobs pistil
S. Jakobs pistill
Formáli yfir fyrra S. Péturs pistil
Hinn fyrri pistill s. Petrus
Formáli yfir hinn annan S. Péturs pistil
Annar pistill s. Petrus
Formáli yfir þeim þrimur S. Jóhannis pistlum
Hinn fyrsti s. Jóhannis pistill
Annar s. Jóhannis pistill
Þriðji s. Jóhannis pistill
Pistill hins heilaga Júde
Formáli yfir opinberingar s. Jóhannis
Opinberingar sankti Jóhannis
Eftirmáli