Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Filippenses

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Í þessum pistli lofar og áminnir hinn heilagi Páll þá Filippenses það þeir skulu blífa og áframt fara í trúnni og aukast í kærleikanum. En með því hinir fólsku postular og verkanna lærendur þá gjöra trúnni ætíð skaðsemi, varar hann þá við þeim inu sömum og tjár fyrir þeim margháttaða predikara, suma góða, suma vonda, einninn sjálfan sig og sína lærisveina, Tímóteum og Epafroditon. Þetta starfar hann nú í hinum fyrsta og öðrum kapítula.

Í hinum þriðja burtskúfar hann það sómalaust manna réttlæti sem fyrir hina fölsku postula kennt og haldið verður, setjandi sig sjálfan til eftirdæmis, sá sem í slíku réttlæti vegsamlega hefði lifað og haldi þar nú þó ekkert af fyrir Krists réttlætis sakir. Því að þeir hinir gjöra magann að Guði og eru óvinir krossins Kristi.

Í fjórða áminnir hann þá til friðar og til eins góðs augsýnilegs siðferðis hver við annan og þakkar þeim fyrir þeirra gáfur er þeir höfðu sent honum.