Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Páls pistill til Efesios
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(S. Páls pistill til Efesio)
Fyrsti kapítuli
[breyta]Páll apostuli Jesú Kristi fyrir Guðs vilja þeim heilögum sem eru til Efeso og trúuðum á Kristum Jesúm.
Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo.
Blessaður sé Guð og faðir vors Drottins Jesú Kristi, sá oss hefir blessað með alls háttaðri andlegri blessan í himneskri auðlegð fyrir Kristum svo sem hann útvaldi oss fyrir þann sama áður en veröldin var grundvölluð það vér skyldum vera heilagir og óstraffanlegir fyrir honum í kærleikanum og hefir fyrirhugað oss í sonarleifðina til sjálfs síns fyrir Jesúm Kristum eftir þókknan síns vilja til lofs sinni dýrðarlegri náð, fyrir hverja hann hefir oss þakknæma gjört í sínum elskulega syni.
Í hverjum vér höfum endurlausnina fyrir hans blóð sem er syndanna fyrirgefning eftir ríkdómi hans náðar sem oss er gnóglegana út skipt í alls háttuðum vísdómi og forsjáleik og hefir oss vita látið leyndan dóm síns vilja eftir sinni þókknan og hefir þann sama hér fram flutt fyrir hann það hann yrði predikaður þá uppfylling tímanna væri komin upp á það að hann upprétti alla hluti í Kristo, bæði þá sem á himnum og á jörðu eru, fyrir hann sjálfan, fyrir hvern vær erum einninn til arfskiptis komnir, vér sem erum áður fyrirfram fyrirhugaðir eftir forsjó þess sem alla hluti verkar eftir ráði síns vilja upp á það vér séum hans dýrð til lofs sem áður fyrirfram vonum upp á Kristum.
Fyrir hvern þér hafið heyrt sannleiksins orð sem er evangelium af yðvarri sáluhjálp, fyrir hvert (ef þér trúið) eruð innsiglaðir með heilögum fyrir heitsins anda, sá sem að er pantur vorrar arfleifðar til endurlausnar svo að vér erum vorðnir hans fasta eign til lofs hans dýrðar.
Hvar fyrir eg einninn, eftir því að eg hefi heyrt hjá yður út af þeirri trú á Drottin Jesúm og af yðrum kærleika til allra heilagra, þá læt eg eigi af þakkir að gjöra fyrir yður og minnunst yðar í mínum bænum það Guð vors Drottins Jesú Kristi, dýrðarinnar faðir, gefi yður vísdómsins og uppbirtingaranda til hans eiginnar viðurkenningar og upplýsi augu yðvars hugskots það þér megið vita hver þar sé von yðrar kallanar og hver þar sé ríkdómur hans dýrðarfullrar arfleifðar til sinna heilagra og hver þar sé hin yfirgnæfanlega stærð hans kraftar við oss, vér sem trúum, eftir verkan hans volduga styrkleiks sem hann hefir verkað í Kristo þá hann uppvakti hann af dauða og setti til sinnar hægri handar á himnum yfir allan höfðingskap, valdsstétt, makt og herradóm og allt hvað nefnast má, eigi einasta í þessari veröld, heldur jafnvel í tilkomandi. Og alla hluti hefir hann honum undir fætur lagt og sett hann höfuð yfir allan söfnuðinn, hver að er hans líkami og fylling hans sem alla hluti í öllum uppfyllir.
Annar kapítuli
[breyta]Og einninn yður þá þér voruð dauðir fyrir afbrot og syndir, í hverjum þér hafið forðum daga gengið eftir hætti þessarar veraldar og eftir þeim höfðingja sem í loftinu drottnar sem er eftir þeim anda er á þessari tíð hefir sína verkan í börnum vantrúarinnar, meðal hverra vér höfum allir forðum haft vort athæfi í girndum vors holds, fremjandi holdsins og hugskotsins vilja og vorum af náttúru börn reiðinnar líka svo sem hinir aðrir.
En Guð sá auðigur er af miskunn fyrir sína mikla elsku þar hann hefir oss með elskað þá vér vorum dauðir í syndunum, hefir hann gjört oss lifandi meður Kristi (því að af náðinni eru þér hjálplegir vorðnir) og uppvakt oss meður honum og sett oss meður honum meðal himneskra í Kristo Jesú upp á það hann auðsýndi í eftirkomandi öld yfirgnæfanlegan ríkdóm sinnar náðar fyrir sína góðgirni viður oss í Kristo Jesú. Því að af náðinni eru þér hjálplegir vorðnir fyrir trúna, og það ekki af yður. Guðs gáfa er það, eigi af verkunum svo að enginn hrósi sér. Því að vér erum hans verk, skapaðir í Kristo Jesú til góðra verka, til hverra að Guð hefir oss áður forðum fyrir búið það vér skyldum þar inni ganga.
Hvar fyrir að verið þess minnugir það þér sem forðum daga voruð heiðnar þjóðir eftir holdinu og yfirhúð kölluð af þeim sem kallaðir eru umskurn eftir holdinu sem með hendinni sker það þér voruð í þann sama tíma án Krists framandi og fráskildir borgarrétti Íraels og ókenndir af testamento fyrirheitsins af því þér höfðuð ekkert hop og voruð án Guðs í þessum heimi. En þér sem í Kristo Jesú eruð og forðum voruð í fjarska, þá eruð nú nálægir vorðnir fyrir blóð Kristi.
Því að hann er vor friður, sá út af hvoru tveggja gjörir eitt og af hefir brotið þann túngarð sem þar var milli í því það hann burt tók fyrir sitt hold þann óvinskap sem fyrir lögmálið var í boðorðunum til settur svo að hann skapaði af tveimur einn nýjan mann í sjálfum sér og gjörði svo frið það hann forlíkti hvoru tveggju við Guð í einum líkama fyrir krossinn og deyddi svo óvinskapinn fyrir sig sjálfan og er kominn og kunngjörði yður í evangelio þann frið, yður sem voruð fjarri og hinum sem nærri voru. Því að fyrir hann höfum vér hvorir tveggju aðgang í einum anda til föðursins.
Svo eru þér nú eigi meir gestir og framandi, heldur samborgarmenn heilagra og Guðs heimamenn, uppbyggðir yfir grundvöll postula og spámanna þar Jesús Kristus er hyrningarsteinninn, á hverjum öll uppbyggingin í eitt saman sett vex til heilags mustéris í Drottni, upp á hvern þér verðið einninn með upp á byggðir til Guðs íbúðar í andanum.
Þriðji kapítuli
[breyta]Hvar fyrir eg, Páll, bandingi Kristi Jesú fyrir yður heiðingja, að því þér hafið heyrt út af embætti Guðs náðar, þeirri mér er til yðar gefin, það mér er kunnur vorðinn þessi leyndur dómur fyrir opinberan (eftir því eg hefi áður hið allra stysta skrifað) það þér, ef þér læsuð það, kunnið að merkja minn skilning í leyndum dómi Kristi, hver ekki er forðum mannanna sonum kunngjörður svo sem nú er hann opinberaður hans heilögum postulum og spámönnum fyrir andann það að hinir heiðnu eru samarfar og samlifaðir og hluttakendur hans fyrirheits í Kristo fyrir evangelion, hvers þénari eg em vorðinn eftir gáfu Guðs náðar sem mér er gefin eftir hans volduga krafti.
Mér, hinum síðsta meðal allra heilagra, er gefin þessi náð það eg kunngjörða meðal heiðinna þjóða þann óútspyrjanlegan ríkdóm Kristi og upp að birta hverjum manni hver þar sé sameign leyndardómsins sem af veraldar upphafi er í Guði hulinn verið, sá alla hluti hefir skapað fyrir Jesúm Kristum upp á það hann kunngjörðist nú höfðingjum og herradómum á himnunum fyrir söfnuðinn þá margfalda speki Guðs eftir fyrirhyggjunni frá veraldar upphafi sem hann hefir auðsýnt í Kristo Jesú vorum Drottni, fyrir hvern vér höfum djörfung og aðgang í öllu trausti fyrir trúna á hann. Fyrir því bið eg það þér tregist ekki vegna minnar hörmungar sem eg þoli fyrir yður, hver yðar dýrð er.
Hvar fyrir eg beygi mín kné fyrir föður vors Drottins Jesú Kristi, sá sem réttur faðir er yfir allt, hvað faðir kallast á himnum og á jörðu, að hann gefi yður kraft eftir ríkdómi sinnar dýrðar, að styrkjast fyrir hans anda í hinum innra manni og láta Kristum fyrir trúna búa í yðrum hjörtum og fyrir kærleikinn innrætast og grundvallast svo að þér mættuð höndla með öllum helgum hver þar sé vídd og lengd, dýpt og hæð, og að vita einninn kærleika Krists sem þó alla viðurkenning yfirgengur svo að þér uppfylltust með alls háttaðri Guðs gnægð.
En honum sem máttugur er alla hluti yfirgnæfanlegar að gjöra heldur en vér biðjum eður skiljum eftir þeim krafti sem í oss verkar, þeim sama sé dýrð í safnaðinum, sá í Kristo Jesú er um allar aldir alda að eilífu. Amen. *
Fjórði kapítuli
[breyta]Svo áminni eg yður nú, eg bandingi í Drottni, að þér gangið svo sem verðugt er yðvarri kallan þar þér eruð inni kallaðir með öllu lítillæti og hógværi og með þolinmæði og umlíðið hver annan í kærleika. Og verið kostgæfnir að halda eindregni í andanum fyrir band friðarins. Einn líkami og einn andi svo sem að þér eruð kallaðir upp á eina von yðrar kallanar. Einn Drottinn, ein trúa, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sá sem að er yfir yður öllum og fyrir yður öllum og í yður öllum. *
En einum sérhverjum vorum er gefin náð eftir mæling gjafar Kristi, hvar fyrir að hann segir: Hann er upp farinn í hæðina og hefir %herleiðingina að herfangi tekið og mönnum gáfur gefið. En það hann er upp farinn, hvað er það utan það hann er áður niður stiginn í hinar yðstu álfur jarðar? Sá er niður er stiginn, það er, hann er sá sami sem upp er farinn yfir alla himna upp á það hann alla hluti uppfyllti.
Og suma hefir hann sett til postula, en suma til spámanna, suma til guðsspjallara, suma til hirðara og lærifeðra svo að hinir heilögu sé fullkomnir í verk þess embættis þar sem líkami Krists verður upp á byggður þar til vér komum allir í eindrægni trúarinnar og viðurkenningar Guðs sonar og fullgjörður maður verðum, sá hann er í mæling fullkomins aldurs Kristi, svo að vér séum eigi lengur börn og látum hræra oss og feykja af allsháttuðum vindi lærdómsins fyrir prettskap og undirhyggju mannanna þar með þeir ástunda oss að villa.
Verum heldur sannleiknum eftirfylgjandi í kærleikanum og vöxum í öllu á honum sem að er höfuðið, Kristur, á hverjum allur líkaminn saman tengist og einn limur á öðrum hengur fyrir alla liðu, hvar af hver öðrum hjálp veitir eftir verki hvers sem eins lims í sinn máta og gjörir það að líkaminn vex til sinnar eiginnar betrunar og það allt í kærleika.
Svo segi eg nú og vitna í Drottni að þér gangið eigi lengur svo sem að hinir aðrir heiðingjar í hégómleik síns hugskots, hverra hugskot formyrkvað er og eru annarlegir frá því lífi sem af Guði er fyrir þá fávisku sem í þeim er og blindleik sjálfs þeirra hjarta, hverjir vonarlausir eru og sig gáfu í lausung og frömdu allsháttaðan óhreinleik með ágirni. En þér hafið ekki svo numið Kristum ef þér hafið annars af honum heyrt og eruð í honum lærðir hversu það sannindin eru í Jesú.
Svo afleggið í frá yður eftir fornri breytni hinn gamla mann sem sig fordjarfar í girndum villudómsins, en fornýið yður í anda yðvars hugskots og klæðist þeim nýja manni sem eftir Guði er skapaður í sannarlegu réttlæti og heilagleik. Hvar fyrir afleggið lygar og talið sannleik hver við sinn náunga því að vér erum innbyrðis hver annars limur. Reiðist og syndgist ekki. Látið eigi sólina undir ganga yfir yðvarri reiði. Gefið og ekkert rúm fjandanum. Hver stolið hefir, sá steli nú eigi meir, heldur erfiði og afli með höndunum hvað góðslegt er svo að hann hafi að gefa þeim sem þurftugir eru. *
Látið öngva vonda ræðu fram fara af yðrum munni, heldur hvað nytsamlegt er til betrunar þar sem þörf gjörist að það sé þakknæmilegt að heyra. Og hryggvið ekki heilagan anda Guðs þar þér eruð með innsiglaðir upp á dag endurlausnarinnar. Allur beiskleiki og grimmd, r guðlastan sé langt í frá yður samt allri illsku. En verið innbyrðis hver við annan vingjarnlegir og ástúðlegir og fyrirgefið hver öðrum líka svo sem að Guð hefir fyrirgefið yður í Kristo.
Fimmti kapítuli
[breyta]Svo verið nú Guðs eftirfylgjarar svo sem kærustu börn og gangið í ástseminni líka svo sem að Kristur hefir oss elskað og sig sjálfan útgefið fyrir oss til fórnfæringar og offurs Guði í sætleiksilm. En frillulífi og allan óhreinleik eður ágirni látið eigi af yður segjast svo sem að heilögum hæfir, skammarleg orð og fíflslegt hjal eða keskni, hvað yður heyrir ekki, heldur miklu framar þakkargjörð. Því það skulu þér vita það enginn frillulífismaður eður óhreinn eða ágjarn (hver að er skurgoðaþénari) hefir arftöku í ríki Kristi o reiði Guðs yfir börn vantrúarinnar. Af því verið eigi þeirra hluttakarar. Því að þér voruð forðum myrkur, en nú eru þér ljós í Drottni.
Gangið svo sem börn ljóssins. Því ávöxtur ljóssins er allsháttuð góðgirni, réttlæti og sannleikur.* Og reynið hvað þar þakknæmt sé Drottni. Og hafið ekkert samlag við ófrjósamleg verk myrkvanna, en straffið þau miklu heldur. Því hvað heimulegt sker af þeim er skammarlegt að segja. En allt það verður opinbert nær það verður af ljósinu straffað. Því að allt hvað opinbert verður, það er ljós. Fyrir því segir hann: Vakna þú sem sefur og rís upp af dauða, og Kristur mun svo upplýsa þig.
Svo sjáið nú til það þér gangið grandvarlega, eigi svo sem fávísir, heldur svo sem vísir. Og skikkið yður í þeirri tíð því að það er vond tíð. Fyrir því verðið ekki gálausir, heldur skiljandi hvað vilji Drottins er. Og drekkið yður eigi víndrukkna því þar af kemur saurugt líferni, heldur uppfyllist í anda og talið hver við annan af sálmum og lofsöngum og andlegum kvæðum. Syngið og spilið Drottni í yðrum hjörtum og segið þakkir alla tíma Guði og föður fyrir alla hluti í nafni vors Drottins Jesú Kristi. Og verið hver öðrum undirgefnir í Guðs ótta.
Konunnar veri sínum bændum undirgefnar svo sem Drottni. Því að maðurinn er kvinnunnar höfuð líka svo sem Kristur er safnaðarins höfuð og hann er frelsari síns líkama. En líka svo sem söfnuðurinn er nú Kristi undirgefinn svo og einninn konunnar sínum bændum í öllu. Þér menn, elskið yðrar húsfreyjur líka svo sem Kristur elskaði söfnuðinn og gaf sig sjálfan út fyrir hann upp á það hann helgaði hann og hreinsaði fyrir skírnarsáinn í orðinu svo að hann tilbyggi sér sjálfum dýrðlega safnan sem öngva flekkan né hrukku eður þess konar hefði, heldur það hún sé heilög og óstraffanleg.
Svo skulu og mennirnir elska sínar eiginkonur sem sína eigin líkami. Hver sína eiginkonu e hold hatað, heldur nærir það og fóstrar svo sem að Drottinn söfnuðinn. Því að vér erum limir hans líkama, af hans holdi og af hans beinum. Hvers vegna mun maðurinn forláta föður og móður og nálægjast sína eiginkonu, og þau tvö munu eitt hold vera. Leyndur dómurinn er stór. En eg segi af Kristi og safnaðinum. Þá elski þér þó hver sem einn sína eiginkonu sem sjálfan sig, en konan óttist manninn.%
Sétti kapítuli
[breyta]Þér börn, verið hlýðug yðrum foreldrum í Drottni því að það er réttvíslegt. Heiðra þú föður þinn og móður, - það er hið fyrsta boðorð sem fyrirheit hefir: svo að þér vegni vel og sért langær á jörðu. Og þér feður skuluð eigi egna yðar börn til reiði, heldur alið þau upp í siðsemd og áminningu til Drottins.
Þér þjónustumenn, verið hlýðugir yðrum líkamlegum drottnum með ótta og skjálfta í einfaldleik yðvars hjarta svo sem Kristi. Eigi alleinasta með þjónustu fyrir augum svo sem mönnum til þókknunar, heldur svo sem þjónar Kristi það þér gjörið þennan Guðs vilja af hjarta með góðum huga. Látið yður þykja svo sem þér þjónið Drottni og eigi mönnum. Og vitið að hvað sem hver einn gjörir gott, það mun hann af Drottni meðtaka hvort hann er þræll eður frelsingi. Og þér drottnannir, gjörið einninn þetta hið sama við þá og eftirlátið ógninnar, vitandi einninn það yðvar Drottinn er á himnum og það hjá honum er ekkert manngreinarálit.
Hvað að auk er, mínir bræður: Styrkist í Drottni og í mætti hans kraftar. Íklæðið yður Guðs herskrúða svo að þér getið staðið í gegn umsátum djöfulsins. Því að vér höfum eigi við hold og blóð að berjast, heldur við höfðingja og volduga sem er við drottna veraldarinnar, þeir eð í myrkrum þessarar veraldar drottna viður illskuandana undir himninum. Hvar fyrir þá höndlið Guðs herneskju svo að þér getið í móti staðið á hinum vonda degi og verið í öllum yðrum verkum fullgjörðir.
Svo standið nú, umgyrðið yðrar lendar með sannleiknum og ískrýddir með brynju réttlætisins og um fæturna skófataðir meður evangelio friðarins upp á það þér séuð fyrirbúnir. En umfram alla hluti þá höndlið skjöld trúarinnar, með hverjum þér kunnið út að slökkva öll eldleg skeyti hins prettvísa. Og grípið hjálm hjálpræðisins og sverð andans, hvert að er Guðs orð.* Og biðjið iðulega í allri nauðþurft með bænum og beiðni í andanum. Og þar til vakið með öllu staðfesti og ákalli fyrir öllum heilögum og fyrir mér upp á það að mér gefist það orð með dristugri opnan míns munns svo að eg mætta kunngjöra leyndan dóm evangelions, hvers sendiboði eg em í festinni, svo að eg megi djarflega þar inni höndla og svo að tala sem tilheyrilegt er.
En það að þér vitið einninn hversu háttað er um mig og hvað eg gjöri, það kann Týkikos, minn kæri bróðir og trúr þénari í Drottni, kunngjöra yður allt saman. Því að eg hefi sent hann til yðar vegna þess að þér vissuð hverninn oss vegnaði og það hann hugsvalaði yðrum hjörtum. Friður sé bræðrunum og kærleiki með trúnni af Guði föður og Drottni Jesú Kristo. Náð sé með öllum þeim sem elska vorn Drottin Jesúm Kristum hreinferðuglega. Amen.
Skrifaður af Róm til þeirra í Efeso meður Týkikon.