Fara í innihald

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Efesios

Úr Wikiheimild
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir S. Páls pistil til Efesios)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Í þessum pistli kennir hinn heilagi Páll í fyrstu hvað evangelium er, að það sé alleinasta af Guði fyrir eilífar aldir fyrirhugað og fyrir Kristum forþénað og útgengið svo að allir þeir, sem þar á trúa, verði réttferðugir, frómir, lifandi, hjálplegir og af lögmálinu, syndinni og dauðanum frjálsir. Þetta gjörir hann nú fyrir þá þrjá hina fyrstu kapítula.

Eftir það kennir hann að forðast þá hjálæru og mannaboðorð, þau sem með innfærð verða, upp það að vér blífum við eitt höfuð öruggir, réttfallnir og verðum alleina fullkomnir í Kristo, af hverjum vér höfum það algjörlega svo að vér þurfum einskis utan hans. Það gjörir hann í fjórða kapítula.

Síðan kennir hann að iðka trúna og auðsýna með góðum verkum og syndir að forðast og með andlegum vopnum að berjast í gegn djöflinum upp á það vér gætum fyrir krossinn stöðugir staðist í voninni.