Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Fílemonem

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þessi pistill auðsýnir oss eitt meistarlegt ljúflegt eftirdæmi kristilegs kærleika því að þar sjáu vér hversu S. Páll í forsvar tekur hinn fáráða Onesímon og fortíðir fyrir hann viður hans herra allt hvað hann getur og skikkar sér eigi öðruvís en svo sem sé hann sjálfur Onesímos, hver er brotlegur hafði vorðið. Þó gjörir hann það ekki með ofríki eður kúgan sem hann hefði vel rétt til haft, heldur yfirgefur hann sinn rétt, hvar með hann nauðþrokar það Fílemon hljóti einninn að hafa síns réttar fordrag. Líka ámynt sem það Kristur hefir gjört fyrir Guði föður, svo gjörir einninn S. Páll við Onesímon fyrir Fílemoni. Því að Kristur hefir sinn rétt yfirgefið og meður ljúfleik og lítillæti föðurinn sigrað það hann hefir sinn rétt og reiði hlotið niður að leggja og oss til náðar að taka fyrir Kristus sakir, sá oss svo alvarlega fortíðar og svo af öllu hjarta að sér tekur. Því að vér erum allir hans Onesími ef vér trúum það.