Fara í innihald

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Páls pistill til Fílemonem

Úr Wikiheimild
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(S. Páls pistill til Fílemonem)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Páll, bandingi Jesú Kristi og Tímóteus bróðir. Fílemoni ástsamlegum og vorum meðhjálpara og ástúðlegri Appía og Arkippo, vorum samherjara, og söfnuðinum í þínu húsi.

Náð sé með yður og friður af Guði, vorum föður, og Drottni Jesú Kristo. Eg þakka mínum Guði og hugleiðandi þig jafnlega í mínum bænum að því eg heyri út af þeim kærleika og trú sem þú hefir við Drottin Jesúm og við alla heilaga það að þín trúa, hverja vér sameiginlega höfum, verði kröftug í þér fyrir viðurkenning alls hins góða sem þér hafið í Kristo Jesú. En eg hefi fögnuð mikinn og huggan í þínum kærleika því að hinir heilögu eru af hjarta næsta vel endurnærðir fyrir þig, kæri bróðir.

Fyrir því þótt eg hafi stórt vald til þér að bjóða í Kristo, hvað þér sæmir, þá vil eg þó fyrir kærleiksins sakir einasta áminna þig. Eg sem þesslegur er, einkanlega hinn gamli Páll, en nú einninn bandingi Jesú Kristi, þá beiði eg fyrir son minn, Onesímon, þann eg alið hefi í mínum böndum, hver þér var forðum óþarfur, en nú þér og mér næsta þarfsamlegur, hvern eg sendi þér nú aftur, en þú vildir hann meðtaka sem mitt hjarta. Því að eg vilda hafa haldið honum hjá mér að hann þjónaði mér í staðinn þinn í böndum guðsspjallsins. En utan þinn vilja vilda eg ekkert gjöra svo að þinn góði væri ekki neyddur, heldur sjálfráður.

Því vera má það hann sé þar fyrir um stundarsakir frá þér farinn það þú hann aftur fengir eilíflega, nú eigi lengur sem þjón, heldur framar en þjón, einn kæran bróður, einkanlega minn. En hversu miklu meir þá þinn, bæði eftir holdinu og eftir Drottni? Ef þú heldur mig nú fyrir þinn lagsmann, þá muntu vilja meðtaka hann svo sem sjálfan mig. En hafi hann gjört þér nokkurt tjón eða sé þér nokkuð skyldugur, það reikna mér til. Eg, Páll, skrifaði þetta með minni hendi: Eg vil bítala. Eg þegi það þú sért mér sjálfan þig skyldugur. Minn kæri bróðir, unn mér þess það eg endurnæri mig á þér í Drottni, endurnær þú mitt hjarta í Drottni.

Eg hefi þér út af góðum trúskap til skrifað því að eg veit það þú munir framar gjöra en eg segi. En jafnframt þessu reiðubú þú mér herbergi því að eg vona það eg verði yður fyrir yðra bón veittur. Þér heilsar Epafras, minn sambandingi í Kristo Jesú, Markús, Aristarkus, Demas, Lúkas, mínir hjálpendur. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yðrum anda. AMEN.

Skrifaður frá Róm með Onesímo.