Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Páls pistill til Rómverja

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

[Fyrsti kapítuli][breyta]

Páll, þjón Jesú Kristi, kallaður til postula, útlesinn til að predika Guðs evangelium, hverju hann hafði áður fyrirheitið fyrir sína spámenn í heilagri ritning af sínum syni, hver að fæddur er af Davíðs sæði eftir holdguninni, en volduglega auglýstur sonur Guðs eftir andanum, þeim er helgar allt í frá þeim tíma er Drottinn vor Jesús Kristur reis upp aftur af dauða, fyrir hvern vér höfum meðtekið náð og postullegt embætti á meðal allra heiðinna þjóða trúarinnar hlýðni upp að rétta undir hans nafni, af hverra tölu þér eruð sem kallaðir eru í Kristo Jesú.

Öllum þeim Guðs elskulegum og kölluðum heilögum sem eru í Róm. Náð og friður af Guði vorum, föður og Drottni, Jesú Kristo þá sé með yður.

Fyrst gjöri eg að sönnu þakkir mínum Guði fyrir Jesúm Kristum allra yðar vegna um það að yðvar trú berst út um allan heim. Því að Guð er minn vottur, hverjum eg þjóna í mínum anda út í guðsspjöllum hans sonar það að í sífelli minnunst eg yðar og jafnan í mínum bænum, beiðandi það eg mætta einhvern tíma að Guðs vilja hafa það lukkusprang að koma til yðar. Því mig langar að sjá yður svo að eg býtta yður nokkurri andlegri gjöf yður til styrktar. Það er að eg mætti taka líka huggan yðar á milli fyrir yðra trú og mína sem vér höfum vor á millum.

En eg vil eigi dylja fyrir yður bræður það eg einsetta mér oft að koma til yðar (þó mér hafi bægt verið til þessa) svo að eg hefða fært nokkurn ávöxt yðar á milli líka sem á meðal annarra þjóða. Því eg em skuldunautur bæði girskra og ógirskra, spakra sem óspakra. Af því svo mikið sem eg formá em eg reiðubúinn til yðar sem eruð í Róm að predika guðsspjöllin.

Því að eg skammast mín eigi Krists evangelio því það er kraftur Guðs sem hjálplega gjörir alla þá sem þar á trúa, fyrst Gyðinga og svo Grikki. Af því að þar opinberast inni það réttlæti sem Guðs er, hvert að kemur %út af trúnni í trúna svo sem skrifað er það réttlátur muni af sinni trú lifa.

Því að Guðs reiði af himnum opinberast yfir allt ranglæti og óréttvísi manna, þeir eð sannleikinn afrækja í ranglætinu fyrir því, hvað af Guði mátti kunngjörast, er þeim opinberað. Því að Guð hefir þeim það opinberað. Með því að Guðs ósýnilegir hlutir sjást, það er hans eilífur kraftur og guðdómur, ef gaum að verður gefið þeim verkum, einkum að heimsins sköpun, svo að þeir hafa öngva afsakan með því þeir vissu það að Guð er og hafa hann þó eigi dýrkað svo sem Guð né honum þakkir gjört, heldur eru þeir í sínum hugrenningum að hégóma vorðnir og þeirra fávíst hjarta er formyrkvað. Því þá þeir héldu sig vísa vera eru þeir að þussum vorðnir og hafa umsnúið dýrð óforgengilegs Guðs í líkneskjur forgengilegra manna, fugla og ferfættra kinda og skriðkvikinda.

Af því hefir og Guð yfirgefið þá í þeirra hjartans girndum og óhreinmennsku að þeir skömmuðu svo sína eigin líkami á sjálfum sér, hverjir Guðs sannleika hafa um snúið í lygar og hafa meir dýrkað og þjónað skepnunni en skaparanum, hver lofaður sé um aldir. Amen. Fyrir hvað er Guð yfirgaf þá í skammsamlegum girndum. Því að konur þeirra hafa snúið náttúrlegri aðferð í ónáttúrlega. Slíkt hið sama hafa mennirnir yfirgefið eðlilega aðferð til konunnar og loguðu í sínum girndum hver til annars, og hefir svo maður með manni skömm framið og meðtekið svo verðkaup síns villudóms (eftir því sem verðugt var) á sjálfum sér.

Og líka sem þeir hafa eigi þess gætt það þeir skyldu af Guði kynning hafa, svo hefir og Guð yfirgefið þá í fráleitt sinni að gjöra það hvað eigi var hæfilegt, fullir upp alls ranglætis, frillulifnaðar, fláttskapar, ágirndar, fjandskapar, fullir öfundar, manndrápa, þrætu, svika, óheilinda, kvissamir, bakmálgir, Guðs forsmánarar, háðgjarnir, drambsamir, sjálfhælnir, hrekkvísir, foreldrunum óhlýðugir, skilningslausir, óhaldinorðir, ófriðsamir, harðsvíraðir, ómiskunnsamir, hverjir Guðs réttlæti þá vita (það þessir eru dauða verðugir sem þvílíkt gjöra). Nú gjöra þeir það ei aðeins, heldur eru þeir einninn þeim samsinnaðir sem það gjöra.


Annar kapítuli[breyta]

Fyrir því kanntu eigi, ó maður, þig að afsaka, hver helst þú ert sem dæmir. Því hvar þú dæmir um annan, þar fordæmir þú sjálfan þig af því þú gjörir það sama hvað þú dæmir. Ef vér vitum það Guðs dómur er réttur yfir þeim sem þvílíkt gjöra. En þenkir þú, ó maður, sem dæmir þá er þvílíkt gjöra og þú gjörir hið sama að þú munir umflýja Guðs dóm? Eða forsmár þú ríkdóm hans góðgirndar, þolinmæði og langlundargeð? Veistu eigi það að Guðs góðgirni leiðir þig til yfirbótar? En þú eftir þinni harðúð og óyfirbótarsömu hjarta safnar þér sjálfum reiði upp á reiðinnar dag og uppbirtingar Guðs réttlætisdóms, sá er gjalda mun einum og sérhverjum eftir hans verkum. Þeim að sönnu heiður og vegsemd og ófallvalta veru sem með þolinmæði góðra verka eftir leita eilífu lífi. En hinum sem þrætugjarnir eru og hverjir eigi hlýða sannleikanum, en hlýða heldur ranglætinu, sneypa og reiði, hrellingar og harmkvæli yfir allar sálir þeirra manna sem illsku drýgja, fyrst Gyðingum og svo Grikkjum. En heiður, vegsemd og friður öllum þeim sem gott gjöra, fyrst Gyðingum og svo Grikkjum.

Því að ekkert manngreinarálit er fyrir Guði. Því þeir sem án lögmáls hafa syndgast, þeir munu og án lögmáls fyrirfarast, og þeir sem undir lögmálinu hafa syndgað, munu fyrir lögmálið dæmdir verða. Af því að áheyrendur lögmálsins eru eigi réttlátir fyrir Guði, heldur eru þeir réttlátir sem lögmálið fullgjöra. Því þær þjóðir sem eigi hafa lögmálið, en gjöra þó af náttúru hvað lögmálið inniheldur, þeir sömu, með því þeir hafa eigi lögmálið, eru þeir sér sjálfir lögmál, með hverju þeir útvísa það lögmálsins verk sé skrifuð í þeirra hjörtum sem þeirra samviska sjálf ber þeim um vitni og þeir þankar sem sín á milli áklaga sig eður afsaka á þeim degi nær Guð dæmir leynda kostu mannanna eftir mínu guðsspjalli fyrir Jesúm Kristum.

En sjá, þú kallast Gyðingur og forlætur þig upp á lögmálið og hrósar þig Guði og veist hans vilja. Og með því þú ert lærður í lögmálinu, reynir þú hvað að best sé að gjöra og formetur þig sjálfan að vera blindra manna leiðtogara og ljós þeirra sem í myrkrum eru, fávísra tyftunarmann og læriföður einfaldra, hafandi bæði viskunnar form og sannleikans í lögmálinu. Nú lærir þú annan, en sjálfan þig lærir þú eigi. Þú predikar að eigi skuli stolið vera, og þú stelur. Þú segir að eigi skuli hórdómur drýgjast, og þú drýgir hór. Þú svívirðir skurgoðin, %rænir þó Guð sínu. Þú hrósar þér af lögmálinu og vanvirðir Guð fyrir yfirgöngu lögmálsins. Því að fyrir yðar skuld verður Guðs nafn lastað meðal heiðinna þjóða svo sem að skrifað er.

Umskurðurinn dugir að sönnu ef þú varðveitir lögmálið, en ef þú ert yfirtroðslumaður lögmálsins, þá er þín umskurn vorðin að yfirhúð. Því að ef yfirhúðin varðveitir réttlætingar lögmálsins, reiknast eigi þá hans yfirhúð fyrir umskurn? Og svo mun það þá sem af náttúru er %yfirhúð og lögmálið fullkomnar dæma þig, sem ert undir bókstafnum og umskurninni, yfirtroðslumann lögmálsins. Því að sá sem augljóslega er Gyðingur, er eigi Gyðingur og eigi sú augljós holdsins umskurn, heldur er sá Gyðingur sem heimuglegur Gyðingur er, og umskurn hjartans er umskurn sú er sker í andanum, en eigi í bókstafnum, hverrar lofstír að eigi er af mönnum, heldur af Guði.


Þriðji kapítuli[breyta]

Hvað hefir þá Gyðingur til þess að hann sé fremri? Eða hver nytsemd er að umskurninni? Næsta mikil á allan hátt. Sennilega fyrst það að þeim er til trúað hvað Guð hefir talað. Þótt að nokkurir út af þeim hafi því eigi trúað, hvað um það? Skyldi fyrir þeirra vantrúar sakir Guðs trú undir lok líða? Fjarri sé því, heldur blífur það svo að Guð sé sannsögull, en allir menn ljúgarar svo sem skrifað er að þú réttlátur sért í þínum ræðum og yfirvinnir nær þú dæmist.


En er það svo að vort ranglæti prísi Guðs réttlæti, hvað skulu vér segja? Er Guð þá ranglátur þótt hann leggi reiði á það? (Nú tala eg eftir plagsiðum manna). Fjarlægt sé því. Hverninn skyldi Guð elligar heiminn dæma? Því ef Guðs sannleikur verður fyrir mína lygn veglegri til hans dýrðar, hvar fyrir skyldi eg þá eftir það sem annar syndbrotsmaður dæmdur verða og miklu framar svo breyta (sem illa verður til vor talað) og svo sem sumir segja það vér segjum: Gjörum illt svo að gott eftir komi, hverra fyrirdæming er réttleg.

Hvað beru vér þá af þeim? Alls ekki. Því að vér höfum áður útvísað bæði Gyðinga og Grikki alla undir synd vera eftir því sem skrifað er að eigi sé sá nokkur sem réttvís er og ekki einn og eigi sá sem skynugur sé og engi sá er að Guði leiti. Allir eru þeir fráhneigir vorðnir og líka allir ónýtir gjörðir. Og engi er sá sem gott gjörir og eigi einn. Þeirra barki er opin gröf, og með sínum tungum hantéra þeir sviksamlega. Höggormaeitur er undir þeirra vörum og munnur þeirra fullur af bölvan og beiskleika og fætur þeirra fljótir til blóðsúthellingar. Í þeirra vegum er eymd og hugarangur, og friðarins götu þekkja þeir eigi. Og eigi er þar nokkur guðsótti fyrir þeirra augum.

En vér vitum hvað lögmálið segir. Það segir þeim sem undir lögmálinu eru svo að allra munnur verði til byrgður og heimurinn allur við Guð sakaður fyrir því að ekkert hold af lögmálsins verkum getur fyrir honum réttlátt verið. Því að fyrir lögmálið kemur eigi utan viðurkenning syndarinnar.

En nú er án lögmálsins Guðs réttlæti opinberað og sannprófað fyrir vitnisburð lögmálsins og spámannanna. En eg tala um það réttlæti sem fyrir Guði dugir, hvert að kemur fyrir trúna á Jesúm Krist til allra og yfir alla þá sem trúa. Því hér er enginn greinarmunur. Allir saman eru þeir syndugir, og þeim er skortur á þeirri hrósan sem þeir áttu á Guði að hafa og verða svo út af hans náð án verðskuldanar réttlátir fyrir þá endurlausn sem vorðin er fyrir Jesúm Kristum, hvern Guð skikkaði til forlíkunarmanns fyrir trúna í hans blóði til ávísingar þess réttlætis sem fyrir honum er fullt, í hverju hann fyrirgefur syndirnar, þær áður eru umliðnar, undir þeirri guðlegri þolinmæði sem hann hafði það hann á þessum tíma ávísaði það réttlæti sem fyrir honum er fullt upp á það að hann sé alleina réttlátur og gjöri þann réttlátan sem þeirrar trúar er á Jesúm Kristum.

Hvar er nú þín hrósan? Er henni lokið? Fyrir hvert lögmál? Fyrir verkanna lögmál? Ekki svo, heldur fyrir trúarinnar lögmál.

Því að vér höldum manninn réttlætast án lögmálsins verka fyrir trúna. Eða er hann alleinasta Guð Gyðinga? Er hann og eigi Guð heiðinna manna? Að vísu er hann og Guð heiðinna þjóða. Nú með því að það er einn Guð, sá er umskurnina réttlætir af trúnni og yfirhúðina fyrir trúna, hversu niðurbrjótum vér þá lögmálið fyrir trúna? Fjarri sé því, heldur uppréttum vér lögmálið.


Fjórði kapítuli[breyta]

Hvað segjum vér þá af föður vorum, Abraham, það hann hafi fundið eftir holdinu? Það segjum vér: Ef Abraham er af verkunum réttlátur, þá hefir hann lofstír, en eigi hjá Guði. Því hvað segir ritningin: Abraham trúði Guði, og það er honum reiknað til réttlætis. En þeim sem með verkin fæst, verða launin eigi út af náðinni til reiknuð, heldur eftir verðskuldan. En honum að sönnu sem eigi um gengur verkin, en trúir á þann sem réttlætir ranglátan, þeim verður sín trúa reiknuð til réttlætis eftir því móti sem Davíð segir, það farsældin sé alleinasta þess manns, hverjum Guð til reiknar réttlætið án tillögu verkanna svo sem hann segir að þeir sé sælir, hverjum sínar ranglætingar eru fyrirgefnar og hverjum sínar syndir eru huldar. Sæll er sá maður, hverjum Guð til reiknar ekki syndina.

Nú þessi farsæld, snertur hún einasta umskurnina eða einninn líka yfirhúðina? Því vér hljótum að segja það Abraham sé sín trúa til réttlætis reiknuð. En hvort er hún honum þá til reiknuð í umskurninni eða í yfirhúðinni? Án efa eigi í umskurninni, heldur í yfirhúðinni. En það teikn umskurnarinnar meðtók hann til merkis þess réttlætis sem kemur fyrir trúna, hverja hann hafði í yfirhúðinni, svo að hann yrði og faðir allra trúaðra í yfirhúðinni svo að þeim yrði og slíkt reiknað til réttlætis og það að hann yrði faðir umskurnarinnar, eigi einasta þeirra sem af umskurðarkyni eru, heldur jafnvel og þeirra sem ganga í fótsporum þeirrar trúar sem var í yfirhúð föður vors Abrahams.

Því að fyrirheitið það hann skyldi vera veraldarinnar erfingi skeði eigi til Abrahams eður hans sæðis fyrir lögmálið, heldur fyrir trúarinnar réttlæti. Því ef þeir af lögmálinu eru erfingjar, þá er trúan einskis verð og fyrirheitið ónýtt gjört. Af því að lögmálið afrekar eigi annað en reiði. Því hvar lögmálið er ekki, þar er og engin yfirtroðning. Fyrir þess sakir hlýtur réttlætið af trúnni að koma svo að það sé út af náðinni og það fyrirheit blífi stöðugt öllu sæði, eigi einasta því sem undir lögmálinu er, heldur og því sem er Abrahams trúar, hver að er allra vor faðir eftir því sem skrifað er, að þig hefi eg settan til föður margra þjóða fyrir Guði, hverjum þú trúðir, og sá er dauða lífgar og kallar það sem ekki er, líka sem það hvað að er.

Og hann trúði upp á von þar engin von var þó á það að hann yrði faðir margra heiðinna þjóða eftir því sem til hans er sagt: Svo skal þitt sæði verða sem stjörnur himins og sjávarsandur. En hann varð eigi veikur í trúnni, gaf og eigi vakt að sínum eigin líkama, þeim dáinn var af því að hann var að mestu hundrað vetra, og eigi dáins kviðar Sáru. Því hann efaði ekki Guðs fyrirheit vegna vantrúar, heldur varð hann styrkur í trúnni, gefandi Guði dýrðina, vitandi það fyrir fullan sann að hverju sem Guð lofaði það var hann máttugur að gjöra. Og fyrir því var honum það reiknað til réttlætis.

En það er eigi einasta skrifað fyrir hans sakir það sé honum til reiknað, heldur fyrir vorar sakir, þeim það skal til reiknað verða. Ef vér trúum á þann sem Drottin vorn, Jesúm Krist, upp vakti af dauða, sá er fyrir vorar syndir var yfirgefinn og fyrir vors réttlætis sakir upp vaktur.


Fimmti kapítuli[breyta]

Af því vér erum nú réttlættir fyrir trúna, þá höfum vér frið hjá Guði fyrir Drottin vorn, Jesúm Kristum, fyrir hvern að vér höfum og tilgöngu í trúnni til þessarar náðar þar vér inni stöndum og hrósum oss í voninni þeirrar tilkomandi dýrðar er Guð mun gefa. En eigi einasta það, heldur hrósu vér oss einninn líka í hörmungunum af því vér vitum það hörmung aflar þolinmæði, en þolinmæði aflar raunar, en raun aflar vonar. En vonin lætur eigi að hneykslum verða því að Guðs kærleiki er út helltur í vor hjörtu fyrir heilagan anda, þann oss er veittur.

Því að þá vér vorum enn breysklegir eftir tíðinni, hefir Kristur fyrir oss rangláta dáið. En nú deyr varla nokkur fyrir réttlátan, og má vera að sá sé trautt sem fyrir góðan dirfist að deyja. Fyrir það prísaði Guð sinn kærleika viður oss í því að Kristur hefir fyrir oss dáið þá þegar vér vorum syndugir. Fyrir það verðum vér og miklu meir frelsaðir af reiðinni fyrir sjálfan hann af því að vér erum réttlættir í hans blóði.

Því ef vér erum nú Guði forlíktir fyrir hans sonar dauða þá vér vorum enn óvinir, miklu meir verðum vér frelsaðir fyrir hans líf sem forlíktir eru. En eigi alleinasta þetta, heldur það að vér hrósum oss og í Guði fyrir Drottin vorn, Jesúm Krist, fyrir hvern að vér höfum forlíkunina meðtekið. Fyrir því að líka sem syndin er fyrir einn mann komin í þennan heim og dauðinn fyrir syndina og svo er dauðinn til allra manna inn smoginn af því að allir hafa syndgast. Því að syndin var í heiminum allt til lögmálsins, en hvar ekki er lögmálið, þar verður og ekki syndinni skeytt, heldur drottnaði dauðinn frá Adam allt til Moysen og einninn yfir þeim sem ekki höfðu syndgast með þvílíkri yfirtroðslu sem Adam, hver að er ein fyrirmynd þess sem koma átti.

En það er eigi svo fallið með gjöfinni sem með syndinni. Því ef margir eru dauðir fyrir sakir eins manns syndar, þá gnæfir þó miklu meir Guðs náð og gjafir yfir fleirum fyrir eins manns náð Jesú Kristi.

Og gjöfin er eigi einasta yfir einni synd, líka sem að er fyrir einn syndugan eilíf synd allra fordjarf. Því að svo sem dómsáfellið er komið af eins manns synd til fordæmingar, líka er gjöfin fyrir eins manns réttlæti af mörgum syndum til réttlætingar gefin. Því ef dauðinn ríkir vegna einnrar syndar fyrir einn, miklu meir munu þeir, sem öðlast gnægð náðarinnar og gjöf réttlætisins, ríkja í lífinu fyrir einn Jesúm Krist.

Líka sem að fordæmingin er komin fyrir eins manns synd yfir alla menn, svo er og komið fyrir eins réttlæti lífsréttlætið yfir alla menn. Því að líka sem fyrir eins manns óhlýðni eru margir syndugir vorðnir, svo verða og fyrir eins hlýðni margir réttlátir.

En lögmálið er þó jafnframt inn komið svo að syndin skyldi yfirgnæfa. En hvar syndin gnæfir, þar yfirgnæfir náðin enn miklu framar að með sama hætti sem syndin ríkti til dauðans, svo líka ríkir náðin fyrir réttlætið til eilífs lífs fyrir Jesúm Krist.


Sétti kapítuli[breyta]

Hvað eigu vér hér til að segja? Skulu vér þá í syndinni blífa svo að náðin megi yfirgnæfa? Fjarri er því. Hverninn skyldum vér það vilja að lifa í syndinni eftir það vér erum henni frá deyddir? Viti þér eigi að allir vér sem skírðir eru í Jesú Kristo það vér erum í hans dauða skírðir. Því erum vér og líka með honum greftraðir fyrir skírnina í dauðann upp á það líka sem Kristur er upp vakinn af dauða fyrir dýrð föðursins. Líka svo skulu vér ganga í nýjungu lífdaganna. Því fyrst vér verðum honum samplantaðir í eftirlíkjanlegum dauða, svo verðum vér honum og líkir í upprisunni. Með því vér vitum það að vor gamli maður er með honum krossfestur svo að af skæfist líkami syndarinnar að eftir það þjónuðu vær eigi syndinni. Því að hver sem deyddur er, hann er réttlættur af syndinni.

En fyrst vér erum með Kristi deyddir þá trúum vér það vér munum og með honum lifa. En vér vitum það Kristur er upp vakinn af dauða og deyr eigi meir. Dauðinn mun og eigi meir drottna yfir honum. Því það hann dó, það er hann eitt sinn syndinni dáinn, en það hann lifir, það lifir hann Guði. Svo og líka þér skuluð halda yður sjálfa þar fyrir að þér séuð og deyddir frá syndinni, en lifið Guði í Drottni vorum, Jesúm Kristo. Fyrir því látið nú syndina eigi drottna í yðrum dauðlegum líkama svo að þér séuð honum hlýðugir í hans girndum. Og ljáið eigi yðra limu syndinni til ranglætis herklæða, heldur ljáið sjálfa yður Guði líka, sem af dauða upp lifnaða, og yðra limu Guði til réttlætis herskrúða. Því að syndin fær eigi drottnað yfir yður af því að þér eruð eigi undir lögmálinu, heldur undir náðinni.

Hverninn þá? Skulu vér því syndir drýgja það vér erum eigi undir lögmálinu, en erum undir náðinni? Fjarri sé það. Eða viti þér eigi að hverjum sem þér gefið yður til þjónustumanna undir hlýðni hans þjónar eru þér, hverjum þér hlýðugir eruð, hvort það er syndinni til dauðans eður hlýðninni til réttlætis? En Guði sé þakkir það þér voruð syndarinnar þjónustumenn, en nú hlýðugir vorðnir af hjarta þeirri lærdómsins ímynd sem þér eruð til gefnir. Því fyrst þér urðuð frelsaðir af syndinni, þá eru þér vorðnir réttlætisins þjónustumenn.

Eg hlýt líkamlega hér af að segja fyrir yðvars holds breyskleika sakir. Því líka sem þér hafið yðra limu léð til að þjóna óhreinleikanum í frá öðru ranglæti í annað, líka svo skulu þér nú ljá yðra limu til að þjóna réttlætinu til helgunar. Því þá þér voruð þjónustumenn syndarinnar, voru þér frí fyrir réttlætinu. Hvern ávöxt höfðu þér þann tíma? Þann þér skammist yðar nú af því að endalok þeirra hluta er dauðinn. En nú þér frelsaðir af syndinni og vorðnir Guðs þjónustumenn, hafi þér yðvarn ávöxt til helgunar, en að endalokum eilíft líf. Því að verðlaunin syndarinnar er dauðinn, en Guðs gjöf er eilíft líf í Drottni vorum, Jesú Kristo.


Sjöundi kapítuli[breyta]

Viti þér ekki, bræður (því við þá tala eg sem lögmálið vita), það að lögmálið drottnar yfir manninum æ svo lengi hann lifir? Því að sú kona, sem manni er undirgefin, hún er að manninum lifanda lögmálinu undirvorpin. En ef hennar maður deyr, þá er hún laus af því lögmáli sem manninn áhrærir. Nú ef hún er hjá öðrum að manninum lifanda, verður hún hórkona kölluð. En ef hennar maður deyr, þá er hún frelsuð af lögmálinu það manninn áhrærir svo að hún er eigi hórkona þó hún sé hjá öðrum manni.

Líka svo eru þér, bræður mínir, deyddir lögmálinu fyrir Krists líkama svo að þér séuð hjá öðrum, einkum hjá þeim sem af dauða er upp vakinn upp á það vér færum Guði ávöxt. Því þá vér vorum í holdinu, voru syndsamlegar girndir voldugar (þær sér hreyfðu upp fyrir lögmálið) í vorum limum dauðanum ávöxt að færa. En nú eru vér lausir af lögmálinu og frá því deyddir sem oss hélt hertekna svo að vér þjónum í nýjungu andans, en ekki í fornri veru bókstafsins.

Hvað skulu vér segja? Er lögmálið synd? Fjarri er því, heldur það eg kennir ekki syndina nema fyrir lögmálið. Því eg vissa eigi hvað girnd væri ef lögmálið hefði ekki sagt: Ei skaltu girnast. En er syndin tók tilefni af boðorðinu og ól upp í mér allsháttaðar girndir því að án lögmálsins var syndin dauð. En eg lifða forðum án lögmáls, og er boðorðið kom, endurlifnaði syndin, en eg deyða. Og það skeði svo að það boðorð varð mér að dauða sem mér var til lífs gefið. Því að syndin tók tilefni af boðorðinu, tældi mig og deyddi fyrir það sama boðorð. Lögmálið sjálft er þó sennilega heilagt, og boðorðið er og heilagt, gott og réttvíst.

Er þá það, sem gott er, mér að dauða vorðið? Fjarri er því, heldur svo það syndin auglýstist það hún væri synd og það hún hefði mér fyrir hið góða dauða aflað svo að syndin yrði yfirmáta syndsöm fyrir boðorðið. Því að vér vitum það að lögmálið er andlegt, en eg em kjötlegur undir syndina seldur af því eg veit eigi hvað eg gjöri. Því að eg gjöri eigi hvað eg vil, heldur það eg hata, það gjöri eg. En fyrst eg gjöri það hvað eg vil, eigi samþykki eg það að lögmálið sé gott. Svo gjöri eg nú eigi það sama, heldur sú synd sem í mér byggir. Því eg veit að í mér, það er í mínu holdi, byggir enginn góði. Viljann hefi eg, en að fullkomna hið góða finn eg eigi. Því að það góða, sem eg vil, gjöri eg eigi, heldur það vonda, hvað eg vil eigi, það gjöri eg. En fyrst eg gjöri það hvað eg vil eigi, þá gjöri eg eigi það sama, heldur sú synd sem í mér byggir.

Því finn eg í mér það lögmál: þá eg vil gjöra hið góða, loðir við mig það vonda. Því að mig lystir til Guðs lögmáls eftir hinum innra manninum, en eg sé þó annað lögmál í mínum limum það er í mót stríðir mínu hugskotslögmáli og færir mig herleiddan í syndarinnar lögmál, hvert að er í mínum limum. Eg vesall maður! Hver mun frelsa mig af líkama þess dauðans? Eg þakka Guði fyrir Jesúm Kristum, Drottin vorn. Svo þjóna eg nú í mínu hugskoti Guðs lögmáli, en í holdinu syndarinnar lögmáli.


Áttandi kapítuli[breyta]

Svo er nú ekkert fordæmilegt á þeim sem í Kristo Jesú að eru, þeir sem eigi ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum. Því að lögmál þess anda, sem lífgar í Kristo Jesú, hefir gjört mig frjálsan af lögmáli syndarinnar og dauðans. Því hvað lögmálinu var ómögulegt (með því það krenkist fyrir holdið), það efldi Guð og sendi sinn son í líking syndugs holds og fordæmdi syndina í holdinu fyrir syndina svo að réttlætingin, sem af lögmálinu heimtist, uppfylltist í oss sem eigi ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum.

Því að þeir sem líkamlegir eru, þeir rækta það hvað holdsins er, en hinir, sem andlegir eru, rækja það sem andlegt er. Því holdsins fýst er dauði, en andarins vilji er líf og friður. Þar fyrir er holdsins girnd fjandskapur gegn Guði af því að það er ekki Guðs lögmáli undirvorpið. Það fær þess og eigi orkað því þeir, sem líkamlegir eru, geta eigi Guði þókknast.

En þér eruð ekki líkamlegir, heldur andlegir ef Guðs andi byggir annars í yður. Og hver hann hefir eigi Krists anda, sá er eigi hans. En ef Kristur er með yður, þá er líkaminn að sönnu dauður syndarinnar vegna, en andinn er lífið fyrir réttlætingarinnar sakir. Því ef hans andi, sem Jesúm upp vakti af dauða, byggir í yður, þá mun og sá sami, sem Jesúm Kristum upp vakti af dauða, lífga og yðra dauðlegu líkami vegna þess að hans andi byggir í yður.

Þar fyrir erum vér, kærir bræður, nú eigi holdsins skuldunautar það vér eigum eftir holdinu að lifa. Því ef þér lifið eftir holdinu, munu þér deyja, en ef þér deyðið fyrir andann holdsins gjörðir, munu þér lifa. Því þeir sem af Guðs anda drifnir verða, þeir eru Guðs synir. Því þér hafið eigi meðtekið þrælkunaranda svo þér þurfið nú aftur að ugga um yður, heldur hafi þér meðtekið sonarlegan anda, fyrir hvern vér köllum: Abba, elskanlegur faðir. Sá sami andi ber vitnisburð með vorum anda það vér erum Guðs synir. En fyrst vér erum synir svo erum vér og erfingjar, sennilega Guðs erfingjar, og samarfar Krists ef vér líðum annars meður honum upp á það að vér verðum einninn með honum upp hafnir til dýrðarinnar. *

Því að eg held það þar fyrir að mótlæting þessara tíma sé ekki verð til þeirrar dýrðar sem við oss mun opinberuð verða. Því að áhyggjusamlegt eftirbið skepnunnar stundar eftir uppbirtingu Guðs barna með því þó að skepnan er hégómanum undirgefin án hennar vilja, heldur fyrir hans sakir sem hana hefir undir lagt upp á vonina. Því að sjálf skepnan mun frelsuð verða af þrælkan fallvaltrar veru til dýrðarlegs frelsis Guðs barna. Því vér vitum það alla skepnu forlengir og ber sótt með oss allt til þess tíma.

Eigi alleinasta hún, heldur vér sjálfir, sem höfum andarins frumtök, berum móð í sjálfum oss eftir þeirri arfleifð og væntum eftir lausn vors líkama. * Sennilega erum vér hjálplegir vorðnir í voninni. Því sú von sem sést, er eigi von, eða hversu kunnum vér þess að vona sem vér sjáum? En ef vér vonum á það sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess fyrir þolinmæði.

Svo hjálpar og andinn einninn líka vorum breyskleik. Því að vér vitum ekki hvað vér skulum biðja sem þó byrjaði, heldur biður sá andi sjálfur fyrir oss með óumræðanlegri andvarpan. En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hvað andarins meining er því að hann biður fyrir heilögum eftir því eð Guði hagar.

  • En vér vitum að þeim, sem Guð elska, tekst allt til betranar, einkum þeim

sem eftir fyrirhyggjunni kallaðir eru. Því að hverja hann hefir áður fyrirhugaða, þá hefir hann og til skikkað það þeir skyldu verða samlíkir hans sonar ímynd svo að hann sjálfur sé frumgetningur meðal margra bræðra. En hverja hann hefir fyrirhugaða, þá hefir hann og kallað, en hverja hann hefir kallað, þá hefir hann og réttláta gjört, en hverja hann hefir réttlætt, þá hefir hann og dýrðarlega gjört.

Hvað eigum vér til að segja? Er Guð fyrir oss, hver er þá á móti oss? Hver og eigi þyrmdi sínum eiginlegum syni, heldur gaf hann út fyrir oss alla, hverninn skyldi hann þá eigi veita oss alla hluti með honum? Hver vill nú þá ásaka Guðs útvalda menn? Guð er sá sem réttlætir. Hver er hann sem þá fordæmir? Kristur er hann sem dáið hefur og einninn sá sem upp vaktur er, hver að er til hægri handar Guði og biður fyrir oss.

Hver vill þá skilja frá Guðs elsku? Hörmung eður mótlæti, ofsókn eða hungur, volað eður háski? Svo sem að skrifað er það að fyrir þig verðum vér deyddir allan dag og erum reiknaðir sem sauður til dráps ætlaður. Sennilega berum vér langt af í þessu öllu vegna hans er oss elskaði. Því að eg em þess fullöruggur að hvorki dauði né líf, englar né höfðingsstéttir eða yfirvald og eigi hið nálæga né hið ókomna, eigi hæð eða dýpt né nokkur önnur skepna fær oss skilið frá Guðs kærleika, hver að er í Drottni vorum, Jesú Kristo.*


Níundi kapítuli[breyta]

Eg segi sannleik í Kristo Jesú og lýg eigi, þess mér ber vitni mín samviska í heilögum anda að eg hefi stóran harm og iðulega hryggð í mínu hjarta. Eg hefi og æskst mér þess að vera bölvaður af Kristi fyrir mína bræður, hverjir að eru mínir frændur eftir holdinu, sem eru af Írael, hverjum arfleifðin tilheyrir og svo vegsóminn, sáttmálinn og lögmálið, guðsþjónustan og fyrirheitið, hverra feður að eru og þeir sem Kristur er út af kominn eftir holdinu, sá sem að er Guð yfir öllum hlutum, blessaður um aldir. Amen.

En eg tala eigi þetta til þess að Guðs orð skyldu þar fyrir niður falla. Því það eru eigi allt Íraelsmenn sem af Írael eru og ekki allir þeir synir sem af Abrahams sæði eru, heldur skal þér í Ísak það sæði nefnt verða. Það er að þeir eru ekki Guðs börn sem eftir holdinu eru börn, heldur verða þeir, sem eru fyrirheitsins börn, fyrir sáð reiknaðir. Því að þetta er fyrirheitsorðið þar hann segir: Á þeim tíma man eg koma, og þá skal Sara son hafa.

Þetta er enn eigi aðeins með þeim, heldur og þá Rebekka varð þunguð af föður vorum Ísak áður en börnin voru fædd. Og þau höfðu hvorki gjört gott né vont svo að Guðs fyrirhyggja stöðug stæði eftir útvalningunni. Því að henni var til sagt eigi út af verðskuldan verkanna, heldur út af náð æskjarans svo það hinn meiri skyldi þjóna hinum minna eftir því sem skrifað stendur: Jakob elskaði eg, en Esau hafði eg að hatri.

Hvað eigu vér hér til að segja? Er Guð ranglátur? Langt frá því. Því að hann segir til Moysen: Hvern eg náða, þeim em eg náðugur, og hverjum eg miskunna, þeim em eg miskunnsamur. Því er það eigi komið undir nokkurs vilja eður tilhlaupi, heldur undir Guðs miskunnsemd. Því að ritningin segir til Farao: Til þess upp vakta eg þig að eg sýnda á þér minn kraft. Svo miskunnar hann nú þeim hann vill og forherðir þann hvern hann vill.

Þú segir svo til mín: Hverja skuld gefur hann oss þá? Hver fær hans vilja í móti staðið? Já, góður maður, hver ertu þá ef þú vilt þreyta andsvör við Guð? Segir nokkuð efnið svo til smiðsins: Hvar fyrir gjörðir þú mig svo? Eða hefir ekki leirkerasmiðurinn vald til út af sömum leirmó að gjöra annað kerið til heiðurs, en annað til smánar? Því þá Guð vildi auðsýna sína reiði og kunngjöra sína makt, hefir hann með mikilli þolinmæði umliðið kerin reiðinnar sem búin eru til fordæmingar upp á það hann sýndi ríkdóm sinnar dýrðar á kerum miskunnarinnar, þau hann hefir út reitt til dýrðarinnar og þau hann hefir kallað? Einkanlega oss, eigi einasta þá sem út af Gyðingum eru, heldur jafnvel þá sem af heiðingjum eru. Svo sem hann segir fyrir Osea spámann: Eg mun það kalla mitt fólk sem ekki var mitt fólk og þá mína unnustu sem ekki var mín unnasta, og það mun vera í þeim stað, hvar til þeirra var sagt: þér eruð ekki mitt fólk, skulu þeir kallaðir verða börn Guðs lifanda.

En Esaias kallar yfir Írael: Þótt tala Íraelssona yrði sem sjávarsandur, þá mundi þó það eina, sem afgangurinn er, hólpið verða. Því að sína ræðu mun hann fyrir þeim stytta og þó algjöra til réttlætis af því að Drottinn mun forstokkótt orð gjöra á jörðu. Og svo sem Esaias sagði áður fyrri: Nema ef Drottinn Sabaot hefði oss sæði yfir látið, þá værum vér vorðnir sem Sódóma og líka sem Gómorra.

Hvað eigu vér nú að segja? Það eigu vér að segja að þeir heiðingjar, sem ekki hafa réttlætinu eftir fylgt, hafa réttlætið höndlað - eg segi af því réttlæti sem út af trúnni kemur. En Írael hefir lögmálsins réttlæti eftir fylgt og hefir þó ekki komist til réttlætisins lögmáls, hvar fyrir því að þeir hafa eigi leitað þess út af trúnni, heldur svo sem út af lögmálsins verkum. Því að þeir hafa rekið sig á þann %hindrunarstein, eftir því sem skrifað er: Sjáið, að eg set í Síon hindrunarstein og hneykslunarhellu. Og hver hann trúir á hann, sá skal ekki að hneykslan verða.


Tíundi kapítuli[breyta]

Kærir bræður, sennilega er það ósk míns hjarta og grátleg bæn til Guðs fyrir Írael að þeir hjálpuðust. Því eg ber þeim vitni að þeir vandlæta um Guð, en eigi af skynsemd. Því að þeir þekkja eigi það réttlæti, sem Guðs er, og leita við upp að rétta sínar eiginlegar réttlætingar og eru svo því réttlæti, sem Guðs er, ekki undirgefnir. Því að endalok lögmálsins er Kristur til réttlætis öllum þeim á hann trúa.

Moyses skrifar um það réttlæti sem kemur út af lögmálinu: Hver sá mann sem það gjörir, hann lifir þar inni. Ef það réttlæti, sem út af trúnni kemur, segir svo: Seg þú ekki í þínu hjarta: Hver vill upp stíga í himininn? - það er eigi annað en Kristum af hæðinni ofan aftur að toga - eða: Hver vill niður stíga í undirdjúpið? - það er eigi annað en Kristum af dauða upp aftur að teygja. En hvað segir ritningin? Orðið er þér nær, einkum í þínum munni og í þínu hjarta.

Þetta er trúarinnar orð, hvert vér predikum. Því ef þú viðurkennir Jesúm með þínum munni það hann sé Drottinn og trúir í þínu hjarta það Guð hafi hann upp vakið af dauða, þá muntu hjálpast. Því að nær vér trúum af hjarta, verðum vér réttlátir, og þá vér viðurkennum með munninum, verðum vér hjálplegir. Því hvað segir ritningin að hver á hann trúir, sá mun eigi að hneykslan verða.

Því að enginn greinarmunur er á millum Gyðings og hins girska af því að einn er Drottinn allra, ríkur út yfir öllum þeim hann ákalla. Því hver hann ákallar nafn Drottins, sá mun hólpinn verða. En hverninn skulu þeir kalla á þann, hvern þeir trúa eigi? Eða hverninn skulu þeir nú trúa á þann, af hverjum þeir hafa eigi heyrt? En hverninn skulu þeir heyra án predikaranna? Eða hverninn skulu þeir mega predika nema þeir sé sendir? Svo sem skrifað er: Hversu prýðilegir eru fætur þeirra sem friðinn boða og þeirra er boða hið góða. En þeir eru þó eigi allir guðsspjallinu hlýðugir. Því að Esaias segir: Hver trúir vorri predikan? Fyrir því kemur trúin út af predikuninni, en predikunin fyrir Guðs orð. En eg segi: Hafa þeir eigi heyrt það? Sennilega er þeirra hljómur um öll lönd út genginn og þeirra orð í allar heimsins álfur. *

En eg segi að Írael hefir það eigi þekkt. Í fyrstu segir Moyses: Eg man æsa yður upp til vandlætingar yfir þeim sem ekkert fólk er, og yfir skynlausri þjóð mun eg etja yður til reiði. En Esaias er máldjarfur og segir: Eg em af þeim fundinn sem eigi hafa mín leitað og þeim auglýstur sem eigi hafa að mér spurt. En til Írael segir hann: Allan dag hefi eg mínar hendur út breitt til fólks þessa er eigi vill trúa, heldur mér í móti mælandi.


Ellifti kapítuli[breyta]

Svo segi eg nú: Hvort hefir Guð þá sitt fólk frá sér rekið? Fjarri er því. Því að eg em og Íraelsmaður út af Abrahams sæði, af kyni Benjamíns. Guð hefir ekki sitt fólk frá sér rekið því að hann hefir áður fyrirhugað. Eða viti þér eigi hvað ritningin segir af Elía hverninn hann bað fyrir Guði í gegn Írael og sagði: Drottinn, spámenn þína hafa þeir í hel slegið og þínum ölturum um velt, en eg em einn eftir blifinn, og þeir umsitja mitt líf. En hvað segir honum guðlegt andsvar? Sjö þúsundir manna hefi eg látið mér yfir blífa, þeir sem eigi hafa beygt sín kné fyrir Baal. Svo gengur það og nú til á þessum tímum með þeim sem umfram eru blifnir eftir útvalningu náðarinnar. En fyrst það er út af náðinni skeð, svo er verðskuldanin engin, annars væri náðin engin náð. En er það út af verðskuldaninni, þá er náðin ekkert, elligar væri verðskuldan engin verðskuldan.

Hvað er nú þá? Það Írael eftir leitaði, það hefir hún eigi öðlast, en útvalningin öðlaðist það. En þeir aðrir, er umfram voru, eru forblindaðir eftir því sem skrifað er að Guð gaf þeim þann þverúðaranda og augu að þeir sjá eigi og eyru að þeir heyri eigi allt til þessa dags. Davíð segir og þeirra borðlát þeim verða að snöru til fjötrunar og hneyksla og þeim til endurgjalds, forblinda og þeirra augu svo þeir sjái eigi og beyg jafnan þeirra hrygg.

Svo segi eg nú: Hafa þeir þar fyrir rekið sig á að þeir skyldu falla? Langt frá því, heldur er út af þeirra hrasan heiðingjum heilsugjöf vorðin svo að þeir hvettu þá til vandlætingar. Því ef þeirra fall er heimsins auðlegð og þeirra minnkan heiðinna manna ríkdómur, hversu mikið meir væri það svo ef þeirra fullnan þar væri? Við yður heiðingja tala eg: Með því að eg em postuli heiðinna manna, vil eg mitt embætti heiðra. Ef eg gæta þá einhverneginn hvatt þá sem mitt hold eru til vandlætingar og nokkra af þeim hjálplega gjört. Því ef þeirra glatan er heimsins forlíkun hvað væri það annað en vér öðluðunst lífið af dauðum? Því ef sneiðirnar eru heilagar, þá er og deigið heilagt. Og ef rótin er heilög, þá eru og kvistirnir heilagir.

Því að ef nokkrir af kvistunum eru af brotnir, en þú, sem vart villur viðsmjörsviður, ert á millum þeirra inn plantaður og vorðinn hluttakari þeirrar rótar og feitleiki þess viðsmjörsviðar, fyrir því skaltu eigi meta þig í gegn kvistunum. En ef þú metur þig í gegn þeim, þá máttu vita að þú ber eigi rótina, heldur ber rótin þig. Því þú segir að kvistirnir eru því af brotnir að eg yrði inn plantaður. Það er og sanntalað. Fyrir vantrúar sakir eru þeir af brotnir, en þú stendur fyrir trúna. Vert þú eigi metnugur, heldur óttasleginn. Því ef Guð hefir ekki þyrmt náttúrlegum kvistum, verða má að hann þyrmi þér eigi heldur.

Þar fyrir sjá þú góðgirni Guðs og harðúð, harðúðina á þeim sem fallnir eru, en góðgirnina á þér ef þú stöðugt blífur í góðgirninni, elligar verður þú og einninn af höggvinn. Og hinir aðrir, ef þeir blífa eigi í vantrúnni, þá verða þeir inn plantaðir því að Guð er máttugur til að rótsetja þá inn aftur. Því ef þú, sem af náttúru er villur viðsmjörsviður, ert afsniðinn og í mót náttúrunni ert inn plantaður á hið góða viðsmjörstréið, miklu framar munu þeir þá, sem eftir náttúrunni eru, innplantast sínum viðsmjörsviði.

Eg vil eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, þann leyndan dóm svo að þér séuð eigi metnaðarfullir með sjálfum yður það blindleiki er í suman máta Írael yfir fallinn þangað til að fylling heiðinnar þjóðar er inn komin og öll Írael verði svo hólpin eftir því sem skrifað er: Út af Síon mun koma sá sem frelsar og umsnýr óguðlegu athæfi af Jakob. Og þessi er minn sáttmáli við þá nær eg burt tek þeirra syndir. Eg held þá að sönnu fyrir óvini eftir guðsspjallinu fyrir yðar sakir, en eftir útvalningunni hefi eg þá kæra fyrir feðranna sakir.

Guðs gjafir og kallan eru þess háttar að þær fá hann eigi iðrað. Því að líka svo sem þér hafið eigi forðum trúað á Guð, en nú hafi þér miskunn öðlast fyrir þeirra vantrúar skuld, svo hafa og hinir nú eigi viljað trúa á þá miskunn sem þér hafið hlotið svo að þeir mættu og miskunnsemi öðlast. Því að Guð lukti alla undir vantrúnni upp á það að hann miskunnaði öllum.

Ó hvílík dýpt auðæfanna, bæði spekinnar og svo Guðs viðurkenningar! Hversu óumræðanlegir eru og hans dómar og ófinnanlegir hans vegir! Því hver hefir þekkt Herrans sinni? Eða hver hefir hans ráðgjafi verið? Eður hver hefir honum nokkuð fyrri gefið svo að honum mætti það verða endurgoldið? Því að af honum og fyrir hann og í honum eru allir hlutir. Honum sé og heiður og dýrð að eilífu! Amen. *


Tólfti kapítuli[breyta]

Fyrir því beiði eg yður, góðir bræður, fyrir miskunn Guðs að þér gefið yðra líkami til þess offurs sem lifandi er og heilagt og Guði þakknæmið, hvert að er yðar skynsamleg guðsþjónusta. Og hegðið yður eigi eftir þessum heimi, heldur gjörið yður umskiptilega í endurnýjung yðvars hugskots svo að þér megið reyna hver að sé góður, þægur og algjörður Guðs vilji. Því að eg segi fyrir þá náð sem mér er gefin hverjum sem einum yðar á milli það enginn haldi meir út af sér en honum byrjar af sér að halda, heldur haldi hann svo út af sér það hann sé kyrrlátur og sparlífur eftir því sem Guð hefir hverjum hlutað mæling trúarinnar.

Því að líka svo sem að vér höfum marga limu á einum líkama, en allir limirnir hafa eigi líka hegðan, líka svo eru vér og margir einn líkami í Kristo, en vor á milli eru vér hver annars limur * og höfum margháttaðar gjafir eftir þeirri náð sem oss er gefin. Hafi nokkur spádóm, þá sé hann trúnni líkur. Hefir nokkur embætti, þá gæti hann þess embættis. Kennir nokkur, þá vakti hann þá kenning. Áminnir nokkur, þá byggi hann að þeirri áminning. Gefur nokkur, þá gefi hann einfaldlega. Stjórnar nokkur, þá stjórni hann með áhyggju. Fremur og nokkur miskunnsemi, þá gjöri hann hana með góðfýsi.

Elskan sé flærðarlaus. Og hatið hið vonda, en loðið á hinu góða. Bróðurlegur kærleiki sé ástúðlegur yðar á milli. Hafi hver annan sér í virðingum æðra. Verið og eigi latir í því þér skuluð vinna. Verið glóandi í andanum, hegðið yður eftir tíðinni, verið glaðir í voninni, en þolinmóðir í kvölinni, staðfastir í bæninni. Annist nauðþurftir volaðra, kostgæfið gestrisni. Blessið þá er yður ofsækja, blessið, en bölvið eigi. Fagnið með fögnundum, en grátið með grátundum. Verið samhuga innbyrðis, stundið eigi það hvað hátt er, heldur lútið að því sem lágt er.* Verið eigi sérklókir. Gjaldið öngum illt móti illu. Leggið kapp á að vera siðsamir það mögulegt er við hvern mann, og það þér formegið, þá hafið frið við alla menn.

Hefnið yðar eigi sjálfir (mínir elskanlegir), heldur gefið %rúm reiði því að skrifað er: Mín er hefndin, eg vil endurgjalda, segir Drottinn.

Nú er óvin þinn hungrar, þá gef honum fæðu, þyrstir hann, gef honum að drekka. En nær þú gjörir þetta, þá safnar þú glóðum elds yfir höfuð honum. Lát eigi yfirstíga þig hið vonda, heldur yfirvinn þú hið vonda með góðu. *


Þrettándi kapítuli[breyta]

Hver maður þá sé valdsstjórninni undirgefinn, þeirri sem yfir honum stjórnar. Því að sú er eigi nokkur valdsstjórn utan hún sé af Guði, en hvar valdsstjórnin er, þá er hún af Guði skikkuð. Og hver hann mótstendur valdsstjórnina, sá stendur í móti Guðs skikkan, en þeir, sem í móti standa, munu yfir sig taka dómsáfelli. Því að valdið er eigi góðum verkum, heldur vondum til skelfingar. En viltu eigi óttast valdsstjórnina, þá gjör hvað gott er, og muntu lofstír af henni hafa. Því að hún er Guðs þénari þér til góða. En ef þú gjörir hvað vont er, máttu óttast. Því að hún ber eigi sverðið forgefins því hún er Guðs þénari og hefningarmaður að aga þann sem illa gjörir, hvar fyrir oss byrjar undirgefnum að vera, eigi alleinasta hirtingarinnar vegna, heldur og líka einninn fyrir samviskunnar sakir. Þar fyrir hljóti þér og skatt að gjalda því að þeir eru Guðs þénarar sem slíkar verndanir skulu hantéra. Því gefið það hverjum sem þér pliktugir eruð, þeim skatt sem skattur heyrir, þeim toll er tollur heyrir, þeim ótta er ótti heyrir, þeim heiður sem heiðran heyrir. Verið öngum skyldugir nema það þér elskið hver annan því hver hann elskar sinn náunga, sá hefir lögmálið uppfyllt. Því að þar segist þú skulir eigi hór drýgja, eigi mann vega, eigi stela, eigi ljúgvitni mæla, þú skalt og eigi girnast. Og ef þar er nokkurt annað boðorð, þá felst það í þessum orðum: Elska skaltu náunga þinn sem sjálfan þig. Elskan gjörir náunganum ekki mein. Því er nú elskan lögmálsins fylling. *

Og með því að vér vitum einkum þá stund það tími er upp að rísa af svefninum af því að vor heill er nú nær heldur en þá vér trúðum það nóttin er um liðin, en dagurinn tekur að nálgast. Leggjum því af verkin myrkvanna og ískrýðunst herklæðum ljóssins svo að vér göngum siðsamlega sem á degi, eigi í ofáti eða ofdrykkju, eigi í legukofum og munaðlífi, eigi í þráttan og öfundsýki, heldur íklæðist þér Drottni Jesú Kristo og gjörið eigi eftir holdsins brekvísi þess girndir að rækja. *


Fjórtándi kapítuli[breyta]

En hann sem breyskur er í trúnni, þá annist, og skelfið ekki samviskurnar. Því annar trúir hann megi alls neyta, en hinn sem breyskur er, eti hann kálgresi. En hver eð etur, hann forsmái eigi þann sem ekki etur, og hann sem ekki etur, dæmi eigi þann sem etur því að Guð annaðist hann. Hver ert þú sem annarlegan þjón dæmir? Hann stendur eða fellur sínum lávarði. En hann fær hann vel við rétt því að Guð er máttugur hann upp að rétta. Annar heldur meir af öðrum degi en öðrum, hinn annar heldur alla daga jafna. Hverjum einum láti sér sitt hugskot fullnægja. Hann sem af deginum heldur, gjörir það Drottni. Og hinn sem þar heldur ekkið af, hann gjörir það og Drottni. Og hver eð etur, sá etur í Drottni því að hann gjörir Guði þakkir. Og hinn sem ekki etur, hann etur eigi í Drottni og gjörir Guði þakkir. Því að enginn vor lifir sjálfum sér, og enginn deyr sér sjálfum. Því ef vér lifum, þá lifum vér Drottni, deyjum vér, þá deyjum vér Drottni. Og hvort vér lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. Því að þar fyrir hefir Kristur dáið, upp aftur risið og endurlifnað það hann sé Drottinn yfir lifendum og dauðum. En þú, hvað dæmir þú bróður þinn? Eða þú hinn annar, hvar fyrir forsmár þú þinn bróðir? Því vér munum allir standa fyrir Krists dómstóli eftir því sem skrifað er: Svo sennilega sem eg lifi, segir Drottinn, skulu mér öll kné beygjast, og allar tungur skulu Guð viðurkenna. Þá mun og hver sem einn fyrir sjálfan sig gjalda Guði reikningsskap. Fyrir því látum oss nú eigi meir dæma hver um annan héðan í frá.

Heldur dæmið miklu framar um það að bróðurnum leggist eigi til nokkur hindran eður hrasanarefni. Eg veit það og em þess fullvís í Drottni Jesú að þar er ekkert almennilegt í sjálfum sér nema þeim sem það reiknar fyrir almennt, honum er það %almennilegt. Nú ef bróðir þinn sturlast upp fyrir þinnar fæðu sakir, þá gengur þú þegar eigi eftir kærleikanum. Minn kæri, fordjarfa eigi þann með þínum mat, fyrir hvern Kristur er dáinn. Fyrir því kostið kapps um að %yðvar auður verði eigi lastaður. Því að Guðs ríki er ekki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. Hver hann þjónar Kristi þar með, sá er Guði þekkur og mönnum geðfelldur.

Fyrir því látum oss því eftir fylgja sem til friðarins heyrir og varðveitum það sem til betrunar er vor á meðal. Fordjarfa þú eigi Guðs verk fyrir matarins sakir. Allir hlutir eru að sönnu hreinir, en það er þeim eigi gott sem það etur með gnagan sinnar samvisku. Miklu betra er að þú etir ekki kjöt og drekkir ekki vín eða það nokkuð sem þinn bróðir rekur sig á eða argast af eða veikist við. Hafir þú trúna þá, haf hana hjá sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá sem öngva samvisku gjörir sjálfum sér í því hann neytir. En hann sem efablandinn er og etur sem áður, sá er fordæmdur því að það sker ekki af trú. En hvað ekki er út af trúnni, það er synd.


Fimmtándi kapítuli[breyta]

En vér sem styrkvir erum, skulum umlíða vanmættingar þeirra sem breysklegir eru og hafa eigi geðþekkni á sjálfum oss. Og hver sem einn vorra hegði sér svo það hann þókknist sínum náunga í góðu til betrunar. Því að Kristur hafði ekki geðþekkni á sjálfum sér, heldur eftir því sem skrifað er að þær smánir, sem þig lýttu, féllu yfir mig. En hvað sem skrifað er, þá er það skrifað oss til lærdóms svo að vér fyrir þolinmæði og huggan ritninganna hefðum vonina. En Guð þolinmæðinnar og hugganarinnar gefi yður það að þér séuð samlyndir yðar á milli eftir Jesú Kristo svo að þér mættuð með einu samheldi og einum munni dýrka Guð og föður vors Drottins Jesú Kristi. Þar fyrir annist hver annan innbyrðis líka sem Kristur annaðist yður Guði til heiðurs.

Eg segi Kristum verið hafa þjónustumann umskurnarinnar fyrir Guðs sannleika sakir til staðfestu fyrirheitanna sem til feðranna eru skeð, en það að heiðinn lýður heiðrar Guð er fyrir miskunnsemdina vorðið eftir því sem skrifað er: Fyrir það vil eg, Drottinn, vegsama þig meðal heiðinna þjóða og þínu nafni syngja lof. Og í annað sinn segir hann: Fagni þér, heiðingjar, meður hans fólki. Og enn aftur: Lofi þér Drottin, allar þjóðir, og mikli hann allur lýður. Og enn aftur segir Ysaias: Það mun ske að rót Jesse og hann sem upprís til að stjórna heiðnum þjóðum það á hann muni heiðnir menn vona. En Guð vonarinnar fylli yður með öllum fagnaði og friði í trúnni svo að þér hafið gnægð í voninni fyrir kraft heilags anda.

En eg em fullvís í því, bræður mínir, það þér sjálfir eruð fullir góðgirni, uppfylltir allrar visku svo að þér getið leiðrétt hver fyrir öðrum. Og fyrir þá sök skrifaði eg, bræður mínir, þess djarflegar til yðar svo sem yður áminnandi af álfu þeirrar náðar sem mér er af Guði gefin það eg skuli vera Krists þénari meðal heiðinna þjóða, fórnfærandi Guðs evangelium svo að heiðinn lýður yrði Guði þægilegt offur, helgað fyrir hans heilagan anda. Þaðan hefi eg það, hvar af eg má hrósa mér í Kristo Jesú í því sem Guði tilheyrir. Því að eg dirfðist eigi nokkuð að tala af þessu ef Kristur efldi ekki það sama fyrir mig að koma heiðinni þjóð til hlýðninnar fyrir orð og gjörðir, fyrir kraft táknanna og stórmerkjanna og fyrir mátt Guðs anda. Svo að eg hefi í frá Jerúsalem og þar um kring liggjandi lönd allt til Illyrikon uppfyllt með Krists guðsspjalli og sérdeilis lagt kapp á að predika Guðs evangelium þar hvar nafn Krists var eigi kunnigt svo að eg byggja eigi upp á annarlegan grundvöll, heldur eftir því sem skrifað er að þeim sem ekki er af honum boðað, þeir skulu það sjá, og hinir er það hafa eigi heyrt, þeir skulu það skilja.

Það er og tilefnið, hvert mér hefir oftsinnis tálmað til yðar að koma. Og fyrst eg hefi nú eigi rúm meir í þessum löndum, en eg hefi þó haft lysting á um mörg ár að koma til yðar, en þá eg reisi í Spáníam mun eg koma til yðar. Því að eg vænti að eg muni þar um fara og sjá yður þar og af yður út þaðan á veg leiddur verða þó svo að eg taki áður hvíld hjá yður um stundar sakir.

En nú reisi eg til Jerúsalem þeim heilögum til þjónustu er þar eru því Akkaia hafa viljanlega til samans lagt nokkra almennilega lífsnæring þeim voluðum heilögum til bjargar sem eru í Jerúsalem. Það hafa þeir viljanlega gjört, þeir eru og þeirra skuldamenn. Því fyrst hinir heiðnu eru hluttakarar vorðnir þeirra andlegra auðæfa, þá væri skaffilegt að þeir sýndi þeim björg í líkamlegum auðæfum. En nær eg hefi þetta fullkomnað og innsiglað þeim þann ávöxt, mun eg ferðast fyrir yður í Spáníam. En eg veit nær eg kem til yðar það eg mun koma með blessanar fylling Krists guðsspjalla.

En eg beiði yður, bræður mínir, fyrir vorn Drottin Jesúm Krists og fyrir andarins kærleika að þér hjálpið til í yðrum bænum fyrir mér til Guðs svo að eg frelsist frá þeim vantrúuðum sem á Gyðingalandi eru og það mín þjónusta, sem eg gjöri til Jerúsalem, verði þeim heilögum þakknæm svo að eg mætta fyrir Guðs vilja til yðar koma í fagnaði að eg endurnærða mig með yður. En Guð friðarins sé með öllum yður. Amen.


Sextándi kapítuli[breyta]

Vora systur, Feben, fel eg yður á hendi, hver að er þjónustukvinna safnaðarins til Kenkrea, það þér meðtakið hana í Drottni svo sem heilögum hæfir og gjörið henni hjástoð í hverri nauðþurft sem hún kann yðar við að þurfa því að hún hefir mörgum hjástoð gjört og mér sjálfum. Heilsið Priskam og Akvílan, mínum hjálparmönnum í Kristo Jesú, þeir eð sína hálsa hafa út sett fyrir mitt líf, hverjum ekki alleinasta eg gjöri þakkir, heldur allir söfnuðir heiðinnar þjóðar. Og heilsið þeim safnaði sem í þeirra húsi er. Heilsið Efeneto, mínum elskanlegum, sá sem að fyrstur er þeirra úr Akkaia í Kristo. Heilsið Mariam, hver mikið erfiði hefir haft með oss. Heilsið Andróníko og Júlíon, mínum náfrændum og sambandingjum, hverjir að frægir eru á meðal postulanna og fyrir mér voru í Kristo Jesú. Heilsið Amplían, mínum elskulegasta í Drottni. Heilsið Úrbano, vorum hjálparmanni í Kristo Jesú, og Stakkýn, mínum elskulegum. Heilsið hinum mæta Apellen í Kristo. Heilsið þeim sem eru af heimkynnum Aristóbóli. Heilsið og mínum frænda, Heródíonem. Heilsið og þeim sem eru af heimkynni Narkissi í Drottni. Heilsið Trýfena og hinum Trýfesa, hverjir erfiðað hafa í Drottni. Heilsið Persída, minni elskulegri, hver að mikið erfiði hefir haft í Drottni. Heilsið Rúfo, hinum útvalda í Drottni, og hans móður og minni. Heilsið Asýnkríton, Flegontem, Herman, Patróban, Hermen og þeim bræðrum sem hjá þeim eru. Heilsið Fílologen og Júlían, Nereum og systur hans og Olympan og öllum heilögum sem hjá þeim eru. Heilsið hver öðrum yðar á milli með heilögum kossi. Yður heilsa allir Krists söfnuðir.

En eg minni yður á, góðir bræður, að þér hafið gát á þeim sem rugl og hindranir upp byrja í gegn þeim lærdómi sem þér hafið lært og snúið frá þeim sömum. Því að þess háttar menn þjóna eigi Drottni Jesú Kristo, heldur sínum kviði, og fyrir sætleg orð og fagurlegt máltæki tæla þeir hjörtu meinlausra. því að yðvar hlýðni er í bland alla út komin. Fyrir það fagna eg yfir yður, en eg vil að þér séuð vitrir upp á hið góða og lítilsinnaðir upp á hið vonda. En Guð friðarins mun innan skamms sundurnísta þann andskota undir yðra fætur. Náð Drottins vors Jesú Kristi sé með yður.

Yður heilsar Tímóteus, minn hjálparmann, og Lúkíus og Jason og Sósípater, mínir náfrændur. Og eg, Tertíus, sem þetta bréf skrifaði, heilsar yður í Drottni. Yður heilsar Gaius, minn og alls safnaðarins húsbóndi. Yður heilsar Erastus, borgarinnar fjárrentuvörður og Kvartus bróðir. Náð Drottins vors Jesú Kristi sé með yður öllum. Amen.

En honum sem máttugur er yður að styrkja eftir mínu guðsspjalli og predikan út af Jesú Kristo, fyrir hverja leyndardómurinn er upp birtur sem í langa tíma hefir yfir verið þagað, en nú opinberaður og auglýstur fyrir ritningar spámannanna, eftir boði eilíflegs Guðs, trúarinnar hlýðni til uppreisingar meðal allra heiðinna þjóða, þeim sjálfum Guði sem alleina er vitur sé dýrð fyrir Jesúm Krist að eilífu. Amen.

Til Rómverja sem sendur var af Korintio fyrir Feben sem þjónustukvinna var safnaðarins til Kenkrea.