Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Rómverja

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þessi pistill, er hinn heilagi Páll skrifar til Rómverja, er réttur kjarni og höfuðmergur hins Nýja testaments og hið skærasta guðsspjall sem þess vel verðugur væri að hver kristinn mann kynni eigi alleinasta orð frá orði fyrir utan, heldur að hann um gengi hann hversdaglegana svo sem annað daglegt brauð sálarinnar. Því að hann kann aldregi of oft eður of vel lesinn né traktéraður verða, og því meir sem hann verður iðkaður, þess kostugri þykir hann og fær æ betra smekk. Fyrir því vil eg mína þjónustu þar til leggja og til reiða fyrir þennan minn formála eina inngöngu það fremsta sem Guð hefir mér föng á gefið svo að hann verði þess gjörr undirstaðinn af öllum. Því að hingað til hefir hann með dimmri glóseran og margslungnu hjali fáneytrar orðmælgi næsta ómannlega myrkvaður verið sem þó er í sjálfum sér eitt skært ljós með öllu fullfenginn til uppbirtu allrar ritningar.

Í fyrstu hljótu vér að fá kynning og rétta undirstöðu þeirra orða eða hvað hinn heilagi Páll meinar með þessi orð: lögmál, synd, náð, trú, réttlæti, hold, andi og önnur þeim lík, elligar er þar ei nokkur frjósamur lesningur að. Þetta orð, lögmál, máttu eigi undirstanda eftir líkamlegri skynsemd að það sé sá lærdómur sem einhver verk boðar að gjöra elligar við að sporna sem háttur er til veraldlegra laga, það vér skulum með verkum lögmálinu fullstétta, þótt hjartans góðfýsi sé víst fjarlæg. En Guð dæmir eftir hjartans grunni. Af því krefur hans lögmál grunn hjartans og lætur sér eigi að verkinu fullnægja, heldur straffar hann miklu framar þau verk sem ske án hjartans grunn svo sem að eru hræsni og lygar, hvar af allir verða lygimenn kallaðir (Sálm cxv). Fyrir því að enginn heldur né haldið getur af hjartans grunni Guðs lögmál því að hver maður finnur með sjálfum sér viðbjóð til ins góða, en lysting til hins vonda. Hvar nú er eigi frjálsleg lysting til hins góða, þar er og ei heldur hjartans grunnur þótt að í augsýn skíni siðferðugt líferni margra góðra verka.

Hvaðan hinn heilagi Páll ályktar það hér í öðrum kapítula að allir Gyðingar sé syndabrotsmenn og segir að einasta sá sem uppfyllingarmaður er lögmálsins, sé réttlátur fyrir Guði, hvar með hann vill það enginn sé af álfu sjálfs sinna verka uppfyllingarmaður lögmálsins, heldur segir hann miklu framar svo til þeirra: Þú kennir að vér skulum eigi hórdóm drýgja, en sjálfur þá drýgir þú hór. Item hvar þú dæmir um einn annan, fordæmir þú sjálfan þig með því þú gjörir hið sama þar þú um dæmir, sem skyldi hann segja: Þú lifir fínlega fyrir manna augliti í lögmálsins verkum og dæmir aðra eigi svo lifa og að hverjum manni kannt þú að finna. Ögnina sér þú í annars auga, en vaglsins í þínu auga sjálfs verður þú eigi aðeins var. Þótt þú haldir nú vel fyrir augsýn laganna gjörðir af hræðslu hefndarinnar eður af ástúð verðlaunsins, þá gjörir þú þó það allt saman án frjálsrar lystingar og ástar við Guð og lögmálið, heldur gjörir þú þetta með ólyst og þvingan, vildir feginsamlegar öðruvís breyta ef lögmálið væri eigi, hvaðan að ályktast það þú sért lögmálsins fjandmann af grunn þíns hjarta. Eða hvað hefir það að þýða, þú kennir öðrum að stela eigi, en ert þó sjálfur í hjartanu þjófur og augljóslega gjarnan værir ef þú þyrðir þótt að opinskár verk verði eigi lengi innibyrgð hjá þvílíkum hræsnurum. Svo lærir þú nú annan, en sjálfan þig kennir þú eigi, veist sjálfur eigi hvað þú annan lærir, hefur þar með og aldregi lögmálið réttlega undirstaðið. Já, með slíku foreykur nú lögmálið syndina, svo sem hann segir hér í fimmta kapítula að því gramari sem maðurinn er lögmálinu, því framar krefji það þess hann eigi orkar. Fyrir því segir hann í (vii) kapítula það lögmálið sé andlegt. Hvað er það annað? Nema ef lögmálið væri líkamlegt þá yrði því með verkum fullnægt. En fyrst það er andlegt, þá fullnægir því enginn með neinum verkum utan það verði allt af hjartans grunn hvað þú gott gjörir. En slíkt hjarta fær enginn gefið nema alleinasta heilagur Guðs andi. Hann gjörir manninn lögmálinu glíkan svo að hann fær í hjartanu lysting til lögmálsins og gjörir þaðan í frá ekki neitt fyrir ógn né þvingan, heldur alla hluti út af viljuglegu hjarta. Því að líka svo sem lögmálið er nú andlegt, svo vill það meður slíkum andlegum hjörtum elskað og uppfyllt vera æskjandi viðlíks eins anda. Því hvar hann er nú eigi í hjartanu, þá blífur þar synd, ólysting og fjandskapur í gegn lögmálinu og hvert þó er sjálft réttferðugt, gott og heilagt í sér.

Fyrir því ven þig á þessi máltæki að það er eigi eins að gjöra lögmálsins verk og það að uppfylla lögmálið. En það eru nú allt lögmálsins verk sem maðurinn gjörir eða gjört getur eftir lögmálsins skipan af sínum frjálsum vilja og eiginlegum formætti. En með því að undir og jafnframt slíkum verkum blífur viðbjóður og styggð í hjartanu til lögmálsins, þá eru þvílík verk öll forglötuð og einskis neyt. Það meinar og Páll postuli í hinum þriðja kapítula þar hann segir að fyrir lögmálsins verk verði enginn mann réttlátur fyrir Guði. Þar af sér þú nú að hinir til snotru og slægvitru Sófistiki eru sannir villumenn nær þeir kenna það maðurinn megi með verkum reiðubúa sig til náðarinnar. Hverninn má sá reiða sig með góðum verkum til náðarinnar sem ekkert gott verk gjörir án ólystingar og úlfbúðar í hjartanu? Eða hversu mega þess manns gjörðir Guði þekkjast sem ske af einu ólystugu og mótþróuðu hjarta?

En það að uppfylla lögmálið, þá er meður lyst og ljúflæti að gjöra þess verk og frjálslega án lögmálsins þvinganar vel að gjöra og guðlega líka sem þar væri ekkert lögmál né nokkur straffan fyrir höndum. En slíka lyst frjálslegs kærleika gefur hinn heilagi andi í mannsins hjarta sem hann segir í fimmta kapítula, það heilagur andi verði eigi gefinn nema alleinasta í, með og fyrir þá trú sem er á Jesúm Krist sem sjálfur hann útskýrir í sínum formála. Af því veitist sú trúa eigi nema alleinasta fyrir Guðs orð og evangelium það Kristum predikar að hann sé Guðs sonur og mann, dauða liðið og upprisinn aftur fyrir vorar sakir svo sem hann segir í hinum þriðja, iv. og x. kapítula.

Þaðan af kemur og það að trúan sé einasta sú sem réttlætir og lögmálið uppfyllir því að hún að sér laðar heilagan anda fyrir Jesú Kristi verðskuldan. En sá hinn heilagi andi skapar oss eitt góðsamt, lystugt og frjálslegt hjarta eftir því sem sjálft lögmálið æskja vill og svo eftir fylgja þá sjálf góðverkin réttri trú. Það meinar hann í hinum þriðja kapítula þar hann skúfar út lögmálsins verkum með því yfirvarpi sem vilji hann lögmálið afmá og ónýta fyrir trúarinnar skyld, neitandi þó því (þar hann segir), heldur viðréttum vér lögmálið fyrir trúna. Það er vér uppfyllum það með trúnni.

Synd kallast í skriftinni eigi einasta það sýnilega líkamans látæði, heldur allt það náttúrlegt eðli er hann hreyfir sig með og hrærir til augljóslegrar verkunar, einkanlega sjálfur hjartans grunn, með öllum sínum formætti svo að þetta orð (synd drýgja) skuli þá kallast nær maðurinn fellur með öllu og hrasar í syndina. Því að enginn augsýnilegur gjörningur syndarinnar skeður, sá það maðurinn hneigi sig eigi allan með önd og líkama þangað að. Með því að heilög ritning rennir sérdeilis sínu sjáldri til hjartans og til þeirrar rótar og uppsprettu allra synda sem er sú vantrúa er í hjartans grunni byggir. Líka vís svo sem að trúan er alleinasta sú sem réttlátan gjörir manninn, heilagan anda veitir og lysting rétta til augsýnilegra góðra verka. Með sama móti syndgar og einasta vantrúan og teygir holdið til vondra augsýnilegra verka svo sem að þau Adam og Evu hentu í paradís (Genes. þriðja kapítula).

Þaðan kemur og það af að Kristur kallar vantrúna eina synd svo sem hann segir (Jóhann xvi. kapí.) það heilagur andi skuli heiminn straffa fyrir syndarinnar skuld af því hann trúir eigi á mig. Fyrir þá sök hlýtur nú annaðhvort fyrr í hjartanu að búa trúan eður vantrúa áður en góð eður vond verk ske svo sem önnur góð eður vond frjóvgan. Því að vantrúan er rót, aðill og mergur allra synda, hvar fyrir hún kallast í heilagri ritningu höggorms haus og hið gamla drákons höfuð, hvert að kvinnunnar afspringi, sem var Jesús Kristur, hlaut í sundur að merja eftir því Adam var fyrirheitið.

Náðin og gjöfin hafa þann aðskilning að náðin kallast eiginlega föðursins mildi og vorkunn þá er hann ber til vor með sjálfum sér, af hverri hann hneigist að hella í vor hjörtu sjálfum Kristi og hans heilagan anda með sínum ástgjöfum sem klárlega birtist í hinum v. kapítula þar hann segir: Náð og gjöf í Kristo etc. En þótt að gjöfin og sá andi þróist daglegana með oss, þá eru vér enn eigi fullorðnir á meðan að syndir og vondar girndir eru hér í voru holdi, þær eð berjast í gegn andanum. Sem hann segir, vii. kapítula Gala. v, og svo sem Gensios í þriðja kapítula lofað er það óvinskapur skuli vera á millum konunnar sæðis og höggormsins sæðis. Náðin gjörir þó svo mikið að það vér erum með öllu og fullkomlega réttlátir fyrir Guði reiknaðir. Því að hans náð deilir sig eigi né í sundur partar svo sem að gáfurnar gjöra, heldur meðtekur hann oss algjörlega í faðm sinnar mildi fyrir Jesú Kristi sakir, vors ténaðarmanns og meðalrennara, og fyrir þá skuld að ástgjafirnar eru við oss upp teknar.

Svo undirstendur þú nú það vii. kapítula þar hinn heilagi Páll ávítar sig enn fyrir einn syndugan mann. Og þó segir hann í hinum átta að þar sé engin fordæming á þeim sem að eru í Kristo Jesú af þeirri álfu þótt að gáfan sé og andinn í oss enn ófullkomnaður því fyrir þess ódeydda holds sakir þá erum vér enn misgjörðamenn. En með því vér trúum á Jesúm Kristum og höfum andarins upptekju er Guð oss svo vorkunnigur og líknsamur það hann vill eigi reikna né dæma slíkar syndir, heldur breytir hann við oss eftir mikilleik sinnar miskunnar fyrir þeirrar trúar sakir er vér höfum á Jesú Kristo þangað til að syndin sæfist með öllu. Trúan er eigi sá líkamlegur grunur og draumórar þann er sumir menn hafa fyrir trúnað. Og þá þeir sjá að engin betran lifnaðarins né góðra verka eftir fylgir (en kunna þó að heyra og margt að fleipra af trúnni) falla þeir í þann villudóm og segja það trúan nægist eigi. Því hljótu vér verkin að gjöra. Skulu vær annars frómir og hjálplegir verða? En þessu veldur að nær þeir heyra Guðs evangelia, fara þeir til og gjöra sér upp út af eiginlegum formætti þann þanka í hjartanu sem segja kann: Eg trúi, og halda það svo fyrir eina rétta trú. En líka svo sem það er ein líkamleg diktan og þanki þann er hjartans grunn kannar aldregi, því eflir hann og ekkert. Þar fylgir og engin bót né betran eftir.

En ein rétt trúa þá er Guðs verkan í vorum brjóstum, sú er umsnýr oss og að nýju endurfæðir í Guði heilögum anda (Jóhannes i) og deyðir svo hinn forna Adam, gjörandi oss algjörlegana að öðrum mönnum út af réttu hjarta, sinnu og siðferði og öllum formætti, færandi með sér hinn heilaga anda. Ó hó! hvað er til sagna? Eða er þetta eigi einn lifandi megn og máttugur dásemdar gripur, ein rétt trúa, hvað ómögulegt er að hún skyldi eigi ætíð eitthvað gott gjöra. Hún fréttir eigi að hvort góð verk eru til að gjöra, heldur hefir hún áður en vér til fregnum gjört þau og er æ iðin í góðri starfan. En hver hann gjörir eigi þvílík verk, sá er að sönnu trúarlaus, hvimar og fálmar umhverfis sig eftir réttri trú og góðum verkum, en veit þó eigi hvað ein rétt trúa og góð verk eru, þvættir þó margt og masar um átrúnað manna og góðar gjörðir.

Trúan er ein lifandi staðleg von til Guðs náðar, svo örugg að hann mundi eigi hirða þó hann ætti þúsund sinnum þar fyrir að deyja. Og þvílík von og viðurkenning guðlegrar náðar gjöri manninn glaðværan, djarfan og lystugan við Guð og allar skepnur úti frá, hvað heilagur andi verkar í trúnni, hvar af maðurinn verður án allrar þvinganar viljugur og fús, hverjum manni gott að gjöra og þénan að veita, alls háttað að líða Guði til lofs og ástar, hver honum hefir þvílíka náð augsýnda. Því líka svo er það ómögulegt að skilja góð verk frá réttri trú svo sem það er um megn að skilja ljósið og logann frá eldsbálinu. Fyrir því gæt að þér vandlega að eigi tæli þig sjálfs þíns falslegur þanki og ónýtt orðaskvaldur annarra manna sem klókir látast vera að dikta og dæma um trúna og góð verk, en eru þó hinir mestu þussar í þeirri grein. Bið heldur Guð að hann efli í þér trú rétta. Elligar blífur þú ævinlega án sannrar trúar, þú diktar og gjörir hvað þú kannt eður vilt.

En þvílík trúa er réttlætið og kallast Guðs réttlæti eður það sem fyrir Guði gildir af því að það sjálft er Guðs gáfa og gjörir manninn svo auðveldan að hann gefur og gjörir hverjum einum hvað hann skyldugur er. Því að fyrir rétta trú veitist manninum það hann kvittast frá syndum og hreppir lysting til Guðs boðorða, hvar með hann gefur Guði sinn lofstír og geldur honum svo það hann er honum pliktugur. En náunganum þjónar hann í öllu því hann getur og geldur svo hverjum manni með því. En slíku réttlæti kann eigi náttúra né sjálfræðisviljinn og eigi vorir kraftar af stað að koma. Því að líka sem enginn getur sjálfum sér rétta trú gefið svo fær og eigi nokkur vantrúna í burt tekið. Hverninn vilju vér þá inar smærri syndir eður hina allra minnstu synd í burt plána? Fyrir því er það allt fals, hræsni og synd, hvað án réttrar trúar eður það sem í vantrú skeður (Róm. xiv) hversu skært sem skína þykir.

Hold eður anda máttu eigi hér svo skilja að það sé alleina hold er munaðlífi áhrærir og það andi hvað hið innra skeður í hjartanu, heldur kallar hinn heilagi Páll það allt hold svo sem sjálfur lausnarinn gjörir (Jóhannes í þriðja kapít.) hvað af kjötlegum burði er fætt svo sem að er maðurinn allur með önd og líkama, skynsemd og öllu skilningarviti. Fyrir því að allt það, hvað með manninum traktérast, er eigi annað en það holdsins er, svo máttu nú það vita hver holdlegur má kallast, einkum sá sem er án heilags anda náðar, en diktar, lærir margt og þvættir um hávar andlegar greinir sem þú mátt vel skilja í holdsins verkum (Galat. v. kap.) þar hann kallar villudóm og fjandskap holdsins verk. Og til Róma í hinum áttanda kapít. segir hann að fyrir holdsins sakir verði lögmálið krenkt, hvað eigi er einasta talað um munaðlífi, heldur um allar syndir, en einna mest um vantrúna, hver að er hin allra svívirðilegasta Guðs háðung.

Þar í mót máttu þann andlegan kalla sem með allra augsýnilegustum verkum um gengur svo sem að sjálfur græðarinn Jesús þvó fætur sinna lærisveina og Petrum þá er hann fór með skip að fiskum. Líka svo sem að hold er sá hinn innri maður og ytri sem lifir og alla holdsins þarflega hluti verkar til stundlegra nauðsynja. En andi er sá hinn innri maður og ytri sem lifir og verkar það sem til andlegra hluta og eftirkomandi lífdaga þénar. Án slíks skilnings þessara orða munt þú hvorki þennan sankti Páls pistil né nokkra aðra bók heilagrar ritningar réttlega undirstanda. Fyrir því vara þig við öllum þeim sem öðruvísi eður með annarlegri þýðingu útleggja þessi orð þótt það sé sjálfir höfuðdoktores og yfirspekingar svo sem Origines og aðrir hans jafningar.


Nú skal um sjálfan pistilinn ræða.

En með því að einum guðsspjalllegum predikara byrjar í fyrstu fyrir lögmálsins opinberan og syndarinnar það allt að straffa og að synd gjöra sem eigi verður lifað eftir sannri andagift og réttri trú á Kristum svo að maðurinn játi sína eymd og komist til réttrar viðurkenningar, lítillætandi sig svo og hjálpar biðjandi.

Líka svo gjörir og hér hinn heilagi Páll þar hann byrjar í hinum fyrsta kapítula að straffa þær stórsyndir og vantrú sem augljósar voru og svo sem þá voru heiðinna manna stórglæpir og enn eru þeirra sem án Guðs náðar lifa og segir að Guðs reiði verði augljós af himnum yfir alla menn fyrir hans evangelium vegna þeirra óguðlegs lífernis og ódyggðar sakir. Því þótt þeir viti og daglegana viðurkenni að þar sé einn Guð, þá er þó náttúran í sjálfri sér án náðarinnar svo vond það hún hvorki þakkar honum né vegsóma gjörir, heldur forblindar hún sjálfa sig og fellur svo endalaust í verra líferni svo lengi að hún skammast eigi eftir skurgoðasmán að drýgja hinar skammsamlegustu syndir með allri háðung og þar með lætur hina aðra óstraffaða sem sömu skammir gjöra.

Í öðrum kapítula þenur hann slíka straffan víðara út upp á þess konar menn sem frómir skína í manna augliti eður heimuglega syndgast svo sem þá voru Gyðingar og enn nú eru allir hræsnarar þeir sem án góðfýsni og ástsemdar vel látast lifa, en eru þó í hjartanu gramir Guðs lögmáli, hverjir fúsir dæma um annarra manna siðu svo sem hræsnismanna háttur er til að þeir halda sig sjálfa skæra vera, en eru þó fullir með ágirnd, hat og dramb og alls vondsskapar (Matt. xxiii.). Þeir eru og það sem Guðs miskunnsemi forsmá og eftir sinni hjartans harðúð safna þeir og yfir sig hlaða Guðs reiði. Svo lætur nú hinn heilagi Páll sem einn réttur lögmáls útskýrari öngvan mann án syndar vera, heldur kynnir hann öllum Guðs reiði þeim sem vel vilja lifa af náttúrugiftinni eður af sjálfs síns frjálslegum vilja. Og þá lætur hann öngum mun betri vera en opinbera stórsektamenn. Já, miklu heldur segir hann þá harðsinnaða, stokkhálsaða og óyfirbótarsama.

En í hinum þriðja varpar hann þeim báðum tveimur í eina kös og segir þann eina eigi betra en annan, allir samt syndugir fyrir Guði að einasta því undanteknu það Gyðingar höfðu haft Guðs orð þótt margir hafi þar eigi á trúað. En þó er eigi með því Guðs trú og sannleikur niðri byrgður og færir allsköruglega inn það máltæki úr hinum fimmtugasta sálmi það Guð sé réttferðugur í sínum orðum. En eftir það kemur hann aftur til ins sama og sannar með heilagri ritning að þeir sé allir syndbrotsmenn og það að fyrir lögmálsins verk verði enginn réttlátur, heldur það lögmálið sé til þess útgefið að þar læri menn að viðurkenna sínar syndir. En eftir það tekur hann til að kenna réttan veg, hverninn vér skulum frómir verða og hjálpast getað og segir að þeir sé allir syndugir menn og án Guðs vegsömunar og hljóta allir án eiginlegrar forþénanar réttlátir að verða fyrir þá trú sem er á Kristum Jesúm, sá er fyrir oss hefir það verðskuldað meður sinni blessaðri blóðsúthellingu og vorðinn svo oss einn náðarstóll af Guði föður, hver allar vorar umliðnar syndir fyrirlætur upp á það hann auðsýni að oss hjálpi einasta hans réttlæti, hvert hann gefur í trúnni sem í þann tíma fyrir guðsspjöllin opinberaðist og það áður til forna var vitnað fyrir lögmálið og spámennina. Líka svo viðréttist nú lögmálið fyrir trúna þótt að lögmálsins verk með sinni hrósan verði undir lok lögð.

Í hinum fjórða, sem hann hefir nú fyrir hina yrstu þrjá kapítula opinberað hvað syndin er og kennt sannan trúarinnar veg til réttlætisins, hefur þá síðan upp að mæta nokkrum gegnyrðum og hjáræðum og tekur í fyrstu það fyrir sig (sem títt er þeim öllum er af trúnni heyra) það hann verði án verkanna réttlátur og þeir eð svo segja: Skulu vær þá engin góðverk gjöra? Því setur hann hér sjálfur Abraham fyrir sig og segir: Hverju hefir Abraham með sínum verkum af stað komið? Eða koma þau öll til einskis? Voru hans verk öngu neyt? Og lyktar það svo að Abraham sé án allra verka alleinasta fyrir rétta trú réttlátur vorðinn, þó svo algjörlega að hann varð áður en hann lét umskerast alleinasta sinnar trúar vegna í heilagri ritning réttlátur prísaður (Gene. xv). Hefir nú þetta verk umskurðarins öngu orkað til hans réttlætis það er Guð bauð honum þó og eitt gott verk var hlýðninnar. Sennilega mun þá ekkert annað gott verk til réttlætisins nokkru orka nema svo sem að var umskurðarskírn Abrahams eitt sýnilegt tákn, hvar með hann auðsýndi sína réttvísi í trúnni. Líka svo eru öll önnur góðverk ekki utan sýnileg teikn, hver út af réttri trú koma og auglýsa sem önnur góð frjóvgan það maðurinn sé þegar hið innra réttlátur fyrir Guði.

Þar með staðfestir nú hinn heilagi Páll sem með einu öflugu eftirdæmi úr heilagri skrift sína áðursagða kenning í hinum þriðja kapítula um trúna og leiðir Davíð til vitnis í hinum xxxii. Sálm. þar hann segir að maðurinn verði án verkanna réttlátur þótt hann sé eigi án góðra verka þá hann er réttlátur vorðinn. Eftir það teygir hann út það exemplum í gegn öllum öðrum lögmálsins verkum og ályktar það að Gyðingar fá eigi verið Abrahams arfar einasta fyrir það þeir eru hans afspringi, en miklu miður af álfu lögmálsins verka, heldur hljóta þeir að erfa Abrahams trú, vilji þeir annars réttir erfingjar vera með því þó að Abraham er áður fyrir trúarinnar skuld réttlátur vorðinn. En lögin voru sett, bæði Moyses og svo umskurðarins, og einn faðir kallaður allra réttrúaðra. Þar til aflar lögmálið miklu framar reiði en náðar með því að enginn gjörir þess verk af sannri góðfýsn og réttri ásts þar fyrir hlýtur einasta sú trúa þá náð að öðlast sem Abraham var fyrir heitin. Því að slík eftirdæmi eru vorra vegna skrifuð það vér skyldum og trúa.

Í hinum fimmta kemur hann til ávaxtarins og trúarinnar verka sem að eru friður, fögnuður og ástsemd til Guðs og hvers manns, þar með öruggleika, djarfleika og stöðugleika, fremd og von í öllum hörmungum og mótkasti. Því að allir slíkir hlutir eftir fylgja einnri réttri trú og fyrir þeirra óumræðanlegra og yfirgnæfanlegra auðæfa sakir sem Guð faðir hefir oss auðsýnt í sínum syni Kristo Jesú það hann lét hann dauða líða fyrir vora skuld fyrr en vér kynnum hann þar um að biðja og þó þá þegar vér vorum hans fjandmenn. Af þessu megu vér skilja það trúan réttlætir án allra verka. En þó dregst það eigi þar af að vér skulum fyrir þann skuld engin góðverk gjöra, heldur að þau hinu réttskaplegu verk munu eigi lengi í hlé liggja, á hverjum hinir verkheilögu hafa ekkert skyn, hverjir sér dikta heldur upp sjálfir eiginleg verk þar hvorki er friður inni né fögnuður, ást eða öruggleiki, von eður djarfleiki og eigi nokkuð annað rétt kristilegt verk né trúarinnar dyggð.

Þar eftir á gjörir hann einn lystugan spátseruveg og telur fram hvaðan að kemur bæði syndin og réttlætið, lífið og dauðinn og setur þá tvo allsæmilega hvorn í gegn öðrum, Adam og Kristum, viljandi svo segja að fyrir þá skuld átti Kristur að koma, einn annar Adam, sá er oss hlaut að arfleiða til síns réttlætis fyrir eina nýja andlega fæðing í trúnni með sama hætti sem hinn forni Adam leiddi yfir oss arftekju syndarinnar fyrir hina gömlu kjötlegu fæðing. En með þessu verður það kunngjört og staðfest að enginn fær sér sjálfur úr syndinni til réttlætis meður verkunum hjálpað og þó miklu síður heldur en hann fær við því spornað það hann verði eigi líkamlega fæddur. Hér með auðsýnist það að guðlegt lögmál (hvað þó skaplegast væri að það hjálpaði ef nokkuð skyldi þó hjálpa til réttlætisins) er eigi alleinasta án styrks og hjálpar komið, heldur hefir það syndina foraukið fyrir það að hin vonda náttúra verður því þess gramari og vill sína lysting þess gjarnar drýgja sem lögmálið bannar henni meir. Og með slíku móti gjörir nú lögmálið Kristum oss enn miklu nytsamlegra, æskjandi af honum meiri náðar vorri náttúru til hjálpar.

Í hinum sétta áhrærir hann sérdeilis það trúarinnar verk sem er barátta andans við holdið með fullkomlegri deyðingu yfirblifinna synda og vondra girnda sem eftir réttlætingina yfir verða í vorum limum og kennir oss það að vér séum eigi svo frelsaðir fyrir trúna frá syndunum það vér skulum iðjulausir, latir og sællífir vera svo sem að þar væri nú engin synd meir fyrir höndum. Að sönnu er enn synd yfirblifin í vorum liðum þó hún verði eigi til fordæmingar reiknuð fyrir þeirrar trúar sakir sem við hana stríðir. Fyrir því höfu vér ærið nóg að starfa við sjálfa oss um vora lífdaga það vér temjum vorn líkama til sínar girndir að deyða og sína limu að þvinga svo að hann verði andanum hlýðinn, en eigi sínum girndum upp á það vér séum líkir Krists dauða og upprisu og fullkomnum vora skírn hver að merkir syndanna deyðing og eitt nýtt náðarinnar líferni þangað til vér verðum með öllu af syndunum skírir og líkamlega upp rísum með Kristo Jesú og að eilífu lifum.

En þetta getu vér gjört (segir hann) á meðan vér erum náðinni undirvorpnir, en eigi lögmálinu, hvað hann sjálfur út leggur það án lögmáls að vera sé eigi undir þá grein talað það vér skulum engin lög hafa og megi það gjörast hvað hvern einn lystir, heldur heitir það undir lögum að vera nær vér umgöngum (án náðar) laganna verk. Sé, svo drottnar þá sennilega syndin fyrir lögmálið fyrir því að enginn er lögmálinu hollur af náttúru (hvað að er ein stór synd), en náðin gjörir oss lögmálinu ástfólgna. Sé, þá er þar engin synd meir fyrir höndum, og lögmálið er þá eigi meir í móti oss, heldur er það undir eins við oss vorðið.

En þetta sama er réttlegt frelsi af syndum og lögmálinu, út af hverju hann skrifar allt til enda þess ins sama kapítula að það sé eitt frelsi alleinasta með lyst og góðu líferni nokkuð gott að gjöra án lögmálsins þvinganar. Af því er þetta frelsi eitt andlegt frelsi það sem hvorki í burt skúfar né ónýtir lögmálið, heldur lætur það laust hvað er af lögmálinu krafið verður, einkum góðfýsni og ástsemi, hvar með lögmálið stillist og hefir öngva þján né kröfu meiri. Líka sem nær þú einum skyldugur værir og hefðir enga borgan. Við hann hlýtur þú með tvennu móti kvittur að verða. Einu með því að hann vildi ekkert af þér hafa og rifi sinn registrum í sundur. En með öðru móti svo að einhver góður mann borgaði fyrir þig og gæfi þér svo mikið að þú gjörðir hans registrum þar fullnægju með. Með þessum hætti hefir Kristur gjört oss frelsaða af lögmálinu. Af því er þetta ekkert villt né líkamlegt frelsi sem ekkert gott skuli gjöra, heldur það er allt og margháttað gott gjörir og er af lögmálsins kröfu og sakargift kvitt og ákærulaust.

Í hinum sjöunda staðfestir hann slíkt með einnri eftirlíkingu hjúskaparbandsi hvort laust og við annað skilið. Þó eigi svo að kvinnan megi, eigi né skuli annan mann eiga, heldur hitt það hún sé þá allra fyrsta réttlegana frí einum öðrum að giftast hvað hún mátti eigi áður fyrr en hún varð hins annars laus. Líka svo er vor samviska forbundin lögmálinu undir þeim syndsamlegum gamla manni. Því nær hann deyðist fyrir heilagan anda þá er samviskan frí og hvort við annað laust. (Eigi svo) það samviskan skuli ekkert gott aðhafast, heldur nú hið allra fyrsta skuli hún réttlega þýðast Kristum, sinn annan eignarmann, og bera svo lifandi frjóvgan.

Eftir það teygir hann víðar út syndarinnar art og lögmálsins, hverninn réttlegast syndin fer að yppa sér og máttug að verða fyrir lögmálið. Einkum af því að hinn gamli maður verður lögmálinu þess grimmari á meðan hann getur eigi borgað það er lögmálið krefur. Því að hans náttúra er synd og getur eigi af sjálfri sér annað. Af því er lögmálið hans dauði og allt píslarvætti. Eigi svo að skilja það lögmálið sé vont, heldur að sú hin vonda náttúra kann eigi að líða hið góða svo að það krefji nokkurs góðs af henni. Líka sem einn sóttlera maður fær eigi liðið það hlaup eður steðjan sé að honum heimt og aðrir heilbrigðra manna fimleikar.

Fyrir því gengur hinn heilagi Páll hér fyrir enda um það hvar að lögmálið verður réttlegana kennt og allra best undirstaðið. Þar gjöri það eigi meir, en minnir oss á vorar syndir og deyði fyrir þær inu sömu, gjörandi oss seka eilífrar reiði svo sem vér fáum fínlega lært og kannað í vorri samvisku þá hún verður réttlegana af lögmálinu snortin, svo að þá hljótu vér að hafa eitthvað annað og meira til en lögmálið eitt að gjöra manninn með fróman og hjálplegan. En hinir, sem lögmálið þekkja eigi, eru réttlega blindir, ana fram með sínu sérgæði og meina því meður verkunum fullnægju að gjöra. Því að þeir hafa eigi vitsmuni á hversu mikils að lögmálið krefur, einkanlega eitt frjálslegt, viljugt og góðfúst hjarta. Fyrir því líta þeir eigi Moysen rétt undir augun að dúkurinn er þar enn fyrir hengdur og um hans ásján vafður.

Eftir það útvísar hann hverninn andinn og holdið stríða í manninum hvort mót öðru og setur sjálfan sig til eins eftirdæmis svo vér lærum það verk (syndina að deyða í sjálfum oss) réttlegana að kenna. En hann kallar þó bæði andann og svo holdið eitt lögmál. Því að svo sem guðlegs lögmáls háttur er til að þjá og krefja, líka svo þjár og krefur og æsist holdið í gegn andanum, viljandi sína lysting hafa. Þar þvert á mót þjár og krefur andinn í gegn holdinu og vill sína lysting hafa. En þessi ágreining varir í oss svo lengi sem vær lifum til, í einum meir en öðrum miður, eftir því hvort andinn eður holdið öflugra verður. En maðurinn allur er þó sjálfur hvorttveggja, bæði hold og andi, hver við sjálfan sig stríðir þar til hann verður með öllu andlegur.

Í hinum átta hugstyrkir hann slíka stríðendur að þá fordæmi eigi þvílíkt hold og útvísir framar meir hver holdsins og andans art sé og það andinn komi fyrir Kristum, sá er oss hefir gefið sinn heilagan anda, hver oss andlega gjörir og holdið kefur, gjörandi oss allörugga svo að vér erum þó líka vel Guðs börn hversu hart sem syndin geisar í oss svo lengi sem vér fylgjum andanum eftir og syndinni í mót stöndum hana að deyða. En með því að enginn hlutur er svo góður til holdið að deyða eður kefja sem krossburður og pína, hugstyrkir hann oss í mótganginum fyrir hjástoð kærleiksins anda og allra skepna, einkum af því að vor andi ber oft þungan móð og það allar skepnur sampínast oss það vér mættum holdsins og syndarinnar kvittir verða. Svo sjáu vér nú það að þessir þrír kapítular hljóða einkum upp á trúarinnar verk, hvað er kallast hinn forna Adam að deyða og holdið að þjá.

Í hinum níunda, x., xi. kapítula kennir hann út af eilífri Guðs útvalningu og fyrirhugsan, hvaðan það uppsprettanlega hér fljótandi kemur, hver rétt skal trúa eður eigi trúa og hver frá syndinni kann leysast og eigi leysast. Svo það sé með öllu oss úr greipum numið og Guði einum í hendur fengið það vér hjálplegir verðum. Er oss og það hin allra mesta nauðsyn. Því að vér erum breyskir og óstöðugir svo að ef undir oss væri komið yrði sennilega enginn mann hólpinn því djöfullinn mundi þá að sönnu alla yfirbuga. En fyrst Guð er nú stöðuglyndur og að honum má eigi sín fyrirhugsan bregðast og ei fær nokkur honum það varið, og af því höfu vær enn örugga von í mót syndinni.

En þeim ofbeldisöndum og djúpvitringum er hér eitt mál upp stungið, þeir eð sinni undirstöðu vilja sem fyrst hingað að víkja og hefja fyrst af upphafi að rannsaka undirdjúp Guðs fyrirhyggju, hvort þeir eru út valdir af Guði, angrandi sig með þessu til einskis, hvar með þeir steypa sér sjálfum í örvilnan eður sig með öllu yfirgefa. En þú fylg þessum pistli eftir sinni skikkan og stunda Jesúm Krist og hans evangelia svo að þú mættir fá viðurkenning þinna synda og hans náðar og kunnir svo þaðan í frá við syndirnar að stríða eftir því sem hér hefir kennt hið fyrsta, ii., iii., iv., v., vi., vii., viii. kapítulum. En eftir það þú ert kominn í hið átta undir krossburð og kvellingar, þá mun það læra þig hvað réttleg Guðs fyrirhyggja er í hinum ix., x., xi. kapítula og hversu huggunarsamleg hún sé. Því að án pynktingar kross og dauðans hættu kunnu vær eigi þá guðlega forsjó að hantéra án tjóns og heimuglegrar reiði gegn Guði. Og af því hlýtur hinn forni Adam með gjörvöllu fyrirfram dauður að vera áður en þú líður þennan hlut og drekkur hið sterka vín. Fyrir því gæt þess vandlega að þú drekkir ekki vín meðan þú ert einn brjóstmylkingur því að hver lærdómur hefir sinn skammt, tíma og aldur.

Í hinum tólfta lærir hann rétta guðsþjónustu og gjörir alla kristna menn að prestum að þeir skuli offra hvorki gulli né kvikfé, heldur þeirra eiginlegu líferni með deyðingu líkamlegra girnda. Eftir það skrifar hann um augsýnilegt dagfar kristinna manna í andlegri stjórnan, hversu þeir eiga að predika, stjórna, þjóna, veita og líða, að elska, lifa og gjöra viður vini og óvini og hvern mann annan. Og þetta sé þau verk sem sérhver kristinn gjörir. því að svo er mælt það trúan hafi ekkert helgihald.

Í þrettánda kapítula kennir hann, það vér skulum í heiðri hafa veraldar valdsmenn og þeim hlýðugir vera, hverjir fyrir það eru inn settir. Þótt eigi betri þeir oss fyrir Guði, þá gjöra þeir þó svo mikið að það góðir menn hafa stundlegan frið, vernd og forsvar og það vondir menn mega eigi án hræðslu né með friði, frelsi eður hvíld nokkuð vont af sér gjöra. Fyrir því ber góðum mönnum þá að virða þótt þeir þurfi eigi þeirra við. En við niðurlagið lýkur hann þetta allt í kærleikanum og endar það meður Krists eftirdæmi það vér skulum honum eftir fylgja og breyta líka svo sem hann hefir við oss breytt.

Í hinum fjórtánda kennir hann það vér skulum fagurlegana fara að við breyskar samviskur í trúnaði og fyrir þeim vægja svo að kristinna manna frelsi brúkist eigi til skaða, heldur breysktrúuðum til betrunar. Því að hvar það gjörist eigi, þá fylgir þar sundurþykki og fyrirlitning guðsspjallanna eftir, hvar þó öll nauðsyn á liggur það betra sé að víkja veiktrúuðum um lítinn mun þar til hann styrkvari verður en það að lærdómur guðsspjallanna skyldi með öllu í grunn ganga. Og þvílíkt verk er sérdeilis eitt kærleiksverk það á þessum tímum er vel nytsamlegt, hvar með kjötáti og öðru kristilegu frelsi ofbeldislega og herfilega án allra nauðsynja hin breyska samviska verður skelfd og umturnuð áður en hún viðurkennir sannleikinn.

Í hinum fimmtánda setur hann Kristum til eftirdæmis það vér skulum við aðra breyskva menn hóglyndir verða svo sem við þá er hrasað hafa í opinberar stórsyndir og ótérlega breytni, hverja vér megum eigi strax forleggja, heldur þá umlíða þar til þeir betra sig. Því að svo hefir Kristur við oss gjört og enn daglegana gjörir það hann umlíður næsta margar ódyggðir og vonda breytni jafnframt öllum öðrum ófullkomleika á oss og endalausa hjálp veitir.

Eftir það til einnrar ályktingar biður hann fyrir þeim, lofar þá og Guði á hendur felur og auðsýnir þeim sitt embætti og predikan, biður þá og næsta fagurlegana um hjálp og stuðning við fátæka til Jerúsalem. Og allt það hvar hann um talar og það hann fer með, er skær kærleiki. Svo finnu vér nú í þessum pistli hið allra ríklegasta hvað einum kristnum manni ber að vita, einkum hvað lögmál sé, evangelium, synd, straffan, náð, trú, réttlæti, Kristur, Guð, góðverk, kærleiki, von og kross og hversu vér skulum hegða við hvern mann, sé hann frómur eða brotlegur, styrkur eða breyskur, vin eður óvin, og hverninn vér skulum breyta í mót sjálfum oss. Þar til grundvallar hann allt þetta allsæmilega með skriftinni og með sjálfs síns og spámannanna eftirdæmum út vísar svo að hér er einskis meir æskjandi. Fyrir því skín það svo sem hafi hinn heilagi Páll viljað í þessum pistli einu sinni í stuttu máli inni lykja allan kristilegan og guðsspjalllegan lærdóm og tilreiða svo einn inngang í allt hið gamla testamentum. Því að án efa, hver þennan pistil hefir vel í hjarta fest, sá hefir hins gamla testaments ljós og kraft hjá sér. Fyrir því gjöri hver kristinn mann hann sér alkunnan og láti jafnan í iðkan vera, hvar Guð unni oss sína náð til. Amen.

Hinn síðasti er einn heilsunar kapítuli. En þar undir blandar hann einni næsta ágætri viðvarnan fyrir manna lærdómum, þeir eð jafnframt inn falla guðsspjalllegri kenningu og hindranir upp tendra. Mestu sem hann hefði að sönnu það fyrir séð að af Róm og fyrir hina rómversku skyldi koma þeir tælanlegir og hindranarsömu Kanones og Dekretales og sú svæla og maðkamor mannlegra setninga og boðorða, hverjir um þessa tíma drekkja allri veröld, hafa og þennan pistil og alla heilaga ritning, líka og einninn andann sem trúna afplánar svo að ekkert meira er yfir blifið en sá þeirra afguð er Magi heitir, hvers þénara hinn heilagi Páll segir þá hér vera. Guð frelsi oss frá þeim. Amen.