Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Hinn fyrri s. Páls pistill til Korintios
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Hinn fyrri s. Páls pistill til Korintios)
Hið fyrsta kapítuli
[breyta]Páll, kallaður til postula Jesú Kristi, og Sóstenes bróðir. Þeirri Guðs safnan
sem er í Korintíu og þeir helgaðir eru í Kristo Jesú, þeim kölluðum heilögum
samt öllum þeim s
landsálfum og vorum.
Náð og friður af Guði vorum, föður og Drottni Jesú Kristo sé með yður. Þakkir gjöri eg Guði mínum iðulega yðar vegna fyrir þá Guðs náð sem yður er gefin í Kristo Jesú það þér eruð fyrir hann í öllum hlutum auðgaðir í allri kunnáttu og allri viðurkenningu eftir því sem sú vottan af Kristo Jesú er kröftug vorðin í yður svo að þér hafið öngvan brest í nokkurri gjöf, eftir bíðandi auglýsingu vors Drottins Jesú Kristi, sá er yður man staðfesta allt að lokum svo að þér séuð óstraffanlegir á degi Drottins vors Jesú Kristi. Því að Guð er trúr, fyrir hvern þér kallaðir eruð til samlags sonar hans Jesú Kristi, vors Drottins. *
En eg beiði yður, bræður, fyrir nafn Drottins vors Jesú Kristi það þér hafið allir hinn sama orðróm og eigi sé þar nokkurt sundurlyndi yðar á milli, heldur það þér séuð fullkomnir í samlíkri lund og líkri meiningu. Því að mér er svo kunngjört, bræður mínir, af þeim sem af Klóes eru út af yður að þrætur sé yðar á milli. En eg segi þar af það hver yðar einn skuli segja: Eg em Páls, sá annar: Eg em Appolines, hinn að sönnu: Eg em Kefas, þann annar: Eg em Krists. Hversu er Kristur nú þá í sundur skiptur? Er nokkuð Páll fyrir yður krossfestur? Eða eru þér skírðir í Páls nafni? Eg þakka Guði það eg hefi öngvan yðvarn skírt utan Krispum og Gaium svo að enginn þurfi það að segja að þér séuð skírðir í mínu nafni. Eg skírða og heimamenn Stefanu. Framar veit eg ekki hvort eg hefi nokkurn yðvarn annan skírt.
Því að Kristur sendi mig eigi til að skíra, heldur að boða Guðs evangelion, eigi meður orðasnilld svo að eigi yrði kross Kristi að hégóma. Því að þetta orð af krossinum er fíflska þeim sem fortapaðir verða, en oss sem hjálpast, er það Guðs kraftur. Því að svo er skrifað: Eyða man eg visku vitringanna, og skilning skynsamra mun eg forleggja. Hvar er nú spekingurinn? Hvar er ritningsmeistarinn? Hvar er veraldarvitringurinn? Hefir Guð ekki gjört speki heims þessa að heimsku?
Því að á meðan heimurinn fyrir sína visku þekkti ekki Guð í sínum vísdómi, þókknaðist Guði það vel fyrir fávíslega predikan hjálplega að gjöra þá sem þar á trúa. Nú, með því að Gyðingar æskja teikns og Grikkir spyrja að speki, en vér predikum Krist hinn krossfesta, Gyðingum að sönnu hneykslan, en Grikkjum heimsku, en þeim sem kallaðir eru, bæði Gyðingum og Grikkjum, boðum vér Krist, einn guðlegan kraft og guðlega speki. Því að Guðs fáviska er mönnum hyggnari, og það Guðs máttleysi er mönnum styrkvara.
Fyrir því álítið, góðir bræður, yðra kallan það eigi eru margir spekingar eftir holdinu, eigi margir voldugir, eigi margir eðlabornir kallaðir, heldur það hvað heimskulegt er fyrir heiminum, þá hefir Guð útvalið upp á það að hann gjörði vitringana að hneykslan. Og það sem veiklegt var fyrir heiminum, það útvaldi Guð svo að hann gjörði að hneykslan það hvað öflugt er. Og það sem óeðla var fyrir heiminum og forsmáð, þá hefir Guð útvalið, og það sem ekkið er svo að hann niðurþrykkti það hvað nokkurs háttar er svo að ekkert hold mætti sér fyrir hans augsýn hrósa, út af hverjum þér eruð komnir í Kristo Jesú, hver oss er af Guði gjörður til vísdóms, til réttlætis, til helgunar og til endurlausnar svo að hver (eftir því eð skrifað er) sem sér hrósar, sá hrósi sér í Drottni.
Annar kapítuli
[breyta]Og eg, góðir bræður, þá eg kom til yðar, kom eg ekki meður orðahæð eður hárri visku til yðar að boða Guðs predikan. Því að eg hélt mig ekkið vita yðvar á milli utan Jesúm Krist, þann hinn krossfesta. Og eg var hjá yður meður veikleika og með ugg og ótta miklum. Mín ræða og mín predikan var eigi í snilldarorðum mannlegrar visku, heldur í auðsýningu andans og kraftarins svo að yðvar trú sé eigi af mannlegri visku, heldur af Guðs krafti.
En þar vér ræðum um, þá er það speki á meðal þeirra sem algjörðir eru, en þó engin þessa heims speki og eigi þessa heims höfðingjum, hverjir eð forganga, heldur segju vér af þeirri heimuglegri hulinni Guðs speki, hverja Guð hefir fyrirhugað fyrir aldir til vorrar dýrðar, hverja enginn þessara heims höfðingja hefir þekkt. Því ef þeir hefðu þekkt hana, þá hefðu þeir eigi krossfest Drottin dýrðarinnar, heldur eftir því sem skrifað er það eigi hafi auga séð og eigi eyra heyrt og ekki í mannsins hjarta komið hvað Guð hefir fyrirbúið þeim er hann elska.
En oss hefir Guð það opinberað fyrir sinn anda því að andinn rannsakar alla hluti, einninn djúpleik guðdómsins. Hver manna er sá eð viti hvað í manninum er utan alleinasta sá andi sem með sjálfum honum er? Svo líka veit og enginn hvað Guðs er nema Guðs andi. En vér höfum eigi meðtekið þessa heims anda, heldur þann anda sem af Guði er svo að vér vitum hvað oss er af Guði gefið, hvar vér og af segjum, eigi meður þeim orðum sem mannleg viska kennir, heldur meður þeim orðum sem heilagur andi lærir, samlíkjandi svo andleg efni andlegana. En %líkamlegur maður skynjar ekkert þeirra sem er af Guðs anda af því að það er honum heimska, og hann fær það eigi skilið því að það hlýtur andlegana að úrskurðast. En sá andlegur er, úrskurðar alla hluti, og hann verður af öngum úrskurðaður. Því að hver hefir þekkt hugskot Drottins eða hver lagði honum nokkuð ráð? En vér höfum Krists hugskot.
Þriðji kapítuli
[breyta]Og eg, góðir bræður, mátti eigi tala við yður svo sem við andlega, heldur svo sem við líkamlega og líka sem við önnur ungberni í Kristo. Mjólk hefi eg yður til drykkjar að gefa, en eigi megnan mat því að þér formáttuð það ekki. Svo formegi þér það nú eigi heldur því að þér eruð enn líkamlegir. Og á meðan að agg og þrætur eru yðar á milli, eru þér þá eigi líkamlegir og gangið eftir mannlegri siðvenju? Því ef nokkur yðar segir: Eg em Páls, hinn annar: Eg em Appollinis, eru þér þá eigi líkamlegir? Hvað er Páll eða hver er Appollo utan þjónustumenn, fyrir hverja þér eruð trúaðir vorðnir og það sama eftir því sem Drottinn hefir hverjum einum veitt? Eg plantaði, Appollo vökvaði, en Guð hefir frjóvgunina gefið. Svo er nú hvorki eg sá sem plantar né sá eð vökvar nokkuð, heldur Guð, sá er frjóvgunina gefur.
En sá sem plantar og hinn sem vökvar, þeir eru eins. En hver einn mun sitt eiginlegt verðkaup öðlast eftir sínu erfiði. Því að vér erum Guðs atvinnumenn, þér eruð Guðs akurvinna og Guðs uppbygging. Eg hefi út af þeirri Guðs náð, sem mér er gefin, grundvöllinn lagt svo sem einn hygginn húsasmiður, en einn annar byggi þar yfir. Hver einn hafi og gát á hverninn hann byggir þar yfir. Því að enginn fær annan grundvöll lagt, heldur en þann sem áður er lagður, hver að er Kristur Jesús. En ef nokkur byggir upp á þennan grundvöll gull, silfur, gimsteina, trjáhark, hey, stráhálm, og þá mun hvers eins verknaður opinber verða. Og dagurinn mun hann augljósan gjöra því að hann man með eldi opinberaður verða og hvílíkur að hvers eins verknaður sé, þá man eldurinn reynslu á gjöra. Ef nokkurs verknaður blífur, sá hann hefir þar yfir byggt, þá mun hann laun öðlast. En hvers verknaður sem forbrennur, þá mun hann skaðsemi líða. En hann sjálfur mun hólpinn verða, þó svo líka sem það sé fyrir eldinn.
Viti þér ekki það þér eruð Guðs mustéri og það Guðs andi byggir í yður? En hver hann skammar Guðs musteri, þeim mun Guð fortýna því að Guðs musteri er heilagt, hvert þér eruð. Tæli enginn sjálfan sig. Og ef nokkur er sá yðar á milli sem vitur þykist vera, verði hann að þessa heims óvitringi svo að hann mætti vitur vera. Því að þessa heims speki er heimska hjá Guði. Því að svo er skrifað: Höndla man eg spekinga í slægvisku þeirra. Og enn aftur: Drottinn veit hugsanir spekinganna það þær eru hégómlegar. Fyrir því meti sig enginn af mönnum. Allt er það yðvart. Sé það Páll eða sé það Appollo, sé það Kefas eða heimurinn, sé það lífið eða dauðinn, sé það hið nálæga eða hið ókomna, allt er það yðvart. En þér eruð Krists, Kristur er Guðs.
Fjórði kapítuli
[breyta]Þar haldi oss hver mann fyrir, einkum fyrir Guðs þénara og verkstjórnara yfir Guðs leynda dóma. Nú heimtu vær eigi meir af verkstjórunum en það þeir finnist trúir. Því er mér það fyrir minnsta kosti að eg skuli af yður dæmast eður af jarðlegum degi. En þó dæmi eg ekki sjálfur mig. Því að öngvaneginn em eg mér sjálfum samráður, en í því em eg þó eigi réttlátur. Drottinn er sá sem dæmir. Fyrir því dæmið ekki fyrir tímann þangað til að Drottinn kemur, sá er auglýsa mun það í myrkrunum er hulið og opinber gjöra ráðin hjartanna og mun þá hverjum sem einum lofstír ske af Guði. *
En þetta, góðir bræður, hefi eg myndað upp á sjálfan mig og Appollinem yðar vegna svo að þér lærðuð af okkur það enginn haldi meir af sér en svo sem nú er skrifað upp á það að enginn hrósi sig upp mót öðrum fyrir nokkurs sakir. Því hver heldur þér fram? Eða hvað hefir þú það að þú hafir eigi meðtekið? En fyrst þú hefir það meðtekið, hvað metur þú þig þá sem sá það hefði ekki meðtekið? Þér eruð nú saddir, þér eruð nú þegar auðugir vorðnir, þér ríkið án vor. Gæfi það og Guð að þér ríktuð svo að vér mættum og ríkja með yður.
En eg meina það Guð hafi auðsýnt oss fyrir hina allra síðustu postula svo sem dauðanum ofurfengna því að vér erum sjónhending vorðnir heiminum, og svo englum og mönnum. Vér erum þussar fyrir Krists sakir, en þér forhyggnir í Kristo, vér veikir, en þér styrkvir, þér dýrðlegir, vér háðulegir. Því að allt til þessa dags þolum vér svengd og þorsta og erum klæðfáir og verðum hnefum barðir, höfum öngvan samastað, erfiðum og verkum meður vorum eigin höndum. Og nær oss er formælt, blessu vér, eru vér ofsóktir, þá líðu vér, eru vér lastaðir, þá beiðu vér. Og jafnan eru vér svo sem hrak þessarar veraldar og hreinsunaroffur allra manna allt til þessa.
Þetta skrifa eg eigi upp á það eg hneyksli yður, heldur áminni eg yður svo sem mína kærustu syni. Því þótt þér hefðuð tíu þúsundir lærimeistara í Kristo, þá hafi þér þó eigi feðurna marga. Því að í Kristo Jesú fyrir guðsspjöllin þá hefi eg alið yður. Fyrir því áminni eg yður að þér séuð mínir eftirfylgjarar. Þar fyrir sendi eg Tímóteum til yðar, hver að er minn kærasti sonur í Drottni, að hann undirvísi yður mína vegu þá sem að eru í Kristo líka svo sem eg í öllum samkundum og alls staðar kenni. Þar hroka sér nú nokkrir upp líka sem eg munda eigi koma til yðar, en eg mun þó næsta snarlega koma til yðar ef Drottinn vill að eg reyni, eigi orð þeirra sem upphrokaðir eru, heldur kraft. Því að Guðs ríki er eigi fólgið í orðum, heldur í krafti. Hvað vilji þér? Skal eg meður vendi til yðar koma eða með kærleik og hógværum anda?
Fimmti kapítuli
[breyta]Algjörlegana heyrist það að þar sé hóranir yðar á milli og þó slík hóran sem eigi er getið á meðal heiðinna þjóða því að nokkur skyldi hafa síns föðurs eiginkonu. Og þó eru þér upp hrokaðir og hafið ekki miklu framar önn um alið svo að sá sem það verk hefir drýgt yrði í miðið burt tekinn frá yður. Að sönnu eg, fráverandi að líkama, þó nálægur í anda, hefi svo sem þar nærverandi dæmt yfir honum sem slíkt hefir gjört í nafn Drottins vors Jesú Kristi að yður samankomnum meður mínum anda og með krafti vors Drottins Jesú Kristi hann ofur að selja andskotanum til holdsins fordjörfunar svo að andinn sé hjálplegur á degi Drottins vors Jesú.
Yðvar hrósan er eigi góð. Viti þér ekki að lítið súrdeig sýrir allt deigið? Fyrir því hreinsið burt hið gamla súrdeigið svo að þér séuð nýtt deig svo sem þér eruð ósýrðir. Því að vort páskalamb er Kristur fyrir oss offraður. Fyrir því neytum vorra páska eigi í gömlu súrdeigi og eigi í súrdeigi illskunnar og prettvísinnar, heldur í sætu deigi skírleiksins og sannleiksins. * Eg skrifaði yður í bréfinu að þér skylduð ekki samblandast hóranarmönnum. Öngvaneginn meina eg þessa heims hóranarmenn eða ágirndarmenn, ræningja né blótmenn skurgoða. Annars hlyti þér veröldina að rýma. En nú skrifa eg yður það þér skuluð eigi samblandast, einkum ef sá er nokkur sem sig lætur bróður kalla og er frillulífismaður eða ágirndarmaður, blótmaður skurgoða eða brigslunarmaður, ofdrykkjumaður eður ræningi. Og með þess konar mönnum skulu þér ekki matar neyta. Því hvað koma þeir við mig sem þar fyrir utan eru það eg skyldi þá dæma? Er eigi svo að þér dæmið þá sem hér fyrir innan eru, en Guð mun dæma þá sem fyrir utan eru? Keyrið þann burt frá yður sem vondur er.
Sétti kapítuli
[breyta]Hverninn dirfist nokkur af yður þótt hann hafi eitthvað kærumál í móti öðrum að láta dæma það hjá ranglátum og eigi heldur hjá heilögum? Eða viti þér ekki það heilagir munu heiminn dæma? Og fyrst heimurinn skal dæmast af yður, eru þér þá óverðugir til að dæma um það sem minni háttar er? Viti þér eigi það vér munum yfir englunum dæma? Hversu miklu meir þá yfir stundlegum auðæfum? En þér, nær þér hafið nokkur málaferli um stundlegan auð, þá taki þér þá sem hjá söfnuðinum forsmáðir eru og setjið þá til yfirdómara. Yður til smánar segi eg þetta. Er þar þá með öllu enginn svo vitur yðar á milli það að dæma kunni millum bróðurs síns og bróður? Heldur deilir bróðir við bróður, þar ofan á fyrir vantrúuðum.
Því er þar sennilega fullkomlegt brot í bland yður það þér hafið lagadeilur yðvar á milli. Hvar fyrir líði þér ekki miklu heldur órétt? Eða hví láti þér ekki svíkja yður heldur? Þér gjörið heldur rangt og svíkið og þó það við bræðurna. Eða viti þér ekki það ranglátir munu eigi eignast Guðs ríki? Því villist eigi að hvorki frillulífismenn né blótmenn skurguða, eigi hórdómsmenn né sælgætingar, eigi heldur þeir sem skömm drýgja með karlmönnum, eigi þjófar né ágirndarmenn, eigi ofdrykkjumenn, eigi hneykslarar né ræningjar munu Guðs ríki eignast. Og þvílíkir hafa forðum daga nokkrir út af yður verið. En þér eruð nú af þvegnir, þér eruð nú helgaðir, þér eruð og réttlættir í nafni Drottins Jesú og fyrir anda Guðs vors.
Allt leyfist mér, en eigi batar það mig allt. Eg hefi allra hluta vald, en mig skal ekkert yfirbuga. Fæðslan maganum og maginn fæðslunni, en Guð man þetta og hitt slétt gjöra. Líkamann að sönnu eigi frillulifnaðinum, heldur Drottni og Drottinn líkamanum. Sennilega hefir Guð Drottin upp vakið og svo mun hann oss upp vekja fyrir sinn kraft. Eða viti þér ekki það yðrir líkamir eru Krists limir? Skylda eg nú taka Krists limu og gjöra þar af skækjunnar limu? Það sé fjarri. Eða viti þér ekki að hver hann samtengir sig skækjunni að sá er einn líkami meður henni? Því að þau munu (segir hann) tvö í einu holdi vera. En hver hann samtengir sig Guði, sá er einn andi meður honum.
Flýið frillulifnaðinn. Því að allar syndir, hverjar maðurinn drýgir, eru utan hans líkama. En hver eð frillulifnaðinn drýgir, sá syndgar á sinn eigin líkama. Eða viti þér ekki að yðrir limir eru mustéri þess heilags anda sem í yður er, þann þér hafið af Guði? Þér eruð og eigi yðrir sjálfs. Því að þér eruð dýru verði keyptir. Þar fyrir vegsamið Guð í yðrum líkama og yðrum anda hverjir Guðs eru.
Sjöundi kapítuli
[breyta]En um aðra þá hluti þér skrifuðuð mér til andsvara eg það manninum sé gott að hann snerti eigi neina konu. En fyrir frillulifnaðar sakir þá hafi hver einn sína eiginkvon og hver ein hafi sinn eignarmann. Maðurinn gjöri kvinnunni sitt skyldugt atlot, slíkt hið sama kvinnan manninum. Konan hefir eigi vald síns líkama, heldur maðurinn. Líka og einninn maðurinn hefir eigi vald síns líkama, heldur konan. Tæli hvorki yðart annað nema það sé af beggja samþykkt um stundar sakir svo að þér séuð þess liðugri til föstu og bænahalds, og komið síðan aftur til samans svo að andskotinn freisti yðar ekki fyrir yðvars óstöðugleiks sakir.
Þetta segi eg af vorkunnsemi og eigi eftir skipan. En eg vilda að allir menn væri svo sem að eg em, hver einn hefir sína eiginlega gjöf af Guði, einn að sönnu svo, en annar svo. En það segi eg þeim ógiftum ekkjum að þeim er gott ef þær blífa svo sem eg. En ef þær fá sér eigi haldið, giftist þær þá því að betra er að giftast en að %brenna.
En þeim sem giftir eru, býður eigi eg, heldur Drottinn það konan skilji sig eigi við manninn, en ef hún skilur, þá blífi hún utan hjúskapar eða forlíki sig við sinn mann og maðurinn forleggi ekki sína eiginkonu.
Hinum öðrum segi eg, en ekki Drottinn, að ef einhver bróðir hefir vantrúaða konu og henni hagar að búa við hann, þá skilji hann eigi við hana. Og ef sú kona er sem vantrúaðan mann hefir og það hagar honum hjá henni að búa, þá skilji hún eigi við hann. Því að vantrúaður maður er helgaður fyrir konuna, og vantrúuð kona er helguð fyrir manninn. Annars væri börn yðar saurug, en nú eru þau heilög. En ef hinn vantrúaði vill skiljast, þá látið hann skiljast. Því bróðir eða systir er eigi forbundin af þess háttar efni, heldur hefir Guð oss í friði kallað. Eða hvað veistu það, kona, nema að þú kunnir að gjöra manninn hólpinn? Eða þú, maður, hvað veistu nema þú getir gjört konuna hjálplega? Þó eftir því sem Guð hefir hverjum einum úthlutað.
Hver og einn eftir því sem að Drottinn hefir hann kallað, þá gangi hann. Og svo skikka eg það til í öllum söfnuðum. Er nokkur umskorinn kallaður, sá æski eigi yfirhúðar. Er og nokkur kallaður í yfirhúðinni, láti sá eigi umskera sig. Umskurnin er ekkert, yfirhúðin er og ekkert, heldur varðveiting Guðs boðorða. Hver einn blífi nú í þeirri kallan sem hann er inni kallaður. Og ef þú ert einn þjón kallaður, þá haf þar eigi áhyggju fyrir, en getur þú frjáls vorðið, þá kostgæf þess heldur. Því að hver hann er þjón kallaður í Drottni, sá er frelsingi Drottins. Líka og einninn hver hann er frelsingi kallaður, sá er þjón Krists. Þér eruð dýrkeyptir, verðið eigi þrælar mannanna. Hver og einn, góðir bræður, í hverri stétt sem hann er kallaður, þar blífi hann inni hjá Guði.
En af meyjum hefi eg ekkert boðorð Drottins. Þó gef eg til ráð eftir því sem eg hefi miskunnsemi öðlast af Drottni að eg sé trúr. Því meina eg nú það gott vera fyrir nálægrar nauðþurftar sakir það manninum sé gott svo að blífa. Ertu við konuna bundinn? Þá sæk eigi eftir laus að verða. En ertu konulaus? Þá leita eigi kvonfangs. Þótt þú giftist, syndgar þú ekki, og þó að ein mey giftist, syndgar hún eigi. Þó munu þess konar holdsins harmkvæli hafa eiga, en eg þyrmda yður gjarnan.
Það segi eg, góðir bræður, að tíminn er naufur. Framar er það þó meiningin að þeir sem eiginkvæntir eru það þeir sé svo sem að þeir hefði eigi neinar, og þeir eð harma svo sem að hörmuðu þeir eigi, og þeir eð fagna svo sem að fögnuðu þeir eigi, og þeir eð kaupa svo sem að eignuðust þeir það eigi, og þeir sem tíðka þennan heim svo sem að tíðkuðu þeir hann eigi. Því að þessa heims athöfn forgengur.
En eg vilda að þér væruð utan áhyggju. Hver ókvæntur er, sá beri áhyggju um það hvað Drottins er, hverninn hann megi Drottni þókknast. En hver eiginkvæntur er, sá ber áhyggju um það hvað heimsins er og hversu hann megi húsfreyjunni þókknast. Aðskiljanleg grein er á millum meyjar og manns konu. Hin ógifta ber áhyggju um það hvað Drottins er svo að hún sé heilög í líkama og anda. En sú sem gift er, ber áhyggju um það hvað heimsins er og hverninn hún megi manninum þókknast. En þetta tala eg til yðrar gagnsemi, eigi upp á það eg leggi snöru fyrir yður, heldur til þess sem siðsamlegt er svo að þér mættuð jafnan óforhindraðir Drottni þjóna.
En ef nokkur þykist sjá það sér muni torveldur vera sinn meydómur, ef gjaforðstíminn líður þó og svo ef það vill eigi öðruvís verða, þá gjöri hann hvort honum líkar. Giftir hann sig, þá syndgar hann eigi. En hver það setur stöðugt sér í hjarta og hefir þar með eigi neina þvingan, hafandi svo vald síns eiginlegs vilja og staðfestir í sínu hjarta að varðveita sinn meydóm, hann gjörir vel. Og hver eð giftist, sá gjörir og vel. En hann sem giftir sig ekki, sá gjörir betur. Kvinnan er lögmálinu undirbundin svo lengi sem hennar maður lifir. En nær hennar maður er látinn, svo er hún frjáls sig að gifta hverjum hún vill, utan það skal ske í Drottni. En þó er hún sælli ef hún blífur sem mitt ráð er til. En eg held það að eg muni og hafa Guðs anda.
Áttandi kapítuli
[breyta]En um það sem skurguðum offrast, vitu vér það vér allir höfum skynsemina. Skynsemin, hún blæs upp, en ástsemin bætir um. Nú ef einhver lætur sér þykja það hann viti nokkuð, sá veit enn eigi svo sem honum ber að vita. En ef sá er einhver sem elskar Guð, hann er af honum þekktur.
Svo vitu vér nú af þeirri fæðslu sem skurguðunum offrast og það skurgoðið sé einskis vert í heiminum því enginn er Guð nema einn. Og þó að þar sé nokkrir þeir sem guðir kallast, hvort það er á himni eður á jörðu (með því að margir eru guðir og margir drottnar), en þó höfum vér ekki utan einn Guð föður, af hverjum að allir hlutir eru og vér í honum og einn Drottin Jesúm Kristum, fyrir hvern allir hlutir eru og vér fyrir hann.
En þessa skynsemi hafa eigi allir. Því að nokkrir hafa gjört sér samvisku hér til yfir því skurgoði og átu það fyrir skurgoðafórnir. Og með því að þeir voru svo veikir, þá flekkaðist þeirra samviska í þessu. Því fæðan batar oss ekki fyrir Guði. Etu vér, þá eru vér eigi betri fyrir það, etu vér og ekki, þá verðum vér eigi verri fyrir það.
En sjáið svo til að þetta yðvart frelsi verði eigi til hindranar hinum veiktrúuðum. Því ef nokkur sæi þig (þann sem skynsemina hefir) sitja til borðs í goðahúsi, verður þá eigi hans samviska, með því hann er breyskur, hvött upp að eta skurgoðafórnir? Og svo forferst þinn breyskvi bróðir í þinni skynsemi, fyrir hvern að Kristur er líflátinn. Og nær þér syndgist svo við bræðurna og sláið þeirra breyskva samvisku, þá syndgist þér við Krist. Hvar fyrir ef að fæðan hindrar bróður minn, skylda eg aldri kjöt eta svo að eg gjörða öngva hindran mínum bróður.
Níundi kapítuli
[breyta]Er eg ekki postuli? Em eg eigi frjáls? Hefi eg ekki séð Drottin vorn Jesúm Krist? Eru þér ekki mitt verk í Drottni? Og þó eg sé eigi annarra postuli, þá em eg þó yðar. Því að innsigli míns postullegs embættis eru þér í Drottni. En andsvar mitt við þá, sem mig að spyrja, er þetta: Höfum vér eigi vald til að eta og drekka? Höfum vér eigi vald til einhverja systur að eignarkonu um að flytja líka sem aðrir postular og bræður Drottins og svo sem Kefas? Eða höfum við ekki, eg og Barnabas, makt til þetta að gjöra. Hver slæst upp á sitt eigið verðkaup? Hver plantar víngarðinn og etur ekki af hans ávexti? Eða hver fóðrar hjörðina og neytir ekki af mjólk hjarðarinnar?
En eftir mannlegri siðvenju tala eg þetta. Segir og ekki lögmálið þetta? Því að svo er skrifað í Moyses lögmáli að eigi skaltu múlbinda nautið það sem erjar. Hvort ber Guð áhyggju fyrir nautunum? Eða segir hann ekki þetta alls kostar vorra vegna? Því að fyrir vorar sakir er þetta ritað af því þann sem plægir, skal plægja á vonina og sá sem erjar, hann skal erja á vonina svo að hann verði hluttakari sinnar vonar. Fyrst vér sáðum yður hið andlega, er það mikilsvert þó vér upp yrkjum yðvart hið líkamlega? Og ef hinir aðrir eru hluttakandi þessarar yðrar maktar, hvar fyrir skyldu vér eigi miklu framar? En vér höfum eigi tíðkað þessa makt, heldur umliðu vér allra handa svo að vér gjörðum Krists evangelio öngva hindran. Viti þér ekki það þeir sem fórninnar færa, eta af því sem fórnfært er, og þeir sem altarinu þjóna, eru altarisins hluttakarar? Líka svo hefir og Drottinn til skikkað að þeir sem guðsspjöllin kunngjöra, skulu af guðsspjöllunum sitt fæði hafa. En ekkert þessara hefi eg tíðkað.
En eg skrifa eigi þetta þar fyrir að svo skuli við mig vera gjört. Því betra væri mér heldur dauðum að vera en það að nokkur skyldi mína vegsemd ónýta gjöra. Því þó að eg prediki Guðs evangelion, þá má eg ekki vegsama mig um það því að nauðsynin rekur mig þar til. Og svei sé mér þá ef eg predika ekki guðsspjöllin. Nú ef eg gjöri það viljugur, þá mun mér launað, en þó eg gjöri það óviljugur, þá er mér þó embættið á hendur fólgið. Hvað er nú þá mín laun? Einkum það eg prediki evangelion Krists og gjöri það sama viljanlega fyrir ekkið svo að eg misbrúki ekki mitt veldi á guðsspjöllunum.
Því þótt eg sé frjáls fyrir öllum, þá hefi eg þó gjört sjálfan mig að hvers manns þjón svo að eg yfirvinni þá marga. Og Gyðingum em eg vorðinn svo sem Gyðingur upp á það eg yfirvinni Gyðinga. Og þeim sem undir lögmálinu eru, em eg vorðinn svo sem undir lögmáli svo að eg yfirvinni þá sem undir lögmálinu eru. Og þeim sem án lögmáls eru, em eg vorðinn svo sem án lögmáls sem eg em þó eigi án Guðs lögmáls, heldur em eg í Krists lögmáli svo að eg yfirvinni þá hinu sömu sem án lögmáls eru. Og þeim sem breyskvir eru, em eg vorðinn sem væra eg breyskur svo að eg yfirvinni hina breyskvu. Hverjum manni em eg vorðinn að öllu deili svo að eg gjörða alls staðar einhverja hjálplega. En allt þetta gjöri eg vegna Guðs evangelii svo að eg verði þess hluttakari.
Eða viti þér ekki að þeir sem á skeiðið hlaupa það þeir hlaupa allir, en einn er sá sem hnossið tekur? Hlaupið nú og svo að þér höndlið það. En hver sá sem slæst, hann varar sig við öllu, þeir að sönnu upp á það þeir öðlist forgengilega kórúnu, en vér óforgengilega. En eg hleyp, líka svo eigi sem upp á hið óvísa. Eg slæst, eigi svo sem sá er í vindinn slær. Heldur þjái eg minn líkama og tem hann svo að eg prediki það eigi öðrum og verði sjálfur rækur.
Tíundi kapítuli
[breyta]En eg vil eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, það að vorir feður voru allir undir skýinu og allir gengu þeir yfir hafið. Allir eru þeir og skírðir af Moysen í skýinu og í sjánum. Og allir hafa þeir neytt hinnar sömu andlegrar fæðslu, og allir hafa þeir hinn sama andlega drykk drukkið. Þeir drukku og af þeirri andlegri hellu sem þeim með fylgdi, hver hella eð var Kristur. En á þeim vel flestum hafði Guð öngva þókknan. Því eru þeir niður slegnir á eyðimörku. *
En þetta er skeð oss til fyrirmyndar svo að vér skulum eigi girnast hvað illt er svo sem að þeir girntust. Gjörist og eigi blótmenn skurgoða líka svo sem nokkrir af þeim urðu eftir því sem skrifað er: Fólkið settist niður að eta og drekka og stóð upp að dansa. Drýgjum eigi hóranir svo sem nokkrir út af þeim drýgðu hóranir og féllu á einum degi þrjár þúsundir og tuttugu. Freistum og eigi Krists svo sem nokkrir út af þeim freistuðu hans og fyrirfórust af höggormum. Möglið og ekki líka svo sem nokkrir út af þeim mögluðu og fyrirfórust af vanvirðaranum.
Þetta allt skeði þá til fyrirmyndar, en það er skrifað oss til viðvörunar, yfir hverja að þessa heims endi er kominn. Fyrir því hver hann lætur sér þykja það hann standi, gefi sá gaum að hann falli eigi. Yður hefir enn ekki höndlað utan alleinasta mannleg freistni. En Guð er trúr, sá eigi umlíður það yðar sé freistað framar en þér formegið, heldur gjörir hann það að freistnin fái þann einn enda að þér getið vel staðist. * Hvar fyrir, mínir kærustu, flýið frá skurguðadýrkan.
Svo sem við vitringa tala eg. Dæmið þér hvað eg segi. Sá blessanarkalekur, hvern vér blessum, er hann ekki samnautn Krists blóði? Og brauðið, hvert vér brjótum, er það eigi hluttekning Krists líkama? Því að það er eitt brauð, og vér margir erum einn líkami með því að vér verðum allir eins brauðs hluttakarar. Hyggið að þeim í Írael eftir holdinu það þeir sem fórnirnar eta, eru þeir ekki altarisins hluttakarar?
Hvað skal eg nú þá segja? Eða skal eg segja það skurgoðið sé nokkurs vert? Eða það skurgoðafórnir sé nokkurs verðar? En eg segi að það hvað hinir heiðnu offra, það offra þeir djöflinum og eigi Guði. Nú vil eg eigi að þér verðið samlagsmenn djöflanna. Eigi fái þér í senn drukkið kalek Drottins og djöfulsins. Þér getið og ekki í senn hluttakarar verið matborði Drottins og djöfulsins matborði. Eða vilju vér reita Drottin? Hvort eru vér honum sterkari? Mér leyfast sennilega allir hlutir, en þeir bata eigi allir. Mér leyfist allt, en það er eigi allt til uppreistar. Enginn spyrji að því hvað hans er, heldur að því hvað annars er.
Allt hvað í kjötmangarahúsinu er til sölu, það etið, eftir spyrjandi að öngu upp á það þér vægið samviskunni. Því að jörðin er Drottins og hennar fylling. En ef einhver af vantrúaðum býður yður til snæðings og þér viljið þangað ganga, þá etið það allt hvað fyrir yður verður sett og spyrjið einskis upp á það þér vægið samviskunni. En ef nokkur segir til yðar: Þetta er skurguðaoffur, þá etið ekki fyrir þess sakir sem það segir yður upp á það þér vægið samviskunni. Því að jörðin er að sönnu Drottins og hennar fylling. En eg segi af samviskunni, eigi af þinni sjálfs, heldur hins annars. Því að hvar fyrir skylda eg mitt frelsi dæmast láta af annarlegri samvisku? Því ef eg neyti þess með þakklæti hvar fyrir skal eg þá lastaður verða um það sem eg gjöri þakkir fyrir?
Hvort þér etið eður drekkið eða hvað þér gjörið, þá gjörið það allt til Guðs dýrðar. Verið utan hindran bæði Gyðingum og Grikkjum og Guðs safnaði líka svo sem eg gjörði mig hverjum manni þægilegan í öllu, eigi aðspyrjandi hvað mér, heldur hvað mörgum er gagnlegt svo að þeir hjálplegir yrði. Verið því mínir eftirfylgjarar svo sem eg em Krists.
Ellefti kapítuli
[breyta]Eg lofa yður, góðir bræður, það þér leggið mig í minni á allan hátt og haldið þann siðvana er eg setta yður. En það vil eg að þér vitið að Kristur er hvers manns höfuð, en konunnar höfuð er maðurinn, en höfuð Krists er Guð. Og hver sá maður sem biður eða spár með skýldu höfði, hann óvirðir sitt höfuð. Og hver sú kona sem biður eða spár með beru höfði, hún óvirðir sitt höfuð. Því að það er eins sem væri hennar höfuðhár burt rakað. Vill hún eigi skauta sér, þá rakist af hennar höfuðhár. En fyrst það er ljótt fyrir konuna að hafa af rekið hár eða sköllótt höfuð, þá faldi hún sér.
En karlmaðurinn skal eigi falda höfuð sitt með því hann er Guðs mynd og sómi, en konan er mannsins sómi. Því að maðurinn er eigi af konunni, heldur konan af manninum. Maðurinn er eigi skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins. Þar fyrir skal konan hafa veldi á sínu höfði fyrir englanna sakir. En þó er hvorki maðurinn án konunnar né konan án mannsins í Drottni því að líka svo sem konan er af manninum, svo kemur og maðurinn fyrir konuna, en allir hlutir af Guði.
Dæmi þér sjálfir yðar á milli hvort það hæfir konunni að biðja fyrir Guði óskautuð. Eða kennir yður það ekki náttúran sjálf að það sé lýti fyrir karlmanninn hann hafi sítt hár, en konunni að sönnu sómi það hún hafi síða lokka af því að hárið er henni til skýlingar gefið? En ef sá er einhver yðar á milli sem þrætusamur vill vera, hann viti það vér höfum eigi þvílíkan siðvana og eigi heldur Guðs söfnuður.
En þetta hlýt eg að bjóða, ekki hrósandi því það þér komið saman til betrunar, heldur til versnunar. Í fyrstu þá þér komið til samans í samkundunum, heyri eg að þar er sundranir yðar á milli, og eg trúi það sé og nokkurn deild. Því að þar hljóta ágreiningar að vera yðar á milli svo að þeir sem kjörnir eru, opinberir verði yðar á milli. Þá þér komið nú til samans, þá höldum vér þar eigi Drottins kveldmáltíð því að nær þér skuluð halda kveldmáltíðina, þá tekur hver yðar sína eiginlega fæðu áður fram, en annar er hungraður, hinn annar er drukkinn. Hvort hafi þér engin hús þar þér kunnið að eta og drekka inni? Eða forsmái þér Guðs söfnuð og skammið þá sem ekkert hafa? Hvað skal eg segja yður? Skal eg lofa yður? Í þessu lofa eg yður ekki.
Því það hvað eg hefi af Drottni meðtekið, það hefi eg yður fengið af því að Drottinn Jesús, á þeirri nótt er hann var svikinn, tók hann brauðið, gjörandi þakkir, braut það og sagði: Takið, etið. Þetta er minn líkami, sá fyrir yður verður gefinn. Gjörið það í mína minning. Líka einninn kalekinn eftir það hann hafði kveldmáltíðina etið, segjandi: Þessi kalekur er nýtt testament í mínu blóði. Gjörið þetta svo oft sem þér drekkið þar af í mína minning.
Því að svo oft sem þér bergið af þessu brauði og drekkið af þessum kalek, skulu þér kunngjöra þar með dauða Drottins þangað til hann kemur. Hver hann etur nú af þessu brauði og drekkur af þessum kalek Drottins óverðugt, sá er sekur við hold og blóð Drottins. En hver maður prófi sig sjálfur og eti svo af þessu brauði og drekki af þessum kalek. Því að hver hann etur og drekkur óverðugur, sá etur og drekkur sjálfum sér dóm með því hann gjörði eigi greinarmun Drottins líkama.
Fyrir það eru svo margir sjúkir og veiklegir yðar á milli og þeir margir sem sofnaðir eru. Því ef vér dæmdum oss sjálfir, þá yrðu vér eigi dæmdir. En nær vér dæmunst, þá verðu vér af Drottni tyftaðir upp á það vér fyrirdæmunst eigi meður þessum heimi. * Fyrir því, bræður mínir, nær þér komið til samans að neyta, þá bíði hver annars. En ef einhvern hungrar, þá eti sá heima svo að þér komið eigi saman til dómsáfellis. En hitt annað vil eg skikka þá eg kem.
Tólfti kapítuli
[breyta]Og af þeim andlegum gjöfum vil eg eigi dylja fyrir yður, góðir bræður. Þér vitið það þér voruð heiðnir og genguð burt til mállausra skurgoða sem þér urðuð til leiddir. Fyrir því kunngjöri eg yður það enginn sá sem fyrir Guðs anda talar, formælir Jesú, og enginn fær Jesúm Drottin kallað utan alleinasta fyrir heilagan anda.
Sennilega eru gjafirnar margvíslegar, en hinn sami er andinn. Þar eru og margháttuð embætti, en hinn sami Drottinn. Þar eru margháttaðar verkanir, en hinn sami Guð er sem verkar alla hluti í öllum. En í sérhverjum einum auðsýna sig gjafir andans til allrar nytsemdar. Einum verður gefið fyrir anda að mæla af visku, en öðrum verður gefið að tala af skynsemi af hinum sama anda, öðrum trúan í sömum anda, en hinum gjafir lækninganna í sömum anda, öðrum kraftaverk að gjöra, en öðrum að gjöra aðskiljanlega grein andanna, hinum öðrum margháttuð tungumál, en öðrum útlegging sagnanna. En allt þetta verkar einn og hinn sami andi, skiptandi sérhverjum eftir því sem hann vill. *
Því að líka svo sem einn líkami er og hefir þó marga limu, en allir limir eins líkama, hversu margir sem að eru, þá eru þeir þó einn líkami, líka svo er Kristur. Því að vér erum í einum anda allir í einn líkama skírðir hvort vér erum Gyðingar eður Grikkir, þrælar eður frelsingjar, og erum svo allir í einum anda drykkjaðir. Því að líkaminn er eigi einn limur, heldur margir. Og ef fóturinn segði: Engin hönd er eg, þar fyrir er eg ekki limur líkamans, skyldi hann nú því ekki vera líkamans limur? Og ef eyrað segði: Eg er eigi augað, þar fyrir er eg ekki limur líkamans, skyldi það sakir þess ekki vera líkamans limur? Því ef allur líkaminn væri augað, hvar væri þá heyrnin, hvar væri þá ilmingin?
En nú hefir Guð sett limuna og hvern einn þeirra á líkamann svo sem hann hefir viljað. Og ef allir limirnir væri einn limur, hvar væri þá líkaminn? En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn. Því að augað má eigi segja hendinni: Eg þarf þín eigi við, eða þar í mót höfuðið til fótanna: Eg þarf eigi yðar. Miklu heldur þeir limir líkamans sem oss sýnast breyskvastir vera, þeir eru nauðsynlegastir, og þá vér reiknum ótérugasta, þeim sömum leggjum vér mestan sóma til. Og þeir eð oss eru lýti að, virðu vér mest því að þeir sem oss prýða, þurfa þess eigi við. En Guð hefir líkamann svo saman tengt og gefið þeim nauðsynja limum hinn mesta sóma svo að engin ágreining sé á líkamanum, heldur það hver limurinn ber áhyggju fyrir öðrum. Og ef einn limurinn líður, þá líða allir limirnir með og ef einum limnum verður sómi veittur, þá samfagna honum allir limirnir. En þér eruð Krists líkami og útlimir hver eftir sinni deild. Og Guð hefir sett í söfnuðinn í fyrstu postula, þá spámenn, í þriðja máta lærifeður, eftir það þá sem kraftaverkin gjöra, þar næst þá með lækningsgjafirnar, þá viðhjálparana, þá stjórnarana, þá margháttuð tungumálin. Eru þeir allir postular? Eru þeir allir spámenn? Eru þeir allir lærifeður? Eru þeir allir þeir menn sem kraftaverkin gjöra eða þeir sem lækningsgjöfina hafa? Tala þeir allir margháttuð tungumál? Kunna þeir allir út að leggja? Eftir fylgið nú hinum bestu gjöfunum. Og þar til vil eg vísa yður veg þessum æðra.
Þrettándi kapítuli
[breyta]Þó að eg talaði tungur mannanna og englanna, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg sem annar hljómandi málmur eður hvellandi bjalla. Og þó að eg hefða spádóm og vissi alla leynda hluti og alla skynsemi og hefði alla trú svo að eg fjöllin úr stað færði, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg ekkert. Og þó að eg gæfa allar mínar eigur fátækum og eg yfirgæfi minn líkama svo að eg brynni og hefða ekki kærleikann, þá væri mér það engin nytsemd. Kærleikurinn er þolinmóður og góðviljaður. Kærleikurinn er eigi meinbæginn. Kærleikurinn gjörir ekkert illmannlega. Eigi blæs hann sig upp, eigi stærir hann sig. Eigi leitar hann þess hvað hans er. Eigi verður hann til ills egndur, hann hugsar ekki vondslegt. Eigi fagnar hann yfir ranglætinu, en fagnar sannleikanum. Hann umber alla hluti, hann trúir öllu, hann vonar allt, hann umlíður alla hluti. Kærleikurinn hann doðnar aldri þótt spádómurinn hjaðni og tungumálunum sloti og skynseminni linni.
Því að vorir vitsmunir er sjónhending, og vorar spásagnir er sjónhending. En nær það kemur, sem algjört er, þá hjaðnar það sem sjónhendingin er. Þá eg var barn, talaði eg sem barn, og eg var forsjáll sem barn, og eg hugsaði sem barn. En þá eg gjörðust maður, lagða eg af hvað barnslegt var. Nú sjáu vér fyrir spegilinn að ráðgátu, en þá auglit að augliti. Nú kenni eg af sjónhending, en þá man eg kenna svo sem eg em kenndur. Nú blífa þó þessi þrjú: trúan, vonin, kærleikinn, en kærleikurinn er mestur af þessum.
Fjórtándi kapítuli
[breyta]Eftirfylgið kærleikanum og kostgæfist í andlegum gjöfum, en þó mest í því að þér mættuð spádóma fyrir segja. Því að hann sem tunguna talar, hann talar eigi mönnum, heldur Guði. Því að honum heyrir enginn, en í andanum talar hann leynda dóma. En hann sem spádóma segir fyrir, sá talar mönnum til betrunar og til áminningar og til hugganar. Sá tunguna talar, hann forbetrar sjálfan sig, en sá sem spádóma segir fyrir, hann forbetrar Guðs söfnuð. Eg vilda að þér kynnið allir %tungur að tala, en þó miklu heldur þér segðuð spádóma fyrir. Því að sá sem spádóma segir fyrir, hann er þeim meiri sem tunguna talar, utan að svo sé hann leggi það út svo að söfnuðurinn fái þar af forbetran. En nú, góðir bræður, þótt eg kæmi til yðar og talaði tungur hvað væra eg yður gagnlegur nema eg talaði til yðar annaðhvort fyrir opinberan eða fyrir skynsemi eða fyrir spásagnir eða fyrir lærdóm? Er þeim hlutum eigi svo háttað sem hljóða, en lifa eigi, hvort það er nú pípa eður harpa, fyrst það gefur öngvan greinilegan hljóm af sér? Hverninn má þá vitast hvað pípað er eða hvað harpað er? Og ef lúðurinn hefur óskilmerkilegt hljóð, hver man þá vilja búast til bardagans? Líka og þér nær þér talið tungur, utan þér gefið fram skilmerkilega ræðu, hverninn má vitast hvað að talað er. Því að þér talið þá í vind.
Sennilega er margt raddarkyn í þessum heimi, og þó er ekkert þeirra mállaust. Og fyrst eg veit ekki þýðing málsins, þá verð eg þeim sem talar óskiljanlegur, og hann sem talar verður mér óskiljanlegur. Svo og líka þér. Og fyrst þér eruð eftirfylgjarar andlegra gjafa, þá leitið eftir því að forbetra söfnuðinn upp á það þér gefið og fulla nægð.
Hvar fyrir sá sem tungu talar, hann biðji svo að hann útleggi það. Því fyrst eg bið með munninum, þá biður og minn andi, en mitt hugskot færir öngvan ávöxt. Hverninn fer þá? Einkum svo það eg vil með andanum biðja, og eg vil biðja í hugskotinu. Sálmana vil eg syngja með andanum, og eg vil sálmana syngja %með hugskotinu.
En þá þú blessar í andanum, hverninn skal þá sá sem í leikmannsins stað stendur amen segja yfir þinni blessan með því hann veit eigi hvað þú segir? Sennilega gjörir þú góðar þakkir, en hinn annar betrast þar eigi af. Eg þakka Guði mínum það eg tala meir tungur en allir þér, og heldur vil eg tala fimm orð í söfnuðum með mínu sinni svo að eg lærði aðra, heldur en tíu þúsundir orða með tungunni.
Góðir bræður, verðið engin börn í skilningarsinnunum, heldur verðið börn í illskunni, en verið algjörðir í skilningarsinnunum. Því að í lögmálinu er svo ritað það eg mun með annarlegum tungum og annarlegum vörum tala til lýðs þessa, og eigi munu þeir heldur mig heyra, segir Drottinn. Þar fyrir eru tungurnar til teikns, eigi þeim sem trúa, heldur vantrúuðum. En spádómurinn er eigi vantrúuðum, heldur trúuðum. Þótt nú allur söfnuðurinn kæmi til samans í einn stað og töluðu allir tungur, en þar gengi inn ólærður leikmaður eða vantrúaður, segðu þeir ekki að þér væruð galdir? En ef þér segðuð allir spádóma fyrir og þar gengi inn einhver vantrúaður eða ólærður, sá yrði þegar af öllum þeim straffaður og af öllum dæmdur. Og þá yrði svo leyndir dómar hans hjarta opinberir og svo væri hann fram fallandi á sitt andlit Guð að tilbiðja, sannarlega það viðurkennandi að Guð sé með yður.
Hversu á þá að fara, góðir bræður? Nú svo oft sem þér komið til samans þá hafi hver yðar einn lofsálm, eða hafi hann lærdóma, eða hafi hann tungur, eða hafi opinberanir, eða hafi útlegging. Og látið allt ske til betrunar. Og ef einhver talar tungur, þá verði það annað hvort af tveimur eða mest af þrimur og það sín á milli svo að einn leggi það út. En ef hann er enginn útleggjari, þá þegi hann í söfnuðinum, tali sér sjálfum og Guði.
En spámenn tali tveir eða þrír, og hinir aðrir dæmi um. En ef öðrum birtist, þeim er hjá situr, þá þegi hinn fyrri. Því að allir megi þér spádóma fyrir segja, hver eftir annan, svo að allir læri og allir verði áminntir. Og andi spámannanna er spámönnunum undirvorpinn því að Guð er eigi Guð vanheiðursins, heldur friðarins svo sem í öllum söfnuðum heilagra. Yðrar húsfreyjur látið þegja í söfnuðunum því að þeim má eigi leyfast að tala, heldur undirgefnar að vera eftir því sem lögmálið vottar. En ef þær vilja nokkuð læra, þá spyrji þær menn sína að því heima. Því að konunni eru það lýti að tala í safnaðinum. Eða er Guðs orð af yður út komið? Eða er það til yðra einnra saman komið? Ef nokkrum þykir það hann sé spásagnamaður eða andlegur, þá viðurkenni sá hvað eg skrifa yður því að það eru boðorð Drottins. En ef nokkur er skynlaus, þá sé hann skynlaus. Fyrir því, góðir bræður, kostgæfið spádómana að segja og fyrirbjóðið ekki tungurnar að tala. Látið allt siðsamlega og eftir skikkan ske yðar á milli.
Fimmtándi kapítuli
[breyta]En eg minni yður (góðir bræður) á það evangelium sem eg predikaði yður, hvert þér og meðtókuð, í hverju þér og standið, fyrir hvert þér verðið og hjálplegir meður þeim hætti sem eg kunngjörða það yður ef þér hafið því haldið, utan að svo sé þér hafið til ónýts trúað.
Því að eg gaf yður í fyrstu hvað eg meðtók, það að Kristur sé líflátinn fyrir vorar syndir eftir ritningunum og það hann sé grafinn og upp aftur risinn á þriðja degi eftir ritningunum og það hann er séður af Kefas og eftir það af hinum tólf. Og enn eftir á var hann séður meir en af fimm hundruð bræðra í senn, af hverjum margir enn lifa til, en nokkrir eru sofnaðir. Og eftir það er hann séður af Jakobo og síðan af öllum postulunum.
En síðast allra, svo sem af öðrum óskaplegum burði, er hann séður af mér. Því að eg em síðstur postulanna, því að eg em eigi verðugur það eg skuli postuli heita fyrir það eg ofsókn veitti Guðs söfnuði. En af náð Guðs er eg það eg er, og hans náð í mér hefir eigi iðjulaus verið, * heldur hefi eg miklu meira erfiðað en allir þeir, ekki eg, heldur sú Guðs náð sem meður mér er. Það sé nú eg eður þeir, þá predikum vér svo, þér hafið og svo trúað.
En fyrst að Kristur verður svo predikaður það hann sé upprisinn af dauða, hverninn segja þá nokkrir af yður það upprisa framliðinna sé ekki? Og fyrst upprisa framliðinna er ekki, þá er Kristur og ekki upp aftur risinn. En fyrst að Kristur er ekki upp aftur risinn, svo er vor predikan ónýt. Þá er og yðvar trúa ónýt, en vér fyndust ljúgvottar Guðs með því vér hefðum vitnað í gegn Guði það hann hefði Kristum upp vakið, þann hann hefði ekki upp vakið, fyrst hinir framliðnu skulu eigi upp rísa. Því ef framliðnir skulu eigi upp rísa, þá er og Kristur ekki upp aftur risinn. En ef Kristur er eigi upp aftur risinn, þá er yðar trúa ónýt, svo eru þér þá enn í yðrum syndum. Þá eru og hinir, sem sofnaðir eru í Kristo, fortapaðir. Og ef vér vonum alleinasta í þessu lífi á Kristum, svo erum vér hinir vesulustu allra manna.
En nú er Kristur upp aftur risinn af dauða og frumkveðill vorðinn þeirra sem sofnaðir voru. Af því að fyrir manninn kom dauðinn, og fyrir manninn kom upprisa framliðinna. Því að líka svo sem þeir dóu allir fyrir Adam, svo verða þeir og allir lífgaðir fyrir Kristum. En hver einn í sinni skikkan: frumkveðillinn er Kristur og þar næst þeir sem Krists eru í hans tilkomu, þar næst endalokin, þá hann hefir ofurgefið ríkið Guði feður. Og þá mun hann afmá allan höfðingsskap, herrastétt og valdsstjórnan. En honum byrjar að ríkja þar til hann leggur alla óvini undir sína fætur. En þann síðasti óvin, sem afmáður verður, er dauðinn. Því að honum hefir hann alla hluti undir sína fætur gefið. Og þá hann segir það að allt sé undirlagt, þá er það opinbert að sá er undantekinn sem honum hefir alla hluti undirlagt. En nær honum eru allir hlutir undirgefnir, þá mun og sjálfur sonurinn undirgefast þeim sem honum undirgaf alla hluti svo að Guð sé allt í öllum hlutum. Hvað gjöra þeir elligar sem skírast upp yfir framliðnum? Ef að hinir framliðnu skulu öngvaneginn upp aftur rísa, hvar fyrir skírast þeir þá upp yfir þeim? Og hvar fyrir eru vér þá allar stundir í háskasemd? Daglegana dey eg fyrir vora hrósan, hverja eg hefi í Drottni vorum Jesú Kristo. Því hafi eg eftir mannlegri venju barist við skógdýrin í Efeso, hver nytsemd er mér það þá ef að hinir framliðnu skulu eigi upp aftur rísa? Etu vær og drekkum því að á morgun deyju vér. Látið eigi tæla yður. Því vont samtal spillir góðum siðum. Vaknið réttlega og syndgist ekki. Því að sumir þér vitið ekkert af Guði, en yður til vanvirðu tala eg þetta.
Nú mætti einhver segja: Hverninn munu hinir framliðnu upp rísa? Og með hvílíkum líkama munu þeir koma? Þú drussi, það er þú sáir, lifnar ekki utan það deyi áður. Og það þú sáir, er ekki sá líkami sem verða skal, heldur bert korn, annað hvort hveitis eða einhvers annarra. En Guð gefur því líkam eftir því hann vill og sérhverju einu af fræinu eiginlegan líkama.
Allt hold er eigi líka háttað hold, heldur er annað hold mannanna, annað dýranna, annað fiskanna, enn annað fuglanna. Þar eru og himneskir líkamar og jarðneskir líkamar. Enn aðra dýrð hafa hinir himnesku, enn aðra hinir jarðnesku. Annan bjartleik hefir sólin, en annan bjartleik tunglið, annan bjartleik hafa og stjörnurnar því að önnur stjarnan yfirvinnur aðra í bjartleika. Svo og upprisa framliðinna. Því að það sem sáð verður forgengilegt, mun upp aftur rísa óforgengilegt. Og það sáð verður í vansemd, mun upp aftur rísa í vegsemd. Það sáð verður í breyskleika, mun upp aftur rísa í krafti. Og það sáð verður kjötlegur líkami, mun upp aftur rísa andlegur líkami.
Höfum vér nú kjötlegan líkama, þá höfu vér og andlegan líkama svo sem að skrifað er það hinn fyrsti maður, Adam, sé gjörður í eðlilegt líferni og hinn síðari Adam í andlegt líferni. En hinn fyrsti er eigi andlegur líkami, heldur eðlilegur og eftir það er hinn andlegi. Hinn fyrsti maður af jörðunni er jarðlegur, en hinn annar maður er Drottinn af himnum. Og hvílíkur hinn jarðneski er, svo eru og hinir jarðnesku, og hvílíkur hinn himneski er, svo eru og hinir himnesku. Og líka svo sem vér höfum borið líking hins jarðneska, svo munu vér og bera líking hins himneska.
En þar segi eg af, góðir bræður, það hold og blóð getur eigi eignast Guðs ríki, og hið forgengilega mun eigi eignast hið óforgengilega. Sjáið, að eg segi yður leyndan dóm það vér munum eigi allir sofna, en þó munu vér allir umskiptilegir verða og það næsta skyndilega á einu augabragði við hinn síðasta lúðurþyt. Því að lúðurinn mun gjalla, og hinir framliðnu munu upp rísa óforgengilegir, og vér hinir munum umskiptilegir verða. Því að þetta hið forgengilega hlýtur að klæðast því hinu óforgengilega, og þetta hið dauðlega hlýtur að skrýðast hinu ódauðlega.
En þá þetta hið forgengilega skrýðist hinu óforgengilega og þetta hið dauðlega klæðist hinu ódauðlega, uppfyllist það mál sem skrifað er að dauði er forsvelgdur í sigran. Dauði, hvar er þinn broddur? Helvíti, hvar er þín sigran? En dauðans broddur er syndin. Kraftur syndarinnar er lögmálið. En Guði sé þakkir sem oss hefir sigurinn gefið fyrir Drottin vorn Jesúm Kristum. Fyrir því, bræður mínir, verið staðfastir og óhræranlegir og aukist ætíð í verki Drottins með því þér vitið að yðvart erfiði er eigi ónýtt í Drottni.
Sextándi kapítuli
[breyta]En af þeirri stuðning sem ske skal við hina heilögu, svo sem að eg hefi boðið söfnuðunum í Galatia, þá gjöri þér og líka. Og einhvern þvottdaga þá leggi hver yðar hjá sjálfum sér og saman safni hvað honum er bærilegt svo að eigi þurfi, þá eð fyrsta er eg kem til, þessari stuðning saman að safna. En þá er eg kem þar, vil eg senda þá þaðan hverja helst þér kjósið til með bréfin svo að þeir flytji yðra góðvild til Jerúsalem. Og ef þess gjörist þörf að eg ferðist þangað, þá skulu þeir með mér fara. En eg mun koma til yðar þá eg fer um Makedóníam því að um Makedóníam mun eg ferðast. En má vera að eg blífi hjá yður og sé þar einninn um veturinn svo að þér gjörið mína útför hvert sem eg kann ferðast.
Nú vil eg eigi sjá yður í þessari yfirferð því að eg vona það eg muni um stundar sakir tefja hjá yður ef Drottinn lofar. En í Efeso mun eg dveljast allt til hvítasunnu því að mér er þar miklar dyr opnaðar og þeir eru kostgæfnir, en margir eru þar mótmælendur. Og þá Tímóteus kemur til yðar, sjáið svo til hann sé utan ótta hjá yður því að hann rekur Drottins eyrindi svo sem að eg. Fyrir því forsmái hann enginn, heldur leiðið hann út í friði svo að hann komi til mín. Því að eg bíð hans með bræðrunum.
En af Appollo bróður (þá vitið) það eg hefi áminnt hann marga vega að hann kæmi til yðar með bræðrunum. En það var með öngu móti hans vilji það hann kæmi nú, en hann mun koma þá hann fær tóm til. Vakið og standið í trúnni, berið yður karlmannlega að og verið styrkvir. Alla yðra hluti látið ske í kærleika.
En eg áminni yður, góðir bræður. Þér kennið heimkynni Stefani það þeir eru frumburðir þeirra í Akkaia, og sjálfir hafa þeir skikkað sig til þjónustu við heilaga upp á það þér séuð og þvílíkum undirgefnir og öllum sem þeim samverka og erfiða. En eg fagna af tilkomu Stefana og Fortunati og Akkaíki því hvað mig vantaði á hjá yður, það uppfylltu þeir því að þeir endurnærðu minn anda og yðvarn. Fyrir því viðurkennið þá fyrir þess háttar menn.
Yður heilsar söfnuðurinn í Asía. Yður heilsar mikillega í Drottni Akvílas og Priskilla með þeim söfnuði í þeirra húsi. Yður heilsa allir bræður. Heilsið hver öðrum með heilögum kossi. Eg, Páll, heilsa yður með minni hendi. Og ef sá er nokkur hann elski ekki Drottin vorn Jesúm Kristum, þá sé hann %anathema maharam motha. Náð Drottins vors Jesú Kristi sé með yður. Minn kærleiki sé með yður öllum í Kristo Jesú. Amen.
Hinn fyrri pistill til þeirra í Korintíuborg, sendur út af Asía fyrir Stefanon og Fortunatum og Akkaíkon og Tímóteon.