Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Markús guðsspjöll
Fyrsti kapítuli
[breyta]Þetta er upphaf evangelia Jesú Kristi, Guðs sonar, svo sem skrifað er af Esaia spámanni: Eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá er tilreiðir þinn veg fyrir þér. Ein hrópandi rödd í eyðimörku: Greiði þér vegu Drottins og gjörið hans stigu rétta. Jóhannes var í eyðimörku, skírði og predikaði iðrunarskírn til syndanna fyrirgefningar, og þar gengu út til hans allar Júðasveitir og aðrir fleiri af Jerúsalem að þeir skírðust af honum í Jórdanarflóði, játandi sínar syndir.
En Jóhannes var klæddur með úlfbaldshárum, og eitt ólarbelti var um hans lendar, en hann át engisprettur og skógarhunang. Hann predikaði og sagði: Sá kemur eftir mig sem mér er styrkri, hvers að eg em eigi verðugur framfallandi upp að leysa þvengi hans skófata. Eg skírða yður með vatni, en hann mun skíra yður með helgum anda.
Það varð og á þeim dögum að Jesús af Nasaret úr Galílea kom og skírðist af Jóhanni í Jórdan. Og strax þá hann sté upp úr vatninu, sá hann himnana opna og helgan anda í dúfulíki ofan stígandi yfir hann. Þá varð og rödd af himnum: Þú ert sonur minn elskulegur, að hverjum mér vel þókknast.
Og þá strax dreif andinn hann á eyðimörk. Þar var hann í fjörutigi daga og xl nátta og freistaðist. Hann var þar og með villudýrum, og englar þjónuðu honum þar.
En eftir það er Jóhannes var gripinn, kom Jesús í Galíleam og predikaði evangelium af Guðs ríki, svo segjandi: Sá tími er nú uppfylltur að Guðs ríki nálgast. Iðrist þér og trúið evangelio.
En er hann gekk með sjónum í Galílea, sá hann Símonem og Andream bróður hans látandi sín net í sjóinn því að þeir voru fiskarar. Jesús sagði til þeirra: Fylgið mér eftir, og eg mun gjöra það að þér verðið fiskendur manna. Strax forlétu þeir sín net og fylgdu honum eftir.
Og þá hann var skammt í burt þaðan genginn, sá hann Jakob, son Sebedei, og Jóhannem bróður hans, og þeir voru á skipi, bæta að neti. Og strax þá kallaði hann á þá, og þeir forlétu sinn föður Sebedeum í skipinu eftir hjá leiguliðunum og fylgdu honum eftir.
Þeir gengu þá til Kapernaum. Og strax um þvottdaginn gekk hann inn í samkunduhúsið, lærði þá og þeim ægði hans kenning því að hann kenndi þeim sem af valdi, en eigi svo sem hinir skriftlærðu.
Einn maður var þar í þeirra samkunduhúsi haldinn af óhreinum anda, sá kallaði og sagði: Hei, hei, hvað höfu vær með þig, Jesús af Nasaret. Komt þú að glata oss? Eg veit að þú ert hinn heilagi Guðs. Jesús straffaði hann og sagði: Þegi þú, og far út af manninum. Og sá hinn óhreini andi hreif hann og kallaði upp hárri röddu og fór út frá honum. Þeir undruðust allir svo að þeir spurðu að sín á millum, svo segjandi: Hvað er þetta? Eða hver er þessi hin nýja kenning? Því að af valdi skipar hann óhreinum öndum og þeir hlýða honum. Og hans rykti gekk strax út um öll Galíleahéröð.
Þá gengu þeir strax út af samkunduhúsinu og komu til húsa Símonar og Andree með Jakobo og Jóhanni. En móðir húspreyju Péturs lá þar krönk í köldu, og strax þá sögðu þeir honum til hennar. Hann gekk þá til, reisti hana upp og hélt um hönd hennar. Og strax þá missti hún köldunnar og þjónaði þeim.
En að kveldi komnu, þá sól sett var, fluttu þeir alls kyns sjúka menn og djöfulóða til hans, og allur borgarmúgur safnaðist fyrir dyrunum. Og hann læknaði marga sem kvöldust af ýmissum sóttum. Hann rak og út marga djöfla, og eigi leyfði hann þeim að mæla því að þeir þekktu hann.
En að morgni fyrir dögun stóð hann upp, gekk út og fór burt í einn eyðistað og baðst þar fyrir. En Petrus og þeir, er með honum v sögðu þeir honum: Allir leita að þér. Hann sagði þá til þeirra: Göngu vær í hinar næstu borgir og byggðarlög svo að eg prediki og þar því til þess kom eg. Hann predikaði og í þeirra samkunduhúsum um allt Galíleahérað og rak út djöfla.
Og einn líkþrár mann kom til hans, biðjandi hann með hneigðu kné og sagði: Ef þú vilt, þá fær þú mig hreinsað. En Jesús vorkynnti honum, rétti út sína hönd, áhrærði hann og sagði honum: Eg vil, vert þú hreinn. Og þá hann sagði svo, hvarf strax líkþráin af honum, en hann varð hreinn. Jesús hastaði á hann og lét hann strax frá sér og sagði honum: Sjá nú til að þú seg það öngum, heldur far þú og sýn þig prestahöfðingjanum og fórna fyrir þinni hreinsun sem Móses bauð til vitnisbyrðar yfir þá. En þá hann kom út, hóf hann upp og kunngjörði margt þar út af og víðfrægði þessi orð svo að hann mátti eigi opinberlega innganga í borgina, heldur var hann þar fyrir utan í eyðistöðum. Og margir komu til hans úr ýmsum álfum.
Annar kapítuli
[breyta]Og enn eftir fá daga þá gekk hann aftur til Kapernaum. Og er það heyrðist að hann var í húsinu, söfnuðust margir saman svo að þeir höfðu ekki rúm og einninn fyrir utan dyrnar. Og hann talaði orðið fyrir þeim. Þar komu nokkrir til hans, færandi einn iktsjúkan, hver eð borinn var af fjórum. Og þá er þeir fengu eigi fyrir fólkinu fært honum hann, opnuðu þeir þekjuna upp yfir honum og grófu þar í gegnum, létu svo sængina niður síga sem hinn sjúki lá í. En er Jesús sá þeirra trú, sagði hann til hins iktsjúka: Son minn, þínar syndir eru þér fyrirgefnar.
En þar voru nokkrir skriftlærðir sem sátu þar og hugsuðu í sínum hjörtum: Hverninn talar þessi slíka guðlastan? Hver mái syndirnar fyrirgefa nema Guð einn? Jesús fann strax í sínum anda að þeir þenktu svo með sér, sagði hann til þeirra: Því þenki þér þetta í yðrum hjörtum? Hvort er auðveldara að segja til hins iktsjúka: Þér eru þínar syndir fyrirlátnar, eða að segja: Statt upp, tak sæng þína og gakk héðan? Og að þér vitið það mannsins sonur hefur vald til á jörðu að fyrirgefa syndirnar, þá sagði hann til hins iktsjúka: Eg segi þér: Statt upp, tak sæng þína og gakk í þitt hús. Og strax þá stóð hann upp, tók sæng sína og gekk burt þaðan í allra augsýn svo að allir undruðust og heiðruðu Guð, svo segjandi, að aldrei höfu vær fyrr slíkt séð.
Hann gekk enn út aftur að sjánum, og allt fólk kom til hans, og hann lærði það. En þá er Jesús gekk fram hjá, leit hann Leví, son Alfei, sitjanda í tollbúðinni og sagði til hans: Fylg þú mér eftir. Hann stóð upp og fylgdi honum eftir. Það gjörðist þá er hann sat til borðs í hans húsi að margir tolltektarar og bersyndugir settust til borðs með Jesú og hans lærisveinum því að þeir voru margir sem honum fylgdu eftir. Og er hinir skriftlærðu og farísei sáu það að hann át með tollurum og bersyndugum, sögðu þeir til hans lærisveina: Því etur og drekkur yðar meistari með bersyndugum og tollheimturum? Þá er Jesús heyrði það, sagði hann til þeirra: Þeir sem heilbrigðir eru, þurfa eigi læknarans, heldur þeir sem sjúkir eru. Því eigi kom eg að kalla réttláta, heldur synduga.
Þar voru Jóhannes og faríseis lærisveinar, hverjir eð föstuðu mikið. Þeir komu og sögðu til hans: Því fasta Jóhannes og faríseis lærisveinar, en þínir lærisveinar fasta eigi? Jesús sagði til þeirra: Hverninn mega brúðlaupsbörnin fasta á meðan brúðguminn er hjá þeim? Því svo lengi mega þeir eigi fasta sem þeir hafa brúðgumann hjá sér. En þeir dagar munu koma að brúðguminn verður frá þeim tekinn, og á þeim dögum þá munu þeir fasta.
Enginn saumar nýja klæðisbót á gamalt fat því að hin nýja bótin gliðnar frá hinu forna, og eru slitin þá verri. Og enginn lætur nýtt vín í forna leðurbelgi, annars sprengir vínið belgina svo að vínið spillist, en belgirnir skemmast, heldur skal nýtt vín látast í nýja belgi.
Það skeði enn aftur að Jesús gekk um þvottdag yfir kornekrur, og hans lærisveinar tóku til og gjörðu sér veg þar í gegnum og tíndu axin af korninu. En farísei sögðu til hans: Sjá, hvað þínir lærisveinar gjöra á þvottdegi, það er eigi hæfir. Hann sagði þá til þeirra: Hafi þér ekki lesið hvað Davíð gjörði þá hann þurfti við, nær hann hungraði sjálfan og þá er með honum voru, hverninn að hann gekk inn í Guðs húsið á dögum Abíatars prestahöfðingja og át þau %fórnarbrauð sem eigi leyfðust að eta nema kennimönnum einum, og hann gaf þau þeim sem með honum voru? Hann sagði og þá til þeirra: Þvottdagurinn er fyrir mannsins sakir gjörður, en ei maðurinn fyrir þvottdagsins sakir. Því er mannsins sonur einn herra og einninn þvottdagsins.
Þriðji kapítuli
[breyta]Hann gekk og inn í samkunduhúsið aftur. Og þar var einn sá maður er hafði visnaða hönd, og þeir geymdu að hvort hann læknaði á þvottdögum svo að þeir mættu áklaga hann. Og hann sagði til mannsins, þess sem visnaða hafði höndina: Statt upp hér í miðið. Hann sagði og þá til þeirra: Hvort hæfir á þvottdögum vel að gjöra eður illa, lífinu til frelsis að gjöra eður því að tortýna? En þeir þögðu allir. Hann leit þá til þeirra með reiðisvip og angraðist viður þeirra hjartans blindleik og segir svo til mannsins: Réttu út þína hönd. Og hann rétti hana út, en hans hönd varð heil líka sem hin önnur. En farísei gengu út og gjörðu strax sín ráð með Heródes þénurum í móti honum hverninn helst að þeir fengu tortýnt honum. En Jesús veik þaðan til sjávar með sína lærisveina, og margt fólk af Galílea og úr Júdea þá fylgdi honum eftir og þeir sem voru af Jerúsalem og úr Ídúmea og þeir hinu megin Jórdanar og þeir sem byggðu kringum Týro og Sídonem, mikill mannfjöldi sem heyrðu hvað hann gjörði og komu til hans.
Hann sagði til sinna lærisveina að þeir skyldu leiga honum skip fyrir fólksins sakir að það þrengdi honum eigi. Því að hann læknaði margan, en þeir tráðu að honum öllum þeim er plagaðir voru að þeir mættu fá að snerta hann. Og nær eð óhreinir andar sáu hann, féllu þeir niður fyrir honum og kölluðu upp, svo segjandi: Þú ert Guðs sonur. En hann straffaði þá harðlega svo að þeir opinberuðu hann eigi.
Hann gekk og upp á fjallið og kallaði til sín þá er hann vildi sjálfur, og þeir komu til hans. En hann hagaði svo til að þeir tólf voru hjá honum, og hann sendi þá út að predika og gaf þeim vald til sóttir að lækna og djöfla út að reka. Og á Símonem setti hann Péturs nafn og á Jakobum son Sebedei og Jóhannem bróður Jakobs, þeim gaf hann nafnið %Bnehargen, hvað að þýðist reiðarþrumusynir, og Andream, Filippum, Bartólómeum, Matteum og Tómam og Jakobum son Alfei og Taddeum og Símon af Kananea og Júdas Skariot, sá er sveik hann.
Og þá er þeir komu til herbergis, kom fólkið enn saman aftur svo að þeir gátu eigi matast fyrir því. Og þá er þeir heyrðu það sem með honum voru, gengu þeir út og vildu hamla honum því að þeir sögðu að hann mundi ganga af vitinu. En hinir skriftlærðir, sem ofan frá Jerúsalem voru farnir, sögðu: Hann hefir Beelsebúb og fyrir djöflahöfðingja þá rekur hann fjandur út. Og að þeim samankölluðum sagði hann í eftirlíkingum til þeirra:
Hverninn fær andskotinn annan andskotann útrekið? Því ef ríkið skiptist í sjálfu sér, þá fær það ríki eigi staðið. Og ef eitt hús tvístrast í sjálfu sér, þá fær það hús eigi staðið. Og ef andskotinn rís upp í móti sjálfum sér, þá er hann tvístraður og fær eigi staðið, heldur hefur hann þá ein endalok. Enginn fær og inngengið í hús hins öfluga og burtgripið hans húsbúnað nema að hann bindi áður hinn öfluga, og megi hann þá svo ræna hans hús.
Sannlega segi eg yður að allar syndir fyrirgefast mannanna sonum og einninn guðlastanir, þar þeir lasta Guð með, en sá er lastar helgan anda, hann hefir eigi fyrirgefning að eilífu, heldur verður hann sekur eilífrar skammar. Því að þeir sögðu: Hann hefur óhreinan anda.
Þar komu þá móðir hans og bræður, stóðu þar úti fyrir og sendu til hans, kallandi á hann. En það fólk, sem sat kringum hann, sagði til hans: Sjá, móðir þín og bræður þínir eru þar úti og spyrja að þér. Hann svaraði þeim og sagði: Hver er mín móðir og mínir bræður? Þá leit hann og um sig til lærisveinanna, er sátu í kringum hann, og sagði svo: Sjáið, það er mín móðir og minn bróðir. Því að hver er gjörir Guðs vilja, sá er minn bróðir, mín systir og móðir.
Fjórði kapítuli
[breyta]Hann tók enn aftur til að kenna þeim við sjóinn. Þar safnaðist saman og margt fólk til hans svo að hann varð að stíga á skip og sat svo á sjánum. Og allt það fólk stóð þar á landi við sjóinn, og hann kenndi því margt í eftirlíkingum og í sinni predikan. Þá sagði hann til þeirra: Heyri þér, sjáið, einn sáðsæðari gekk út að sá. Það varð þá hann sáði að sumt féll utan hjá veginum, og þar komu fuglar loftsins og átu það upp. En sumt féll í grýtt akurlendi þar það hafði eigi mikla jörð og rann fljótlega upp því að það hafði öngva jarðardýpt. Og þá er sólin gekk upp, skrældist það, og af því að það hafði öngva rót, þá visnaði það. Og sumt féll í bland þyrna, en þyrnarnir vóxu upp yfir og kæfðu það svo það færði öngvan ávöxt. Og sumt féll í góða jörð og færði ávöxt, hver eð upp vóx og frjóvgaðist, og sumt færði þrítugfaldan og annað sextugfaldan og sumt hundraðfaldan ávöxt. Og hann sagði til þeirra: Hver hann hefir eyru til að heyra, sá heyri.
Og þá hann var einn saman, spurðu þeir, sem hjá honum voru (meður þeim tólf), hann að þessari eftirlíkingu. Og hann sagði til þeirra: Yður er það gefið að vita leynda dóma Guðs ríkis, en til þeirra, sem þar eru fyrir utan, þá sker það allt í eftirlíkingum að þeir með sjáandi augum sjái, en skynji þó eigi og meður heyrandi eyrum heyri og undirstandi þó eigi svo þeir snúist ekki það þeirra syndir mættu fyrirgefast. Og hann sagði til þeirra: Kunni þér ekki að skilja þessa eftirlíking, hverninn munu þér þá kunna að skilja allar hinar?
Sáðsæðarinn sáir orðinu. En þeir eru það sem utan hjá veginum er, hvar orðið verður sáð. Og þá þeir hafa heyrt það, kemur andskotinn skjótt og nemur burt orðið, það sáð var í þeirra hjörtu. Líka svo eru þeir einninn sem sáðust í grýtta jörð. Því nær þeir hafa heyrt orðið, þá meðtaka þeir það strax með fagnaði og hafa þó öngva rót í sér, heldur eru þeir fráhverfir, nær sér hreyfir mótgangur og ofsókn fyrir orðsins sakir, þá blygðast þeir strax. Og hinir, er í bland þyrnanna sá undirhyggja flás fédráttar og aðrar fleiri girndir ganga inn og kefja orðið svo það blífur án ávaxtar. Og þeir eru það, sem í góða jörð eru sáðir, er heyra orðið, meðtaka það og færa ávöxt, einn þrítugfaldan, annar sextugfaldan, og sumir hundraðfaldan.
Og hann sagði til þeirra: Kveikist og ljósið til þess að það setjist undir borð eður sængastaði, heldur að það setjist upp á einn kertahald? Því að þar er ekkert svo hulið að það opinberist eigi, og þar er ekkert svo leynt að það kunngjörist eigi. Hver hann hefir eyru að heyra, sá heyri. Og hann sagði til þeirra: Gætið að hvað þér heyrið. Með þeim mæli, er þér mælið út, þá mælist yður inn, og yður, sem á heyrið, skal við aukast. Því að hver hann hefur, þeim skal gefast, og hver hann hefir eigi, frá honum mun takast og einninn það hann hefur.
Og hann sagði: Guðs ríki er líka svo sem nær eð maðurinn kastar fræi í jörðina og sofnar síðan. Og hann stendur upp nótt og dag, en fræið grær og vex upp svo að hann veit eigi. Því að jörðin færir ávöxt af sér sjálfri, í fyrstu grasið, þar næst axið og svo þar næst fullt hveiti í axin. Og er það hefir framleitt ávöxtinn, þá sendir hann strax kornsigðinn því að kornskurðartími er kominn.
Og hann sagði: Að hverju skulu vér jafna Guðs ríki eða við hverjar eftirlíkingar skulu vér það samlíkja? Svo sem að eitt mustarðskorn, þá því verður í jörð sáð, er það öllu sæði minna sem eru hér á jörðu. Og þá því er sáð, vex það upp og verður öllum grasjurtum meira og fær mikla kvistu svo að fuglar himins mega hreiður byggja undir þess skugga.
Og í slíkum mörgum eftirlíkingum þá talaði hann fyrir þeim orðið, eftir því sem þeir það heyrt gátu, og án eftirlíkinga þá talaði hann ekki til þeirra, en sérdeilis þá lagði hann það allt út fyrir sínum lærisveinum. Og sama dags að kveldi þá sagði hann til þeirra: Föru vær hér yfir um. Og þeir forlétu fólkið, en tóku hann til sín sem hann var á skip kominn. Voru þar og önnur skip hjá honum.
Og þar gjörðist mikill stormvindur svo bylgjurnar féllu yfir skipið og það fylltist upp. En hann sjálfur var í skutnum og svaf á einum kodda. Þeir vöktu hann þá upp og sögðu til hans: Meistari, hirðir þú ekki um það þó vér tortýnust hér? Hann reis upp við og hastaði á vindinn og sagði til sjóvarins: Þagna þú og vert hljóður. Vindinn kyrrði, og þar varð logn mikið. Hann sagði þá til þeirra: Því eru þér svo hræddir? Eða hverju gegnir það þér hafið öngva trú? Þeir skelfdust og af ótta miklum og sögðu sín í millum: Hvern meini þér þennan? Því að vindur og sjór hlýðir honum.
Fimmti kapítuli
[breyta]Og þeir komu yfir um þann sjó í byggðir Gadarenorum. Og er hann sté af skipinu, þá hljóp strax í móti honum úr leiðum framliðinna einn djöfulóður maður, sá er hafði sitt híbýli í gröfum dauðra manna því enginn fékk hann bundið og eigi með járnviðjum. Því að hann hafði oft bundinn verið með fjötrum og járnviðjum, og hann hafði viðjurnar af sér slitið og fjöturinn í sundur núið, og enginn fékk hann tamið. Og allt jafnt nætur og daga þá var hann á fjöllum eða í dauðra manna gröfum, kallandi og lemjandi sig með grjóti. En þá er hann sá langt til Jesú, hljóp hann og féll fram fyrir honum, kallaði hárri röddu og sagði. Hvað hefi eg með þig að gjöra, Jesús, sonur Guðs hins hæsta? Eg særi þig fyrir Guð að þú kveljir mig eigi. En Jesús sagði til hans: Far út, þú óhreini andi, af þessum manni. Og hann spurði hann að: Hvert er þitt heiti? Hann svaraði og sagði: Legio er mitt heiti því að vær erum margir. Og sá bað hann mikillega að hann ræki þá eigi burt úr þeirri byggð.
En þar var í þeim stað við fjallið mikil svínahjörð á biti um ekrurnar. Og andarnir báðu hann, segjandi: Lofa oss það að vær förum í svínin. Og Jesús leyfði þeim það strax. Þá fóru enir óhreinu andar út og hlupu í svínin, og svínahjörðin fleygði sér með miklum þys í sjóinn, nær tveim þúsundum, og drukknuðu þar í sjónum. En þeir, sem þeirra gættu, flýðu og kunngjörðu um staðinn og um allar grundir. Þeir gengu þá út að sjá hvað þar hafði gjörst og komu til Jesú og sáu þann sem af djöflunum hafði kvalist sitjanda, klæddan og heilvita, og þeir hræddust það. En þeir, sem það höfðu séð, sögðu þeim hverninn gjört hafði verið við hann sem djöflana hafði haft og svo frá svínunum. Þeir hófu upp og báðu hann að hann færi burt úr þeirra landsálfum. Og er hann sté á skip, tók sá til að biðja hann sem af djöflunum hafði kvalist að hann mætti vera hjá honum. En Jesús lofaði honum það eigi, heldur sagði hann til hans: Far þú í þitt hús til þinna og kunngjör þeim hvað mikið er Drottinn gjörði þér og hversu líknsamur eð hann var þér. Hann fór þaðan og tók til út að hrópa um þær tíu borgir hvað mikið er Jesús hafði hann gjört, og allir undruðust það.
Og þá er Jesús fór yfir um sjóinn aftur á skipi, kom saman margt fólk til hans og var við sjóinn. Þar kom og einn af foringjum samkunduhússins, Jaírus að nafni, og þá er hann sá Jesúm, féll hann að fótum hans og bað hann mikillega og sagði: Mín dóttir er komin að lokum. Kom og legg þína hönd yfir hana svo hún verði heil og lifi. Og hann fór með honum. Margt fólk fylgdi honum og eftir, og það þrengdi honum. Og sú kona var þar er haft hafði blóðlát í tólf ár. Hún hafði og mikið þolað af mörgum lækni, hafði og kostað þar til öllu sínu. Það stoðaði henni þó ekkert, heldur hafði hún þess meiri kvöl. Þá hún heyrði nú af Jesú, kom hún með fólkinu á bak til og snart hans klæði því að hún sagði: Ef eg fæ að snerta hans klæði, þá mun eg heil verða. Og jafnsnart þá uppþurrkaðist hennar blóðfallsbrunnur, og hún fann það á sínum líkama að hún var heil orðin af þeirri plágu.
Og Jesús fann strax með sjálfum sér þann kraft, er út frá honum gekk, og sneri sér við til fólksins og sagði. Hver snart mín klæði? Hans lærisveinar sögðu til hans: Þú sér að fólkið þrengist að þér, þó segir þú: Hver snart mig? Og hann skyggndist í kring um sig að sjá þann er það hafði gjört. En konan var hrædd og óttaslegin því að hún vissi hvað hana hafði skeð og kom, féll fyrir honum niður og sagði honum allan sannleik. En hann sagði til hennar: Dóttir, þín trúa gjörði þig heila. Far í friði og vert heil af þinni plágu.
Þá hann talaði þetta, komu sendiboðar til samkunduforingjans og sögðu: Þín dóttir er önduð, hví ómakar þú meistarann lengra? En er Jesús heyrði hvað þar sagðist, sagði hann til samkunduforingjans: Óttast ei, trú þú heldur. Og hann lofaði öngum að fylgja sér nema Pétri og Jakobi og Jóni bróður Jakobs. Og hann kom í samkunduhöfðingjans hús og leit það buldur og þá er þar grétu mjög og æptu. Og hann gekk þangað innar og sagði til þeirra: Hvað buldri þér og sýtið? Stúlkan er eigi látin, heldur sefur hún. Og þeir dáruðu hann. En hann rak þá alla út og tók með sér föður og móður stúlkunnar og þá er með honum voru og gekk þangað inn er stúlkan lá.
Og hann hélt um hönd stúlkunnar og sagði til hennar: Talíta kúmí. Það útleggst: Stúlka, eg segi þér, rís upp. Og þá strax reis stúlkan upp og gekk, en hún var tólf ára gömul. Og þeir urðu af miklum ótta felmsfullir. Hann fyrirbauð þeim stórlega að það skyldi enginn vita og bauð að gefa henni að eta.
Sétti kapítuli
[breyta]Hann gekk út þaðan aftur og fór til sinnar fósturjarðar. Hans lærisveinar fylgdu honum og eftir. Og er þvottdagur kom, þá tók hann til að kenna í þeirra samkunduhúsi. Og margir af þeim, er það heyrðu, undruðust hans kenning og sögðu: Hvaðan kemur þessum allt þetta? Eða hver er sú speki sem honum er gefin og slík kraftaverk er gjörast fyrir hans hendur? Er hann eigi sá trésmiður sem er sonur Maríu, bróðir Jakobs, Jósefs, Júde og Símonar? Eru hans systur eigi hér með oss? Og þeir skammfylltust við hann. En Jesús sagði til þeirra að spámaðurinn væri eigi án vegsemdar nema á sinni ættleifð og hjá sínu hyski og kynslóð. Hann fékk þar og ekkert kraftaverk gjört, nema yfir fáeina sjúka, þá lagði hann hendur og læknaði þá. Og hann undraðist þeirra vantrú.
Hann gekk og kringum þau kauptún er þar stóðu í þyrping. Hann kallaði og saman þá tólf og tók að senda þá tvo og tvo til saman, gaf þeim og vald yfir óhreinum öndum og bauð þeim að bera ekkert með sér á veg nema einn staf, eigi pung, eigi brauð, eigi pening á linda, eigi heldur klæddir skófötum og það þeir klæddust eigi tveimur kyrtlum. Hann sagði og til þeirra: Í hvert það hús þér gangið inn, þá blífið þar til þess að þér farið þaðan. Og hverjir er eigi meðtaka yður eða heyra yður eigi, þá gangið út þaðan og hristið duft af fötum yðar til vitnisburðar yfir þá. Eg segi yður og fyrir sann að skár mun veita á dómadegi Sódóma og Gómorre en þeim stað.
Þeir gengu út og predikuðu það menn gjörðu iðran og ráku út marga djöfla, smurðu og marga sjúka með viðsmjöri og læknuðu þá svo.
Heródes konungur fékk og að heyra það því að hans nafn gjörðist víðfrægt. Hann sagði að Jón baptista væri upp aftur risinn af dauða og því gjörast slík kraftaverk af honum. En aðrir sögðu það hann væri Elías, en sumir sögðu að hann væri spámaður elligar einn af þeim spámönnum. Og er Heródes heyrði þetta, sagði hann: Sá Jóhannes sem eg lét afhöfða, hann er nú upprisinn af dauða.
Því að Heródes hafði sent út að grípa Jóhannem og lukt hann í myrkvastofu fyrir sakir Heródíadis bróðurkonu sinnar því að hann hafði gifst henni. En Jóhannes sagði til Heródis: Eigi leyfist þér að hafa bróðurkonu þína. Því veitti Heródíadis honum umsát og vildi láta aflífa hann, en gat þó eigi. Heródes óttaðist og Jóhannem því hann vissi hann vera helgan mann og réttlátan, varðveitti hann og hlýddi honum í mörgum greinum og heyrði honum gjarnan.
Þar hlotnaðist og svo tiltækilegur dagur að Heródes gjörði á sinni ártíð eina kveldmáltíð höfðingjum og höfuðsmönnum og hinum fremstu mönnum úr Galílea. Þá gekk dóttir hennar Heródíadis þar inn og dansaði, og það þóknaðist Herodi og þeim er með honum sátu til borðs. Þá sagði konungurinn til stúlkunnar: Bið af mér hvers þú vilt, og eg skal veita þér. Hann svór henni og einn eið, að hvers þú beiðist af mér, þá skal eg gefa þér þótt það sé helftina af mínu ríki. Hún gekk út og sagði til móður sinnar: Hvers skal eg biðja? En hún sagði: Höfuð Jóns baptista. Hún gekk þá og strax inn með skunda til konungsins, bað hann og sagði: Eg vil að þú gefir mér nú strax höfuð Jóns baptista á diski. Konungurinn hryggðist þá við, þó fyrir eiðsins sakir og þeirra sem til borðsins sátu með honum, þá vildi hann ekki hrella hana, heldur sendi hann böðulinn út og bauð að hann færði hans höfuð á diski. Og hann afhöfðaði hann í myrkvastofunni og bar hans höfuð á diski og fékk það stúlkunni, en stúlkan fékk það móður sinni. Og er það heyrðu hans lærisveinar, komu þeir og tóku hans líkama og lögðu hann í jörð.
Og er postularnir komu saman aftur til Jesú og kunngjörðu honum allt hvað þeir höfðu gjört og kennt og hann sagði til þeirra: Komið yður í einn hvern afvikinn stað í eyðimörku og hvílist þar litla stund. Því að margir voru þeir sem gengu frá og til svo þeir höfðu ekki rúm til að eta. Hann sté því á skip og fór afsíða í eyðimörku. Og er fólkið sá þá í burt fara, þekktu hann margir og hlupu þangað á fæti úr öllum stöðum og komu fyrr en þeir og fóru til hans. En er Jesús gekk fram og sá þar margt fólk, þá vorkynnti hann því því að þeir voru sem aðrir sauðir er öngvan hafa hirðir, og tók þá til að kenna þeim margt.
Og þá er áliðið gjörðist, gengu lærisveinarnir til hans og sögðu: Þessi staður er í eyði og framorðið er. Því lát þá ganga burt í hin næstu þorp og kauptún að þeir kaupi sér þar brauð því þeir hafa ekkert að eta. En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Gefi þér þeim að eta. Og þeir sögðu til hans: Skulu vær þá fara út að kaupa fyrir tvö hundruð peninga brauð og gefa þeim að eta? En hann sagði þá til þeirra: Hversu mörg brauð þá hafi þér? Gangið til og skoðið. Og þá er þeir höfðu það skoðað, sögðu þeir: Fimm og tvo fiska. Og hann bauð þeim að þeir lægðu sig allir niður eftir borðsiðum á grænt gras. Og þeir settu sig þá niður í riðlum hundrað eða fimmtigi saman. Og hann tók fimm brauð og tvo fiska, leit upp til himins, blessaði og braut brauðin, fékk sínum lærisveinum að þeir legðu fyrir þá. Og þeim tveimur fiskum skipti hann og meður þeim öllum. Og allir þeir átu og urðu saddir. Þeir tóku þá upp leifarnar, tólf karfir fullar og líka af fiskunum. En þeir voru sem etið höfðu fimm þúsundir manna.
Og jafnsnart þá dreif hann sína lærisveina til það þeir færi á skip og færu fyrir honum yfir um sjóinn til Betsaida á meðan hann skildi fólkið við sig. Og þá er hann hafði það frá sér látið, fór hann upp á fjallið að biðjast fyrir. Og þá er kvelda tók, var skipið mitt á sjánum, en hann var einn á landi. Og hann sá þá erfiðandi í róðri því að vindurinn var í móti þeim, og nær um fjórðu eykt nætur þá kom hann til þeirra gangandi á sjánum, og hann lést vilja ganga fram hjá þeim. Og er þeir sáu hann gangandi á sjónum, ætluðu þeir skrímsl vera mundu og kölluðu upp. Því að þeir sáu hann allir og urðu óttaslegnir. En strax þá talaði hann við þá og sagði til þeirra: Verið öruggir, eg em hann, óttist eigi. Hann sté þá á skipið til þeirra og vindinn lygndi. Og þeir óttuðust þá enn meir með sjálfum sér og undruðust því að þeim skildist enn eigi af brauðunum því þeirra hjörtu voru forblinduð.
Og er þeir voru yfir um farnir, komu þeir í landið Genesaret og lentu þar. En er þeir stigu af skipinu, þá þekktu þeir hann strax, hlupu og út í öll umliggjandi héruð, tóku til og fluttu saman þar um kring sjúka menn á sængum. Hvar helst þeir heyrðu hann vera og hvar er hann gekk inn í kauptún, þorp eður staði, þá lögðu þeir sjúka menn á strætin og báðu hann að þeir mættu snerta fald hans fata. Og allir þeir, er hann snertu þá, urðu heilbrigðir.
Sjöundi kapítuli
[breyta]Þar komu og til hans farísei og nokkrir af hinum skriftlærðu sem komnir voru af Jerúsalem. Og þá þeir sáu nokkra af hans lærisveinum meður %almenningshöndum, það er meður óþvegnum, eta brauðin, ávítuðu þeir þá. Því að farísei og allir Gyðingar átu eigi nema að þeir þvægi oftsinnis sínar hendur, haldandi svo öldunganna setninga. Og þá þeir komu af torgum, þá neyttu þeir eigi nema þeir skíruðu sig áður. Og margir aðrir hlutir eru þeir, hverjir þeim voru settir að varðveita, sem var hreinsun drykkjarkera, bikara, búgagns og borða. Þá spurðu farísei og hinir skriftlærðu hann að: Því ganga þínir lærisveinar eigi eftir setningum öldunganna, heldur eta þeir brauðið meður óþvegnum höndum? En hann svaraði og sagði til þeirra: Næsta vel þá spáði Esaias af yður hræsnurum sem skrifað er: Fólk þetta heiðrar mig með vörunum, en þeirra hjarta er langt frá mér. Og til ónýts þá dýrka þeir mig, kennandi kenningar og boðorð manna, en yfirgefa svo Guðs boðorð og halda mannanna uppsetninga sem er um fægingar krúsa og drykkjarkera og margt annað þessu líkt þá gjöri þér.
Hann sagði til þeirra: Fínlega þá hafi þér Guðs boðorð gjört ónýt að þér mættuð geyma svo yðvarn uppsetning. Því að Móses sagði: Heiðra þú föður þinn og móður, en hver hann bölvar föður eða móður, sá skal dauða deyja. En þér segið það maðurinn skuli segja til föður og móður: Korban, það er hver sú gjöf er guðs stök sem þér (frá mér) til gagns kemur. Og eigi þá leyfi þér honum framar nokkuð að gjöra föður sínum né móður sinni, afsníðandi svo Guðs orð fyrir yðar setninga, þá þér hafið sjálfir uppsett. Og margt annað þvílíkt þá gjöri þér.
Hann kallaði þá fólkið aftur til sín og sagði til þeirra: Heyrið mér og undirstandið mig. Þar er ekkert fyrir utan í manninn innfarandi, það hann fái saurgað, heldur það sem út af manninum gengur, það er það sem manninn saurgar. Hver hann hefir eyru að heyra, sá heyri. Og er hann gekk inn í húsið burt frá fólkinu, spurðu hans lærisveinar hann að þessari eftirlíking. En hann sagði til þeirra: Eru þér og svo skilningslausir? Og skilji þér eigi að allt það sem fyrir utan er og inn fer í manninn, það fær eigi saurgað hann. Því að það fer eigi inn í hans hjarta, heldur fer það í magann og gengur svo út eftir eðlilegri rás, hver eð úthreinsar allan mat.
Og hann sagði: Hvað er út fer af manninum, það saurgar manninn. Því að af innan úr hjartanu mannsins þá framganga vondar hugrenningar, hórdómar, frillulífi, manndráp, þjófnaður, ágirni, illvilji, undirhyggja, gjálífi, ill tillit, guðlastanir, drambsemi, vanvirðing. Allt þetta vont þá gengur út að innan og saurgar manninn.
Hann stóð upp og fór þaðan í byggðarlög Týri og Sídons og gekk þar inn í eitt hús og vildi það öngvan vita láta, en fékk þó eigi dulið sig. Því að ein kona strax er hún heyrði af honum, hverrar dóttir er hafði óhreinan anda, gekk inn og féll til fóta hans. En það var ein heiðin kona Syropheniceættar, og hún bað hann að reka út djöfulinn frá dóttur sinni. En Jesús sagði til hennar: Leyf þú að börnin mettist áður, því að það er eigi tilheyrilegt að taka brauðið barnanna og kasta fyrir hundana. En hún svaraði og sagði til hans: Svo er það herra, en þó eta hundar, sem eru undir borðinu, af molum barnanna. Hann sagði þá til hennar: Fyrir sakir þessa orðs þá far héðan því djöfullinn er út farinn frá þinni dóttur. Hún gekk og þaðan í sitt hús og fann stúlkuna í sæng liggjandi og djöfulinn út farinn.
Og þá hann gekk burt aftur úr byggðarlagi Týri og Sídons, kom hann til sjávar í Galílea í miðjar byggðir þeirra (tíu) staðanna. Og þeir leiddu til hans daufan mann, þann er og var einn dumbi, báðu hann og að hann legði hönd yfir hann. En hann veik honum afsíða frá fólkinu og stakk sínum fingrum í hans eyru, snart og hans tungu, leit upp til himins, andvarpaði og sagði til hans: Efaþa, það er: Opna þig. Og strax þá opnuðust hans eyru, þá uppleystist og einninn hans tunguhaft svo hann talaði rétt. Og hann fyrirbauð þeim að segja það neinum. En því meir er hann fyrirbauð þeim það, þess meir þá víðfrægðu þeir það. Þeir undruðust það og næsta mjög og sögðu: Allt þá hefir hann vel gjört því daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.*
Áttandi kapítuli
[breyta]Á þeim tímum þá þar var enn margt fólk saman og hafði ekki til matar, kallaði Jesús sína lærisveina til sín og sagði til þeirra: Eg kenni aumur á fólkinu því að þeir hafa nú þrjá daga hjá mér verið og hafa ekki til matar haft. Og ef eg læt þá svanga frá mér heim fara, verða þeir hungurmorða á leiðinni því að sumir voru langt að komnir. Hans lærisveinar svöruðu honum: Hvaðan töku vér brauð hér á öræfum svo vér getum þá mettað? Og hann spurði þá að: Hversu mörg brauð þá hafi þér. Þeir sögðu: (vii). Og þá bauð hann fólkinu að skipa sér niður á foldina og tók þá brauðin, þakkaði og braut þau og gaf sínum lærisveinum að þeir legðu þau fram. Og þeir lögðu þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina fiska. Hann blessaði þá og bauð þá fram að leggja. En þeir neyttu og voru mettir. Þeir tóku og upp það yfir var, (vii) karfir meður afgangs leifar. Og þeir voru sem etið höfðu nær fjórum þúsundum og hann lét þá í burt fara frá sér.*
Og strax þá sté hann á skip meður sína lærisveina og kom í þær landsálfur er heita Dalmanúta. Farísei gengu út og tóku að hafa spurningar við hann, freistuðu hans og eftirleituðu af honum eins teikns af himni. En hann varð þrunginn við í sínum anda og sagði: Til hvers þá sækir þessi kynslóð eftir teikni? Sannlega þá segi eg yður að þessari kynslóð gefst ekkert teikn. Hann forlét þá og sté á skip og fór yfir um aftur.
Þeir höfðu og gleymt að taka brauð meður sér og höfðu ekki nema eitt brauð meður sér í skipinu. En hann bauð þeim og sagði: Sjáið til og varið yður við súrdeigi þeirra faríseis og svo við súrdeigi Heródis. En þeir hugsuðu allt annað og sögðu hver við annan: Það er af því að vér höfum engin brauð. Og er Jesús fornam það, sagði hann til þeirra: Hvað hugsi þér um það þó þér hafið ekki brauðin? Skynji þér ekkert né undirstandið? Hafi þér enn forblindað yðvart hjarta? Hafið þó augu, en sjáið eigi, og eyru, en heyrið eigi. Þér hugsið og eigi þar eftir að eg braut fimm brauð í millum fimm þúsunda. Hversu margar karfir fullar með afgangsleifar tóku þér þá upp? Þeir sögðu: Tólf. En þá eg braut þau (vii) á millum fjögra þúsunda, hversu margar karfir fullar með leifar tóku þér þá upp? Þeir sögðu: (vii). Hverninn eru þér þó skynsemdarlausir?
Hann kom og til Betsaida. Og þeir leiddu þá einn blindan mann til hans og báðu hann um að hann tæki á honum. En hann tók í hönd hins blinda og leiddi hann út af fyrir utan kauptúnið, spýtti í hans augu og lagði sínar hendur yfir hann og spurði hann að hvort hann sæi nokkuð. En hann leit um sig og sagði: Eg sé mennina sem skógartré væri er þar ganga. Þá lagði hann enn aftur sínar hendur yfir hans augu, gjörði og að svo hann fékk sýnina, og hann var svo lagfærður að hann sá allt klárlega. Og hann sendi hann svo til síns heimilis og sagði: Gakk eigi inn aftur í kauptúnið, seg það og ei neinum þar inni.
Jesús gekk og hans lærisveinar inn í eitt kauptún staðarins Sesare Filippí. Og á leiðinni þá spurði hann sína lærisveina að: Hvern segja menn mig vera? Þeir önsuðu: Þeir segja þú sért Jón baptista, en aðrir segja þú sért Elías, en sumir að þú sért einn af spámönnum. Þá sagði hann til þeirra: En þér, eða hvern segi þér mig þá vera? Þá svaraði Pétur og sagði til hans: Þú ert Kristur. Og hann þaggaði þá að þeir segði það ei neinum út af honum. Hann tók þá og til að kenna þeim það mannsins sonur skyldi margt þola og hrakinn vera af öldungum, höfuðprestum og skriftlærðum og líflátinn vera og á hinum þriðja degi upp að rísa. Hann talaði og þessi orð berlega út. Pétur tók hann þá höndum og átaldi hann. En hann sneri sér við og leit til sinna lærisveina, hastaði á Petrum og sagði: Far á bak mér aftur, þú andskoti, því að þú skynjar eigi það guðlegt er, heldur það sem líkamlegt er.
Og að saman kölluðu fólkinu samt með hans lærisveinum, sagði hann til þeirra: Hver hann vill mér eftirfylgja, afneiti sá sjálfum sér og taki sinn kross á sig og fylgi mér svo eftir. Því hver hann stundar á að forvara sitt líf, sá mun því tortýna, og hver hann lætur sitt líf fyrir mínar sakir og guðsspjallanna, sá hefir varðveitt það. Því að hvað stoðaði það manninum þótt hann eignaðist allan heim og gjörði svo þar með glatan sinnar sálu? Eður hvað má maðurinn það gefa að hann frelsi sína önd með? Því að hver hann skammast mín eður minna orða hjá þessari hórdómsins og syndugri kynslóð, þann mun mannsins sonur og forsmá þá hann kemur meður sínum englum í dýrð síns föðurs. Hann sagði og þá til þeirra: Sannlega segi eg yður að hér standa nokkrir af þeim, hverjir eigi smakka dauðann þar til þeir sjá Guðs ríki með krafti komanda.
Níundi kapítuli
[breyta]Og eftir sex daga tók Jesús til sín Petrum, Jakob og Jóhannes og veik þeim einum sömum afsíðis upp á hátt fjall og auðbirti sig fyrir þeim. Hans klæði urðu skínandi og næsta hvít sem snjár svo að enginn litunarmaður á jörðu kann svo hvítt að gjöra. Þeim birtist og Elías með Móse og voru þar talandi við Jesúm. Pétur svaraði og sagði til Jesú: Rabbí, gott er oss hér að vera, og gjörum hér þrjár tjaldbúðir, þér eina og Móse eina og Elíe eina. Því að hann vissi eigi sjálfur hvað hann sagði af því þeir voru óttaslegnir. Þar varð og eitt ský sem þá yfirskyggði, og rödd kom úr skýinu, segjandi: Þessi er minn elskulegur sonur, heyri þér honum. Og strax þar eftir er þeir litu um sig, sáu þeir öngvan meir nema Jesúm einn hjá sér.
Og er þeir gengu ofan af fjallinu, bauð hann þeim að þeir segði það öngum hvað þeir höfðu séð nema þá er mannsins sonur væri upprisinn af dauða. Þeir héldu og því orði hjá sér, spyrjandi eftir sín á milli hvað það væri er hann sagði upprisinn af dauða. Og þeir spurðu hann að og sögðu: Hvað er það þá sem hinir skriftlærðu segja að Elías byrjar fyrri að koma. En hann svaraði og sagði til þeirra: Elías skal að vísu fyrri koma og allt til lags færa. Og svo sem skrifað er að mannsins sonur skuli margt líða og forsmáður verða. En eg segi yður það Elías er kominn og þeir hafa gjört honum hvað helst þeir vildu svo sem skrifað er af honum.
Hann kom til sinna lærisveina og sá þar margt fólk kringum þá og hina skriftlærðu er spurðust á við þá. Og strax er allt fólkið leit Jesúm, felmtraði því og hræddust, hlupu og heilsuðu honum. Og hann spurði þá hina skriftlærðu: Að hverju spyrjist þér um við þá? En einn af fólkinu svaraði og sagði: Meistari, eg flutti son minn hingað til þín. Hann hefir mállausan anda, og nær helst er hann höndlast af honum, þá slítur hann hann og hann froðufellir og nístrar tönnum og þornar upp. Og eg talaði til þinna lærisveina að þeir ræki hann út, og þeir gátu eigi.
En hann svaraði og sagði: Ó, þú vantrúaða kynslóð, hversu lengi þá skal eg hjá yður vera? Eða hversu lengi þá á eg að líða yður? Færið hann hingað til mín. Og þeir færðu hann þangað til hans. Og er andinn leit hann, óróaði honum strax, féll á jörð og veltist um, froðufelldi. Hann spurði og hans föður að hversu langur tími er frá því er hann hreppti þetta. En hann sagði: Frá barnæsku. Og oftlega þá hefir hann fleygt honum á eld og í vatn að hann fyrirfæri honum svo. Ef þú orkar nokkuð, þá sjá aumur á og hjálpa okkur. En Jesús sagði til hans: Ef þú gæti trúað. Því trúuðum er allt mögulegt. Og strax þá kallaði faðir barnsins upp með tárum og sagði: Eg trúi, herra, hjálpa þú minni vantrú.
Og er Jesús sá að fólkið hljóp að, ávítaði hann hinn óhreina anda og sagði til hans: Þú daufi og hinn dumbi andi, eg býð þér að þú farir út af honum og farir eigi meir í hann þaðan í frá. Og hann kallaði upp, sleit hann mjög og fór út af honum, og hann varð sem væri hann dauður svo að margir sögðu það hann væri dauður. En Jesús hélt í hans hönd og rétti hann upp, hann reis þá og upp. Og þá hann var til húss genginn, spurðu hans lærisveinar hann leynilega að: Því gátu vær eigi drifið hann út? En hann sagði: Þetta kyn fæst með öngu öðru útrekið nema fyrir bænir og föstu.
Þeir gengu og burt þaðan og ferðuðust um Galíleam. Hann vildi og eigi að það skyldi nokkur vita. Hann lærði sína lærisveina og sagði þeim það mannsins sonur skyldi seljast í manna hendur og þeir myndi aflífa hann og þá hann væri aflífaður, mundi hann á þriðja degi upp aftur rísa. Þeir undirstóðu eigi þessi orð og þorðu þó eigi að spyrja hann að.
Hann kom til Kapernaum. Og sem hann var til húss kominn, spurði hann þá að: Hvað hantéruðu þér yðar á millum á veginum? En þeir þögðu því að þeir höfðu metist um á veginum hver þeirra mestur væri. Og er hann setti sig, kallaði hann þá tólf og sagði til þeirra: Ef nokkur vill fyrstur vera, sá skal öllum síðastur vera og allra þjón. Hann tók þá eitt barn og setti það mitt á milli þeirra. Og er hann hélt um það, sagði hann til þeirra: Hver sá sem meðtekur eitt þvílíkt barn í mínu nafni, hann meðtekur mig. Og hver helst hann meðtekur mig, sá meðtekur eigi mig, heldur hann sem mig sendi.
En Jóhannes svaraði honum og sagði: Meistari, vér sáum einn þann sem rak út djöfla í þínu nafni, hver eð eigi fylgir oss eftir, og vær fyrirbuðum honum það af því hann fylgdi oss eigi eftir. En Jesús sagði: Eigi skulu þér fyrirbjóða honum það því að enginn sá ef hann gjörir kraftaverk í mínu nafni og kunni þá strax illa að tala um mig. Því að hver hann er eigi í móti oss, hann er fyrir oss. Því hver sem yður gefur að drekka einn bikar vats í mínu nafni af því að þér eruð Krists, sannlega þá segi eg yður að hann tapar eigi sínu verðkaupi.
Og hver hann skammar einn af þeim enum litlu sem á mig trúa, honum væri betra að kvernarsteinn byndist við háls honum og væri svo í sjó kastað. Og ef þín hönd skammfyllir þig, þá sníð þú hana af. Betra er þér handarvönum inn að ganga til lífsins en hafandi tvær hendur og fara til helvítis í óslökkvilegan eld, hvar eð þeirra maðkur deyr eigi og þar þeirra eldur slokknar eigi. Og ef þig skammfyllir fótur þinn, þá högg hann af. Betra er þér höltum inn að ganga í eilíft líf en það þú hafir tvo fætur og kastist í helvískan eld óslökkvilegan, hvar að þeirra maðkur deyr eigi og þar þeirra eldur slokknar eigi. Skammfyllir þig þitt auga, þá rek það frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en það þú hafir tvö augu og sendist í helvískan eld, hvar eð þeirra maðkur deyr eigi og þar þeirra eldur slokknar eigi.
Því að allir hljóta með eldi %að saltast og allar fórnir salti að saltast. Saltið er gott, en ef saltið afseltist, með hverju kryddi þér þá? Hafi þér saltið hjá yður og hafið frið yðar á milli.
Tíundi kapítuli
[breyta]Og er hann reis upp þaðan, kom hann í endimörk Júdalands hinumegin Jórdanar. Þar kom og enn aftur margt fólk til hans og sem hann plagaði. Þá tók hann enn aftur til að kenna þeim. Farísei gengu og til hans, spurðu hann að ef manninum leyfðist að forláta sína húsfrú, freistandi hans svo. En hann svaraði og sagði til þeirra: Hvað hefir Móses boðið yður? Þeir sögðu: Móses leyfði skilnaðarbréf að skrifa og við að skilja, hverjum. Jesús svaraði og sagði: Fyrir harðleik hjarta yðvars þá skrifaði hann yður þetta boðorð. En af upphafi skepnunnar gjörði Guð þau kallmann og konu. Af því forlætur maðurinn föður sinn og móður og heldur til við konu sína, og eru svo tvö eitt hold. Af því eru þau nú eigi tvö, heldur eitt hold. Því hvað Guð hefir samtengt, það skal maðurinn eigi sundur skilja.
Og í húsinu spurðu hans lærisveinar aftur að um hið sama, og hann sagði þeim: Hver helst sem forlætur sína eiginkonu og fastnar aðra, sá drýgir hór á henni. Og ef konan forlætur sinn eiginmann og giftist öðrum, sú hórast.
Og þeir færðu ungbörn til hans að hann áhrærði þau, en lærisveinarnir átöldu þá sem þau leiddu. Og er Jesús sá það, líkaði honum það eigi vel og sagði til þeirra: Leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim eigi því að þvílíkra er Guðs ríki. Sannlega segi eg yður: Hver hann meðtekur eigi Guðs ríki sem annað ungbarn, sá mun eigi inn ganga í það. Og hann tók þau í fang og lagði sínar hendur yfir þau og blessaði þau. Og þá hann var út genginn upp á veginn, hljóp þar einn fram fyrir, buktaði sig fyrir honum og spurði hann að, segjandi: Góði meistari, hvað skal eg gjöra svo að eg eignist eilíft líf? En Jesús svaraði honum: Hví segir þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Boðorðin muntu kunna, að þú skulir ei hórdóm drýgja, eigi mann vega, eigi stela, eigi skulir þú ljúgvitni mæla, eigi svik gjöra, heiðra föður þinn og móður. En hann svaraði og sagði til hans: Meistari, allt þetta hefi eg varðveitt í frá barnæsku minni. En Jesús horfði á hann, elskaði hann og sagði til hans: Eitt þá brestur þig. Far, sel allt það þú hefir og gef fátækum, og þá munt þú hafa einn thesaur á himnum. Kom, og fylg mér svo eftir og legg kross þér á herðar. En hann varð hryggur við þessi orð, gekk þaðan syrgjandi því að hann hafði miklar eignir.
Jesús leit kringum sig og sagði til sinna lærisveina. Hversu torvelt er þeim, sem peninga hafa, inn að ganga í Guðs ríki. En hans lærisveina setti tvista við þessi hans orð. Jesús ansaði enn aftur og sagði til þeirra: Sonarkorn mín, hversu torvelt er þeim, sem treystandi eru peningum, inn að ganga í Guðs ríki. Auðveldara er úlfbaldanum að ganga í gegnum nálarauga en ríkum inn að ganga í Guðs ríki. Þeir undruðust enn meir, segjandi sín á milli: Hver fær þá hjálpast? En Jesús horfði á þá og sagði: Hjá mönnum er það ómögulegt, en eigi hjá Guði. Því að hjá Guði er allt mögulegt.
Og eftir það tók Pétur til að segja honum: Sjáðu, vér forlétum allt og erum þér eftirfylgjandi. Jesús svaraði og sagði: Sannlega segi eg yður að enginn er sá, hver að fyrirlætur hús eða bræður eða systur eða föður eða móður eður börn eða akra fyrir mínar sakir og guðsspjallanna, sá er eigi meðtekur hundraðfalt aftur nú á þessari tíð hús, bræður og systur og móður og börn og akra með ofsóknum og í eftirkomanda heimi eilíft líf. Og margir verða þeir seinastir sem eru fyrstir og þeir fyrstir sem seinastir eru. Og þeir voru þá enn á veginum að fara upp til Jerúsalem, og Jesús gekk fyrir þeim. Þá setti og hljóða við, fylgjandi honum þó eftir og óttuðust hann.
Hann tók og þá tólf aftur til sín og hóf upp að segja þeim hvað yfir hann myndi koma: Sjáið það að vær förum nú upp til Jerúsalem. Og mannsins sonur mun seljast kennimannahöfðingjum, skriftlærðum og öldungum. Þeir munu og fordæma hann í dauða og selja heiðingjum. Þeir munu og spotta hann og flengja, spýta á hann og lífláta, og á þriðja degi mun hann upp aftur rísa.
Þá gengu þeir Jakobus og Jóhannes, synir Sebedei, til hans og sögðu: Meistari, við viljum að þú gjörir fyrir okkur hvers sem við biðjum þig. En hann sagði til þeirra: Hvað vilji þér að eg skuli gjöra yður? Þeir sögðu þá til hans: Gef okkur það, við sitjum í þinni dýrð, einn til hægri handar þér og annar til hinnar vinstri. En Jesús sagði til þeirra: Þér vitið eigi hvers þér biðjið. Kunni þér að drekka þann kaleik, hvern eg mun drekka, og skírast með þeirri skírn sem eg mun skírast? En þeir sögðu honum: Það getu við. Jesús sagði þá til þeirra: Að sönnu munu þér drekka þann kaleik, hvern eg mun drekka, og meður þeirri skírn skírðir verða, hverri eg mun skírast. En að setja til minnar hægri handar eður til vinstri er eigi mín að gefa yður, heldur þeim sem það er fyrirbúið.
Og þá er þeir tíu heyrðu það, voru þeir gramir upp á Jakob og Jóhannem. En Jesús kallaði þá til sín og sagði til þeirra: Þér vitið það að þeir sem sýnast hafa stjórnan þjóðanna, þá drottna yfir þær, og þeir sem eru þeirra formenn, þá hafa þeir vald yfir þeim. En það skal eigi svo vera yðar á milli, heldur hver hann vill vera yðar á milli öðrum meiri, sá skal yðar þénari vera. Og hver hann vill yðar á milli fremstur vera, sá skal allra þjón vera. Því að mannsins sonur er eigi kominn til þess að honum þjónaðist, heldur það að hann þjónaði og gæfi sína önd út til endurlausnar fyrir marga.
Þeir komu og til Jeríkó. Og að honum burtfaranda úr Jeríkó og hans lærisveinum og miklum öðrum fólksfjölda, sat Bartímeus, blindur son Tímei, við veginn og beiddi. Og er hann heyrði að það var Jesús af Nasaret, tók hann til að kalla og sagði: Jesús sonur Davíðs, miskunna þú mér. Og margir átöldu hann að hann þegði, en hann kallaði þá miklu meir: Sonur Davíðs, miskunna þú mér. Jesús stóð við og bauð að kalla á hann. Þeir kölluðu og á hinn blinda, segjandi til hans: Vertu með góðum hug, statt upp, hann kallar þig. Og hann snaraði sinni yfirhöfn af sér, stóð upp og kom til Jesú. Jesús svaraði og sagði til hans: Hvað viltu að eg skuli gjöra þér? En hinn blindi sagði honum: Rabbúní, það eg sæi. Jesús sagði þá til hans: Gakk héðan, þín trúa gjörði þig hólpinn. Og strax þá sá hann og fylgdi honum eftir upp á veginn.
Ellifti kapítuli
[breyta]Og þá þeir komu nær Jerúsalem til Betfage við fjallið viðsmjörsviðanna, sendi hann tvo sína lærisveina út og sagði til þeirra: Gangið í það kauptún sem gegnt yður er. Og strax er þér gangið þar inn, munu þér finna fola bundinn, á hverjum enginn maður hefir enn setið. Leysið hann og leiðið hingað. Og ef nokkur segir til yðar hví þér gjörið það, þá segið að hann er herranum þarflegur, og strax mun hann senda hann hingað. Þeir gengu burt þaðan og fundu folann bundinn fyrir utan dyrnar á gatnamótinu og leystu hann. Og nokkrir af þeim, er þar stóðu, sögðu til þeirra: Hvað gjöri þér, leysandi folann? En þeir sögðu til þeirra sem Jesús hafði þeim boðið, og þeir leyfðu þeim það, og færðu folann til Jesú, lögðu og á hann sín klæði, og hann sat á honum. En margir breiddu sín föt á veginn, en aðrir hjuggu kvistu af trjánum og dreifðu á veginn. Og þeir er fyrir gengu og hinir sem eftirfylgdu, kölluðu og sögðu: Hósíanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, og blessað sé ríki föður vors Davíðs, það eð kemur í nafni Drottins. Hósíanna á upphæðum. Drottinn fór og til Jerúsalem og gekk inn í musterið og umskyggndi alla hluti. Þá að kveldi var nú komið, gekk hann út með þeim tólf til Betanía. Og annars dags, þá hann gekk út af Betanía, svengdi hann. Og er hann sá álengdar fíkjutré, það er laufblöð hafði, kom hann að vita hvort hann fyndi nokkuð á því. Og þá hann kom þangað að, fann hann ekkert nema laufblöðin því að það var eigi fíknanna tími kominn. Jesús svaraði og sagði til þess: Hér eftir eti enginn af þér ávöxt að eilífu. Og hans lærisveinar heyrðu á það.
Þeir komu og til Jerúsalem, og Jesús gekk inn í musterið, tók til út að reka þá sem seldu og keyptu í musterinu, borðum þeirra, er reiðupeningum skiptu og stólum þeirra, er dúfur seldu, hratt hann um. Og eigi lofaði hann að nokkur bæri ker um musterið. Og hann kenndi og sagði til þeirra: Er það eigi skrifað að mitt hús skuli kallast bænahús öllum þjóðum? En þér hafið gjört það að spillvirkjainni.
Það heyrðu og hinir skriftlærðu og kennimannahöfðingar og leituðu eftir hverninn þeir mættu fyrirfara honum. Því að þeir óttuðust hann af því að allur lýður dáðist að hans kenningu. Og er kveld var komið, gekk hann út af borginni. Og að morgni þá gengu þeir þar hjá og sáu fíkjutréið þurrt orðið að rótum. Pétur minntist á og sagði við hann: Rabbí, sjáðu fíkjutréið, hverju þú formæltir, er uppvisnað. Jesús svaraði og sagði til hans: Hafið trú til Guðs. Sannlega segi eg yður: Hver helst hann segði til þessa fjalls: Lyfst upp, þú, og fleyg þér í sjóinn, og efaði eigi í sínu hjarta, heldur tryði að það myndi ske hvað hann segir, þá mun það og ske hann hvað hann segir. Fyrir því segi eg yður: Allt hvað helst þér biðjið í yðvarri bæn, trúið að þér öðlist það, þá mun það og henda yður. Og nær þér standið og biðjist fyrir, þá fyrirgefið ef þér hafið nokkurs konar af öðrum yður í gegn svo að yðar faðir, sem er á himnum, fyrirgefi yður yðar brot. Því að ef þér fyrirgefið eigi, þá fyrirgefur og eigi yður faðir yðar, sem er á himnum, yðrar syndir.
Þeir komu og enn til Jerúsalem, og þá er hann gekk í musterinu, komu til hans höfuðprestar, skriftlærðir og öldungar og sögðu til hans: Út af hverju valdi gjörir þú þetta? Og hver hefir gefið þér vald til að þú gjörðir þetta? En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Eg vil spyrja yður að einu orði. Svarið mér, þá mun eg segja yður af hverju valdi eg gjöri þetta. Skírn Jóhannis, var hún af himnum eður af mönnum? Svarið mér. Þeir hugsuðu með sér og sögðu: Ef vær segjum að hún væri af himnum, segir hann til vor: Því trúðuð þér henni þá eigi? En ef vær segjum að hún væri af mönnum, hræðunst vær fólkið, - því að allir héldu það Jóhannes væri sannur spámaður. Því svöruðu þeir og sögðu til Jesú: Vær vitum eigi. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Þá segi eg yður og eigi af hverju valdi að eg gjöri þetta.
Tólfti kapítuli
[breyta]Hann tók og til að tala við þá í eftirlíkingum. Maður plantaði víngarð og girti garð um og gróf þar vínþrúgu og byggði þar upp turn og skipaði hann með akurkalla og ferðaðist langt í burt. Og er tími var til, sendi hann þjón sinn til akurkallanna að hann meðtæki af akurköllunum út af víngarðsins ávexti. En þeir handtóku hann og börðu og létu eyrindislausan í burt fara. Og enn aftur sendi hann annan þjón til þeirra. Og hans höfuð lestu þeir grjóti og slepptu spottuðum í burt. Og þá enn aftur sendi hann annan, og þann aflífuðu þeir og fleiri aðra, suma hýddu þeir, en suma drápu þeir.
Hann hafði þá enn eftir, einn sinn kærastan son. Og hann sendi hann seinastan til þeirra og sagði: Þeir munu feila sér fyrir syni mínum. En akurkallarnir sögðu sín á milli: Þessi er erfinginn. Komi þér, vegum hann svo að vor verði arftakan. Og þeir höndluðu hann og aflífuðu og köstuðu honum út fyrir víngarðinn. En hvað mun nú herrann víngarðsins gjöra til? Hann kemur og tortýnir akurköllunum og gefur víngarðinn öðrum. Hafi þér eigi lesið þessa skrift: Þann stein er byggjendur forlögðu, hann er vorðinn höfuð hyrningar. Af Drottni er þetta gjört og er undarlegt fyrir vorum augum. Og þeir leituðu við að handtaka hann, en hræddust þó lýðinn því að þeir fundu það hann sagði þessa eftirlíking til þeirra. Þeir forlétu hann og gengu í burt.
Þeir sendu til hans nokkra af faríseis og Heródes þénara að þeir veiddu hann í orðum. Þeir komu og sögðu til hans: Meistari, vér vitum að þú ert sannsögull og skeytir eigi neinum því að þú fer eigi eftir yfirlitum manna, heldur kennir þú Guðs götu með sannleika. Hvort leyfist oss að gefa keisaranum skatt eða eigi? Hann vissi þeirra undirhyggju og sagði til þeirra: Hví freisti þér mín? Færið mér peninginn að eg sjái hann. Þeir fengu honum einn. Þá sagði hann til þeirra: Hvers er þessi mynd og innskrift? Þeir sögðu honum: Keisarans. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Því gefið keisaranum það keisarans er og Guði það Guðs er. Og þeir undruðust yfir honum.
Þá komu og saddúkei til hans, þeir eð segja upprisuna eigi vera, spurðu hann að og sögðu: Meistari, Móses skrifaði oss að ef nokkurs bróðir létist og hefði eiginkonu eftir og léti engin börn eftir sig, þá á bróðir hans að meðtaka hans eignarkonu og uppvekja sínum bróður sæði. Nú voru þar (vii) bræður. Og hinn fyrsti tók sér eiginkonu og er andaður, látandi eigi sæði eftir. Og sá annar tók hana og andaðist, lét og eigi sæði eftir. Og líka hinn þriðji og einninn þeir (vii) tóku hana allir og létu eigi sæði eftir. Seinast af öllum andaðist og konan. En í upprisunni þá er þeir rísa upp, hvers þeirra eiginkona verður hún? Því að þeir (vii) höfðu hana til eiginnar konu. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Er eigi svo að þér villist, vitandi eigi ritningarnar og eigi heldur Guðs kraft? Því að þá þeir rísa upp af dauða, kvænast þeir ei né láta sig kvæna, heldur eru þeir sem englar Guðs á himnum. En hafi þér eigi lesið í Móses bók af framliðnum það þeir munu upp rísa? Hverninn sagði Guð til hans í skógarrunninum er hann sagði: Eg em Guð Abrahams og Guð Ísaks og Guð Jakobs? Eigi er hann Guð dauðra, heldur Guð lifendra. Af því villist þér mjög.
Og einn af skriftlærðum gekk að, sá er heyrt hafði þá spyrjast á, sá og það að hann hafði svarað þeim vel og spurði hann að: Hvert er fyrst boðorð af öllum? En Jesús svaraði honum: Það er fyrst boðorð af öllum: Heyr þú Írael. Drottinn Guð vor er einn Guð. Og elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllu þínu hugskoti og af öllum krafti þínum. Þetta er hið fyrsta boðorð. En annað er og þessu líkt: Elska þú náunga þinn sem sjálfan þig. Eigi eru þar önnur boðorð þessum meiri.
Og hinn skriftlærði sagði til hans: Meistari, í sannleik þá sagðir þú vel því að einn er Guð og enginn er þar annar en hann. Og það að hann skuli elskast af öllu hjarta og af öllum skilningi og af allri öflgan og það að elska náunga sinn sem sjálfan sig, er öllum brennifórnum meira og offri. En er Jesús sá að hann svaraði víslega, sagði hann til hans: Eigi ertu langt frá Guðs ríki. Og enginn þorði þá að spyrja hann.
Jesús svaraði og sagði er hann kenndi í mustérinu: Hverninn segja skriftlærðir Kristum vera Davíðs son? En Davíð segir sjálfur af helgum anda: Drottinn sagði mínum drottni: Sit þú til minnar hægri handar á meðan eg legg þína óvini til skarar þinna fóta. Þar segir Davíð sjálfur hann sinn herra. Hverninn er hann þá sonur hans? Og margt af fólkinu heyrði honum gjarnan.
Og í sinni kenningu sagði hann til þeirra: Varið yður við enum skriftlærðum sem ganga vilja í síðum klæðum og heilsast á torgum og sitja á fremstum stólum í samkunduhúsum og hafa hin fremstu sæti að kveldverðum, hverjir í sig gleypa ekknahús undir hylmingu langrar bænar. Þeir munu og öðlast þess þyngra glötunardóm.
Og er Jesús sat gegnt ölmusuörkinni, sá hann hverninn fólkið varpaði peningum í ölmusuörkina og að margir ríkir köstuðu miklu. En þá er ein ekkja fátæk kom, lét hún tvo skarfa inn, það er einn pening. Hann kallaði sína lærisveina til sín og sagði þeim: Sannlega segi eg yður að þessi fátæka ekkja lét meir inn en allir aðrir sem inn létu í ölmusuörkina. Því að allir létu af því inn er þeim var að auk, en þessi lét af volað sinni allt hvað hún hafði og sína björg alla.
Þrettándi kapítuli
[breyta]Og þá hann gekk út af musterinu, sagði einn af hans lærisveinum við hann: Meistari, skoða hvílíkir steinar og þvílíkt smíði þetta er. Jesús svaraði og sagði til hans: Sér þú allar þessar miklu byggingar? Hér mun eigi eftir látast steinn yfir steini, sá er eigi verði niðurbrotinn.
Og þá hann sat í fjallinu Oliveti gegnt musterinu, spurðu hann að sér í lagi Pétur og Jakob og Jóhannes og Andreas: Seig þú oss nær þetta skal ske og hvert teikn verður þá þetta skal allt til taka að fullkomnast. Jesús svaraði þeim og tók til að segja: Sjáið til að ei fái nokkur villt yður. Því að margir munu koma í mínu nafni og segja: Eg er Kristur og munu marga villa.
En þá þér heyrið af bardögum og hernaðartíðindum, óttist eigi því að þessu byrjar að ske. Endinn er þó enn eigi þá. Ein þjóð mun reisa sig og upp í mót annarri og ríki á móti ríki, og landskjálftar munu verða í sérhverjum stöðum, hungur og hrellingar munu og verða. Þetta er upphaf hryggðanna.
Og sjáið til um sjálfa yður. Því að þeir munu færa yður á ráðstefnur og í samkunduhús, og þér munuð strýktir verða, og fyrir konungum og höfðingjum munu þér standa minna vegna til vitnisburðar yfir þá. Og guðsspjöllum byrjar áður að predikast á meðal allra þjóða.
Og þá þeir leiða yður og framselja, skulu þér eigi hugsa fyrir hvað þér skuluð tala, heldur hvað yður gefst á þeirri stundu, það skulu þér tala. Því að eigi tali þér, heldur heilagur andi. En bróðir mun selja bróður í dauða og faðir soninn. Börnin munu og reisast upp í mót foreldrunum og styrkja þá í dauða. Og þér verðið öllum að hatri fyrir míns nafns sakir. En hver hann er staðfastur allt til enda, sá hjálpast.
En þá þér sjáið svívirðing eyðslunnar, af hverri Daníel spámaður segir, standandi hvar eigi byrjaði, - hver eð les, hann undirstandi það -, hverjir þá eru á Gyðingalandi, flýi þeir á fjöll. Og hver hann er upp á ræfrinu, fari sá eigi inn að taka burt nokkuð úr sínu húsi. Og sá sem er á akri, hann snúist eigi á bak sér aftur að taka upp föt sín. Og ve þunguðum konum og brjóstmylkingum á þeim tímum. Biðjið heldur að flótti yðar verði eigi um vetur. Því að á þeim dögum verða slíkar hörmungar, hverjar eigi hafa verið frá upphafi skepnunnar, þá sem Guð skapaði, og allt til þessa og eigi heldur mun verða. Og ef Drottinn stytti eigi þessa daga, yrði ekkert hold frelsað, heldur fyrir útvaldra sakir, hverja hann útvaldi, hefir hann stytt þessa daga.
Og ef nokkur segir þá til yðar: Sé, hér er Kristur, sé, þar er hann, þá trúið því eigi. Því að upp munu rísa falskristar og falskir spámenn og munu gjöra teikn og stórmerki til að villa, ef verða mætti, einninn útvalda. Því sjáið til um yður. Sé, eg sagði yður nú allt þetta fyrir.
En á þeim dögum eftir þessa hörmung mun sólin sortna og tunglið eigi gefa sitt skin, og stjörnur munu hrapa af himni, kraftar himins munu og hrærast. Og þá munu þeir sjá mannsins son komandi í skýjunum með dýrð og krafti miklum. Og þá mun hann út senda sína engla að saman safna sínum útvöldum af fjórum vindum allt af enda jarðar og til hæð himins.
Af fíkjutrénu þá lærið eina eftirlíking. Því þá er þess kvistur gjörist frjór og laufin springa út, viti þér að sumarið er í nánd. Svo og nær þér sjáið þetta ske, vitið að það sé þá nálægt fyrir dyrum. Sannlega segi eg yður að þessi kynslóð forgengur eigi þar til allt þetta sker. Himinn og jörð munu forganga, en mín orð munu ekki forganga. En af þeim degi eður stundu veit enginn, eigi englar á himnum og eigi sonurinn, nema faðirinn einn.
Sjáið til, vakið og biðjið því að þér vitið eigi nær tíð er. Svo sem sá maður er ferðaðist langt burt, forlét sitt hús, gaf og sínum þjónum yfirvald sérhvers verknaðar og bauð dyraverðinum að hann vekti. Vakið og því að þér vitið eigi nær herrann hússins kemur, hvort að kveldi eða um miðnætti eður þá haninn gelur elligar að morgni, svo að eigi komi hann skyndilega og finni yður sofandi. En hvað eg segi yður, það segi eg öllum: Vakið þér.
Fjórtándi kapítuli
[breyta]En eftir tvo daga þá voru páskar og sætubrauðsdagar. Og höfuðprestar og skriftlærðir sóktu eftir hverninn þeir gætu höndlað hann með vélum og líflátið, en þeir sögðu: Eigi þó um hátíðina svo að ei verði upphlaup með fólkinu.
Og þá hann var í Betanía í hús Símonar vanheila og sat við borð, kom kona, hafandi alabastrumbuðk með ómengað og kostulegt smyrslavatn. Hún braut buðkinn og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir sem stugguðust við í sjálfum sér og sögðu: Til hvers er þessi smyrslaspilling gjör. Því að þetta smyrslavatn mætti seljast meir en þrjú hundruð %peninga og gefast fátækum, - og deildu á hana.
En Jesús sagði: Látið hana kyrra. Til hvers styggi þér hana? Gott verk gjörði hún á mér. Því að fátæka hafi þér jafnan hjá yður, og nær þér viljið, megi þér gjöra þeim gott, en mig þá hafi þér eigi jafnan. Hvað hún hafði til, það gjörði hún. Hún kom og fyrirfram að smyrja minn líkama til graftrar. Sannlega segi eg yður: Hvar helst í heimi öllum er þetta guðsspjall verður predikað, þá mun segjast í hennar minning hvað hún gjörði.
Og Júdas Skariot, einn af tólf, gekk burt til höfuðprestanna að hann forréði hann fyrir þá. Og er þeir heyrðu það, glöddust þeir, og þeir lofuðu að gefa honum peninga. Hann leitaði og eftir hverninn skapferlilegast hann gæti forráðið hann.
Og á hinum fyrsta sætabrauðsdegi þá páskalambið fórnaðist, segja hans lærisveinar til hans: Hvert viltu vér förum og reiðum til að þú neytir páskanna? Og hann sendi tvo af sínum lærisveinum og sagði til þeirra: Gangið inn í staðinn. Maður mun renna í mót yður, berandi vatsskjólu. Fylgið honum eftir, og hvar helst hann gengur inn, segi þér húsherranum að meistarinn segir: Hvar er það herbergi er eg skal neyta páskanna í meður mínum lærisveinum? Og hann mun sýna yður astrakaðan sal stóran, tilbúinn. Reiði þér þar til fyrir oss. Og hans lærisveinar gengu burt og komu inn í staðinn og fundu svo sem hann hafði sagt þeim og bjuggu til páskalambið.
Og er kvelda tók, kom hann meður þá tólf. Og er þeir voru niður sestir og átu, sagði Jesús: Sannlega segi eg yður að einn af yður sá er etur með mér, forræður mig. En þeir urðu hryggvir við og sögðu hver eftir öðrum til hans: Er eg það nokkuð? En hann svaraði og sagði til þeirra: Einn af tólf, sá er drepur hendinni í fatið meður mér. Að sönnu fer mannsins sonur héðan svo sem skrifað er af honum, en ve þeim manni, af hverjum mannsins sonur framselst. Betra væri þeim manni að eigi hefði hann fæddur verið.
Og er þeir neyttu, tók Jesús brauðið, blessaði og braut það og gaf þeim og sagði: Taki þér, neytið, þetta er mitt hold. Hann tók og kaleikinn, blessaði og gaf þeim og þeir drukku allir af honum. Hann sagði til þeirra: Þetta er mitt blóð eins nýs testaments sem fyrir marga úthellist. Sannlega segi eg yður að eg mun ei héðan í frá drekka af þessum vínviðarávexti allt til þess dags þá að eg drekk það nýtt í Guðs ríki. Og að sögðum lofsöngnum gengu þeir í fjallið Oliveti.
Jesús sagði til þeirra: Allir munu þér sk mun slá hirðirinn, og sauðirnir skulu tvístrast. En eftir það er eg rís upp, skal eg ganga fram fyrir yður í Galíleam. En Pétur sagði til hans: Og það allir skammfyllist þér, þá skal eg þó eigi. Jesús sagði til hans: Sannlega segi eg þér að í daglangt á þessari nótt áður en haninn gelur tvisvar, munt þú neita mér þrisvar. Hann talaði þá enn framar: Þó að mér byrjaði að deyja jafnframt þér, skyldi eg þó eigi neita þér. Og líka einninn sögðu allir þeir.
Og þeir komu í það gerðistún er hét Getsemani, og hann sagði til sinna lærisveina: Sitji þér hér á meðan eg biðst fyrir, - og tók með sér Petrum, Jakob og Jóhannem og tók til að skjálfa og angrast og sagði til þeirra: Sála mín er hrygg allt í dauðann. Blífið hér og vakið. Og þá gekk hann litlu einu lengra fram, féll á jörð og tók að biðja ef það væri mögulegt að sú stund liði hjá honum og sagði: Abba faðir minn, allt er þér mögulegt. Tak burt þenna kalek af mér. En eigi sem eg vil, heldur sem þú vilt.
Hann kom og fann þá sofandi og sagði til Péturs: Símon, sefur þú? Kunnir þú eigi að vaka eina stund meður mér? Vakið og biðjið að þér fallið eigi í freistni. Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er breyskt. Hann gekk og enn burt aftur og bað og talaði hin sömu orð. Hann kom aftur og fann þá enn sofandi því að þeirra augu voru bólgin af svefni og eigi vissu þeir hverju þeir svöruðu honum. Og hann kom í þriðja sinn og sagði til þeirra: Sofið nú og hvílið yður, það nægist. Stundin er komin, það mannsins sonur framselst í syndugra hendur. Standið upp, göngum héðan. Sjáið að sá er mig forræður, hann er í nánd.
Og strax sem hann var að tala um þetta, kom Júdas Skariot, einn af tólf, og með honum mikil sveit meður sverðum og stöngum, útsendir af höfðingsprestum, skriftlærðum og öldungum. En svikarinn hafði gefið þeim teikn og sagt: Hvern helst eg kyssi, sá er það. Haldið honum og leiðið varygðarlega. Og þá hann kom, gekk hann strax til hans og sagði: Heill sért þú, Rabbí, - og kyssti hann. En þeir lögðu strax hendur á Jesúm og héldu honum. Og einn af þeim sem hjá stóð eyrað. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Þér eruð út gengnir svo sem til annars spillvirkja með sverðum og stöngum að grípa mig. Hversdaglega var eg í musterinu hjá yður og kenndi, og eigi gripuð þér mig, heldur það ritningin uppfylltist. Og þá forlétu hann allir hans lærisveinar og flýðu. En nokkuð ungmenni fylgdi honum eftir klæddur línklæði yfir bert hörund. Og hann gripu önnur ungmenni, en hann snaraði línklæðinu og flýði nakinn í burt frá þeim.
Þeir leiddu Jesúm til höfuðprestsins. Þar komu saman allir kennimenn, skriftlærðir og öldungar. En Pétur fylgdi eftir, þó langt burt frá, inn allt í höfuðprestsins fordyri og sat hjá þénurunum við eldinn og bakaði sig við logann.
En höfuðprestarnir og allt ráðið leituðu vitna í gegn Jesú svo að þeir gætu selt hann til dauða og fundu engin. Margir töluðu falsvitni í gegn honum, en þeirra vitnisburðar voru eigi samlátandi. Og þá stóðu nokkrir upp og báru falsvitni í móti honum og sögðu: Vér höfum heyrt hann segja: Eg mun þetta musteri niður brjóta sem höndum er gjört og á þrim dögum upp byggja annað það eigi er með höndum gjört. En þeirra vitnisburðar komu og eigi saman.
Og höfuðpresturinn reis upp í miðið, spurði Jesúm að og sagði: Svarar þú öngu til þess sem að þessir leggja í móti þér? En hann þagði og svaraði öngu. Þá spurði höfuðpresturinn hann enn aftur að og sagði til hans: Ert þú Kristur, sonur Guðs ins blessaða? En Jesús sagði honum: Eg em hann. Og þér munuð sjá mannsins son sitja á hægri hönd Guðs kraftar og komandi í skýjum himins. En höfuðpresturinn reif þá klæði sín og sagði: Hvað þurfu vær nú að girnast vitnanna? Þér heyrðuð guðlöstunina. Hvað sýnist yður? En þeir fordæmdu hann allir sekan vera dauðans. Og nokkrir tóku að spýta á hann og byrgja hans ásjánu og að dusta hann með hnefum og að segja til hans: Spáðu. Og þénararnir slógu hann pústra í andlitið.
Og er Pétur var niðri í fordyrunum, kom ein af ambáttum höfuðprestsins. Og þá hún leit Petrum verma sig, horfði hún á hann og sagði: Vart þú og með Jesú af Nasaret. En hann neitaði og sagði: Eg þekki hann eigi, og ei veit eg hvað þú segir. Og er hann gekk út fyrir dyrnar, gól haninn. En er ambáttin sá hann aftur, tók hún að segja þeim er kringum stóðu: Þessi er af þeim. En hann neitaði nú enn aftur. Og litlu einu þar eftir sögðu þeir aftur er hjá stóðu til Péturs: Sannlega ertu einn af þeim því að þú ert einn Galíleari, og þitt mál hljóðar svo. En hann tók að formæla sér og sverja það, - ei þekki eg þann mann, af hverjum þér segið. Og strax gól haninn aftur. Og Pétur minntist þess orðs sem Jesús hafði sagt til hans: Áður haninn gelur tvisvar, muntu neita mér þrisvar, - og tók að gráta.
Fimmtándi kapítuli
[breyta]Og strax um morguninn héldu höfuðprestarnir með öldungunum og skriftlærðum öllu ráðuneytinu ráðstefnu og bundu Jesúm, leiddu hann og framseldu Pílato. Og Pílatus spurði hann að: Ertu konungur Gyðinga? En hann svaraði og sagði til hans: Þú segir það. Og höfuðprestarnir áklöguðu hann um margt. Pílatus spurði hann enn aftur að og sagði: Svarar þú öngu? Sjá í hversu mörgu þeir ákæra þig. En Jesús svaraði honum öngu þaðan í frá svo að Pílatus undraðist. En hann var vanur að láta þeim lausan um hátíðina einn af bandingjunum, eftir hverjum helst þeir beiddust. En þar var sá er nefndist Barrabas meður illræðismönnum bundinn, hver með illræði hafði víg unnið. Og þá fólkið gekk upp, tók það að biðja að hann veitti því sem hann plagaði jafnan. En Pílatus svaraði þeim og sagði: Vilji þér að eg láti yður Gyðingakonunginn lausan? Því að hann vissi að höfuðprestarnir höfðu af öfund framselt hann. En biskuparnir eggjuðu lýðinn að hann gefi þeim heldur Barrabam lausan.
Pílatus svaraði enn aftur og sagði til þeirra: Hvað vilji þér þá að eg skuli gjöra honum, hvern þér segið konung Gyðinga? En þeir kölluðu þá aftur: Krossfestu hann. Pílatus sagði til þeirra: Hvað illt hefir hann gjört? En þeir kölluðu því meir: Krossfestu hann. En Pílatus vildi fólkinu fullnægju gjöra, lét þeim lausan Barrabam og framseldi Jesúm svipum barðan að hann krossfestist. En stríðsþénararnir leiddu hann í fordyr þinghússins og kölluðu saman allan hópinn og færðu hann í purpuraklæði, fléttandi þyrnikórónu og settu á hann og tóku að heilsa honum: Heill sért þú konungur Gyðinga, - og slógu hans höfuð með reyrvendi og hræktu á hann, féllu og á hné og tilbáðu hann.
Og þá þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr purpuranum og færðu hann aftur í sín klæði og leiddu hann út að þeir krossfestu hann. Þeir þrengdu og þeim sem framhjá gekk, Símoni hinum sýrneska er kominn var af akurlendi, föður þeirra Alexandri og Ruffi, að hann bæri hans kross. Og þeir höfðu hann í þann stað er heitir Golgata, það þýðist gálgaklettur. Og þeir gáfu honum myrrat vín að drekka, og hann tók það eigi til sín.
Og þá er þeir höfðu krossfest hann, skiptu þeir klæðum hans og köstuðu hlutverpi yfir þeim hvað hver tæki. En það var %um þriðju stund er þeir krossfestu hann. Og titill hans sakferlis var yfir honum skrifaður, það hann væri konungur Gyðinga. Og með honum krossfestu þeir tvo spillvirkja, einn til hægri handar, en annan til vinstri. Og sú ritning er uppfyllt sem segir: Meður illvirkjum er hann reiknaður.
Og þeir gengu þar fram hjá og hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: Svei, hverninn niðurbrýtur þú musteri Guðs og byggir upp á þrim dögum aftur? Frelsa nú sjálfan þig og stíg niður af krossinum. Líka einninn spéuðu hann höfuðprestarnir sín á meðal meður skriftlærðum og sögðu: Aðra frelsaði hann, sjálfan sig getur hann eigi frelsað. Sé hann Kristur, konungur Íraels, stígi hann nú niður af krossinum að vér sjáum og megum svo trúa. Og þeir er með honum voru krossfestir, átöldu hann einninn.
Og að liðinni séttu stund urðu myrkur um allt landið, allt til níundu stundar. Og á hinni níundu stund kallaði Jesús upp hárri röddu og sagði: Eloy, Eloy lamma a sabthani, hvað er útleggst: Guð minn, Guð minn, hví forléstu mig? Og þá nokkrir af þeim, er þar stóðu hjá, heyrðu það, sögðu þeir: Sjá hann kallar á Elíam. En einn hljóp að og fyllti upp njarðarvött með edik, látandi upp á einn reyrlegg, gaf honum svo að drekka og sagði: Lát fara, sjáum hvort ef Elías kemur að taka hann ofan.
En Jesús kallaði upp hárri röddu og andaðist. Og tjaldið musterisins rifnaði sundur í tvo frá ofanverðu allt niður í gegnum. En er hundraðshöfðinginn sá það, hver þar stóð gegnt, að hann kallaði svo þá er hann lést, sagði hann: Sennilega hefir þessi maður verið Guðs sonur. Og konur voru þar og langt frá sem horfðu og á það, á meðal hverra var María Magdalena og María, minna Jakobs og Jósefs móðir, og Salóme. Og þá hann var í Galílea, höfðu þær fylgt honum eftir og þjónað honum og margar aðrar, hverjar undir eins með honum höfðu upp farið til Jerúsalem.
Og þá er kveld var komið, af því það var aðfangadagur, hver að er næstur fyrir þvottdaginn, kom Jósef af Arímatía, einn eðluborinn ráðherra, sá er og stundaði eftir Guðs ríki, og gekk djarflega inn til Pílato og bað um líkama Jesú. En Pílatus undraðist að hann væri þegar látinn og kallaði hundraðshöfðingjann til sín, spurði hann að ef hann væri þegar andaður. Og er hann var þess vís orðinn af höfuðsmanninum, gaf hann Jósef líkamann. En Jósef keypti líndúka, tók hann ofan og sveipaði hann í léreftinu og lagði hann í gröfina, hver eð klöppuð var í hellustein, og velti steini að grafarmunnanum. En María Magdalena og Jósefs María sáu hvar hann var lagður.
Sextándi kapítuli
[breyta]Og er þvottdagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena og María Jakobi og Salóme dýrleg smyrsl að þær kæmi og smyrði Jesúm. Og mjög snemma morguns einn þvottdaganna komu þær til grafarinnar um sólaruppruna. Og hver þeirra sagði til annarrar: Hver mun velta fyrir oss steininum af grafarmunnanum? Og þær litu þangað og sáu að steinninn var af veltur því að hann var næsta mikill. Og þær fóru inn í gröfina og sáu eitt ungmenni sitja til hægri hliðar, skrýddan síðu klæði hvítu, og þeim blöskraði við.
En hann sagði til þeirra: Eigi skulu þér fælast. Þér leitið að hinum krossfesta Jesú af Naðaret. Hann er upprisinn og er eigi hér. Sjáið þann stað hvar þeir lögðu hann. Gangið heldur burt og segið hans lærisveinum og Pétri það hann muni ganga fram fyrir yður í Galílea. Þar munu þér sjá hann eftir því hann sagði yður. En þær gengu út skyndilega og flýðu frá gröfinni því að kominn var yfir þær uggur og skjálfti. Og ekkert sögðu þær neinum því að þær voru hræddar.*
En er Jesús hafði snemma morguns upprisið á fyrsta degi þvottdaganna, þá birti hann sig fyrst Maríu Magdalenu, frá hverri hann hafði útrekið sjö djöfla. Hún fór og kunngjörði þeim sem meður henni hörmuðu og grétu. Og er þeir heyrðu að hann lifði og hann væri séður af henni, trúðu þeir eigi. En eftir það auðsýndi hann sig tveimur af þeim í annarri líking þá er þeir gengu um þorpagrundirnar. Þeir gengu og burt, kunngjörðu hinum öðrum. Þeim trúðu þeir og eigi.
En seinast er þeir ellifu sátu til borðs, birti ha ávítaði þeirra vantrú og hjartans harðúð það þeir höfðu eigi trúað þeim sem hann höfðu séð upprisinn og sagði til þeirra: Farið út um allan heim, predikið guðsspjöllin allri skepnu. Hver hann trúir og verði skírður, sá skal frelsaður vera. En hver eigi trúir, hann skal fordæmast.
En teiknin, er þeim munu fylgja sem trúa, eru þessi: Í mínu nafni munu þeir djöfla útreka, nýjar tungur tala, höggorma upp taka, og ef þeir drekka nokkuð banvænlegt, skal það eigi þeim granda, yfir sjúka munu þeir hendur leggja, og þá mun þeim batna.
Og eftir það er Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann uppnuminn til himins og situr til Guðs hægri handar. En þeir gengu út og predikuðu alls staðar Drottni samverkanda og orðið styrkjanda meður eftirfylgjandi teiknum.
Endir guðsspjalla ins heiliga Marki.