Fara í innihald

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir pistlinum til Galatas

Úr Wikiheimild
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540)
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir pistlinum til Galatas)
Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Hinir í Galatia voru fyrir hinn heilaga Pál snúnir til réttrar kristilegrar trúar og til guðsspjallanna í frá lögmálinu. En eftir hans burtför komu falspostular, hverjir þó voru lærisveinar réttferðugra postula, og sneru þeim í Galatia um aftur svo það þeir trúðu að þeir hlyti fyrir lögmálsins verk hjálplegir að verða, og þeir syndguðu ef þeir héldi ekki lögmálsins verkin svo sem (Act. xv) til Jerúsalem einninn nokkrir mætamenn fram báru.

Þessum að gegna hefir hinn heilagi Páll sitt embætti hátt upp og vill sig eigi minna stéttar mann haldinn hafa en einn annan postula og hrósar alleinasta af Guði sínum lærdómi og embætti svo að hann þessa hrósan hinna fölsku postula, sem sig meður þeirra réttferðugra postula verkum og nafni studdu, niðurkefði og segir það sé ekki rétt þótt að einninn einn engill öðruvís predikaði eða eg sjálfur. En eg þegi um það nær postula lærisveinar eða þeir sjálfir öðruvís lærðu. Þetta gjörir hann í fyrsta og öðrum kapítula og ályktar það að hver einn hljóti alleinasta fyrir Kristum án verðskuldanar, án verka og án lögmáls réttlátur að verða.

Í hinum þriðja og fjórða sannprófar hann það allt með skriftinni, eftirdæmum og líkingum og bívísar það að lögmálið afli miklu meir synda og fyrirmælingar og bölvanar heldur en réttlætis, hvert alleinasta út af náðinni af Guði til sögð, fyrir Kristum án lögmáls er uppfyllt og oss gefið. Í fimmta og sétta lærir hann þá kærleiksins verk sem trúnni skulu eftir fylgja.