Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Annar s. Páls pistill til Korintios
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Annar s. Páls pistill til Korintios)
Fyrsti kapítuli
[breyta]Páll postuli Jesú Kristi fyrir Guðs vilja og Tímóteus bróðir. Þeirri Guðs safnan í Korintio samt öllum heilögum þeim að eru í öllu Akkaia.
Sé náð og friður með yður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo. Blessaður sé Guð, faðir vors Drottins Jesú Kristi, hver að er faðir miskunnsemdanna og Guð allrar hugganar, sá oss huggar í allri vorri hryggðan svo að vér getum og huggað þá, sem eru í allsháttuðum hryggðum, meður þeirri huggan þar vér verðum með af Guði huggaðir. Því að líka svo sem að gnæfa harmkvælingar Krists í orr, svo og líka gnæfir vor huggan fyrir Kristum.
En hvort að vér höfum hryggð eður huggan, þá sker það yður til góða. Er það hrygging, þá sker það yður til hugganar og heilsugjafar (hver heilsugjöf að auðsýnir sig ef þér á þann máta meður þolinmæði líðið líka sem það vér liðum). Er það huggan, svo sker það yður til hugganar og hjálpræðis. Og vor von er staðföst fyrir yður af því að vér vitum það að líka sem þér eruð hluttakarar vorðnir hryggðanna, svo munu þér og verða hluttakendur hugganarinnar.
Því að vér viljum eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, vora hryggð, hverja oss skeði í Asía. Því að vér vorum ódæmilega forþyngdir og yfir megn fram svo að vér örvæntum einninn lífi að halda, órskurðandi það með sjálfum oss að vér ættum að deyja. En það skeði þar fyrir að vér settum ekki vorn trúskap á sjálfa oss, heldur upp á þann Guð er dauða upp vekur, hver oss hefir frelsað af þvílíkum dauða og nú daglega frelsar og enn vonum það að hann muni oss frelsa hér eftir fyrir tilstyrk yðrar fyrirbónar fyrir oss svo að fyrir þá gáfu, sem oss er gefin, fyrir margar persónur ske mikil þakkargjörð.
Því að vor hrósan er það: Vitnan vorrar samvisku það vér höfum í einfaldleik og Guðs skærleika, eigi í holdlegri visku, heldur í Guðs náð gengið í heiminum, en einna mest hjá yður. Því að vér skrifum yður ekki annað en það þér vitið áður þá þér lesið það. En eg vona það þér munuð kenna oss svo allt til endaloka svo sem þér hafið og kennt oss af nokkri álfu. Því að vér erum yðar hrósan líka svo sem að þér eruð og vor hrósan á degi Drottins Jesú. Og upp á þvílíkan trúskap þenkta eg nú síðast að koma til yðar upp á það þér öðluðust tvefaldar velgjörðir, og eg ferðaðist fyrir yður í Makedóníam og kæmi úr Makedónía aftur til yðar og verði svo af yður á veg leiddur í Júdeam.
En hafi eg léttferli framið, þá er eg hugleidda slíkt, eða er mín fyrirhugsan kjötleg? Eigi svo, heldur hjá mér er já já og nei er nei. En trúlyndur er Guð því að vor orð voru eigi til yðar já og nei. Því að sonur Guðs, Jesús Kristur, sá að fyrir oss er á meðal yðar predikaður fyrir mig og Silvanum og Tímóteum, hann var eigi nei og já, heldur var það já í honum. Því að öll Guðs fyrirheit eru já í honum og eru %amen í honum Guði til dýrðar fyrir oss. En Guð er það sem oss staðfestir samt yður í Kristo og oss hefir smurt og innsiglað og í vor hjörtu gefið vissu andarins.
Annar kapítuli
[breyta]En eg ákalla Guð til vitnis upp á mína sál það eg þyrmda yður í því að eg em ekki kominn aftur til K erum vér tilhjálpendur yðvars fagnaðar. Því að þér standið í trúnni. Eg þenkta og með sjálfum mér það að koma eigi aftur til yðar meður hryggð. Því ef svo er að eg hryggi yður hver er hann þá, sá að mig gleður utan einasta sá sem af mér verður hryggur gjör? Og það hið sama skrifaði eg yður svo að eg þyrfti eigi hryggur að vera þá eð eg kæma, af hverju eg ætta þó glaður að vera með því að eg treysti þess til yðar allra það að minn fögnuður sé allra yðar fögnuður. Því að eg skrifaði yður til í mikilli hryggð og hjartans trega með mörgum tárföllum, eigi það þér skylduð hryggvir verða, heldur það þér skylduð kenna þann kærleika sem eg hefi sérdeilis til yðar.
En þótt einhver hafi hryggðan upp byrjað, sá hefir ekki mig hryggt, heldur einasta í nokkurn máta upp á það að eg þyngda yður eigi alla. En það nægir að sá sami er af mörgum svo straffaður upp á það þér fyrirgefið honum nú héðan af því framar og huggan veitið svo að hann sökkvist ekki í of miklan hryggleik. Hvar fyrir að eg beiði yður það þér auðsýnið á honum kærleik. Því fyrir það skrifaði eg yður til, það eg kennda yðra raun, hvort að þér væruð hlýðugir í öllum greinum. Og hverjum sem þér fyrirgefið nokkuð, þeim fyrirgef eg og. Því eg einninn, svo ef eg fyrirgef nokkrum eitthvað, það fyrirgef eg yðar vegna í Krists augliti svo að vér verðum eigi tældir af andskotanum því að oss er eigi óvitanlegt hvað hann hefir í skapi.
En þá er eg kom til Tróada að predika Krists evangelium og mér voru dyr upp loknar í Drottni, hafða eg eigi hvíld í mínum anda það eg fann ekki Títon, minn bróður, heldur gjörði eg minn skilnað viður þá og fór burt í Makedóníam. En Guði sé þakkir, sá eð alla tíma gefur sigurinn í Kristo og fyrir oss opinber að ilming sinnar kynningar í öllum áttum. Því að vér erum Guði góð ilming í Kristo bæði á meðal þeirra, sem hjálpast og meðal þeirra, sem fortapaðir verða, þessum ilmur dauðans til dauða, en hinum ilmur lífsins til lífs. Og hver er hæfilegur til þessa? Því að vér erum ekki svo sem margir aðrir, þeir eð Guðs orð forblanda, heldur svo sem af skærleika og svo sem af Guði tölum vér fyrir Guðs augliti í Kristo.
Þriðji kapítuli
[breyta]Tökum vér enn aftur til að hæla sjálfum oss? Eða þurfu vér líka svo sem að nokkrir hólsbréfanna til yðar eður hólsbréfin af yður? Þér eruð vort bréf, skrifað í vorum hjörtum, sem auðkennt og lesið verður af öllum mönnum. Þér sem augljósir eruð vorðnir það þér eruð bréf Kristi til reiddir fyrir predikunarembætti og af oss skrifaðir, eigi meður bleki, heldur meður anda Guðs lifanda, eigi á steinsspjöldum, heldur á holdlegum spjöldum hjartans. En slíkan trúskap þá höfum vér fyrir Kristum til Guðs, eigi svo það vér séum af sjálfum oss neytir nokkuð að hugleiða svo sem af sjálfum oss til, heldur ef vér erum nokkuð neytir, þá er það af Guði, sá að oss gjörði neyta fram að flytja embætti hins nýja testamenti, eigi bókstafsins, heldur andans. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.
En fyrst það embætti, sem fyrir bókstafinn deyðir og á steinum er grafið, hafði bjartleik svo að Íraelssynir gátu eigi litið í ásjánu Moysi fyrir bjartleika sakir hans andlits, sem þó tekur enda, hverninn skyldi þá ekki miklu meir það embætti, sem andann gefur bjartleik, hafa. Því fyrst það embætti, sem fyrirdæmingina boðar, hefir birti, miklu framar hefir þá það embætti, er réttlætið boðar, yfirgnæfanlegan bjartleik. * Því að í suman máta það sem birt var, þá er fyrir öngva birti haldanda í gegn þessari yfirgnæfanlegri birti. Því fyrst það hafði birti, sem enda tekur, miklu framar mun þá það hafa birti sem stöðugt blífur.
Af því vér höfum nú slíka von, þá erum vér djarfir í nóg og gjörum eigi svo sem Moyses gjörði, hver eð fortjald hengdi fyrir sína ásján svo að Íraelssynir fengu eigi litið ending þess er enda tók, heldur eru þeirra hugskot forblinduð. Því að allt til þessa dags blífur það sama fortjald tillukt yfir því gamla testamento þann tíð sem þeir lesa það, hvert að fyrir Kristum tók enda. Því að enn allt til þessa dags þá Moyses verður lesinn, hengur það fortjald fyrir þeirra hjörtum. En ef þeir snerust til Drottins, svo yrði það fortjald í burt tekið. Því að Drottinn er andi, en hvar andi Drottins er, þar er frelsi. Og nú speglar sér í öllum oss bjartleiki Drottins meður óhuldri ásján, og vér verðum svo í þeirri samri mynd upp birtir frá birtu til birtu svo sem af anda Drottins.
Fjórði kapítuli
[breyta]Hvar fyrir á meðan vér höfum nú svoddant embætti svo sem að vér höfum miskunnsemi til öðlast, þá tregumst vér ekki, heldur afsegjum vér einninn heimuglegar skammir og förum eigi með fláttskap, forblöndum og ekki Guðs orð, heldur með opinberum sannindum og auðsýnum oss hægan viður allar samviskur manna fyrir Guði.
Er nú vort evangelium hulið, þá er það hulið í þeim sem fortapaðir verða, í hverjum að %Guð þessarar veraldar þá hefir forblindað hugskot vantrúaðra svo þeim skíni eigi uppbirting þessa evangelii Krists dýrðar, hvert að er Guðs ímynd. Því að vér predikum ekki sjálfa oss, heldur Jesúm Kristum það hann sé Drottinn, en vér yðrir þjónar Jesús vegna. Því að sá Guð er ljósinu bauð úr myrkrinu að skína, hann hefir birtuna gefið í vor hjörtu til uppbirtingar og viðurkenningar Guðs bjartleika í andliti Kristi Jesú.
En þennan tesaur höfu vér í jarðlegum kerum svo að hæðin kraftarins sé Guðs og eigi af oss. Alla vega líðum vér hryggðanir, en vér hryggjunst þó eigi, oss veitir torvelt, en vér örvílust eigi, vér líðum ofsókn, en vér verðum eigi fyrirlátnir, vér verðum niðurþrykktir, en vér fyrirförunst eigi. Og ætíð beru vér um kring deyðing Drottins Jesú á vorum líkama svo að einninn og það líf Drottins Jesú opinskárt verði á vorum líkama.
Því að vér, sem lifum, verðum jafnan í dauða seldir Jesús vegna svo að einninn það líf Jesú opinskárt verði á voru dauðlegu holdi. Fyrir því verkar nú dauðinn í oss, en lífið í yður. En á meðan það vér höfum þann sama anda (eftir því að skrifað er: Eg trúði, og fyrir það tala eg) og vér trúum, fyrir því tölum vér einninn og vitum það að sá sem Drottin Jesúm hefir upp vakið að hann muni oss og upp vekja fyrir Jesúm og mun skikka oss þar meður yður. Því að allt þetta sker yðar vegna svo að sú yfirgnæfanlega náð fyrir margra þakkagjörð vegsami Guð ríkulegana.
Fyrir því letjunst vér ekki, heldur þótt það minn ytri maður fordjarfist, þá mun þó sá hinn innri dag frá degi endurnýjast. Því að vor hryggð, sem stundleg og létt er, útvegar oss yfir allan máta eina eilífa dýrðarvog er eigi álítum hið sýnilega, heldur á hið ósýnilega. Því að hvað sýnilegt er, það er stundlegt, en hvað ósýnilegt er, það er eilíft.
Fimmti kapítuli
[breyta]Því vér vitum þótt vort jarðneska hús þessarar byggingar verði niður brotið það að vér höfum bygging af Guði upp byggða, hús eigi með höndum gjört það ævinlegt er á himnum. Því að þar eftir forlengir oss einninn vorri íbygging, sem er af himni, girnandist henni að yfirklæðast svo að vér finnust klæddir og eigi nöktir. Því á meðan vér erum í þessu hreysi, þá forlengir oss og erum þyngdir að því vér vildum fegnir eigi nöktir, heldur yfirklæddir verða upp á það hið dauðlega burt svelgdist af lífinu. En hann, sem oss býr til þess hins sama, er sá Guð sem oss hefir gefið pantinn andarins.
En jafnan þá erum vér með góðum huga og vitum það á meðan vér byggjum í þessum líkam, þá eru vér ekki heima hjá Drottni. Því göngu vér í trúnni og ekki í augsjón. En vér erum með góðum huga og höfum miklu meiri góðvild til að vera fjarlægir af líkamanum og nálægir hjá Drottni. Fyrir því kostgæfum vér og einninn hvort vér erum heima nálægir eða í fráverum fjarlægir það vér þókknust honum. Því vér hljótum allir að opinberast fyrir dómstóli Krists upp á það að hver einn öðlist það á sínum líkam eftir því hann hefir aðhafst, sé það gott eða illt.
Því vér vitum það Drottinn er óttandi, þá föru vér í hægð að við lýðinn. En Guði erum vér opinberir, eg vona og einninn það vér séum og í yðrum samviskum opinberir svo að vér lofum eigi sjálfa oss að nýju, heldur það að vér gefum yður tilefni að hrósa af oss upp á það þér hafið nokkru að hrósa í móti þeim sem hrósa sér eftir yfirlitum og ekki eftir hjartanu.
Því eru vér æðismiklir, svo eru vér það Guði, eru vér gæfir, þá eru vér yður gæfir. Því að Krists kærleiki þvingar oss af því vér höldum það þar fyrir. Fyrst að einn hefir fyrir alla dáið, þá sé þeir allir dauðir. Og því hefir hann fyrir alla dáið svo að þeir, sem lifa, lifi eigi sjálfum sér, heldur honum sem fyrir þá hefir dáið og upp aftur risinn.
Þar fyrir kennum vér nú hér eftir öngvan eftir holdinu. Þótt að vér höfum einninn kennt Kristum eftir holdinu, þá kennu vér hann þó nú eigi svo lengur af því. Er nokkur í Kristo, þá er hann ný skepna, hið gamla er umliðið. Sjáið, allt er það nýtt vorðið, en allt það af Guði, hver oss forlíkti við sjálfan sig fyrir Jesúm Kristum og gefið oss það embætti sem forlíkunina predikar. Því að Guð var í Kristi og forlíkti veröldina viður sjálfan sig, tilreiknandi henni eigi sínar syndir og hefir upp reist vor á meðal orðið af forlíkuninni.
Svo eru vér nú sendiboð af Krists álfu því að Guð áminnir fyrir oss. Þar fyrir biðjum vér yður fyrir Kristum. Látið forlíka yður við Guð því hann hefir þann sem af öngri synd vissi fyrir oss að synd gjört upp á það vér yrðum það réttlæti sem fyrir Guði dugir.
Sétti kapítuli
[breyta]En vér áminnum yður svo sem meðhjálpara það þér meðtakið ekki Guðs náð til ónýtis. Því hann segir: Í þægan tíma heyrða eg þig, og á degi hjálpræðisins hjálpaði eg þér. Sjáið, nú er sá þægilegi tími, nú er dagur hjálpræðisins. Látum oss því gefa öngum hindran upp á það vort embætti verði eigi lastað, heldur augsýnum oss sjálfa í öllum hlutum svo sem Guðs þénara.
Í mikilli þolinmæði, í harmkvælum, í háskasemdum, í þyngslum, í húðstrokum, í fjötrum, í upphlaupum, í erfiði, í vöku, í föstu, í hreinlífi, í viðurkenning, í biðlundargæði, í hógværi, í helgum anda, falslausum kærleika, sannleiksins orði, í Guðs krafti, fyrir herklæði réttlætisins til hægri og vinstri handar, fyrir vegsemd og vansemd, fyrir vanrykti og gott rykti, svo sem falsarar og þó sannarlegir, svo sem ókunnigir og þó kunnigir, líka svo sem þeir eð deyja, og sjáið, það vér lifum, svo sem hegndir og eigi líflátnir, svo sem syrgjendur, þó jafnan glaðir, svo sem volaðir, en þó sá margan auðgar, líka sem þeir eð ekkert hafa og þó eignast alla hluti. *
Ó, þér í Korintíu, vor munnur hefir sig opnað til yðar. Vort hjarta er glatt. Vorra vegna þurfi þér ekki tvistir að vera. En það þér eruð tvistir, það gjörið þér út af hjartgróinni meiningu. Við yður tala eg svo sem við börn mín að þér hegðið yður svo og einninn viður mig og séuð líka glaðir.
Togið ekki okið meður vantrúuðum. Því að hverja hluttöku hefir réttlætið með ranglætinu? Eða hvert samlag hefir ljósið við myrkrin? Eða hverja samtengd hefir Kristur við Belíal? Eða hvert hlutskipti hefir trúaður með vantrúaðum? Hverja samlíking hefir Guðs musteri við skurgoðahús? En þér eruð musteri Guðs lifanda eftir því sem Guð segir: Eg man byggja í þeim og ganga þeirra á meðal, eg man og vera þeirra Guð, og þeir skulu minn lýður vera. Þar fyrir gangið út frá þeim og fráskiljið yður, segir Drottinn. Og snertið ekki það óklárt er, þá mun eg meðtaka yður og vera yðar faðir, og þér skuluð vera mínir synir og dætur, segir Drottinn almáttugur.
Sjöundi kapítuli
[breyta]Á meðan vér höfum nú þvílík fyrirheit, kærustu vinir, þá förum til og hreinsum oss af allri saurgan holdsins og andans og áfram förum meður helguninni í guðshræðslu. Höndlið oss. Öngum gjörðu vér mein, öngum gjörðu vér skaða, öngvan drógu vér á tálar. Þetta segi eg ekki yður til fordæmingar. Því að eg hefi áður sagt það þér eruð í voru hjarta samt til að deyja með og að lifa með. Glaður tala eg við yður, mörgu hrósa eg af yður. Uppfylltur em eg hugganar, yfirgnæfanlegur em eg í allri vorri hryggðan. Því þá vér komum í Makedónía, hafði vort hold öngva ró, heldur í öllu liðu vér hryggðan, hið ytra í baráttu, hið innra í óttablendni. En Guð, sá er huggar lítilmagnana, hann huggaði oss fyrir tilkomu Títi.
En eigi alleinasta fyrir hans tilkomu, heldur einninn fyrir þá huggan þar hann var af yður meðhuggaður, kunngjörandi oss yðra forlenging, yðvarn ekka, yðra kostgæfni um mig svo að eg gleð mig enn meir. Því það eg hryggða yður fyrir bréfið, iðrar mig ekki. Og þótt mig iðraði það, kann vera fyrst að eg sé að það bréf hefir aðeins um stundarsakir hryggt yður, svo gleð eg mig nú þó, eigi af því það þér voruð hryggvir, heldur það þér voruð hryggvir til iðranar. Því að þér eruð guðlega hryggvir vorðnir svo að þér fenguð öngvan skaða af oss í neinu. Því að guðleg hryggðan verkar iðran til hjálpræðis þá er öngvan iðrar, en þessa heims hryggðan verkar dauða.
Sjáið, það þér eruð guðlega hryggvir vorðnir, hverja alúð það hefir með yður verkað, þar að auk forsvar, heift, ótta, forlengtan, vandlætan, hefnd. Og í öllum hlutum þá hafi þér auðsýnt yður að þér eruð skírir þess verks. Fyrir því þó að eg skrifaði yður, þá er það ekki hans vegna skeð, sem reitingina framdi, og ekki hans vegna, sem reittur er, heldur þess vegna það yðar kostgefni við oss opinber yrði hjá yður fyrir Guði. Af því þá erum vér vorðnir huggaðir það þér eruð huggaðir. En þó höfum vér enn yfir allt fram glatt oss meir yfir fögnuði Títi því að hans andi er á nýju endurnærður til allra yðar. Því hvað eg hefi hrósað af yður fyrir honum, í því verð eg eigi vanvirtur, heldur líka svo sem að allt það er sannleiki hvað eg hefi við yður talað, svo er og einninn vor hrósan hjá Títo sannleikur vorðinn. Og honum er af hjarta öldungis vel til yðar þá er hann hugleiðir hlýðni allra yðarra, hverninn þér hafið af ótta og skjálfta hann meðtekið. Eg gleð mig og það eg má alls góðs til yðar treysta.
Áttandi kapítuli
[breyta]Eg kunngjöri yður, kærir bræður, þá Guðs náð, sem gefin er safnaðinum í Makedónía, því að þeirra fögnuður var þá yfirgnæfanlegur. Þann tíð þeir urðu fyrir mörg harmkvæli reyndir og þótt að þeir voru næsta fáskrúðaðir, þá hafa þeir þó ríkulega gefið í öllum einfaldleik. Því að eftir öllu megni (það vitna eg) og yfir megn fram voru þeir sjálfviljugir og beiddu oss með mörgum áminningum það vér meðtækjum þá góðgjörð og samlag nauðþurftarinnar, sem þeim heilögum veittist, og eigi sem vér vonuðum, heldur gáfu þeir í fyrstu sjálfa sig Drottni og oss eftir það fyrir Guðs vilja sakir það vér hlutum að áminna Títum eftir því hann hafði áður upphafið, svo skyldi hann og fullenda slíka velgjörð yðar á milli.
En líka sem þér yfirgnæfið í öllum greinum, í trúnni, í orðum, í viðurkenningunni og í allri kostgæfni og í yðrum kærleika til vor, svo afrekið einninn það þér yfirgnæfið og í þessari velgjörð. Eg segi ekki sem bjóði eg það, heldur á meðan það að hinir aðrir eru svo kostgæfnir, þá reyni eg yðvarn kærleika hvort hann er af réttum huga í því þér vitið náð vors Drottins Jesú Kristi, þá, Þótt hann væri ríkur, varð hann þó volaður yðar vegna upp á það þér yrðuð fyrir hans fátækt auðugir. Og mína ráðþægni gef eg í þessu því að þetta er yður nytsamlegt. Þér sem upp hafið byrjað fyrir tólf mánuðum eigi einasta gjörninginn, heldur jafnvel viljann, því fullkomnið nú og einninn gjörninginn upp á það líka sem að þar er hneigilegur hugur til viljans svo sé þar og einninn hneigilegur hugur til gjörningsins af því sem þér hafið til. Því fyrst hann er góðviljaður, þá er hann þakknæmur eftir því sem hann hefir til, en eigi eftir því hann hefir ekki.
Eigi sker það í þá meining það aðrir hafi hvíld, en þér hrelling, heldur að það sé líka svo að yðar gnægð þjóni þeirra þurft í þessari hallæristíð upp á það að þeirra gnægð eftir á þjóni yðvarri þurft og það ske hvað líkt er, sem að skrifað er: Þann er miklu safnaði hafði ekkert afgangs, og sá er litlu safnaði, hann hafði öngvan brest. En Guði sé þakkir sem slíka fyrirhyggju hefir gefið í hjarta Títi til yðar. Því að hann meðtók að sönnu þá áminning, en með því hann var svo mjög kostgæfinn er hann af sínum eigin vilja til yðar farinn.
En vér sendum með honum vorn bróður, þann er lof hefir í evangelio um allar samkundur. Og eigi alleinasta það, heldur er hann einninn skikkaður út af samkundunum oss til förunauts til þessarar velgjörðar, sem fyrir oss verður saman söfnuð Drottni til sæmdar, og að gæta þess það enginn mætti eftir oss segja nokkuð vont slíkrar auðigrar næringar hálfu, sem fyrir oss verður saman dregin, og vakta að það færi sæmilega, eigi alleinasta fyrir Drottni, heldur einninn líka fyrir mönnum.
Svo höfum vér og sent með þeim bróður vorn, þann vér höfum oft reynt í mörgum greinum það hann sé kostgæfinn, en nú miklu kostgæfnari. Og vér höfum mikið traust á yður, sé það Títus vegna (sem er minn lagsmann og hjálparmaður yðar á milli) eður vegna vorra bræðra (hverjir að eru postular samkundanna og dýrðar Krists) fyrir því hafið í ljósi auðsýning yðvars kærleika og vorrar hrósanar um yður viður þessa einninn í augliti safnaðanna.
[Níundi kapítuli]
[breyta]Því af þessari næringarbjörg, sem þeim heilögum sker, er mér eigi þörf á að skrifa yður til um því að eg veit yðvarn góðan vilja, hvar af eg hrósa hjá þeim úr Makedónía og segi það Akkaia er fyrir tólf mánuðum reiðubúin. Og yðart eftirdæmi hefir marga til knúið. En eg hefi af því þessa bræður hingað sent svo það vor hrósan út af yður yrði ei að öngu í þeirri grein og þér séuð reiðubúnir líka svo sem að eg hefi sagt út af yður svo að ef þeir úr Makedónía kæmu meður mér og fyndi yður óviðurbúna svo vér (eg vil eigi segja þér) verðum ekki skammaðir með slíkri hrósan.
En eg hefi álitið það fyrir nauðsyn að áminna bræðurna það þeir færi fyrst til yðar að reiðubúa þessa áðurlofaða blessan það hún sé til reiðu svo sem það sé blessan, en engin ágirni. En eg segi það hver hann sáir sparlega, sá mun sparlega uppskera, og hver hann sáir niður í blessanum, sá mun og einninn í blessanum uppskera, hver einn eftir sínu hugboði, eigi meður óvilja eður kúgan því að hýran gjafara hefir Guð sér kæran.
Því Guð er máttugur að gjöra það allsháttuð náð sé gnógleg meðal yðar svo að þér hafið allsgnægð í öllum hlutum og yfirgnæfið í öllum góðum verkum. Svo sem að skrifað er: Hann útdreifði og gaf fátækum, hans réttlæti blífur um aldir alda. En sá er sæðið gefur kornsæðaranum, sá mun og gefa brauðið til fæðslunnar, hann mun og margfalda yðvart sæði og aukast láta frjóvgan yðvars réttlætis það þér séuð auðugir í öllum hlutum með allan einfaldleik sem fyrir oss verkar þakkargjörð Guði. *
Því að sú næringarstoð þessarar bjargar uppfyllir ekki alleinasta þá nauðþurft heilagra, heldur yfirgnæfir einninn í því það margir þakka Guði fyrir þessa vora trúa þjónustu og prísa Guð yfir yðvarri hlýðugri viðurkenningu Krists guðsspjalla og yfir yðvarri einfaldlegri hjálparstoð til þeirra og til allra og yfir þeirra bænum fyrir yður, hverja að forlengir eftir yður fyrir sakir þeirrar yfirgnæfanlegrar Guðs náðar í yður. En Guði sé þakkir fyrir sína óumræðilega gáfu.
Tíundi kapítuli
[breyta]En eg, Páll, beiði yður fyrir góðgirnd og hógværi Krists, sá sem að í nálægð er lágur yðar á milli, en í fjarska em eg þanninn djarfur við yður. Því bið eg yður það mér sé ekki þörf nálægum djarflega að höndla og þá djörfung frammi hafi sem mér verður til lögð viður suma þeir oss akta sem gengu vér eftir holdsins plagsið. Því þótt vér göngum í holdinu, þá skríðum vér þó eigi eftir holdlegum plagsið því að herskrúði vors riddaraskapar er eigi holdlegur, heldur máttugur fyrir Guði til niðurbrots þeirri staðfestu, hvar með vér niður brjótum þá ásetning og alla hæð sem að sig upp hefur í gegn Guðs viðurkenningu og að herfangi tekur alla skynsemd undir Krists hlýðni og erum reiðubúnir að hefna allrar óhlýðni þá er yðar hlýðni er uppfyllt. Dæmi þér eftir áliti.
Treystir nokkur þar upp á það hann sé Krists, þá þenki sá einninn þetta hjá sjálfum sér, það líka sem að hann heyrir Kristi til, svo heyru vér einninn Kristi til. Og þó að eg hrósaði mér nokkuð framar út af þeirri vorri makt sem Drottinn hefir oss gefið yður til betrunar og ekki til fordjörfunar, þá munda eg þó ekki til skammar verða. En þetta segi eg upp á það þér látið yður ei þykja sem hefða eg viljað skelfa yður með bréfum. Því að þau bréfin (segja þeir) eru þung og sterk, en nálægð líkamans er veik og málið forsmánarlegt. Hver þess konar er, hann þenki það líka sem vér erum með orðin í bréfunum í fráverunni, svo dirfunst vér einninn að vera með gjörninginum í nálægðinni.
Því að vér dirfunst ekki að reikna oss eður telja meðal þeirra sem sig sjálfir lofa. En með því þeir meta sig hjá sjálfum sér og halda svo einasta nokkuð út af sér sjálfum, þá undirstanda þeir ekkert. En vér hrósum oss ekki yfir mál fram, heldur alleinasta eftir skammti þeirrar reglu þar eð Guð hefir oss þann skammt með afmetið: Að geta náð einninn allt til yðar. Því að vér fórum ekki of langt í frá svo sem að hefðu vér eigi náð getað allt til yðar. Því vér erum komnir allt til yðar meður Krists guðsspjöllum og hrósum oss ekki fram yfir það mál í annarlegu erfiði og vonum nú nær yðar trú frjóvgast í yður það vér munum víðara komast eftir vorri reglu og predika einninn þetta evangelium þeim sem hinumegin yðar búa og hrósa oss ekki í því sem með annarlegri reglu er tilbúið.
Ellifti kapítuli
[breyta]En hver sér hrósar, sá hrósi sér í Drottni. Því fyrir það er enginn reyndur það hann lofar sig sjálfur, heldur það Drottinn lofar hann. Gæfi Guð þér þylduð mér litla eina fávisku til góða, að sönnu þolið þér mér hana til góða. Því eg vanda um við yður með guðlegu vandlæti því að eg hefi fastnað yður einum manni svo að eg í hendur selda Kristi skírlífa mey. En það óttunst eg að líka sem höggormurinn tældi Evu með sinni fláræði, svo líka megi og fordjarfast yðar hugskot og af falla í frá þeim einfaldleik, sem að er í Kristo, í því ef sá sami, sem til yðar kemur, predikaði einn annan Jesúm, þann vér höfum ei predikað, eða ef þér meðtækið annan anda, þann þér höfðuð ekki meðtekið, elligar annað evangelium, það þér höfðuð ekki meðtekið, þá umliðu þér þá réttlega.
Því að eg held það eg sé eigi minni heldur en þeir hinir æðstu postular eru. Og þótt eg sé fáfróður í málinu, þá em eg þó eigi fáfróður í viðurkenningunni því eg em hjá yður öldungis vel kenndur. Eða hefi eg syndgast í því það eg minnkaða mig svo að þér upphefðust því að eg hefi kunngjört yður þetta evangelium fyrir ekkert? Og því hefi eg svipt aðrar samkundur og verðlaunin frá þeim tekið, það eg predikaði yður. Og þann tíð eg var hjá yður nálægur og mig skorti, var eg öngum þungur því mína nauðþurft uppfylltu þeir bræður sem komu af Makedónía. Og í öllum hlutum gætta eg mín að vera utan þyngsla við yður, og svo vil eg gæta mín héðan í frá.
Því svo sannarlega sem Krists sannleikur er í mér, þá skal mér þessi hrósan í héruðum Akkaia ekki tilstífld verða. Hverninn þá það? Að eg skylda eigi elska yður? Guð veit það. En hvað eg gjöri og vil gjöra, það gjöri eg fyrir það að eg afkvisti þeim það tilefni, sem tilefnis fara á leit, það þeir mættu hrósa sér að þeir sé svo sem vér. Því að þess háttar falspostular og sviksamlegir erfiðismenn umvenda sér til Krists postula. Og það eru eigi undur því sjálfur andskotinn umsnýr sér stundum til ljóssins engils. Fyrir því er það eigi mikils vert þótt hans þénarar umvendi sér einninn til réttlætisins predikara, hverra endalok munu verða eftir þeirra verkum.
Eg segi nú enn aftur það enginn meini það eg sé fávís. En ef eigi þá meðtakið mig sem annan fávísan svo það eg hrósi mér einninn nokkuð lítið. Hvað eg tala nú, það tala eg eigi svo sem í Drottni, heldur svo sem í fávisku. Með því vér erum í hrósunina komnir, að því margir hrósa sér eftir holdinu, vil eg einninn hrósa mér því að þér umlíðið gjarnan fáfróða með því þér eruð sjálfir vitrir. Þér umlíðið þótt nokkur hneppi yður í þrælkan, þótt nokkur skammyrði yður, þótt nokkur taki frá yður, þótt nokkur hrokist upp við yður, þótt nokkur slái yðra ásjánu. Þetta segi eg eftir óvirðing svo sem að væru vér breyskvir vorðnir.
Í hverju helst sem það nokkur er djarfur (eg tala í heimsku), þá em eg einninn djarfur. Þeir eru ebreskir, eg einninn. Þeir eru Íraelíti, eg einninn. Þeir eru Abrahams sæði, eg einninn. Þeir eru Krists þénarar (eg tala heimskulega). Eg em miklu framar. Eg hefi meir erfiðað, eg hefi meiri högg liðið, eg em oftar fanginn verið, oftar í dauðans hættu. Af Gyðingum hefi eg fimm sinnum féngið xl slög einu færra, þrisvar sinnum em eg húðstrýktur, einu sinni grýttur, þrisvar hefi eg skipbrot liðið, dag og nótt var eg í sjávardjúpi. Oft þá hefi eg í ferðum verið, eg em verinn í háskasemdum til vats, í háskasemdum meðal morðingja, í háskasemdum millum Gyðinga, í háskasemdum meðal heiðinna, í háskasemdum í borgum, í háskasemdum á eyðimörku, í háskasemdum á sjó, í háskasemdum meðal falskra bræðra, í eymdum og erfiði, í miklum vökum, í hungri og þorsta, í miklum föstum, í kulda og klæðleysi.
Fyrir utan það sem hið innra kann við að bera, einkum það eg daglega verð yfirrunninn, berandi áhyggju fyrir öllum söfnuðum. Hver er veikur og að eg verði eigi veikur? Hver verður svo hneykslaður að eg stikna ekki? Ef eg skal þó hrósa mér, þá vil eg hrósa mér míns breyskleika. Guð og faðir vors Drottins Jesú Kristi, sá blessaður er um aldir, veit það eg lýg ekki að til Damasko það landstjórnari konungsins Areta lét geyma borgina Damaskum og vildi láta grípa mig. Og eg varð látinn út um vindaugað í ofan fyrir múrinn og svo flýða eg úr hans höndum.
Tólfti kapítuli
[breyta]Þó að hrósunin sé mér ekki nytsamleg, þá vil eg þó koma við sjónirnar og opinberingar Drottins. Eg þekki mann í Kristo. Fyrir fjórtán árum var hann í líkamanum? Það veit eg eigi. Eða var hann utan líkama? Veit eg eigi. Guð veit það. Sá sami varð rykktur allt upp í hinn þriðja himin. Og eg þekki glöggt þann mann - hvort hann var í líkama eður utan líkama, veit eg eigi, Guð veit það -hann varð upp rykktur í Paradís og heyrði óumræðileg orð, þau sem enginn mann fær út talað. Af þessu vil eg mér hrósa, en af sjálfum mér til vil eg eigi hrósa mér nema einasta míns breyskleika. Og þótt að eg vilda mér hrósa, gjörða eg ekki fyrir það fíflslegana því að eg vil segja sannleikinn. En eg sporna við því þar fyrir það enginn haldi mig æðra en svo sem hann á mér sér eða af mér heyrir.
Og svo að eg stæri mig ekki af mikilleik þessara opinberinga er mér gefinn %fleinn í holdið, einkum andskotans eyrindreki, hver mig með knefum slær upp á það eg stæri mig ekki, um hvað eg hefi beðið Drottin þrisvar það hann víki í burt frá mér, og hann sagði til mín: Lát þér nægja mína náð því að minn kraftur er í breyskum máttugur. Fyrir það vil eg sem fegnastur hrósa mér míns breyskleika svo að kraftur Krists byggi meður mér. * Fyrir því em eg góðhugaður í breyskleikum, í vanvirðingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum Krists vegna. Því nær eg em breyskur, þá em eg öflugur.
Eg em fífl vorðinn af þeirri hrósan. Þar hafi þér þvingað mig til. Því að eg skylda lofast af yður af því að eg em öngvan mun minni en hinir æðstu postular hverninn þó að eg sé ekkert af því þar eru postulateikn gjörð yðar á milli í allri þolinmæði, í táknum, í stórmerkjum og kraftaverkum. Því í hverju er það að þér eruð minni háttar en aðrar samkundur nema alleinasta í því það eg veitta yður eigi sjálfur neinn þunga? Fyrirlátið mér þann glæp. Sjáið, eg em reiðubúinn í þriðja sinn að koma til yðar, og eg vil eigi vera yður þungur að því eg spyr eigi eftir yðru, heldur að yður. Því börnin eiga öngvar nægtir foreldrunum saman að draga, heldur foreldrarnir börnunum.
En eg vil sem fegnastur gefa mig út og útgefinn verða fyrir yðrar sálir hversu sem eg elska yður mjög og eg þó lítt elskaður verð. En látið svo vera það eg hafi ekki gjört yður þyngsl, heldur með því eg var slægur, veidda eg yður með slægðum. En hefi eg nokkurn á tálar dregið fyrir einhvern þeirra sem eg senda til yðar? Eg áminnta Títum og sendi með honum einn bróður. Hefir Títus nokkuð tælt yður? Höfu vér ekki í einum anda og í sömu fótsporum gengið? Látið yður nú þykja aftur það vér forsvörum oss við yður. Vér tölum í Kristo fyrir Guði.
En allt þetta sker yður, mínir kærustu, til betranar. Því eg óttunst, ef að eg kem, það eg finni yður ekki svo sem að eg vil og þér finnið mig ekki einninn sem þér viljið svo þar sé ekkert hat, agg, reiði, þræta, bakmælgi, kvis, hrokaskapur og órói yðar á milli svo að þá er eg kem það Guð niðurlægi mig enn aftur að nýju hjá yður og eg hljóti ekka að líða yfir mörgum þeim er áður höfðu syndgast og öngva yfirbót gjörðu fyrir þann óhreinleik, hóranir og óráðvendi sem þeir hafa framið.
Þrettándi kapítuli
[breyta]Komi eg í þriðja sinn til yðar, svo skal í tveggja eður þriggja votta munni standa öll málaferli. Eg sagða yður það áður fyrir, og eg segi yður það fyrirfram svo sem nálægur í annað sinn og skrifa yður það nú til fjarlægur sem áður til forna höfðu syndgast og öllum hinum öðrum: Því ef eg kem aftur í annað sinn, vil eg eigi spara af því þér leitið eftir það þér einnhvern tíma verðið varir þess sem í mér talar, einkanlega Krists sem ekki er breyskur yðar í milli, heldur máttugur er meðal yðar. Og þótt hann sé krossfestur í breyskleika, þá lifir hann þó af Guðs krafti. Og þó að vér séum einninn breyskvir í honum, þá lifum vér þó með honum í Guðs krafti meðal yðar.
Reynið yður sjálfir hvort þér eruð í trúnni. Reynið yður sjálfir eða þekki þér ekki sjálfir yður það Jesús Kristur er í yður? Nema það sé að þér séuð gæskulausir. En eg vona að þér þekkið það vér erum eigi gæskulausir. En eg bið þess Guð að þér hafist ekkert vont að, eigi upp á það að vér sýnunst gæskufullir, heldur upp á það þér gjörið hið góða og vér séum svo sem þeir hinir gæskulausir. Því að vér megum ei nokkuð í gegn sannleikanum, heldur fyrir sannleikinn. Því gleðju vér oss, þá vér erum breyskir, en þér eruð máttugir. Og það sama æskjum vér einninn, einkum yðra algjörvi, hvar fyrir eg skrifa slíkt fráverandi svo að eg þurfi ekki, þá eg em nálægur, harðindi fram að hafa eftir þeirri makt sem Drottinn hefir mér til betrunar, en ekki til fordjörfunar gefið.
Hvað að auk er, góðir bræður, gleðjið yður. Verið fullkomnir, hugstyrkið yður, verið samlyndir, verið friðsamir. Þá man Guð friðarins og ástseminnar vera með yður. Heilsið hver öðrum innbyrðis með heilögum kossi. Yður heilsa allir helgir. Náð vors Drottins Jesú Kristi og Guðs kærleiki og samtenging heilags anda sé með yður öllum. Amen.
Sá annar pistill til þeirra í Korintíu, sendur frá Filippen í Makedónía fyrir Títon og Lúkam.