Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Annar s. Páls pistill til Tímóteo

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli[breyta]

Páll postuli Jesú Kristi fyrir Guðs vilja að predika fyrirheitið lífsins í Kristo Jesú.

Mínum elskulega syni, Tímóteo.

Náð, miskunn, friður af Guði föður og Kristo Jesú, vorum Drottni.

Eg þakka Guði, þeim eg þjóna í frá langfeðgum mínum í hreinnri samvisku, það eg óaflátanlega minnunst þín í mínum bænum dag og nótt og það mig forlengir eftir þig að sjá (nær eg hugleiði þín tárföll) upp á það eg uppfylltist fögnuði, íhugandi þá flekklausa trú sem í þér er og áður fyrri byggði með þinni ömmu, Laide, og með þinni móður, Evnike, eg em þess fullviss það einninn með þér.

Hvar fyrir eg áminni þig það þú uppvekir þá Guðs gjöf, sem í þér er, fyrir upplegging minna handa. Því að Guð hefir ekki gefið oss hræðslunnar anda, heldur sannleiksins og kærleiksins og bindindis. Fyrir því skammast þín ekki vors Drottins vitnisburðar né míns, hans bandingja, heldur meðþolugur vert evangelio svo sem að eg eftir Guðs krafti þeim oss hefir hjálplega gjört og kallað með heilagri kallan, ekki eftir vorum verkum, heldur eftir sinni fyrirhyggju og náð, hver oss er gefin í Kristo Jesú fyrir ver en nú opinberuð fyrir auglýsing vors lausnara, Jesú Kristi, sá sem dauðann hefir af skafið, en lífið og ódauðleikinn í ljós leitt fyrir evangelium, í hvert eg em settur predikari, postuli, lærari heiðinna þjóða, hvers vegna er eg líð þetta. En eg skömmunst mín þess ekki því að eg veit á hvern eg trúi og em fullviss það hann kann það að varðveita hvað mér er tiltrúað allt til hins sama dags.

Hegða þér eftir fyrirmynd þeirra heilsusamlegra orða sem þú hefir heyrt af mér út af trúnni og kærleiknum í Kristo Jesú. Það hið góða sem þér er tiltrúað, það varðveit fyrir heilagan anda sem í oss byggir. Því að þú veist það þeir hafa allir frásnúist mér sem í Asía eru, meðal hverra er Fýgelus og Hermogenes. Drottinn gefi miskunn heimkynni Ónesifori því að hann hefir oftsinnis mig endurnært, og af minni járnviðju hefir hann ekki sér feilað, heldur þá hann var í Róm, leitaði hann mín sem innilegast og fann mig. Herrann gefi honum það hann finni miskunn hjá Drottni á þeim degi. Og í hversu mörgu hann hefir mér þjónustu veitt til Efeso, það veist þú allra best.

Annar kapítuli[breyta]

Svo styrk þig nú, son minn, í náðinni sem er fyrir Kristum Jesúm. Og í því sem þú hefir af mér heyrt fyrir marga vitnisburða, bífala það trúuðum mönnum, þeim sem tilhæfilegir eru að læra aðra. En þú vert herkinn sem góður kappi Jesú Kristi. Enginn stríðsmanna samblandar sig neinum næringarafla upp á það hann þókknist þeim hinum sama sem meðtók hann. Og þótt nokkur berjist, verður hann ekki jafnsnart kórónaður nema hann berjist réttlega. En sá akurkallinn, sem akurinn erjar, skal fyrstur neyta af ávextinum. Merk hvað eg segi. En Drottinn mun gefa þér skilning í öllum hlutum.

Haf í minni Jesúm Kristum, hver upp aftur er risinn í frá dauðum út af sæði Davíðs eftir mínu evangelio, yfir hverju eg kveljunst allt til bandanna sem illvirki. En Guðs orð eru ekki bundin. Fyrir því allt hvað eg þoli, það er sakir útvaldra upp á það þeir öðlist einninn hjálpræðið í Kristo Jesú með eilífri dýrð.

Þetta er sannarlega satt: Því ef vér deyjum með, þá munu vér með lifa. Þolu vér, svo munu vér með ríkja. Ef vér afneitum, þá mun hann einninn afneita oss. Trúum vér ekki, þá blífur hann þó trúfastur því hann kann ekki sér sjálfum að afneita. Þetta áminn þú og vitna fyrir Drottni það þeir hafi ekkert orðgjálfur, hvert öngu neytt er nema til fráhverfingar þeim sem til heyra.

Kostgæf að auðsýna þig Guði réttlegan og óstraffanlegan verkmann, sá er rétt í sundur klýfur orðið sannleiksins. Fáfengilegt hégómahjal flý þú því að það styrkir mikið til óguðlegs athæfis, og þeirra orð þá eta um sig líka sem annar krabbi, meðal hverra er Hýmeneus og Fíletus, hverjir sannleiknum hafa frávillst, segjandi upprisuna skeðna vera og hafa svo sumra trú umsnúið.

En styrk Guðs grundvallan stendur stöðug, hafandi þetta merki það Drottinn kenni þá sem að hans eru og að hver sá fráskiljist ranglætinu sem ákallar nafn Kristi. En í stóru húsi eru ekki alleinasta kerin af gulli og silfri, heldur einninn af tré og leiri, sum til heiðurs, sum til vanæru. Og ef að nokkur hreinsar sig í frá þvílíkum, sá man vera heilagt ker húsherranum til heiðurs hantéranda og til alls góðs verks reiðubúið.

Flý þú girndir æskunnar, en eftir fylg réttlætinu, trúnni, kærleiknum, friðinum með þeim öllum sem ákalla Drottin af hreinu hjarta. En fávíslegar og vanvirðilegar spurningar flý þú því að þú veist að þær ala þráttanir. En þjónustumanni Drottins tilheyrir ekki að þrátta, heldur vingjarnlegum að vera við alla og kenningasömum, sá er vonda umliðið getur með hógværi og straffa þá sem þrálátir eru ef að Guð gæfi þeim eitthvað sinn yfirbót sannleikinn að viðurkenna og endurvitkaðir verða úr djöfulsins snöru, af þeirri þeir herleiddir eru til hans vilja.

Þriðji kapítuli[breyta]

En það skaltu vita það á síðustum dögum tilstanda háskasamlegar tíðir. Því að þeir menn munu verða sem eru sérgóðir, ágjarnir, mikillátir, dramblátir, háðgjarnir, foreldrunum óhlýðugir, óþakklátir, óguðlegir, óhýrlegir, ófriðsamir, spélnir, lostasamir, manndyggðarlausir, svikulir, illúðlegir, hrokafullir, þeir eð meir elska munaðlífi en Guð, hverjir eð hafa yfirlit guðlegs athæfis, en þess krafti afneita þeir. Forðast þú slíka. Af þessum eru og þeir sem læðast hér og hvar í húsum og að herfangi leiða kvendiskornin, hlaðnar af syndum og með margvíslegar girndir fjatraðar eru, lærandi jafnlega, en geta þó aldregi til sannleiksins viðurkenningar komist.

Eins álíka sem þeir Jannes og Jambres mótstóðu Moyses, svo mótstanda þessir einninn sannleiknum, eru menn fordjarfaðs hugskots, torveldir til trúarinnar og komast eigi framar áleiðis. Því að þeirra fíflska mun augljós verða hverjum manni líka sem einninn það hinna var. En þú hefir reynt minn lærdóm, minn vana, mína fyrirætlan, mína trú, mitt langlundargeð, minn kærleika, mína þolinmæði, mínar ofsóknir, mínar hrakningar, þær eð mér tilféllu í Antiokkia, í Íkonía, í Ístran, hverja ofsókn eg leið þar og út af öllum hefir Drottinn mig frelsað. Og allir þeir sem guðlega vilja lifa í Kristo Jesú, þeir hljóta ofsókn að líða. En hinir vondu menn og svikarar framleiðast æ til hins verra því að þeir villa og verða villtir.

En þú, staðnæmst í því sem þú hefir lært og þér er til trúað af því þú veist af hverjum þú hefir lært. Með því þér er kunnug heilög ritning allt í frá barndómi, getur þú sjálfur leiðrétt fyrir þér til hjálpræðisins fyrir trúna á Jesúm Kristum. Því að öll ritning, guðdómlega innblásin, er nytsamleg til lærdóms, til umvandanar, til betrunar, til leiðréttingar í réttlætinu svo að Guðs maður sé algjör, til alls góðs verks hæfilegur.

Fjórði kapítuli[breyta]

Svo vitna eg nú fyrir Guði og Drottni Jesú Kristo, sá sem að koma skal til að dæma lifendur og dauða með sinni auglýsing og sínu ríki. Predika þú orðið, halt að hvort það sker í haglegan tíma eða óhaglegan. Straffa, ógna, áminn með allri þolinmæði og kenningu. Því að sá tími mun koma það þeir munu ekki umlíða heilsusamlegan lærdóm, heldur munu þeir eftir sínum eiginlegum fýsnum samanhrúga sér sjálfum lærendur eftir því þeim eyrun klæja og munu eyrunum í frá sannleiknum venda og sér snúa til lygi. En þú, vert skírlífur og herkinn í hrakningunum, gjör verk guðsspjalllegs predikara og útlykta þitt embætti virðulega.

Því að eg verð snart fórnfærður, og tími minnar burtfarar til stendur. Eg hefi góða hildi háið, eg hefi hlaupið fullkomnað, eg hefi trúna geymt. Og nú héðan í frá er mér til lögð kóróna réttlætisins sem að Drottinn, hinn réttláti dómari, mun mér á þeim degi gefa. En eigi alleinasta mér, heldur jafnvel öllum þeim sem hans tilkomu elska. Legg kapp á að koma til mín sem skjótast.

Því að Demas hefir mig yfirgefið, elskandi þennan heim, og er burt farinn til Tessaloniam, Kreskens í Galatiam, Títus í Dalmatiam, Lúkas er einn saman hjá mér. Markús tak til þín og haf með þér því að hann er mér nytsamlegur til þjónustu. Týkikon hefi eg til Efeso sent. Þann möttul, sem eg lét eftir til Tróada hjá Karpo, haf með nær þú kemur og svo bækurnar, en einkum það bókfelli. Alexander járnsmiður hefir auðsýnt mér margt vont. Drottinn ömbuni honum eftir sínum verkum, fyrir hverjum vakta þú þig einninn því að hann hefir mjög í móti staðið vorum orðum.

Í mínu fyrsta forsvari stóð enginn hjá mér, heldur yfirgáfu þeir mig allir. En eigi sé þeim það til átölu því Drottinn stóð hjá mér og styrkti mig upp á það sú predikan fyrir mig staðfestuð yrði svo að það allir heiðingjar heyrðu. Og eg em frelsaður af gini leónsins. En Drottinn mun frelsa mig af öllu illu og hjálpa til síns himneska ríkis, hverjum að sé dýrð um aldur og ævi. Amen.

Heilsa þú Priskan og Akvílam og heimkynni Ónesifori. Erastus bleif til Korintíu, en Trófínon lét eg eftir til Míleto sjúkan. Haf kapp á það þú komir til mín fyrir veturinn. Þér heilsa Evbúlus og Púd allir bræður. Drottinn Jesús Kristus sé með þínum anda. Náðin sé með þér. Amen.

Hinn annar pistill til Tímóteo skrifaður í frá Róm þá er S. Páll var í annað sinn hafður fyrir keisarann Nero.