Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir hinn annan S. Péturs pistil
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir hinn annan S. Péturs pistil)
Þessi pistill er mót þeim skrifaður sem það meina að kristileg trúa megi án góðra verka vera. Fyrir því áminnir hann þá það þeir reyni sig fyrir góð verk og verði svo fullgjörðir í trúnni, líka svo sem það út af ávextinum þekkist tréið og uppbyrjar svo síðan þar eftir á evangelium að prísa í gegn mannalærdómum og það vér skulum alleinasta það heiðra, en öngva mannalærdóma, með því hann segir að þar sé eigi nokkurn tíma neinn spádómur skeður af mannsins vilja.
Fyrir því varar hann við í öðrum kapítula fyrir þeim fölskum eftirkomandi lærurum er með verkin umganga og þar fyrir Kristi afneita og straffar þá hina sömu harðlega með ógnunarlegum eftirdæmum og þá svo réttilega afmálað og tilmyndað meður þeirra ágirndum, drambsemi, hæðni, frillulifnaði, hræsni svo að þreifa má að hann meinar hina andlegu stétt á þessum tímum sem alla veröld hefir með sinni ágirnd sólgið og eitt sjálfrátt, holdlegt, veraldlegt líferni háðulega framið.
Í hinum þriðja lærir hann og gefur að skilja það hinn efsti dagur muni bráðlega koma, og þó að það þyki fyrir mönnum þúsund ár vera, þá er það þó fyrir Guði svo sem einn dagur, og skrifar hverninn það muni tilganga á dómadegi það að allir hlutir skulu með eldi verða fortærðir. Hann spár og einninn fyrir það fólkið muni á þeirri sömu tíð næsta háðgjarnt vera og út af trúnni ekkið halda líka sem að hinir epikúrei.
En alls þá útvísar hinn fyrsti kapítuli hverninn kristnin skuli standa á tímum hins skæra Guðs evangelii. Hinn annar kapítuli útvísar hverninn hún á til reika að vera á tímum páfanna og mannanna uppsetninga. Hinn þriðji kapítuli ávísar hverninn héðan í frá muni fólkið bæði evangelium forsmá og alla aðra lærdóma og ekki neinu trúa munu. Og nú gengur það í fullri sveifing og allri makt þangað til það Kristur kemur.