Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Annar pistill s. Petrus
Höfundur: Oddur Gottskálksson
(Hinn annar S. Péturs pistill)
Fyrsti kapítuli
[breyta]Símon Petrus, þjón og postuli Jesú Kristi.
Þeim sem meður oss samlíka trú hafa hlotnað í réttlætinu því sem að Guð gefur og lausnarinn Jesús Kristus.
Náð og friður áaukist yður fyrir kynning Guðs og Jesú Kristi, vors Drottins.
Af því oss eru allsháttaðir hans guðlegir kraftar veittir, hverjir til lífsins og guðlegs lífernis henta, fyrir viðurkenning þess sem oss hefir kallað fyrir sína dýrð og dyggð, fyrir hverja hið dýrðmæta, og hið allra stærsta fyrirheit er oss veitt svo að þér fyrir það sama hluttakarar yrðuð guðlegrar náttúru ef þér flýið forgengilegar girndir veraldarinnar.
Því hafið þar alla yðar kappsmuni á og auðsýnið í yðvarri trú dyggðina, og í dyggðinni vitsmunina, og í vitsmununum hófsemina og í hófseminni þolinmæðina, og í þolinmæðinni guðræknina, og í guðrækninni bróðurlegan kærleika, og í bróðurlegum kærleika almennilega ástúð. Því ef þetta er gnóglegt hjá yður, þá mun það ekki yður iðjulausa né óávaxtarsama vera láta í viðurkenningu vors Drottins Jesú Kristi. En hann sem þetta hefir ekki, sá er blindur og forgleymir hreinsun sinna fyrru synda.
Fyrir því, kærir bræður, leggið þess meiri kappsmuni á yðra kallan og útvalning stöðugri að gjöra. Því ef þér gjörið það, munu þér eigi misfalla og mun yður svo inngangurinn gnóglegana gefinn verða í ævinlegt ríki vors Drottins og lausnarans Jesú Kristi.
Fyrir því vil eg eigi afláta að áminna yður jafnlega um þetta þó að þér vitið það og eruð styrkvir í nærveranlegum sannleika. Því að eg held það réttilegast svo lengi sem að eg em í þessu hreysi að uppvekja og á að minna yður. Því eg veit það eg hlýt snarlega mitt hreysi af að leggja að því eð Jesús Kristus hefir mér opinberað. En eg vil kapps um kosta það þér alla vega (eftir mína útför) hefðuð slíkt til minnis að halda.
Því að eigi höfum vér þeim dæmafróðum frásögum eftirfylgt þá vér gjörðum yður kunnan kraft og hingaðkomu vors Drottins Jesú Kristi, heldur höfum vér sjálfir séð hans dýrð þann tíð hann af Guði föður meðtók dýrð og heiðran fyrir raustina sem til hans skeði í mikilli dýrð þess háttar: Þessi er minn elskulegur sonur, á hverjum eg hefi þókknan. Og þessa raust heyrðu vér af himnum verða þá er vér vorum með honum upp á fjallinu helga.
Vér höfum öflugt spádómsorð. Og þér gjörið vel þér hafið þar gát á svo sem að því ljósi þar lýsir í myrkum stað þar til dagurinn birtir og morgunstjarnan upprennur í yðrum hjörtum. Og það skulu þér fyrst vita að enginn spádómur í ritninginni sker af eiginlegri útleggingu. Því að þar er eigi nokkurn tíma neinn spádómur eftir mannsins vilja framfluttur verið, heldur af heilögum anda tilknúðir hafa þeir Guðs heilagir menn talað.
Annar kapítuli
[breyta]En þar voru falsspámenn meðal fólksins. Svo munu og einninn meðal yðar verða lygisamir lærendur sem jafnframt innleiða munu háskasamlegar tvídrægnir og afneita Drottni, þeim sem þá hefir endurkeypt, og munu yfir sjálfa sig leiða snöggva glatan. Og margir munu eftirfylgja þeirra munaðlífi, fyrir hverja sannleiksvegurinn mun lastaður verða. Og fyrir ágirnd upploginna orða munu þeir á yður græða, hverra dómsáfelli þegar fyrir löngu mun eigi þrotna og þeirra fyrirdæming sæfir eigi.
Því ef Guð hefir eigi þyrmt englunum þeim sem syndguðust, heldur hefir steypt þeim meður hlekkjum myrkranna til helvítis og ofurgefið það þeir til dómsins varðveittust og hefir eigi þyrmt hinni fornu veröld, heldur varðveitti Nóha, þann réttlætis predikara, sjálfan áttanda og innleiddi svo flóðið yfir veröld hinna ómildra og hefir borgirnar Sódóme og Gómorre að ösku gjört, umturnað og fordæmt, setjandi þar með þeim ómildum eftirdæmi sem seinna meir koma munu og frelsaði hinn réttláta Lot, hverjum sá skammsamlegur lýður alla meinbægni gjörði meður þeirra saurljótu líferni. Með því hann var réttlátur og byggði á meðal þeirra svo að hann hlaut að sjá það og heyra, þá kvöldu þeir daglegana réttláta sálu meður þeirra ranglátum verkum. Drottinn kann milda úr freistninni að frelsa, en hina ranglátu að varðveita til kvalanna á dag dómsins.
En einna mest þá sem holdinu eftirfylgja og saurugum girndum og herradóminn forsmá eru dristugir, sérgóðir, eigi ægjandi tignarveldið að lasta sem þó englarnir, þeir eð meira mátt og kraft hafa, eigi borið geta þann löstunardóm í gegn sér af Drottni. En þeir eru líka sem skynlaus kvikindi, hver af náttúru eru þar til alin það þau veidd og slátruð verði. Þeir lasta það hvað þeir ekkert af vita og munu svo fyrirfarast í þeirra fortöpun og ranglætisins verðlaun þar af hljóta.
Þeir halda fyrir sælgæti daglegar kræsingar. Þeir eru óþekkt og flekkanir, bramla af yðar þurfagjöfum í sínum afvegum og rússéra út af yðru, hafa augun full hórdóma og að syndgast kunna þeir ekki að linna og ginna að sér staðlitlar sálir, hafa gegnumsmogið hjarta af ágirni, bölvanarsynir, yfirgefandi réttan veg og fara villir og eftirfylgja vegi Balam, sonar Bósor, hver að elskaði verðlaun ranglætisins. En hann hafði straffan sinnar yfirtroðningar sem var að það hið mállausa, klyfbærilega dýr talaði mannlegri raust og aftraði svo spámannsins fávisku. Þeir eru brunnar án vats og ský af vindi drifin, hverjum að varðveitist myrkvanna þoka að eilífu. Því að þeir tala drambsöm orð hégiljunnar og teygja fyrir munaðsemi til holdlegra girnda þá hina sem réttilega umflýðir voru og nú vegarvillir ganga og heita þeim frelsi sem þeir eru þó sjálfir fortöpunarinnar þrælar. Því hvar af sem nokkur er yfirunninn, þess þjón er hann vorðinn. Því fyrst þeir eru umflýðir saurendum veraldarinnar fyrir viðurkenning Drottins og lausnarans Jesú Kristi, en verða síðan aftur í hið sama vafðir og yfirunnir, þá er hjá þeim síðara vorðið verra hinu fyrra. Því að betra væri þeim það þeir hefðu ekki þekkt réttlætisins götu en það þeir þekki hana og umvenda sér í frá því heilaga boðorði sem þeim er gefið. Sannlega hendir þá það hvað í sönnum orðskviði plagar að segjast að hundurinn er aftur horfinn til sinnar spýju, og: Þvegið svín veltir sér aftur í sömum saur.
Þriðji kapítuli
[breyta]Þessi er sá annar pistill sem eg skrifa yður, hinir kærustu í hverjum eg upphvet og áminni yðvart skært hugskot svo að þér hugleiðið þau orð sem yður áður fyrirfram eru sögð af heilögum spámönnum og af vorum boðburði, vér sem erum postular Drottins og lausnarans.
Og í fyrstu þá vitið það á síðustum dögum munu koma spottarar, hverjir eftir þeirra eiginlegum girndum munu ganga og segja: Hvar er fyrirheit hans tilkomu? Því þaðan í frá feðurnir söfnuðu, blífa allir hlutir svo sem af upphafi sköpunarinnar verið er. Því viljandi látast þeir eigi vita það að himnarnir einninn voru forðum tíð, þar með það jörðin af vatninu og í vatninu stóðst fyrir Guðs orð. Þó varð söm áður veröldin í þann tíð fyrir þau sömu með vatsflóðinu fordjörfuð. Svo og einninn sá himinn og jörð, sem nú er, verða fyrir hans orð spöruð svo það þau eldinum varðveitt verði á dómsins dag og til fyrirdæmingar ómildra manna.
En eitt sé óhulið fyrir yður, hinir kærustu, það einn dagur fyrir Drottni er sem þúsund ára og þúsund ár svo sem einn dagur. Drottinn seinkar eigi því hann fyrirhét svo sem það sumir halda, heldur hefir hann þolinmæði við oss og vill eigi það nokkur fortapist, heldur það hver maður snúi sér til yfirbótar. En dagur Drottins man koma sem þjófur um nótt, á hverjum himnarnir munu forganga meður stórbrestum, en himintunglin af hita bráðna, og jörðin og þau verk, sem þar eru inni, munu uppbrenna.
Með því að allt þetta skal nú forganga, hvílíkum byrjar yður þá að vera með heilögu athæfi og mildiverkum, þér sem eftirbíðið og skundið að þeirri tilkomu þess drottinsdagsins, á hverjum himinninn af eldi forgengur og himintunglin af hita bráðna. En vér væntum nýs himins og nýrrar jarðar eftir hans fyrirheiti, í hverjum að réttlætið byggir.
Fyrir því, mínir kærustu, meðan þér skuluð þess vænta, þá kostgæfið það þér fyrir honum óflekkaðir og óstraffanlegir í friðinum fundnir verðið. Og þolinmæði vors Drottins haldið fyrir yðra sáluhjálp sem yður einninn vor elskulegur bróðir, Páll, eftir þeirri speki eð honum er gefin, skrifað hefir svo sem að hann í öllum bréfum þar um ræðir, í hverjum að eru sumir hlutir þungir að skilja, hverja hinir ófróðu og staðlausu lýta svo sem einninn aðrar ritningar til þeirra eiginlegrar fyrirdæmingar.
En þér, mínir elskulegir, á meðan þér fyrirfram vitið, þá vaktið yður það þér ekki fyrir villu dáðlausra manna fráleiddir verðið og affallið í frá yðrum eiginlegum staðleik. En vaxið í náðinni og viðurkenningu vors Drottins og lausnarans Jesú Kristi. Þeim sama sé dýrð nú og um eilífleg dægur. Amen.