Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Pistillinn til Ebreos
Fyrsti kapítuli
[breyta]Með því að Guð hefir forðum mörgu sinni og margháttaðlega talað til feðranna fyrir spámennina, hefir hann allra síðast á þessum dögum til oss talað fyrir soninn, þann hann setti til erfingja yfir alla hluti, fyrir hvern hann hefir einninn veröldina skapað, hver helst (með því hann er ljómi hans dýrðar og ímynd hans staðfestu) að ber alla hluti með orði síns kraftar og gjörir hreinsan vorra synda fyrir sig sjálfan, sett sig til hægri handar tigninni á hæðunum, svo miklu æðri gjörður englunum sem hann hefir miklu framar þeim erft eitt hærra nafn.
Því að til hvers engils þá hefir hann nokkurt sinni það sagt: Þú ert minn sonur, í dag ól eg þig. Og enn annað sinn: Eg man hans faðir vera, og hann man minn sonur vera. Og enn aftur sem hann innleiðir þann frumgetna í heiminn, segir hann: Og hann skulu allir Guðs englar tilbiðja. Af englunum segir hann að sönnu: Sína engla gjörir hann anda og sína þénara eldsloga. En af syninum: Guð, þitt sæti er æ og að eilífu, stjórnarvöndur þíns ríkis er réttlætisvöndur. Þú hefir elskað réttlætið, en hatað ranglætið. Fyrir því hefir Guð, þinn Guð, smurt þig meður viðsmjörvi fagnaðarins fram yfir þína hlutskiptara.
Og: Þú, Drottinn, hefir af upphafi jörðina grundvallað, og himnarnir eru þín handaverk. Þeir sömu munu forganga, en þú munt blífa. Og allir munu þeir eldast sem annað fat, og svo sem klæði munt þú þeim umhverfa, og þeir munu umhverfast. En þú ert sjálfur hinn sami, og þín ár munu ekki þrotna.* En til hvers engils hefir hann nokkurn tíma sagt: Set þig til minnar hægri handar þar til það eg þína óvini legg til skarar þinna fóta? Eru þeir ekki allir saman þjónustusamlegir andar, útsendir til þjónustu vegna þeirra sem erfa skulu sáluhjálpina?
Annar kapítuli
[breyta]Þar fyrir byrjar oss að gefa þess framar gaum að því það vér heyrum svo að vér fordjörfunst ekki. Því ef það orð er stöðugt vorðið sem fyrir englana er talað og hver yfirtroðning og óhlýðni hefir meðtekið sín réttferðug laun, hverninn vilju vér þá umflý ef vér gætum ekki slíkrar heilsugjafar, hver helst að hafði sitt predikanarupphaf fyrir Drottin? En hún er komin til vor af þeim sem það heyrðu, Guði vitnanda með táknum og dásemdum og kraftaverkum og með útskiptingu heilags anda eftir sinni vild.
Því að hann hefir ekki englunum undirgefið þá eftirkomandi veröld þar vér af segjum. Það vottar enn nokkur í einhverjum stað, svo segjandi: Hvað er maðurinn að þú minnist hans? Og mannsins son að þú vitjir hans? Litla stund hefir þú hann englanna þarfnast látið. Með dýrð og heiðri kórónaðir þú hann og settir hann yfir verk þinna handa. Og alla hluti hefir þú undirlagt hans fótum. Í því það hann undirlagði honum alla hluti hefir hann ekkert fráskilið það honum sé eigi undirgefið. En nú fyrst að sinni sjáu vér ekki það honum sé allir hlutir undirgefnir. En þann sem um stundar sakir hefir englanna þarfnast, sjáum vér að það er Jesús fyrir píslan dauðans kórónaður með dýrð og heiðri upp á það að hann af Guðs náð fyrir alla dauðann smakkaði.
Því að það sæmdi þeim, hvers vegna allir eru og fyrir þann allir hlutir eru, sá mörg börn hefir til dýrðarinnar laðað, það hann höfðingjann þeirra sáluhjálpar fyrir píslina fullkominn gjörði með því þeir koma allir út af einum, bæði sá sem helgar og þeir sem helgaðir verða. Fyrir því blýgist hann ekki einninn þá bræður að kalla og segir: Kunngjöra man eg nafn þitt mínum bræðrum og mitt í söfnuðinum þér lof syngja. Og enn aftur: Upp á hann mun eg minn átrúnað setja. Og enn annað sinn: Sjá þar, eg og þau börn sem Guð hefir mér gefið.
Nú með því að börnin hafa til samans hold og blóð er hann líka einninn þess sama máta hluttakari vorðinn upp á það hann maktina tæki fyrir dauðann þeim sem dauðans makt hafði, það er djöflinum, og endurleysti þá sem fyrir ógn dauðans hlutu um alla ævi í þrælkan að vera. Því að eigi neins staðar annast hann englana, heldur annast hann það sæði Abrahams, hvaðan af hann hlaut fyrir alla hluti sínum bræðrum líkur að verða upp á það hann miskunnsamur yrði og trúlyndur biskup fyrir Guði til að forlíka fólksins syndir. Því að þar sem hann hefir sjálfur inni liðið og freistaður er, þar kann hann þeim inni að hjálpa sem freistaðir verða.
Þriðji kapítuli
[breyta]Hvar af þér, heilagir bræður, hverjir hluttakarar eruð þeirrar himneskrar kallanar, gefið gætur að þeim sendiboða og biskupi, þann vér viðurkennum, Kristum Jesúm, sá trúlyndur er, hvern hann hefir fyrir settan (líka sem Moysen) í öllu sínu húsi. En þessi er meiri dýrðar verður en Moyses af því að sá hefir meiri heiðran af húsinu sem það smíðaði en húsið sjálft. Því að sérhvert hús verður af einhverjum, en sá alla hluti smíðar, það er Guð. Moyses var að sönnu trúlyndur í öllu hans húsi svo sem þjónustumaður til vitnisburðar þess sem sagt skyldi verða, en Kristur svo sem sonur yfir sínu húsi, hvers hús að eru vér ef vér annars átrúnaðinum og hrósan vonarinnar (allt til enda) fastlega höldum.
Hvar fyrir svo sem segir heilagur andi: Í dag, ef verður, þér heyrið hans rödd, þá forherðið ekki yðar hjörtu svo sem í beiskuninni á freistingardegi í eyðimörk, hvar að freistuðu mig yðrir feður. Þeir reyndu og sáu mín verk í fjörutigir ára. Fyrir það varð eg reiður þessari kynslóð og sagði: Jafnlega eru þeir villir í hjarta. Og eigi þekktu þeir mína vegu, hverjum eg einninn svór í minni reiði að eigi skyldu þeir koma til minnar hvíldar. Sjáið til, kærir bræður, það ei nokkur meðal yðar hafi vont vantrúað hjarta það frágangandi er Guði lifanda, heldur áminnið yður sjálfa alla daga svo lengi sem það í dag kallast að þar enginn meðal yðar forherðist af svikræði syndarinnar.
Því vér erum Krists hluttakarar vorðnir ef vér annars uppbyrjaðri trú (allt til enda) fastlega höldum. Svo lengi sem sagt verður: Í dag, ef verður, þér heyrið hans rödd, þá forherðið ekki yðar hjörtu svo sem í þeirri beiskuninni. Því að sumir, sem hana heyrðu, forbeiskuðu hana (þó eigi allir), þeir eð út gengu af Egyptalandi fyrir Moysen. En hverjum reiddist hann í xl ára? Er eigi svo þeim sem syndguðust, hverra hræ að niður hrundi á eyðimörku? En hverjum svór hann það þeir skyldu eigi koma til hans hvíldar nema þeim sem vantrúaðir voru? Og vér sjáum það þeir hafa eigi kunnað inn að ganga vantrúarinnar vegna.
Fjórði kapítuli
[breyta]Því látum oss hræðast það vér forsómum ekki það fyrirheit inn að koma til hans hvíldar og enginn vorra eftir verði. Því að það er oss einninn kunngjört svo sem hinum. En orðið predikunarinnar hjálpaði hinum ekkert nær þeir trúðu ekki sem það heyrðu. Því að vér, hverjir trúum, inngöngum í hvíldina svo sem að hann segir: Eg svór í minni reiði það eigi skyldu þeir til minnar hvíldar koma.
Og að sönnu þá þau verkin í upphafi veraldarinnar gjörðust, sagði hann í nokkrum stað af hinum sjöunda degi líka svo: Og Guð hvíldist á sjöunda degi af öllum sínum verkum. Og hér í þessum stað enn aftur að þeir skulu eigi koma til minnar hvíldar.
Með því að það er enn fyrir höndum að nokkrir skulu til þeirrar sömu koma og þeir, hverjum það í fyrstu kunngjört er, eru þar ekki til komnir fyrir þeirra vantrúar sakir, þá ásetur hann enn aftur nokkurn dag eftir slíkan langan tíma og segir fyrir Davíð: Í dag. Svo sem að sagt er: Í dag, ef að þér heyrið hans rödd, þá forherðið ekki yðar hjörtu. Því að ef Jósue hefði þá til hvíldar leitt, hefði hann aldregi eftir það af nokkrum öðrum degi sagt. Fyrir því er þar enn hvíld fyrir höndum fólki Guðs. Því að hver til hans hvíldar er kominn, hann hvílist einninn af sínum verkum svo sem Guð af sínum.
Svo látum oss nú kapp á leggja inn að komast til þessarar hvíldar upp á það að enginn falli í það sama eftirdæmi vantrúarinnar. Því að Guðs orð er lifandi og kröftugt og hverju tvíeggjuðu sverði hvassara og gegnumsmýgur allt þar til það í sundur skilur sálina og anda, einninn brjósk og bein og er dómari hugrenninganna og hjartans hugarlundar. Og þar er engin skepna fyrir honum ósýnileg, en allir hlutir eru nöktir og óhuldir fyrir hans augum, til hverra vér tölum.
Fimmti kapítuli
[breyta]Með því vér höfum máttkan biskup, Jesúm son Guðs, hver til himins er farinn, svo látum oss halda fast þeirri viðurkenning. Því að vér höfum eigi þann biskup sem ekki kann sampíning hafa með vorum breyskleika, heldur sá sem freistaður er á allan hátt líka svo sem að vér, þó án synda. Fyrir því látum oss þar að ganga með hugarhreysti til þess náðarinnar veldisstóls svo að vér öðlumst miskunnsemi og náð finnum á þeim tíma nær vér þurfum fulltings við.
Því að hver biskup af mönnum til kjörinn, sá verður fyrir mennina settur í þeim hlutum sem að eru fyrir Guði upp á það hann fórnfæri gáfur og helgioffur fyrir syndirnar. Sá sem samharma kann þeim sem fávísir eru og villir fara og með því hann er sjálfur umgefinn með breyskleika, fyrir það hlýtur hann jafnt líka sem fyrir fólkið einninn fyrir sig sjálfan að offra fyrir syndirnar. Og enginn tekur sér sjálfum heiður til, heldur hann sem kallaður verður af Guði svo sem Aron.
Svo hefir Kristur ekki einninn sig sjálfan innsett í heiðurinn það hann yrði biskup, heldur sá sem til hans hefir sagt: Þú ert minn sonur, í dag ól eg þig, - sem hann einninn enn í öðrum stað segir: Þú ert eilíflega kennimaður eftir skikkan Melkísedeks. Og hann hefir á degi síns holds bænir og beiðni með öflugu kalli og tárföllum offrað til hans sem af dauðanum bjarga kunni og er einninn heyrður fyrir það að hann vegsamar Guð. Og þótt hann væri Guðs son, hefir hann þó, í því hann leið, hlýðni lært. Og þá hann fullkomnaður er, er hann vorðinn öllum, hverjir honum hlýðugir eru, tilefni eilífrar sáluhjálpar, af Guði biskup kallaður eftir skikkan Melkísedeks.
Þar út af höfðu vér margt að segja, en það er þungt á meðan þér svo skilningslitlir eruð. Og þér sem fyrir löngu skylduð meistarar vera, þurfið nú við aftur það vér lærum yður þann fyrsta bókstaf guðlegs orðs og það vér gefum yður mjólk og öngvan orðinn mat. Því að hverjum vér hljótum mjólk að gefa, sá er óreyndur í orði réttlætisins því að hann er ungberni. En hinum fullkomnum heyrir megn matur sem af siðvana hafa iðkuð sinni til frágreiningar góðs og ills.
Sétti kapítuli
[breyta]Fyrir því vilju vér þann lærdóm af upphafi kristilegs lífernis nú fara láta og til algjörvileiksins að grípa (eigi aftur að nýju grundvöll leggjandi iðranarinnar dauðra verka og trúarinnar á Guð, skírnarinnar, lærdómsins, handauppleggingunnar, upprisunnar framliðinna, eilíflegs dóms). Og þetta vilju vér gjöra ef Guð vill annars til steðja.
Því að það er ómögulegt að hinu sömu sem eitt sinn uppbirtir eru og smakkað hafa himneska gáfu og hluttakarar eru vorðnir heilags anda og smakkað hafa hið góða Guðs orð og kraft eftirkomandi veraldar og ef þeir affalla aftur að nýju og krossfesta á sjálfum sér son Guðs og fyrir skimp halda það þeir skyldu aftur endurnýjaðir verða til yfirbótar.
Því að jörðin, sem regnið drekkur það oftsinnis á hana kemur og hagkvæmilegt gras ber þeim sem hana yrkja, meðtekur blessan af Guði. En sú sem þistla og þyrna ber, hún dugir ekki og er bölvaninni næst, hver að síðustu uppbrennd verður. En vér treystum, elskulegir, nokkru betur til yðar það þér sáluhjálpinni nánari sé þó að vér tölum svo. Því að Guð er ekki ranglátur það hann gleymi yðvars gjörnings og kærleikans erfiðis sem þér auðsýnduð við hans nafn þá þér þjónuðuð heilögum og enn þjónið. En vér bígerum það hver einn yðvarra auðsýni það sama kostgæfi í voninni fast að halda allt til enda að þér letjist eigi, heldur eftirfylgjarar þeirra sem fyrir trúna og þolinmæði fyrirheitið erfa. Því að líka sem Guð fyrirhét Abraham þá hann við öngvan æðra hafði að sverja, svór hann við sjálfan sig og sagði: Sannlega skal eg blessa og margfalda þig. Og með því hann bar þolinmóðlega biðlund öðlaðist hann fyrirheitið. Mennirnir sverja við annan æðra en þeir eru, og sá eiður gjörir enda allrar sundurþykkju svo að trútt blífur milli þeirra. En þá Guð vildi yfirgnæfanlega auðsýna erfingjum fyrirheitsins að sitt ráð er óumskiptilegt, hefir hann þar til eið á lagt upp á það vér hefðum fyrir tvær greinir, þær óumskiptilegar eru (því það er ómögulegt að Guð ljúgi), öruggt traust, vér sem tilflótta höfum og fastlega höldum þeirri fyrirsettri von, hverja vér höfum sem annað fast og öruggt akkeri sálarinnar, sú einninn inngengur í hið innra fortjaldsins þar eð fyrirrennarinn er fyrir oss inngenginn, Jesús, að eilífu biskup vorðinn eftir skikkan Melkísedek.
Sjöundi kapítuli
[breyta]En þessi Melkísedek var konungur til Salem, kennimaður Guðs hins hæðsta, hver Abraham í móti gekk þann tíð hann kom frá orrustu konunganna og blessaði hann, hverjum Abraham gaf tíund af öllu gósi. Í fyrstu útleggst hann konungur réttlætisins. Eftir það er hann einninn konungur Salem, það er konungur friðarins, utan föður, utan móður, án slektis, hafandi hvorki upphaf daganna né endalok lífsins. Hann er og samjafnaður syni Guðs og blífur kennimaður að eilífu.
En gætið að hversu mikill að hann er, hverjum Abraham, sá patríarki, gaf tíund af herfanginu. Og að sönnu synir Leví þann tíð þeir meðtaka kennimannsskapinn, hafa þeir boðorð til tíundina inn að taka af fólkinu (það er af þeirra bræðrum) eftir lögmálinu þó að þeir eru einninn sjálfir af Abrahams lendum komnir. En hann, hvers kynferði eigi nefnt verður meðal þeirra, sá tók tíund af Abraham og blessaði þann sem fyrirheitið hafði. En án alls mótmælis er það svo að sá hinn minni verður af hinum æðra blessaður.
Og hér taka tíund dauðlegir menn, en þar burtu vottar hann það hann lifi og það eg segi svo það Leví, sá tíundina inntekur, er einninn tíundaður fyrir Abraham þá þegar hann var í lendum föðursins þann tíð Melkísedek gekk honum á móti.
Því ef að fullkomnan væri vorðin fyrir levítískan kennimannsskap (því að undir þeim hinum sama hefir lýðurinn lögmálið meðtekið), hvað væri þá þörf framar meir að segja að þar annar kennimaður skyldi koma eftir skikkan Melkísedek og eigi eftir skikkan Arons? Því hvar kennimannsskapurinn umskiptist, þar hlýtur einninn lögmálið um að skiptast. Því þar slíkt er af sagt, sá er af öðru slekti, út af því sem enginn nokkurn tíma altarinu þjónað hefir. Því það er þó opinbert að vor Drottinn er kominn frá Júda, til hvers slektis Moyses hefir ekkert talað af kennimannsskapnum.
Og svo er það enn ljóslegar ef annar kennimaður uppkemur eftir líking Melkísedek, sá ekki er gjörður eftir lögmáli líkamlegs boðorðs, heldur eftir kraft óendilegs lífs. Því að hann vitnar: Þú ert kennimaður að eilífu eftir skikkan Melkísedek. Því þar fyrir aftekst hið fyrra lögmálsboðorð (með því það var veikt og ógagnsamt því lögmálið kunni ekkert fullkomið að gjöra), og innleiddist önnur betri von, fyrir hverja vér nálægjunst Guði.
Og það hið mikla er ekki án eiðs. Því að hinir eru án eiðs kennimenn vorðnir, en þessi meður eiði fyrir þann sem til hans sagði: Drottinn svór, og það mun eigi iðra hann: Þú ert kennimaður að eilífu eftir skikkan Melkísedek. Svo næsta mikils betra testamentis tilsagnari er Jesús vorðinn.
Og hinir eru margir sem kennimenn urðu fyrir það að dauðinn leyfði þeim eigi að blífa. En þessi, fyrir því hann eilíflega blífur, hefir hann óforgengilegan kennimannsskap. Þar fyrir kann hann og einninn að hjálpa eilíflega þeim sem fyrir hann koma til Guðs og lifir ævinlega og biður fyrir þeim.
Því að slíkan biskup sæmdi oss að hafa, sá sem væri heilagur, saklaus, óflekkaður, syndugum fráskilinn og hærra en að himinninn er, hverjum daglega eigi þörf gjörist svo sem að hinum öðrum biskupum í fyrstu fyrir sínar eiginlegar syndir að fórnfæra, eftir það fyrir fólksins syndir. Því það gjörði hann einu sinni þá hann sjálfan sig fórnfærði. Því þá menn sem lögmálið setur til presta hafa breyskleik. En þetta eiðsins orð, það eftir lögmálinu er sagt, setur soninn eilífan og fullkominn.
Átti kapítuli
[breyta]Það er nú upphæðin þess þar vér afsegjum það vér höfum þann biskup sem að situr til hægri handar í tignarstólinum á himnum og heilagra auðæfa og sannarlegrar tjaldbúðar handverksmaður, hverja Guð hefir uppbyggt og eigi maðurinn. Því að hver biskup verður til settur að offra gjafir og fórnir. Fyrir því hlýtur þessi einninn nokkuð að hafa það hann offri. Og ef væri hann nú á jörðu, þá væri hann eigi prestur á meðan að þar eru þeir nokkrir sem eftir lögmálinu gjafir offra, hverjir að þjóna þeirri fyrirmynd og skugga himneskra auðæfa svo sem það guðlega andsvar til Moysen sagði þá hann tjaldbúðina fullkomna skyldi: Sjá til (sagði hann) að þú alla hluti gjörir eftir þeirri fyrirmynd sem þér er á fjallinu sýnd.
En nú hefir hann annað æðra embætti öðlast svo sem hann annars miklu æðra testamentis meðalrennari er, hver einninn á æðra fyrirheit stendur. Því ef hitt fyrra hafði óstraffanlegt verið, þá hefði ekkert rúm leitað verið hinu öðru. Því að hann straffar þá, svo segjandi: Sjáið, þeir dagar munu koma (segir Drottinn) það eg man yfir hús Íraels og yfir hús Júda setja nýtt testament, eigi eftir því testamento er eg gjörða við feður þeirra á þeim degi þá eg greip þeirra hönd í þann tíð eg útleidda þá af Egyptalandi. Og með því þeir blifu ekki í mínu testamento, þá hefi eg þá úr minni líða látið, segir Drottinn.
Því að þetta er það testament það eg nú mun setja húsi Íraels eftir þessa daga (segir Drottinn): Mín lög mun eg gefa í þeirra hugskot og í þeirra hjörtu mun eg þau skrifa. Og eg mun þeirra Guð vera, og þeir skulu mitt fólk vera. Og eigi skal nokkur þurfa sinn náung að læra né sinn bróður og segja: Viðurkenn þú Drottin. Því að þeir skulu mig allir kenna í frá hinum minnsta til hins stærsta. Því að eg mun líknsamur vera þeirra afgjörðum, og syndir þeirra og ranglæti vil eg eigi í minni leggja. Í því sem hann sagði hið nýja, gjörði hann það fyrra gamalt. En hvað gamalt og aldrað er, það er nærri sínum ævilokum.
Níundi kapítuli
[breyta]Hið fyrra hafði að sönnu sínar réttlætingar, dýrkanir og veraldlegan heilagleik. Því að hinn fremri hlutur tjaldbúðarinnar var upp gjörður, í hverjum að var kertastikan, borðið og fórnarbrauðin, og þessi kallaðist hinn heilagi. En á bak öðru fortjaldinu var tjaldbúðin, sú sem kallaðist hin allra heilagasta, hver eð hafði reykilsisgullkerið og testamentsörkina alla vega með gulli roðna, í hverri var gullfatan sem himnabrauðið hafði og vöndinn Arons sem blómgaðist og testamentisspjöldin, hvar upp yfir voru kerúbíni dýrðarinnar yfirskyggjandi líknarsætið, af hverju nú er ekki neitt sérlegt að segja.
Þá þetta var nú svo til búið, gengu kennimennirnir iðulega í hið fremra tjaldbúðarhúsið og afluku þar fórnaembættinu. En í hitt annað inn gekk einu sinni á árinu alleinasta biskupinn, eigi án blóðs, hverju hann offraði fyrir sínar eiginlegar og fólksins syndir þar hinn heilagi andi með merktist að vegurinn til heilagleiksins væri þá enn eigi opinberaður á meðan hið fremra tjaldbúðarhúsið stæði, hvert að hlaut í þann sama tíma fyrirlíking að vera, í hverju gjafir og fórnfæringar offraðar urðu, hvað þó eigi kunni fullkomið að gjöra eftir samviskunni þann sem guðsþjónustuna framdi alleinasta með mat og drykk og margvíslegar skíringar og holdsins réttlætingar sem allt til tíma betrunarinnar voru uppálagðar.
En Kristur er kominn það hann sé biskup eftirkomandi auðæfa, fyrir stærri og algjörðari tjaldbúð, þá sem ekki er með höndum gjörð, það er þá sem ekki er þeirrar sköpunar, ekki einninn fyrir hafrablóð né kálfa, heldur er hann fyrir sitt eigið blóð eitt sinn inngenginn í hið heilaga og fann eilífa endurlausn.
Því ef uxanna og hafranna blóð og askan kvígunnar á dreifð helgar hina saurugu til holdsins hreinsunar, hversu miklu framar mun þá blóðið Kristi sem sjálfan sig hefir án flekkunar fyrir heilagan anda Guði offrað að hann hreinsaði vorar samviskur af dauðum verkum til að þjóna Guði lifanda.
Og þar fyrir er hann einninn meðalgöngumaður hins nýja testamentis svo að fyrir þann dauða sem skeður er til frelsunar út af þeim yfirtroðningum (þær sem undir hinu fyrra testamentinu voru) svo að þeir meðteki eilífa arfleifð fyrirheitsins.*
Því hvar eð testamentið er, þá hlýtur þar þess dauði að ske sem testamentið gjörir. Því að testamentið verður staðfest fyrir dauðann, elligar dugir það ekki meðan hann nú lifir sem það hefir gjört, hvar fyrir hið fyrra var eigi án blóðs til stiktað. Því þann tíð Moyses út talað hafði af öllum boðorðum lögmálsins fyrir öllu fólkinu tók hann kálfa og hafrablóð með vatni og purpuraullu og ísópo og stökkti á bókina og allt fólkið, segjandi: Þetta blóð er þess testamentis, hvert Guð hefir boðið yður. Og líka einninn tjaldbúðina og öll gögn guðsdýrkunar stökkti hann með blóðinu. Og allir hlutir verða sem helst með blóði hreinsaðir eftir lögmálinu, og án blóðsúthellingar sker engin fyrirgefning.
Svo hlaut nú fyrirlíking himneskra hluta með slíku hreinsuð að verða. En hinir himnesku sjálfir hljóta betri fórnir að hafa en eð hinar voru. Því að Kristur er eigi inn genginn í það hið heilaga sem með höndum er gjört (hvert að er samlíking hins réttferðuga), heldur í himininn sjálfan svo hann auglýsist nú fyrir Guðs augliti fyrir oss. Ekki það hann fórni líka svo oft sem hinir aðrir biskupar, þeir á hverju ári inngengu í hið heilaga með annarlegu blóði (annars hefði hann oftar hlotið að líða í frá veraldar upphafi). En nú í endalok veraldarinnar birtist hann eitt sinn fyrir sína eigin fórnfæring til burttöku syndarinnar.
Líka svo sem það mönnunum er til skikkað einu sinni að deyja og eftir það er dómurinn, svo er Kristur einu sinni offraður til í burt að taka margra syndir. En í annað sinn mun hann birtast utan synd öllum þeim sem hans vænta til sáluhjálpar.
Tíundi kapítuli
[breyta]Því að lögmálið hefir skuggann eftirkomandi auðæfa, ekki líkneskjuna sjálfra auðæfanna. Því hvert ár hlaut að offrast hinar sömu offranir og kunni þó eigi þá sem offruðu fullkomna að gjöra (annars hefði offrið af lagst). Því þeir höfðu öngva samvisku meir syndarinnar sem guðsdýrkunarmenn voru eitt sinn hreinsaðir, heldur sker fyrir það sama hugleiðing syndanna hvert ár. Því að það er ómögulegt að fyrir uxa og hafrablóð syndir í burtu að taka.
Fyrir því sem hann kemur í veröldina segir hann: Offran og fórnir vildir þú eigi, en líkamann tilreiddir þú mér. Brennifórnir og syndoffur þókknast þér ekki. Þá sagða eg: Sjá, að eg kem, fyrst í bókinni er skrifað af mér, það eg skuli gjöra, Guð, þinn vilja. En þar fyrri sem hann sagði: Offranir, fórnan, brennifórnir og syndoffur vildir þú eigi, þær þókknuðust þér einninn ekki, - hverjar eftir lögmálinu offraðar verða. Þá sagði hann: Sjá, það eg kem að gjöra, Guð, þinn vilja. Þar af tekur hann hið fyrra svo að hann inn setji hitt annað, í hverjum vilja það vér erum helgaðir einu sinni, skeðnum fyrir offran líkamans Jesú Kristi.
Og hver einn kennimaður er til settur það hann alla daga guðsdýrkan ræki og oftlega samháttaðar offranir gjöri, hverjar eigi kunna syndirnar af að taka. En þessi fórnaði eina fórnfæring fyrir syndirnar þá ævinlega dugir, situr nú til hægri handar Guðs og eftir bíður héðan í frá þar til hans óvinir verða lagðir til skarar hans fóta. Því að með einni offran hefir hann að eilífu fullkomna gjört þá sem helgaðir verða.
En það vitnar oss einninn hinn heilagi andi eftir því hann áður fyrri sagði: Þetta er það testament sem eg man þeim setja eftir þá daga, segir Drottinn. Mín lög mun eg gefa í þeirra hjörtu, og í þeirra hugskotum mun eg þau skrifa. Og þeirra syndir og ranglætingar vil eg ekki meir í minni leggja. Hvar hin sama fyrirgefning er, þar er engin offran meir fyrir syndirnar.
Fyrst vér höfum nú, kærir bræður, þann tryggleik til inngöngu í hið heilaga fyrir blóðið Jesú, í hverju hann tilreiddi oss nýjan og lifandi veg fyrir fortjaldið, það er fyrir sitt hold, hafandi svo máttkan kennimann yfir Guðs húsi, því látum oss þar að ganga með sannarlegu hjarta í algjörvileik trúarinnar dreifðum í vorum hjörtum, viðskildir vondri samvisku og þvegins líkama með hreinu vatni. Og látum oss fastlega halda viðurkenning trúarinnar og örvænta eigi því að hann er tryggur, sá henni hefir fyrirheitið. Og það vér stundum oss sjálfa innbyrðis með tíðkan kærleiksins og ekki forláta vora samsafnan svo sem sumra er siður, heldur að áminna hver annan, og því miklu framar svo miklu sem þér sjáið daginn taka að nálægjast.
Því ef vér mótþróanlega syndir drýgjum eftir það vér höfum meðtekið kynning sannleiksins, þá höfu vér öngva offran þaðan í frá fyrir syndirnar, heldur hræðilegt eftirbið dómsins og eldsins aga sem mótstandarana svelgja mun. Því hver hann brýtur Moyses lögmál, sá hlýtur að deyja utan nokkra miskunnsemd fyrir tveggja eður þriggja vitnan. Hversu miklu meiri píslir meini þér sá muni verðskulda sem son Guðs með fótum treður og testamentisblóðið saurugt reiknar, fyrir hvert að hann er helgaður, og svívirðir svo náðarinnar anda? Því að vér vitum þann sem segir: Mín er hefndin, eg man aftur gjalda, segir Drottinn. Og enn annað sinn: Drottinn mun dæma fólk sitt. Hryggilegt er að falla í hendur lifanda Guðs.
Leggið í minni þá hinu fyrri daga, á hverjum þér uppbirtust þolandi einninn nokkurn deild sjálfir, mikið áhlaup píslanna fyrir svívirðan og hrakningar og að býsnum gjörðir og í sumri deild lagsmenn verið þeirra sem svo hefir gengið. Því að þér hafið sampínst mínum böndum og ræning yðvarra auðæfa með fagnaði umliðið, vitandi yður að hafa með sjálfum yður aðra betri og blífanlegri fastaeign á himnum. Látið ekki yðvart traust í burt sleppa, hvert að mikið verðkaup hefir. En þolinmæði er yður nauðsynleg svo að þér gjöri Guðs vilja og meðtakið fyrirheitið. Því að innan skamms tíma mun koma sá eð koma skal og mun eigi seinka. En réttlátur mun af trúnni lifa, en sá sig í hlé dregur, á þeim mun sála mín hafa öngva þókknan. En vér erum ekki af þeim sem sig í hlé draga og fyrirdæmdir verða, heldur þeir sem trúa og sálunni bjarga.
Ellefti kapítuli
[breyta]En trúan er örugg staðfesta þeirra hluta sem vér vonum og efum eigi hvað vér sjáum ekki. Fyrir hana fengu hinir gömlu vitnisburðinn. Fyrir trúna undirstöndum vér heiminn gjörðan vera með Guðs orði og það hvað sýnilegt er út af hinu ósýnilegu vorðið.
Fyrir trúna hefir Abel Guði meiri offran gjört en Kain, fyrir hverja hann hefir vitnisburðinn fengið það hann réttlátur sé þá Guð gaf vitnan af hans gjöfum. Og um þá sömu talar hann enn þótt hinn sé látinn.
Fyrir trúna varð Enok burt numinn að hann sæi eigi dauðann og varð eigi fundinn af því það Guð tók hann á burt. Því áður fyrri en hann var í burt numinn hefir hann vitnisburðinn haft það hann þókknaðist Guði af því að án trúarinnar er ómögulegt Guði að þókknast. Því hver hann vill koma til Guðs, sá hlýtur að trúa það að hann sé og það hann muni endurlaunari verða þeirra sem hans leita.
Fyrir trúna hefir Nói vegsamað Guð og örkina fyrirbúið til hjálpræðis sínu húsi þá hann meðtók guðlegan bífalning um það hvað eigi var enn séð, fyrir hvert hann veröldina fordæmdi og er erfingi vorðinn þess réttlætis sem fyrir trúna kemur.
Fyrir trúna varð Abraham hlýðinn þá hann kallaður varð út að ganga á þá jörð sem hann erfa skyldi. Og hann gekk út og vissi eigi hvert út hann mundi koma.
Fyrir trúna er hann framandi verinn á fyrirheits jörðunni svo sem á annarlegri og búið í hreysum með Ísak og Jakob, meðerfingjum sama fyrirheitsins. Því að hann vonaði upp á þá borgina sem grundvöllinn hafði, hverrar uppbyggingar smiður og skapari er Guð.
Fyrir trúna meðtók hin óbyrja Sara kraft það hún varð frjóvsöm og fæddi fram yfir tíma hennars aldurs. Því að hún hélt hann trúfastan sem henni hafði það til sagt.
Fyrir hvað að margir eru upp runnir af einum (þótt að dáins líkama væri) líka sem stjörnur himins og svo sem sandur við sjávarströnd, hvað óteljanlegt er.
Þessir allir eru í trúnni undir lok liðnir og hafa ekki fyrirheitið með tekið, heldur það af fjarska til séð og hafa þar á treyst og sér nægja látið og viðurkennt það þeir væri á jörðu gestir og framandi. Því að þeir sem þetta segja, þeir gefa til að skilja það þeir annarrar föðurleifðar leiti. Og að sönnu ef þeir hefðu meint hana, af hverri þeir voru út farnir, hefði þeir nógan tíma til aftur um að snúa. En nú girntust þeir aðra betri, það er himneska. Fyrir því óvirðist ekki Guð að kalla sig þeirra Guð því að hann hefir þeim borg fyrirbúið.
Fyrir trúna fórnfærði Abraham Ísak þá hann varð freistaður og fram gaf hinn eingetna, þann sem hann hafði þó í fyrirheitinu með tekið, út af hverjum að sagt var: Í Ísak skal þér hans sæði kallað verða, - íhugandi það Guð kynni af dauða upp að vekja, fyrir hvað hann einninn aftur fékk hann til fyrirlíkingar.
Fyrir trúna blessaði Ísak af því hvað eftirkomanda var Jakob og Esau. Fyrir trúna blessaði Jakob, þá hann deyði, báða sonu Jósefs og gjörði lotning hnýfli hans sprota.
Fyrir trúna talaði Jósef af útgöngu Íraelssona þá hann deyði og bífalning gjörði um sín bein.
Fyrir trúna varð Moyses, þá hann var fæddur í þrjá mánuði, falinn af sínum foreldrum fyrir því þau sáu það hann var ágætlegt barn og hræddunst ekki kóngsins boð.
Fyrir trúna afneitaði Moyses, þá hann gjörðist stór, sig að vera son dóttur Faraonis og kjöri miklu heldur meður fólki Guðs ómak að þola en að hafa stundlegt eftirlæti syndarinnar og hélt vanvirðing Kristi fyrir stærra ríkidóm en fésjóðu egypskra því að hann leit á verðlaunin.
Fyrir trúna forlét hann Egyptaland og óttaðist ekki kóngsins grimmd því að hann hélt sig að þeim, hvern hann sá ekki líka svo sem að hann sæi hann.
Fyrir trúna hélt hann páskana og blóðsúthellinguna upp á það að eigi snyrti þá sá sem frumburðina drap.
Fyrir trúna gengu þeir í gegnum hafið rauða svo sem um þurrlendi, hvers einninn hinir egypsku freistuðu og drekktust.
Fyrir trúna niður hrundu múrveggir Jeríkó, þá er þeir höfðu sjö daga um kring hana gengið.
Fyrir trúna varð Rahab, sú hórkona, ei fortöpuð meður vantrúuðum þá hún meðtók þá njósnarmenn vinsamlega.
Og hvað skal eg meir segja? Tíminn verður mér of stuttur nær eg skylda fram þylja af Gídeon, Barak, Samson, Jeftahe, Davíð og Samúel og spámönnunum, hverjir eð hafa fyrir trúna kóngaríkin yfirunnið, réttlætið verkað, fyrirheitið öðlast, leónamunnana til byrgt, eldsins magn útslökkt, sverðsins eggjar umflýð, kröftugir vorðnir úr breyskleikanum, öflgir gjörst í stríðinu, annarlegra herbúðum um velt. Kvinnurnar hafa sína dauðingja af upprisunni aftur fengið.
En hinir aðrir eru lemstraðir og gabbaðir og hafa öngva frelsan meðþekkst svo að þeir öðluðust hina betri upprisuna. Sumir hafa háðung og húðstrokur liðið, þar ofan á bönd og fjötranir og steinum grýttir, skammhöggnir, í gegnum stungnir, fyrir sverði vegnir. Þeir eð um hafa farið í sauðafeldum og geitskinnum með eymdum, með harmkvælum, með ómaki, hverra heimurinn var ekki verðugur, hafa og villir gengið á eyðmörkum, á fjöllum, um fylgsni og hella jarðarinnar.
Þessir allir fengu vitnisburðinn fyrir trúna og hafa ekki meðtekið fyrirheitið, fyrir því það Guð hefir eitthvað betra áður til forna um oss fyrirhugað svo að þeir fyrir utan oss yrði ekki fullkomnir gjörðir.*
Tólfti kapítuli
[breyta]Fyrir því á meðan vér höfum einninn slíkan skýjaklafa vottanna umkring oss, þá látum oss afleggja syndirnar, þær oss jafnan við loða og þyngja, og hlaupum fyrir þolinmæði í þeirri orrustu sem oss er tilskikkuð og álítum Jesúm þann hertuga og fullkomnara trúarinnar, hver eð þann tíð hann hefði vel mátt hafa fögnuð, þoldi hann krossinn og virti forsmánina einskis, og sett sig til hægri hliðar upp á Guðs stóli. Minnist á þann sem þvílík mótmæli í gegn sér af syndurunum þoldi svo að þér letjist ekki né veilist í hugskotunum. Því að þér hafið enn ekki allt til blóðsins viðstaðið í stríðinu mót syndinni og hafið þegar gleymt þess huggunar sem til yðar segir svo sem til barnanna: Son minn, virt eigi lítils tyftan Drottins, og örvílast ekki þótt þú verðir af honum straffaður. Því að hvern eð Drottinn elskar, þann agar hann, en hvern þann son sem hann að sér tekur, þá strýkir hann.
Ef þér tyftunina þolið, þá mun Guð tjá sig yður sem sonum. Því hver sonur er sá, þann er faðirinn tyftar eigi? En ef að þér eruð án tyftanar, hverrar hinir allir eru hluttakarar vorðnir, þá eru þér hjábörn, en ekki synir. Nú með því einninn vér höfum haft vora líkamlega feður til tyftunarmanna og þá hræðst, skyldum vér þá ekki miklu meir undirgefnir vera hinum andlega föður svo að vér lifðum? Og hinir hafa sennilega fáeina daga oss agað eftir sínum geðþótta, en þessi til nytsemdar svo að vér öðluðunst hans helgan. En öll tyftan nær hún á liggur, þá þykir oss hún engin gleði, heldur hryggð vera, en eftir á mun hún gefa friðsamlegastan ávöxt réttlætisins þeim sem þar fyrir iðkaðir eru.
Fyrir því upphefjið aftur tregar hendur og hin þreyttu kné, og gjörið réttan gang með yðrum fótum, svo að enginn afvega skeiki, líka sem þann er haltrar, heldur miklu framar veri sem heilbrigður. Eftir fylgið friðinum við hvern mann og helguninni, án hverrar það enginn man Drottin sjá. Sjáið og svo til það enginn forsómi Guðs náð svo að þar engin beiskirót í staðinn upp spretti og hindran gjöri og það margir fyrir þá hinu sömu saurugir verði og að þar sé enginn frillulífismaður eður óguðrækinn sem Esau, sá sem að fyrir matar sakir seldi sinn frumburð. Fyrir því þá vitið að hann þar eftir á, þá hann blessunina erfa vildi, er hann útskúfaður. Því að hann fann ekkert rúm iðranarinnar þótt hann hennar með grátandi tárum leitaði.
Því að þér eruð eigi gengnir til þess fjalls sem áþreifanlegt er og með eldi brennur né til þoku eða myrkurs, til hreggviðris, til lúðrarþyts og til raddar orðanna, og þeir, hverjir hana heyrðu, undantöldust það eigi yrði til þeirra orðið talað. Því að þeir kunnu eigi það að standast hvað þar var sagt. Og ef skógdýr snyrti fjallið, þá skyldi það steinum grýtast eða með skeyti í hel skotið verða. Og svo ógurleg var sú sýn það Moyses sagði: Eg em óttasleginn og felmsfullur.
Heldur eru þér gengnir til fjallsins Síon og til borgar Guðs lifanda, til himneskrar Jerúsalem og til margra þúsundir englaflokka og til samkundu hins frumgetna, hver á himnum uppskrifuð er, og til Guðs allra dómara og til andanna algjörvilega réttlátra og til meðalgangarans hins nýja testamenti, Jesú, og til blóðsins yfirdreifingar það meir hefir að segja en Abels.
Sjáið til að þér undan teljist ekki þeim sem við yður talar. Því ef hinir eru eigi umflýðir sem honum undantöldust þá hann á jörðu talaði, miklu miður þá vér ef vér undan teljunst þeim sem af himnum talar, hvers rödd þann tíma jörðina bifaði. En nú heitir hann fyrir og segir: Enn eitt sinn mun eg hræra eigi alleinasta jörðina, heldur einninn himnana. En það hann segir eitt sinn, merk að það hið hræranlega skal umskiptilegt verða líka sem annað smíði svo að það hvað óhræranlegt er, stöðugt blífi, hvar fyrir á meðan vér meðtókum óhræranlegt ríki, þá höfum vér náðina, fyrir hverja vér skulum Guði þjóna honum til þókknunar með hræðslu og siðsemi. Því að vor Guð er mýgjandi eldur.
Þrettándi kapítuli
[breyta]Verið staðfastir í bróðurlegum kærleika og gestrisni, forgleymið ekki því að fyrir hana hafa margir þeim óvitandi englunum herbergi veitt. Hugleiðið bandingjana líka sem aðrir sambandingjar og þeirra sem mótgöngu líða svo sem að þér séuð einninn limir þess sama líkama. Hjúskapurinn skal heiðarlegur haldinn vera hjá öllum og hjónabandssængin óflekkuð því að frillulífis og hórunarmenn mun Guð dæma. Lífernið sé án ágirni og látið yður það nægja sem í nánd er. Því að hann hefir sagt: Eg vil eigi yfirgefa þig né hjá fara láta, - svo að vér megum traustlega segja: Drottinn er minn hjálpari, eg man eigi óttast hvað maðurinn mun mér gjöra. Þenkið á yðra lærifeður, þeir eð Guðs orð hafa sagt yður, hverra ævilokum þá aðhyggið og eftir fylgið þeirra trú.
Jesús Kristur gær og í dag og einninn sjálfur hinn sami að eilífu. Látið því eigi afleiða yður með margvíslegum og framandi lærdómum. Því að það er ágætlegt að hjartað sé staðfast, hvað helst að sker fyrir náðina, eigi fyrir fæðsluna, hvar út af öngva nytsemd hafa þeir sem þar með vilja Guði þjóna. Vér höfum það altari, hvar þeir sem tjaldbúðina rækja hafa ekkert vald til af að eta. Því að hverra dýra blóð sem innborið verður af biskupinum í hið heilaga fyrir syndirnar, þeirra sömu hræ verða uppbrennd utan herbúðanna. Fyrir því hefir einninn Jesús (upp á það hann helgaði það fólk fyrir sitt eigið blóð) utan borgarhliðs liðið. Því látum oss út ganga til hans af herbúðunum og bera hans vanvirðing. Því að hér höfu vér öngvan blífanlegan stað, heldur leitu vér hins tilkomanda.
Því látum oss nú offra fyrir hann lofsins offur Guði alla tíma, það er ávöxt varanna sem viðurkenna hans nafn. Gott að gjöra og með að skipta þá forgleymið ekki því að slíkt offur þókknast Guði vel. Hlýðið yðrum lærurum og fylgið þeim. Því að þeir vaka yfir yðrum sálum líka sem að þeir eð reikningsskap þar fyrirgefa, skulu svo að þeir gjöri það með gleði og eigi með andvarpan því að það er yður ógagnsamlegt. Biðjið fyrir oss.
Vort traust er það að vér höfum góða samvisku og kostgæfum oss til vel um að sýslast hjá öllum. En eg meir en beiði yður þar til þvílíkt að gjöra upp á það eg kæmunst hið allra fyrsta aftur til yðar.
En Guð friðarins, sá sem út hefir leitt í frá dauðum hinn mikla hirðir sauðanna fyrir blóðið hins nýja testamenti, vorn Drottin Jesúm, hann gjöri yður skikkanlega í öllu góðu verki til að gjöra hans vilja og efli það með yður, hvað fyrir honum þakknæmt er fyrir Jesúm Kristum, hverjum að sé dýrð um aldir og að eilífu. AMEN.
Eg beiði yður, kærir bræður, haldið mér það áminningarorð til góða. Því að eg hefi fátt eitt skrifað yður. Vitið það bróðir vor, Tímóteus, er laus aftur, með hverjum ef hann skjótlega kemur, man eg sjá yður. Heilsið öllum yðar lærurum og öllum heilögum. Yður heilsa bræðurnir af Vallandi. Náðin sé með yður öllum. AMEN.
Skrifaður úr Vallandi með Tímóteo.